Síða 1 af 1

Sandspörslun á húsinu mínu. Þekkir einhver verðin?

Sent: Fös 21. Des 2018 22:23
af jonsig

Vitiði hvað kostar fm af sandsparsla/pússa innanhúsveggi ? Ég var kannski að missa mig í að kaupa stórt hús, og því amk tvær stórar stofur sem ég hefði viljað fá í mirror finish, því ég þoli ekki þessa hraun málningu eða hvað þetta kallast sem er í öllum húsum fyrir 2000...

ég hef ekki hugmynd hvað þetta kostar, einhver chekkað á þessu .Eða er einhver málari hérna ?

Re: Sandspörslun á húsinu mínu. Þekkir einhver verðin?

Sent: Fös 21. Des 2018 22:35
af arons4
Hef heyrt 4k/m2 svart.

Re: Sandspörslun á húsinu mínu. Þekkir einhver verðin?

Sent: Fös 21. Des 2018 22:44
af jonsig
já, er þetta ekki massa vesen. og allskonar græjur kringum þetta?

Re: Sandspörslun á húsinu mínu. Þekkir einhver verðin?

Sent: Lau 22. Des 2018 00:14
af JVJV
Ég er málari en ekki með þessi verð á hreinu samt, þar sem ég hef megnið af tímanum verið launþegi. En ég veit að t.d. spörslun og málun á gifsveggjum er yfir 4000 per fermeter með vsk. Ef þetta er gróft hraun hjá þér þarf líklega þrjár umferðir af sparsli. Flestir verktakar myndu mæta með sparslvél, slípivél og jafnvel sprautu til að klára ef það er hægt hjá þér, hægt að nota slípivél í byrjun til að ná þessu pínu niður áður en byrjað er að sparsla. Þá eru menn nokkuð röskir. Erum að tala um svona 5-6 daga ferli fullmálað hjá vönum mönnum.

Re: Sandspörslun á húsinu mínu. Þekkir einhver verðin?

Sent: Lau 22. Des 2018 00:48
af Dúlli
Notar bollaskífu, sléttir þetta út og síðan sprautu spaslað.

Ekki ráða einhver gæja sem talar 2 orð í ensku.

Getur forrunið mikið en margir segja pass við svona ef verkið er ekki nægilega stórt, vesen að flytja þessi tæki.

Re: Sandspörslun á húsinu mínu. Þekkir einhver verðin?

Sent: Sun 23. Des 2018 03:16
af Nördaklessa
http://www.youtube.com og skirfa "how to" full af fólki sem hefur margra ára reynslu félagi :happy

Re: Sandspörslun á húsinu mínu. Þekkir einhver verðin?

Sent: Mán 24. Des 2018 23:50
af jonsig
Þekkir einhvern svona freelance málara / múrara sem getur fixað veggi flott ?