Leigutekjur af jörð

Allt utan efnis

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 376
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Leigutekjur af jörð

Pósturaf isr » Mán 18. Feb 2019 16:36

Vitið þið hvaða skatt maður greiðir af leigutekjum af jörð, finn það ekki hjá skattinum, bara húsnæði. Eigum landskika og erum með ferðaþjónustu þar, við leygjum félaginu skikann, sem er 1 % af fasteignamati, þetta er ca 650 þús á ári, er kannski bara fjármagnstekjuskattur af þessu.?




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Leigutekjur af jörð

Pósturaf pepsico » Mán 18. Feb 2019 16:53

Þið þurfið allavega klárlega að borga fjármagnstekjuskatt af tekjunum. Stórefa að það sé eitthvað umfram hann.




Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Leigutekjur af jörð

Pósturaf Kristján Gerhard » Mán 18. Feb 2019 16:56

Tekjur af atvinnurekstri sýnist mér miðað við þetta fordæmi:

https://yskn.is/urskurdir/skoda-urskurd/?nr=4189




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Leigutekjur af jörð

Pósturaf pepsico » Mán 18. Feb 2019 22:09

"Verður að leggja til grundvallar að um ótímabundna útleigu eignanna hafi verið að ræða. Þá er ljóst samkvæmt skýringum kærenda að um er að ræða útleigu eigna til nota við atvinnurekstur einkahlutafélagsins, þ.e. búrekstur á jörðinni X, auk útleigu atvinnutengdra réttinda, þ.e. fullvirðisréttar til mjólkurframleiðslu. Almennt verður að telja slíka útleigu til atvinnurekstrar, ekki síst þegar um er að tefla útleigu eigna til langs tíma. Má í þessu sambandi jafnframt vísa til skatt- og úrskurðaframkvæmdar varðandi útleigu atvinnuhúsnæðis sem almennt hefur verið talin til atvinnurekstrar, sbr. t.d. úrskurð yfirskattanefndar nr. 145/2004, sbr. og sjónarmið í dómi Hæstaréttar Íslands 10. desember 2009 í málinu nr. 181/2009 (Bergþóra Reynisdóttir gegn íslenska ríkinu). Þá er ekki ástæða til að ætla annað en að umræddar eignir kærenda hafi verið leigðar út í hagnaðarskyni. Með vísan til framanritaðs og þar sem ekki verður talið að útleigan sé óveruleg að umfangi verður að fallast á með ríkisskattstjóra að hinar umþrættu leigutekjur kærenda frá F ehf. falli undir tekjur af atvinnurekstri, sbr. B-lið 7. gr. laga nr. 90/2003."

Kannski er þetta bara spurning um það hvort dómstóli finnist þetta óverulegt umfang. 650 þúsund krónur er minna en flestir fá við að leigja húsnæði sitt í 90 dagana á ári sem það má án gistileyfis, og það þarf bara borga bara fjármagnstekjuskatt af þeim tekjum. Verulegur munur á 650 þúsund krónum á ári og yfir 3.000 þúsund krónum á ári. 650 þúsund er mun nær 450 þúsunda upphæð sem RSK gefur í skyn að sé óveruleg upphæð í samhengi umfang rekstrar hvað varðar skilum á staðgreiðslu vegna reiknaðs endurgjalds. https://www.rsk.is/atvinnurekstur/ad-he ... dendaskra/




SE-sPOON
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mán 09. Jan 2017 13:18
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Leigutekjur af jörð

Pósturaf SE-sPOON » Mið 20. Feb 2019 15:27

Þú gætir tekið sénsinn á því að henda þessu bara í 3.7 - 511 í fjármagnstekjunum þar sem þetta er ekki það há upphæð yfir árið.
RSK gæti hins vegar gert athugasemdir ef þú lendir í tékki þar sem þetta er klárlega atvinnurekstur.




Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 376
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Leigutekjur af jörð

Pósturaf isr » Mið 20. Feb 2019 19:17

SE-sPOON skrifaði:Þú gætir tekið sénsinn á því að henda þessu bara í 3.7 - 511 í fjármagnstekjunum þar sem þetta er ekki það há upphæð yfir árið.
RSK gæti hins vegar gert athugasemdir ef þú lendir í tékki þar sem þetta er klárlega atvinnurekstur.


Það er spurning ef maður lendir í tjekki eftir 10 ár, þá yrði sennilega skoðað aftur í tímann, þá fengi maður væna summu í hausinn. O:)