Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Allt utan efnis

Höfundur
OGJon
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Lau 10. Feb 2018 14:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf OGJon » Þri 29. Jan 2019 19:11

Sæl öllsömul

Ég bý í raðhúsi og nágrannar mínir ákváðu að taka húsið sitt í gegn, bókstaflega rífa flest allt niður og láta gera upp á nýtt. Þau gáfu mér alveg góðan fyrirvara að þetta myndi vera að gerast og að þau myndu ekki vera í húsnæðinu næstu mánuðina. Ég hugsaði að þetta myndi ekki bögga mig svakalega þar sem ég vinn frá 8 - 5 en þessir iðnaðarmenn eru að vinna frá svona 7 um morgun fram á kvöld, oft þá er þetta alveg gnístandi hávaði, get varla verið í húsinu með þennann hávaða í veggjunum, spurningin er, er þetta bara allt í lagi? Hvernig eru lögin með þetta?

:catgotmyballs




Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf Sporður » Þri 29. Jan 2019 19:21

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/793058/

Greinin er gömul en líklegast gild. Lestu neðsta hlutann varðandi hávaða og byggingarreglugerð.




Sam
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 302
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf Sam » Þri 29. Jan 2019 19:21

Þeir meiga vera með brjálaðan hávaða til kl 22:00




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf pepsico » Þri 29. Jan 2019 19:39

Hávaða 07-21 virka daga og 10-19 um helgar. Svakalega mikinn hávaða 07-19 virka daga en ekki um helgar.

Held að ódýrustu heyrnahlífar landsins séu seldar í Fossberg. Keypti þessar gulu á um 1500 krónur og þær gera lífið þokkalegt þegar það eru framkvæmdir í húsinu.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf Viktor » Þri 29. Jan 2019 20:03

Hef alltaf skilið það þannig að það megi vera að til 21-22 á kvöldin.

Fyrir það áttu ekki rétt á að kvarta nema á rólegu nótunum.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 727
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 175
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf russi » Þri 29. Jan 2019 23:22

Ég lenti í einum brjáluðum þegar ég ákvað að fara bora þónokkur göt með steinbor hérna um árið, byrjaði á þessu rétt um 20:30, sá var fljótur að banka uppá alveg frekar pissed. Ég nýfluttur og vildi nú ekki vera að pirra nágrannana á fyrsta degi. Segi nú við hann að þetta sé nú leyfilegt til kl 22 en ég verð búin kl 21, sem passaði nánast uppá sekúndu. Á meðan þessu stendur kemur þessi gaur og aðrir sem eru í íbúðinni aftur og aftur og heimta að ég hætti. Þetta voru útlendingar sem passaði alveg við það sem stóð á dyrasímunum, alltaf sagði ég við þau að þessu yrði lokið kl 21 og ég væri fullu leyfi að gera þetta, í eitt skiptið óðu þau bara inn, semsagt frömdu húsbrot. Ég varð frekar pissed og bróðir minn sem var með mér ætlaði að vaða í hann, en þar sem ég var nú nýkominn í bygginguna róaði liðið og benti manninum á að líklega væri ég búin að þessu ef hann væri ekki alltaf að trufla mig. Kláraði þetta og ekkert meira múður svo sem.

Þarna var ég farinn að fá samviskubit og fer því að leita hvað má og hvað má ekki, kemur á daginn að það eru lög frá Alþingi sem tala um tímasetningar nánar tiltekið:
2. Bann við röskun á svefnfriði í húsinu a.m.k. frá mið- nætti til kl. 7 að morgni og undanþágur frá því banni.
Svo geta verið reglur húsfélaga sem þrengja þetta og þar sem þú ert í raðhúsi á að vera húsfélag.
Svo var talað um að það þurfi að gæta meðalhófs og ekki trufla svefnfrið og í raun annan frið, finn ekki þá línu núna.
Með meðalhófi gæti verið átt við einstakling sem tekur sína eign í gegn og veldur truflunum með því í smá tíma, segjum 2 vikur. Allir á húsinu lifa með því svosem, en svo kannski mánuði síðar byrjar hann aftur og þetta endurtekur sig reglulega, það myndi ekki teljast meðalhóf og fyrir vikið er þá einstaklingur ekki í rétti til hávaðasamra framkvæmda.

En aftur að brjálaða nágrannanum sem vildi ekki að ég boraði, komst svo að því nokkrum dögum síðar að þetta var einhver AirBnb leigjandi sem greinilega hélt að hann væri á íbúðahóteli eða eitthvað álíka, sá þá örlítið eftir því að hafa ekki leyft brósa að vaða í tappann



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf DJOli » Þri 29. Jan 2019 23:51

Held að málið séu líka hávaðatengt, s.s. í desíbilum (db). Held að það megi yfirleitt ekki vera yfir 100 eða 120db í ákveðinn tíma, eða eftir ákveðinn tíma.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6278
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 434
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf worghal » Mið 30. Jan 2019 08:21

ég var búinn að finna þetta einhverstaðar en þá var talað um að venjuleg vinna mætti byrja klukkan 7 en hávaði frá vinnuvélum eða háværum verkfærum mætti ekki byrja fyrr en 8. Ég bý á móti þar sem var verið að byggja mjög stórt hús og það var alltaf byrjað háværa vinnu klukkan 8, aldrei fyrr og finnst mér fyrirtækið sem er að sinna því verkefni eiga að fá stórann plús fyrir að halda sig innan mjög skikkalegra tíma marka, eða 8-19.

edit: var að finna þetta
Mynd

https://www.ust.is/2017/02/03/Um-havada ... tir/frett/

ég hringdi einusinni í lögregluna vegna hávaða frá höggborum í blokk um klukkan 10 til að athuga hvenær þeir væru líklegri til að mæta og segja fólki að hætta og mér var sagt að þeir væru ekkert að fara í það ef hlutir dragast til 10, klukkan 11 væri svona fyrst hvenær þeir myndu athuga þetta og að miðnætti þá væri ekki spurning um að þeir mæti og láti fólk hætta.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1750
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf blitz » Mið 30. Jan 2019 09:31

Þar sem að þú munt væntanlega búa við hliðina á þessu fólki næstu árin er ágætt að reyna að taka spjall við þau á góðu nótunum. Heyra í þeim hvernig gengur, hvað sé mikið eftir o.s.frv. og nefna að það sé nokkuð ónæði af þessum framkvæmdum.


PS4

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2487
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf svanur08 » Mið 30. Jan 2019 19:52

Vá hvað ég er sammála, svona framkvæmdir geta verið mjög pirrandi ef það er lengi kannast alveg við þetta, einn í minni blokk alltaf að gera eitthvað bora og læti, enda spila ég mitt heimabíó í botni á móti, og hlusta ekkert á kvartanir, en allt fyrir kl 10 hehe


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf kjartanbj » Mið 30. Jan 2019 21:18

russi skrifaði:Ég lenti í einum brjáluðum þegar ég ákvað að fara bora þónokkur göt með steinbor hérna um árið, byrjaði á þessu rétt um 20:30, sá var fljótur að banka uppá alveg frekar pissed. Ég nýfluttur og vildi nú ekki vera að pirra nágrannana á fyrsta degi. Segi nú við hann að þetta sé nú leyfilegt til kl 22 en ég verð búin kl 21, sem passaði nánast uppá sekúndu. Á meðan þessu stendur kemur þessi gaur og aðrir sem eru í íbúðinni aftur og aftur og heimta að ég hætti. Þetta voru útlendingar sem passaði alveg við það sem stóð á dyrasímunum, alltaf sagði ég við þau að þessu yrði lokið kl 21 og ég væri fullu leyfi að gera þetta, í eitt skiptið óðu þau bara inn, semsagt frömdu húsbrot. Ég varð frekar pissed og bróðir minn sem var með mér ætlaði að vaða í hann, en þar sem ég var nú nýkominn í bygginguna róaði liðið og benti manninum á að líklega væri ég búin að þessu ef hann væri ekki alltaf að trufla mig. Kláraði þetta og ekkert meira múður svo sem.

Þarna var ég farinn að fá samviskubit og fer því að leita hvað má og hvað má ekki, kemur á daginn að það eru lög frá Alþingi sem tala um tímasetningar nánar tiltekið:
2. Bann við röskun á svefnfriði í húsinu a.m.k. frá mið- nætti til kl. 7 að morgni og undanþágur frá því banni.
Svo geta verið reglur húsfélaga sem þrengja þetta og þar sem þú ert í raðhúsi á að vera húsfélag.
Svo var talað um að það þurfi að gæta meðalhófs og ekki trufla svefnfrið og í raun annan frið, finn ekki þá línu núna.
Með meðalhófi gæti verið átt við einstakling sem tekur sína eign í gegn og veldur truflunum með því í smá tíma, segjum 2 vikur. Allir á húsinu lifa með því svosem, en svo kannski mánuði síðar byrjar hann aftur og þetta endurtekur sig reglulega, það myndi ekki teljast meðalhóf og fyrir vikið er þá einstaklingur ekki í rétti til hávaðasamra framkvæmda.

En aftur að brjálaða nágrannanum sem vildi ekki að ég boraði, komst svo að því nokkrum dögum síðar að þetta var einhver AirBnb leigjandi sem greinilega hélt að hann væri á íbúðahóteli eða eitthvað álíka, sá þá örlítið eftir því að hafa ekki leyft brósa að vaða í tappann



Ekkert sem segir um að það eigi að vera húsfélag í raðhúsum.. ekkert þannig í raðhúsinu sem ég bý í, sem betur fer



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf appel » Mið 30. Jan 2019 21:26

Þar sem virkar best er að pirra þá á móti, byrjaðu að bora í vegginn á móti þeim klukkan 3 að nóttu, spila á rafmagnsgítar eða álíka. Þegar einhver kemur brjálaður á dyrnar hjá þér þá ertu í samningsstöðu.


*-*

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf hagur » Mið 30. Jan 2019 21:44

kjartanbj skrifaði:
russi skrifaði:Ég lenti í einum brjáluðum þegar ég ákvað að fara bora þónokkur göt með steinbor hérna um árið, byrjaði á þessu rétt um 20:30, sá var fljótur að banka uppá alveg frekar pissed. Ég nýfluttur og vildi nú ekki vera að pirra nágrannana á fyrsta degi. Segi nú við hann að þetta sé nú leyfilegt til kl 22 en ég verð búin kl 21, sem passaði nánast uppá sekúndu. Á meðan þessu stendur kemur þessi gaur og aðrir sem eru í íbúðinni aftur og aftur og heimta að ég hætti. Þetta voru útlendingar sem passaði alveg við það sem stóð á dyrasímunum, alltaf sagði ég við þau að þessu yrði lokið kl 21 og ég væri fullu leyfi að gera þetta, í eitt skiptið óðu þau bara inn, semsagt frömdu húsbrot. Ég varð frekar pissed og bróðir minn sem var með mér ætlaði að vaða í hann, en þar sem ég var nú nýkominn í bygginguna róaði liðið og benti manninum á að líklega væri ég búin að þessu ef hann væri ekki alltaf að trufla mig. Kláraði þetta og ekkert meira múður svo sem.

Þarna var ég farinn að fá samviskubit og fer því að leita hvað má og hvað má ekki, kemur á daginn að það eru lög frá Alþingi sem tala um tímasetningar nánar tiltekið:
2. Bann við röskun á svefnfriði í húsinu a.m.k. frá mið- nætti til kl. 7 að morgni og undanþágur frá því banni.
Svo geta verið reglur húsfélaga sem þrengja þetta og þar sem þú ert í raðhúsi á að vera húsfélag.
Svo var talað um að það þurfi að gæta meðalhófs og ekki trufla svefnfrið og í raun annan frið, finn ekki þá línu núna.
Með meðalhófi gæti verið átt við einstakling sem tekur sína eign í gegn og veldur truflunum með því í smá tíma, segjum 2 vikur. Allir á húsinu lifa með því svosem, en svo kannski mánuði síðar byrjar hann aftur og þetta endurtekur sig reglulega, það myndi ekki teljast meðalhóf og fyrir vikið er þá einstaklingur ekki í rétti til hávaðasamra framkvæmda.

En aftur að brjálaða nágrannanum sem vildi ekki að ég boraði, komst svo að því nokkrum dögum síðar að þetta var einhver AirBnb leigjandi sem greinilega hélt að hann væri á íbúðahóteli eða eitthvað álíka, sá þá örlítið eftir því að hafa ekki leyft brósa að vaða í tappann



Ekkert sem segir um að það eigi að vera húsfélag í raðhúsum.. ekkert þannig í raðhúsinu sem ég bý í, sem betur fer


Ef ég man rétt er það optional ef fjöldi íbúða er 6 eða færri. Skylda ef fleiri en 7.

Edit: Las þetta einhversstaðar en finn ekkert um þetta núna. Líklega steypa bara.
Síðast breytt af hagur á Mið 30. Jan 2019 21:49, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2320
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 54
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf Gunnar » Mið 30. Jan 2019 21:48

appel skrifaði:Þar sem virkar best er að pirra þá á móti, byrjaðu að bora í vegginn á móti þeim klukkan 3 að nóttu, spila á rafmagnsgítar eða álíka. Þegar einhver kemur brjálaður á dyrnar hjá þér þá ertu í samningsstöðu.

"Þau gáfu mér alveg góðan fyrirvara að þetta myndi vera að gerast og að þau myndu ekki vera í húsnæðinu næstu mánuðina."
Stendur i fyrsta postinum svo ég efa að þetta myndi virka.

Skiljanlegt að þau eru með iðnaðarmenn frá 7-19 til þess að flýta verkinu svo þau geti flutt inn fyrr.
Spurning hvort þu talir við eigendurnar eða iðnaðarmennina og spyrð þau/þá um að sjá um dútlið 7-8 og eftir 5 og alla höggvinnu og bor og allt sem tengist miklum hávaða á meðan þú ert ekki heima milli 8-5 :happy



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf appel » Mið 30. Jan 2019 21:56

Gunnar skrifaði:
appel skrifaði:Þar sem virkar best er að pirra þá á móti, byrjaðu að bora í vegginn á móti þeim klukkan 3 að nóttu, spila á rafmagnsgítar eða álíka. Þegar einhver kemur brjálaður á dyrnar hjá þér þá ertu í samningsstöðu.

"Þau gáfu mér alveg góðan fyrirvara að þetta myndi vera að gerast og að þau myndu ekki vera í húsnæðinu næstu mánuðina."
Stendur i fyrsta postinum svo ég efa að þetta myndi virka.

Skiljanlegt að þau eru með iðnaðarmenn frá 7-19 til þess að flýta verkinu svo þau geti flutt inn fyrr.
Spurning hvort þu talir við eigendurnar eða iðnaðarmennina og spyrð þau/þá um að sjá um dútlið 7-8 og eftir 5 og alla höggvinnu og bor og allt sem tengist miklum hávaða á meðan þú ert ekki heima milli 8-5 :happy

Þegar þau flytja inn, þá sendir þú þeim skilaboð um að þú verðir ekki í þínu húsi næstu mánuði og það verði fullt af hávaði á meðan. :evillaugh


*-*

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 727
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 175
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf russi » Fim 31. Jan 2019 01:56

hagur skrifaði:
kjartanbj skrifaði:Ekkert sem segir um að það eigi að vera húsfélag í raðhúsum.. ekkert þannig í raðhúsinu sem ég bý í, sem betur fer


Ef ég man rétt er það optional ef fjöldi íbúða er 6 eða færri. Skylda ef fleiri en 7.

Edit: Las þetta einhversstaðar en finn ekkert um þetta núna. Líklega steypa bara.


Það er rétt, þetta á við fjöleignarhús, algerlega mitt misminni.
það sem hagur er að segja er tíundað hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/h ... /husfelog/

Kemur fram í þessu að í fjöleignarhúsum eru í raun alltaf húsfélag að orðinu til, hvort það sé virkt er annað mál. Ef eignarhlutar eru fleiri en 6 þá þarf að mynda stjórn.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 658
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf natti » Fim 31. Jan 2019 09:40

russi skrifaði:Ég lenti í einum brjáluðum þegar ég ákvað að fara bora þónokkur göt með steinbor hérna um árið, byrjaði á þessu rétt um 20:30, sá var fljótur að banka uppá alveg frekar pissed. Ég nýfluttur og vildi nú ekki vera að pirra nágrannana á fyrsta degi. Segi nú við hann að þetta sé nú leyfilegt til kl 22 en ég verð búin kl 21, sem passaði nánast uppá sekúndu.

Það er nú samt þannig að með "meðalhófið" og hávaðann að þá er yfirleitt verið að horfa til þess að framkvæmdir séu í gangi á daginn og nái fram á kvöld, en byrji ekki að kvöldi til.
Það að byrja framkvæmdir kl 20:30 með steinbor og bora viðstöðulaust í 30 mín er ekkert sérstaklega tillitsamt, en yfirleitt hægt að horfa framhjá svona "one-off" ef þetta er bara eitt skipti/kvöld.


Mkay.


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf pepsico » Fim 31. Jan 2019 10:35

Það er húsfélag í hverri einustu fjöleign. Hvort það er virkt eða ekki er önnur spurning.
Getið ímyndað ykkur hversu kjánalegar umræður gætu komið upp ef svo væri ekki. "Mér er sama þó að þakið hafi fokið af, ég er á neðri hæðinni og varðar þetta ekkert", "Hvað kemur það mér við ef að það þarf að gera við skólpið og það sé allt á floti hjá þér? Ég er á efri hæðinni" o.s.frv.
Það fylgja því skyldur að eiga eign í fjölbýlishúsnæði og þetta er ein þeirra, og hún er óumsemjanleg á Íslandi.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf hagur » Fim 31. Jan 2019 11:13

pepsico skrifaði:Það er húsfélag í hverri einustu fjöleign. Hvort það er virkt eða ekki er önnur spurning.
Getið ímyndað ykkur hversu kjánalegar umræður gætu komið upp ef svo væri ekki. "Mér er sama þó að þakið hafi fokið af, ég er á neðri hæðinni og varðar þetta ekkert", "Hvað kemur það mér við ef að það þarf að gera við skólpið og það sé allt á floti hjá þér? Ég er á efri hæðinni" o.s.frv.
Það fylgja því skyldur að eiga eign í fjölbýlishúsnæði og þetta er ein þeirra, og hún er óumsemjanleg á Íslandi.


Rétt. Ef eignarhlutar eru fleiri en sex þá er skylda að kjósa stjórnarmeðlimi. Annars er sérstök stjórn óþarfi.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 727
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 175
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Nágrannar að taka húsið í gegn (raðhús), brjálaður hávaði fram á kvöld, er þetta í lagi?

Pósturaf russi » Fim 31. Jan 2019 11:55

natti skrifaði:Það er nú samt þannig að með "meðalhófið" og hávaðann að þá er yfirleitt verið að horfa til þess að framkvæmdir séu í gangi á daginn og nái fram á kvöld, en byrji ekki að kvöldi til.
Það að byrja framkvæmdir kl 20:30 með steinbor og bora viðstöðulaust í 30 mín er ekkert sérstaklega tillitsamt, en yfirleitt hægt að horfa framhjá svona "one-off" ef þetta er bara eitt skipti/kvöld.


Í þessu tilfelli voru nú búnar að vera framkvæmdir allan daginn, reyndar ekki búið að bora síðan um miðjan daginn, heldur alskonar undirbúningur svo hægt væri að klæða þennan vegg sem var borað í.