Fasteignasalar..

Allt utan efnis

Höfundur
siggibk
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mán 24. Ágú 2015 19:48
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Fasteignasalar..

Pósturaf siggibk » Fim 07. Feb 2019 14:14

Sæl/ir

Hvað finnst ykkur um þjónustu fasteignasala og gjöldin sem þeir taka fyrir hana?

Það er víst mjög mikill munur á milli gjalda fasteignasala og hversu góða þjónustu þær veita.

Hægt að bera saman gjöld fasteignasala miðað við sölu hér:
https://fasteignasolur.com/

Heildarviðskipti fasteigna árið 2017 voru 504 milljarðar, einhver prósenta af því fer til fasteignasala, þetta er ekkert smá mikill peningur.
Skv. þjóðskrá ( https://www.skra.is/um-okkur/frettir/fr ... arid-2017/ )

Hver er ykkar reynsla af fasteignasölum og þeirra gjöldum ef þið hafið selt eða keypt fasteign?
Tbot
Kerfisstjóri
Póstar: 1210
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 219
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf Tbot » Fim 07. Feb 2019 14:27

Þeir eru stöðugt að reyna koma gjöldum á kaupendur.

Þú sem kaupandi þarft ekki að borga þeim neitt.


892.800 kr.
Taka 2.23% af söluverði, eða að minnsta kosti 310.000 kr. í söluþóknun
48.945 kr.
Flatt 48.945 kr. gjald fyrir gagnaöflun og auglýsingar
200.000 kr.
Taka 20.000 kr. á tímann, áætlaðir 10 tímar.

Þetta er frábært. Hélt að í söluþóknum væri tímagaldið við að selja íbúðina.
Þannig að 2,23% er bara fyrir ekki neitt.Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2823
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 286
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf hagur » Fim 07. Feb 2019 15:07

Með ólíkindum þessar prósentuþóknanir. Maður myndi halda að það sé nákvæmlega sama vinna fyrir fasteignasalann að selja 30M króna eign eins og 120M króna eign.Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3707
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 771
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf Klemmi » Fim 07. Feb 2019 15:45

Tbot skrifaði:Þú sem kaupandi þarft ekki að borga þeim neitt.


Þeir gefa almennt upp umsýsluþóknun sem kaupandi á að standa straum af og getur verið djöfuls bras að komast undan.

hagur skrifaði:Með ólíkindum þessar prósentuþóknanir. Maður myndi halda að það sé nákvæmlega sama vinna fyrir fasteignasalann að selja 30M króna eign eins og 120M króna eign.


Já, og sérstaklega í ljósi þess að það er þá beinlýnis í þeirra hag að selja eignina á sem hæstu verði. Milljón upp eða niður getur munað þá um 15-20þús kall.


Ég lenti í smá klemmu síðast þegar ég keypti og seldi, en það var bara beinlýnis þannig að fasteignasalinn lofaði að útvegaði mér eignina gegn því að hann fengi að selja mína gömlu á móti. Við buðum, vel yfir ásettu, hann lét vita að við værum ekki hæst, en ef við værum tilbúin til að hækka okkur upp í X, þá myndi það duga. Hvort sem það var sannleikurinn eða ekki, þ.e. að við höfum "þurft" að hækka okkur, þá allavega gekk þetta allt.

Þetta gerði það að verkum að ég var ekki í neinni samningsstöðu við ákvörðun söluþóknunar, þar sem að hann fékk mig til að skrifa undir samninginn um söluna á okkar eign áður en kaupin voru gengin í gegn. Við vorum búin að missa af tveimur öðrum eignum sem við höfðum boðið í, svo að ég ákvað bara að sætta mig við þetta. Sú prósenta var 1,75% + vsk, aukalega var svo einhver 20-30þús kall ef ég man rétt í "umsýslugjald". Þeir gefa almennt upp háa prósentu á síðunum sínum svo þeir geti "gefið afslátt".


www.laptop.is
www.ferdaleit.is


everdark
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Sun 04. Apr 2004 18:29
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf everdark » Fim 07. Feb 2019 16:40

Klemmi skrifaði:
Tbot skrifaði:Þú sem kaupandi þarft ekki að borga þeim neitt.


Þeir gefa almennt upp umsýsluþóknun sem kaupandi á að standa straum af og getur verið djöfuls bras að komast undan.

hagur skrifaði:Með ólíkindum þessar prósentuþóknanir. Maður myndi halda að það sé nákvæmlega sama vinna fyrir fasteignasalann að selja 30M króna eign eins og 120M króna eign.


Já, og sérstaklega í ljósi þess að það er þá beinlýnis í þeirra hag að selja eignina á sem hæstu verði. Milljón upp eða niður getur munað þá um 15-20þús kall.


Raunar er það enginn sérstakur hagur þeirra að hámarka verð, því miður - þvert á móti hafa fasteignasalar mikinn hvata til að selja íbúðir á sem lægstu verði. Gefum okkur að íbúð sé seld á 30.000.000 kr. með 1% þóknun sem gerir 300.000 kr. Hækkun um 1.000.000 kr. í söluverði skilar fasteignasalanum 10.000 kr. eða 3,3% af upphaflegri þóknun. Það er því vænlegra til vinnings fyrir fasteignasala að selja eignir hratt og örugglega, m.ö.o. á lágu verði og selja þess í stað fleiri eignir. Klassískur umboðsvandi (agency problem) sem hægt er að sjá við með því að notast við progressive þóknanir - t.d. að fasteignasalinn fái x% (þar sem x>1%) af söluvirði umfram x milljónir.

Þetta kerfi er auðvitað algjört bákn og svelgur á verðmæti. Það þarf að liðka til í rafrænni stjórnsýslu svo einstaklingar geti stundað þessi viðskipti sín á milli án aðkomu fasteignasala. Síður eins og procura.is eru stór liður í því - enda hefur Félag Fasteignasala barist harðlega gegn starfsemi þeirra.Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14945
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1428
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf GuðjónR » Fim 07. Feb 2019 17:21

Hvernig er það, getur maður ekki selt sjálfur?Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3707
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 771
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf Klemmi » Fim 07. Feb 2019 18:19

everdark skrifaði:Raunar er það enginn sérstakur hagur þeirra að hámarka verð, því miður - þvert á móti hafa fasteignasalar mikinn hvata til að selja íbúðir á sem lægstu verði. Gefum okkur að íbúð sé seld á 30.000.000 kr. með 1% þóknun sem gerir 300.000 kr. Hækkun um 1.000.000 kr. í söluverði skilar fasteignasalanum 10.000 kr. eða 3,3% af upphaflegri þóknun. Það er því vænlegra til vinnings fyrir fasteignasala að selja eignir hratt og örugglega, m.ö.o. á lágu verði og selja þess í stað fleiri eignir.


Ég er ekki alveg sammála að lágt verð jafngildi hraðri og aukinni sölu.

Þegar verð fara hækkandi, þá fær fólk á tilfinninguna að það sé að missa af lestinni, sem getur ýtt undir eftirspurn, sölu og hækkanir á verðum.

Einnig held ég að þú sért að vanmeta valdið sem fasteignasali hefur. Hann hefur viðskiptavini beggja megin borðsins, hann getur fundið út bæði hvaða verð seljandi er tilbúinn til að sætta sig við, og nokkurn veginn hvaða verð kaupandi ræður við. Í mínu tilfelli hækkaði ég t.d. tilboðið um 700þús án þess að þurfa mikið að hugsa um það. Þó ég hafi ekki sagt það beint út, þá vissi fasteignasalinn að ég hafði svigrúm. Ég veit að þetta skilaði honum engri svaka upphæð, en þó 12.250kr + vsk.- fyrir eitt símtal, auk þess sem seljandinn varð líklega hoppandi kátur og gefur honum gott orð.


www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5688
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 459
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf rapport » Fim 07. Feb 2019 18:29

Góður fasteignasali getur verið mikils virði fyrir bæði kaupanda og seljanda.

Keypti eign fyrir rúmu ári, ekki enn farinn í afsal því að seljandinn er ekki búinn að klára sitt og fasteignasalinn gagnslaus milliliður, hefur ekki einu sinni reynt að boða til sáttafundar.

Söluaðilinn er stór aðili sem er að selja hundruðir íbúða á ári og ekki séns í helvíti að REMAX hjálpi mér eitthvað gegn honum.

Ráðin sem ég hef fengið frá þeim hafa verið aum og alltaf nokkuð hliðholl seljanda.

Um leið og ég fékk lögmann í málið þá fór hann að hugsa um að tilkynna þessi samskipti til félagsins þeirra.

p.p.s. passa sig á RED ehf. a.k.a. Upphaf.is a.k.a. GAMMA, það er búið að eyða milljónum hér í húsinu í skýrslur fagmanna, hljóðmælingar, mygluviðgerðir, laga leka ofl. ofl. og kostnaður vð dómskvadda matsmenn eftir til að meta tvo stóra hönnunar- og byggingargalla sem m.a. gera það að verkum að eldvarnir eru í ólestri.

Þrátt fyrir allt þetta var ráð fasteignasalans að borga upp í topp því að annars þyrfti ég kannski að greiða vexti. (þrátt fyrir að atriði sem tiltekin eru í kaupsamning hafi ekki enn verið kláruð).

Þannig að ... já, bara passa sig nógu helvíti mikið þegar það á að kaupa íbúð.Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 3670
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 344
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf appel » Fim 07. Feb 2019 18:30

Ég er nýbúinn að standa í þessu, selja og kaupa, fékk reyndar góðan díl, en samt þetta eru miklar fjárhæðir.

Hinsvegar er þetta flókið ferli, ferli sem bæði seljandi og kaupandi þurfa að treysta. Það er enginn að fara kaupa af þér fasteign ef þú ætlar að sjá um þetta allt sjálfurr, alla pappírsvinnu og svona. Good luck.

Svo eru ákveðin lög sem gilda um fasteignasala, og lögin skylda þá að gæta að hag BÆÐI seljanda og kaupanda. Þannig að fasteignasali má ekkert bara "hössla" og "ljúga", það gæti verið kært og fasteignasalinn misst réttindi sín.

Svo þegar þú þarft lán hjá lánastofnun, þá eru fasteignasalar þar sem stíga þar inn í og auðvelda ferlið.

Ef þetta væri auðvelt þá væru fasteignasalar ekki til, en þeir eru til og fólk vill nota þá.

Svo er oft nokkur vinna við að selja eignir sem seljast illa, það þarf mörg opin hús, svara fjölmörgum fyrirspurnum, jafnvel sýna íbúðir ef beðið er um það...og það er alveg klukkutímavinna að skjótast eitthvert út í bæ og sýna einhverjum, sem vill ekki svo kaupa. (ég fór að skoða nokkrar þannig íbúðir sjálfur).

En einsog ég sagði, ég gerði þetta nýlega, og það kom mér á óvart hve auðvelt og þægilegt ferlið var. Maður þurfti lítið annað að gera en að skrifa nafnið sitt svona 20 sinnum.


*-*


Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf Sporður » Fim 07. Feb 2019 18:36

GuðjónR skrifaði:Hvernig er það, getur maður ekki selt sjálfur?


Ég veit að eigandi fasteignar getur selt í beinni sölu án milliliða ef að hann á fasteignina skuldlaust.

Þegar lán/veð hvílir á húsinu þá er hinsvegar nauðsynlegt að nota fasteignasala, geri ég ráð fyrir.
Frussi
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf Frussi » Fim 07. Feb 2019 19:15

Mæli með Borg, keypti fasteign í gegnum þá og fékk topp þjónustu, hverrar krónu virði að vera með fagfólk í þessu. Talaði við ýmsa sölumenn og fólkið hjá Borg stóð langt fyrir ofan hina


Ryzen 5 3600 _ X470 Aorus Gaming _ eVGA GTX 1080 _ 16 GB 3200MHz _ 34" 1440p Samsung Ultrawide


falcon1
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf falcon1 » Fim 07. Feb 2019 22:44

Seldi íbúðina mína í fyrra og mér fannst því miður þessi upphæð sem ég borgaði fasteignasalanum fyrir bara algjörir blóðpeningar því hann gerði frekar lítið að mínu mati. En sem betur fer seldist íbúðin fljótt og vel. Ekki það að ég treysti ekki neinum þegar kemur að fjármálum, hvorki bankafólki né fasteignasölum. :)
peturm
Nörd
Póstar: 104
Skráði sig: Lau 28. Mar 2009 20:50
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf peturm » Fös 08. Feb 2019 08:58

Ég er að klára fasteignabrölt.
Ég fékk sæmilegan díl á sölulaunin en ég get hinsvegar ekki með neinu móti skilið hvenrnig hægt er að borga 1.000.015 m/vsk eins og í mínu tilfelli fyrir sölu á íbúð.

Fasteignasali kíkit í heimsókn og verðmetur - 1 klst?
Safnar gögnum og útbýr söluyfirlit - eigum við að gefa honum 3 tíma í það
Sýnir eignina einu sinni og tekur við tilboði - eigum við að gefa okkur aðra 3 tíma
Tilboðinu er breytt í kaupsamning í kerfinu þeirra - ég þurfti reyndar að senda kaupsamningi 5 eða 6 sinnum til baka þar sem hann var alltaf rangur. - 2 -3 klst.
Einhver lögfróður þarf líklega að rúlla yfir að allt stemmi - sá var úti að skíta hjá mér en jæja gefum viðkomandi 4 tíma í þetta verkefni.
Kaupendur og seljendur mæta í kaupsamninga - 1 klst
Kaupendur og seljendur mæta í Afsal - 1 klst.
Einhver þarf að koma pappír í þinlýsingu og svona annað tilfallandi pappírsstúss - gefum þeim 4 tíma

Ég get bara ekki komið þessu upp fyrir 2 til 3 daga vinnu. -EIN MILLJÓN
Þetta meikar bara ekki sense!

Sölumaðurinn var góður, stóð við sitt og seldi á góðu verði en pappírsfólkið fær falleinkun - ég á ekki að þurfa að leiðrétta fasteignasöluna margsinnis.

Svo er alveg furðulegt að í kaupsamningi er ákveðinn afsalsdagur - í mínu tilfelli er sá dagur í dag 8. feb.
Hinsvegar boðar fasteignasalan aðila samnings svo seint á fund (þrátt fyrr að ég ýtti við þeim) að engin getur mætt, hvorki kaupendur né seljendur enda kom fundarboðið í fyrrakvöld.
Það hefði mátt útbúa fundarboðið fyrir mánuði síðan já eða þremur ef út í það er farið. Í staðinn dregst afsalið fram í næstu viku sem þýðir að ég fæ ekki greitt á réttum tíma. Einhverjir dagar skipta ekki öllu máli en þetta eru ekki pro vinnubrögð.

Ég ætla að vona að ég þurfi ekki að standa í fasteignabrölti aftur næstu árin
Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf Sporður » Fös 08. Feb 2019 09:51

peturm skrifaði:Ég er að klára fasteignabrölt.
Ég fékk sæmilegan díl á sölulaunin en ég get hinsvegar ekki með neinu móti skilið hvenrnig hægt er að borga 1.000.015 m/vsk eins og í mínu tilfelli fyrir sölu á íbúð.


Eru þetta sölulaunin sem einhver prósenta af söluverðinu?

Eða prósenta + útseldir tímar ?Skjámynd

asgeireg
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 20:26
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf asgeireg » Fös 08. Feb 2019 10:04

Ég seldi seinasta sumar og var bara mjög sáttur með minn fasteignasala. Fékk 1,34% + vsk og strikað yfir allt sem hét auka kostnaður.

Svo þegar ég fór í kaupsamning þá var það ekki minn fasteignasli sem sá um það, heldur einhver á stofunni sem er bara í því. Ég sá inni uppgjörslið sem var þessi umsýslukostanður, ég gerði athugasemd við það, þá sagði fasteignasalinn sem var að sjá um þetta að þessi liður væri alltaf inni, ef einstaka fasteignasala strika yfir hann þá gefa þeir hann í afslátt frá prósentunni. Þegar ég reiknaði þetta allt sama þá passaði það, svo í raun var fasteignasalinn að láta mig fá 1,34% söluprósentu og svo tæpan 50 þús í afslátt frá því.

Bróðir minn seldi á svipuðum tíma, eign sem var seld held ég 5 miljónum lægra en mín, hann var með einhverja fáránlega prósentu og endaði á að borga rúmlega 500þús meira en ég í söluþóknun. Hann hélt að hann væri að fá einhvern svaka díl af því hann var að kaupa af sama sala.

Ég held að menn ættu að skoða vel síðurnar hjá fasteignasölum og reina að semja þá niður í prósentu, tala nú ekki um eins og staðan er núna þar sem markaðurinn er að hægja helling á.


Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.


Starman
Nörd
Póstar: 147
Skráði sig: Þri 07. Okt 2008 01:40
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf Starman » Fös 08. Feb 2019 10:51

Sporður skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Hvernig er það, getur maður ekki selt sjálfur?


Ég veit að eigandi fasteignar getur selt í beinni sölu án milliliða ef að hann á fasteignina skuldlaust.

Þegar lán/veð hvílir á húsinu þá er hinsvegar nauðsynlegt að nota fasteignasala, geri ég ráð fyrir.


Það er ekki nauðsynlegt að nota fasteignasala til að selja fasteign frekar en bílasala til að selja bíl.
Það er ekkert um það í lögum að það þurfi fasteignasala við sölu fasteigna. Fólk getur alveg gert þetta sjálft ef það treystir sér til þess, þetta eru ekki nein geimvísindi. Alltaf þegar það er minnst á fasteignasala minnir það mig á dreng einn sem var rekinn af heimavist í ónefndum framhaldsskóla úti á landi vegna þess að hann skeit út um gluggann á herberginu sínu. Sá drengur er fasteignasali í dag.
blitz
Bara að hanga
Póstar: 1594
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf blitz » Fös 08. Feb 2019 11:04

Klemmi skrifaði:
Tbot skrifaði:Þú sem kaupandi þarft ekki að borga þeim neitt.


Þeir gefa almennt upp umsýsluþóknun sem kaupandi á að standa straum af og getur verið djöfuls bras að komast undan.

hagur skrifaði:Með ólíkindum þessar prósentuþóknanir. Maður myndi halda að það sé nákvæmlega sama vinna fyrir fasteignasalann að selja 30M króna eign eins og 120M króna eign.


Já, og sérstaklega í ljósi þess að það er þá beinlýnis í þeirra hag að selja eignina á sem hæstu verði. Milljón upp eða niður getur munað þá um 15-20þús kall.


Ég lenti í smá klemmu síðast þegar ég keypti og seldi, en það var bara beinlýnis þannig að fasteignasalinn lofaði að útvegaði mér eignina gegn því að hann fengi að selja mína gömlu á móti. Við buðum, vel yfir ásettu, hann lét vita að við værum ekki hæst, en ef við værum tilbúin til að hækka okkur upp í X, þá myndi það duga. Hvort sem það var sannleikurinn eða ekki, þ.e. að við höfum "þurft" að hækka okkur, þá allavega gekk þetta allt.

Þetta gerði það að verkum að ég var ekki í neinni samningsstöðu við ákvörðun söluþóknunar, þar sem að hann fékk mig til að skrifa undir samninginn um söluna á okkar eign áður en kaupin voru gengin í gegn. Við vorum búin að missa af tveimur öðrum eignum sem við höfðum boðið í, svo að ég ákvað bara að sætta mig við þetta. Sú prósenta var 1,75% + vsk, aukalega var svo einhver 20-30þús kall ef ég man rétt í "umsýslugjald". Þeir gefa almennt upp háa prósentu á síðunum sínum svo þeir geti "gefið afslátt".


Fyrir mér á að tilkynna svona hegðun til félags fasteignasala. Þetta hlýtur að vera brot á siðareglum þeirra þar sem hann er að taka sína eigin hagsmuni umfram hagsmuni seljanda.

Hef heyrt af svona áður og þetta er gjörsamlega út í hött! Veit um nýlegt dæmi þar sem seljandi varð af 1-2 m.kr. þar sem að fasteignasali valdi frekar kaupanda með lægri greiðsluvilja af því að hann vildi selja sína í gegnum hann en hinn ekki.


PS4


Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf Sporður » Fös 08. Feb 2019 11:16

Starman skrifaði:
Sporður skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Hvernig er það, getur maður ekki selt sjálfur?


Ég veit að eigandi fasteignar getur selt í beinni sölu án milliliða ef að hann á fasteignina skuldlaust.

Þegar lán/veð hvílir á húsinu þá er hinsvegar nauðsynlegt að nota fasteignasala, geri ég ráð fyrir.


Það er ekki nauðsynlegt að nota fasteignasala til að selja fasteign frekar en bílasala til að selja bíl.
Það er ekkert um það í lögum að það þurfi fasteignasala við sölu fasteigna. Fólk getur alveg gert þetta sjálft ef það treystir sér til þess, þetta eru ekki nein geimvísindi. Alltaf þegar það er minnst á fasteignasala minnir það mig á dreng einn sem var rekinn af heimavist í ónefndum framhaldsskóla úti á landi vegna þess að hann skeit út um gluggann á herberginu sínu. Sá drengur er fasteignasali í dag.


Ég veitti því athygli í gær þegar ég kíkti á lögin um sölu fasteigna að þar virðist hvergi minnst einu orði á fasteignasala. (https://www.althingi.is/altext/stjt/2002.040.html)

Síðan í lögunum um fasteignasala virðasta þau einvörðungu eiga við um aðila sem eiga MILLIGÖNGU um sölu/kaup fasteigna. (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2015070.html)Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3707
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 771
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf Klemmi » Fös 08. Feb 2019 12:27

blitz skrifaði:Fyrir mér á að tilkynna svona hegðun til félags fasteignasala. Þetta hlýtur að vera brot á siðareglum þeirra þar sem hann er að taka sína eigin hagsmuni umfram hagsmuni seljanda.

Hef heyrt af svona áður og þetta er gjörsamlega út í hött! Veit um nýlegt dæmi þar sem seljandi varð af 1-2 m.kr. þar sem að fasteignasali valdi frekar kaupanda með lægri greiðsluvilja af því að hann vildi selja sína í gegnum hann en hinn ekki.


Já, ef þetta er ekki lögbrot, þá er þetta allavega siðlaust. Hins vegar vildi ég ekkert vagga bátnum, þar sem ég vildi ekki eiga á nokkurn hátt á hættu að viðskiptin myndu ekki ganga eftir.

Það er alveg möguleiki og jafn vel líklegt að sá sem bauð hærra en við (samkvæmt fasteignasalanum) upphaflega hefði vilja hækka meira heldur en við, ef hann hefði haft tækifæri til þess.


www.laptop.is
www.ferdaleit.is


blitz
Bara að hanga
Póstar: 1594
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf blitz » Fös 08. Feb 2019 12:40

Klemmi skrifaði:
blitz skrifaði:Fyrir mér á að tilkynna svona hegðun til félags fasteignasala. Þetta hlýtur að vera brot á siðareglum þeirra þar sem hann er að taka sína eigin hagsmuni umfram hagsmuni seljanda.

Hef heyrt af svona áður og þetta er gjörsamlega út í hött! Veit um nýlegt dæmi þar sem seljandi varð af 1-2 m.kr. þar sem að fasteignasali valdi frekar kaupanda með lægri greiðsluvilja af því að hann vildi selja sína í gegnum hann en hinn ekki.


Já, ef þetta er ekki lögbrot, þá er þetta allavega siðlaust. Hins vegar vildi ég ekkert vagga bátnum, þar sem ég vildi ekki eiga á nokkurn hátt á hættu að viðskiptin myndu ekki ganga eftir.

Það er alveg möguleiki og jafn vel líklegt að sá sem bauð hærra en við (samkvæmt fasteignasalanum) upphaflega hefði vilja hækka meira heldur en við, ef hann hefði haft tækifæri til þess.


Ég skil það - ég myndi hins vegar alvarlega íhuga það að tilkynna þetta núna þegar allt hefur gengið í gegn.


PS4


peturm
Nörd
Póstar: 104
Skráði sig: Lau 28. Mar 2009 20:50
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf peturm » Fös 15. Feb 2019 13:09

Sporður skrifaði:
peturm skrifaði:Ég er að klára fasteignabrölt.
Ég fékk sæmilegan díl á sölulaunin en ég get hinsvegar ekki með neinu móti skilið hvenrnig hægt er að borga 1.000.015 m/vsk eins og í mínu tilfelli fyrir sölu á íbúð.


Eru þetta sölulaunin sem einhver prósenta af söluverðinu?

Eða prósenta + útseldir tímar ?


Þetta er bara prósenta af söluverði = 1.4% +vsk + gangaöflunargjald
Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 954
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 23
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf Icarus » Fös 15. Feb 2019 14:15

Við seldum og keyptum í fyrra, var nokkuð sáttur. Samdi um X prósent + VSK og borgaði það + umsýslugjald sem lá alltaf fyrir.

Ekkert tímagjald eða annar breytilegur kostnaður, en það tók bara eitt opið hús að selja okkar eign.

En ég man að fyrir um tveim árum síðan fór ég í opið hús og þar sá ég að fasteignasalinn þekkti einn annan sem var að skoða, svo þegar ég reyndi að hringja til að gera tilboð nennti hann ekki að taka við tilboðinu mínu, ætlaði alltaf að heyra í mér seinna og svo var bara búið að selja eignina. Hafði það alltaf á tilfinningunni að hann hafi verið að redda vini sínum eigninni, en það var bara tilfinning.
siggik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 391
Skráði sig: Mið 07. Feb 2007 18:53
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf siggik » Þri 08. Okt 2019 20:26

Sælir strákar, rakst á þetta á google, er eitthvað nýtt í þessu ? algjör dýragarður þessi verðskrá hjá þeim ..

mig rámar líka í frétt fyrir nokkrum árum þar sem aðili var í stappi við fasteignasala vegna þessara gjalda sem þeir setja á alla skjalavinnslu þegar hann gat auðveldlega farið með pappíra sjálfur td.
DabbiGj
spjallið.is
Póstar: 471
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf DabbiGj » Mið 09. Okt 2019 21:35

Ef þið nennið að standa í því að þá getið þið alltaf selt sjálfir, það er ekkert sem kemur í veg fyrir það en ég myndi láta fasteignasala sjá um að útbúa kaupsamning og þeir geta það fyrir fast verð, 140-250 þúsund sem er ekkert hræðilegt í stóra samhenginu.

Það er hellings vinna sem liggur að baki þessu og flest fólk vill versla eignir sem eru á lista hjá fasteignasölu útaf kvöðunum sem liggja á fasteignasölum.Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 3670
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 344
Staða: Ótengdur

Re: Fasteignasalar..

Pósturaf appel » Mið 09. Okt 2019 22:52

Það geta allir klippt a sér hárið sjálfir.. rakvél og málið leyst. Hinsvegar kjósa flestir að kaupa sér klippingu. Sama ma segja um ýmsa aðra þjónustu.. t.d. pizzubökun...allir geta bakað sína eigin pizzu.. en flestir kjósa að panta. Fasteignasalar eru bara einn angi í þessu þjónustuhagkerfi. Ekkert samsæri eða spilling né neitt. Svo er það að fasteignasalar þurfa að lúta ákveðnum reglum og vera löggiltir.. tryggja hagsmuni bæði seljenda og kaupenda.


*-*