Síða 1 af 1

N26 Netbanki?

Sent: Sun 30. Des 2018 13:38
af krissdadi
Sælir Vaktarar

Kannast einhver við þennan netbanka? Hefur einhver notað hann? N26 Banki

Væri gaman að heyra ef einhver kannast við þetta eða hefur heyrt eitthvað um hann og hvort þetta er sniðugt eða bluff.

https://n26.com/en-eu/?utm_source=faceb ... H4e6dPgNIU

https://www.youtube.com/watch?v=zVAutTPi2K8

Re: N26 Netbanki?

Sent: Sun 30. Des 2018 14:33
af Revenant
Þessi netbanki er bara debetreikningur+kort+app. Engir yfirdrættir, vextir á innlánum eða borga reikninga. Oft er líka verra gengi ef þú kaupir í erlendri mynt. Einnig eru engar ferðatryggingar í grunnútgáfunni.

Þetta svipar til ikortsins á íslandi eða revolut.

En þetta er "flott" app (sem skiptir öllu máli í dag).

Re: N26 Netbanki?

Sent: Sun 30. Des 2018 14:38
af joekimboe
það var tekið fram í fréttum og á heimasíðu bankans að gengið sé betra ef þú kaupir í erlendri mynt og engin gjöld á erlendar færslur.

Af hverju segir þú að það sé oft verra Revenant ?

Ég veit 0 um þetta.. svo það má alveg eli5-a þetta fyrir mig ;)

Re: N26 Netbanki?

Sent: Sun 30. Des 2018 14:49
af Revenant
joekimboe skrifaði:það var tekið fram í fréttum og á heimasíðu bankans að gengið sé betra ef þú kaupir í erlendri mynt og engin gjöld á erlendar færslur.

Af hverju segir þú að það sé oft verra Revenant ?

Ég veit 0 um þetta.. svo það má alveg eli5-a þetta fyrir mig ;)


Það eru engin bein gjöld á kortanotkun í erlendri mynt (erlendis er oft er rukkað sérstaklega ef þú notar kort utan heimalands).
Hinsvegar þá er alltaf annað gengi hjá VISA/MC sem er alltaf verra en það sem banki býður upp á fyrir millifærslur.

Dæmi í dag 30.12.2018 hjá li.is:
  • Almennt gengi: $1 = 116,73 kr
  • VISA gengi: $1 = 118,71 kr
Hjá svona netbönkum þá er oft meiri álagning á VISA heildsölugenginu en hjá almennum bönkum (því þessir bankar þurfa einhvernvegin að græða). Í tilfelli N26 þá væri gengið kannski $1 = 119 kr (sem dæmi).

Re: N26 Netbanki?

Sent: Sun 30. Des 2018 21:32
af FuriousJoe
Er með reikning þarna, aðalega út af forvitni. Appið er alveg súper, en þegar það eru svona fáir með þetta þá virkar það eiginlega ekki.

Re: N26 Netbanki?

Sent: Mán 31. Des 2018 09:12
af krissdadi
FuriousJoe skrifaði:Er með reikning þarna, aðalega út af forvitni. Appið er alveg súper, en þegar það eru svona fáir með þetta þá virkar það eiginlega ekki.

Getur þú notað kortið hérna heima?

Re: N26 Netbanki?

Sent: Mán 31. Des 2018 10:58
af Moldvarpan
Það gæti verið sniðugt að setja hluta af sparnaði sínum á þennan reikning.

Svo þegar þú ferð í ferðalag, þá áttu evrur á kortinu og þarft ekki að spá í exchange rate við krónuna.

Re: N26 Netbanki?

Sent: Mán 31. Des 2018 13:43
af FuriousJoe
krissdadi skrifaði:
FuriousJoe skrifaði:Er með reikning þarna, aðalega út af forvitni. Appið er alveg súper, en þegar það eru svona fáir með þetta þá virkar það eiginlega ekki.

Getur þú notað kortið hérna heima?


Já virkar allstaðar á Íslandi, líka í hraðbönkum.

Re: N26 Netbanki?

Sent: Mán 31. Des 2018 14:39
af bigggan
Gott að setja pening inn þarna þegar islenska gengið er ekki alslæmt, hinsvegar þegar gengið dettur niður þá mundi ég ekki bæta við meira pening inná þessu, Er ekki með reikning núna en mundi fá mér þetta ef þau mundi styðja Samsung Pay.

Re: N26 Netbanki?

Sent: Sun 13. Jan 2019 07:42
af netkaffi
Það er option um TaxID — er eitthvað svoleiðis á Íslandi?

Re: N26 Netbanki?

Sent: Lau 02. Feb 2019 13:02
af zetor
Er einhver hér kominn með Bankareikning hjá þeim? Hvernig eru færslugjöld ef maður millifærir af íslenksum reikningi yfir á þetta?
Ég er nefnilega að millifæra peninga mánaðarlega yfir á erlendann reikning og svo tek ég út úr hraðbanka líka 1-2 mánuði í Þýskalandi.