stýripinni fyrir pc tölvur

Allt utan efnis

Höfundur
emil40
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 323
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

stýripinni fyrir pc tölvur

Pósturaf emil40 » Sun 16. Des 2018 10:04

Sælir félagar.

Ég var að velta fyrir mér hvort að það sé ekki hægt að fá stýripinna fyrir pc tölvur svona svipað og er í playstation ? Ef svo er gætuð þið bent mér á hvar ég gæti keypt svoleiðis :)


TURN :

CoolerMaster Storm Enforcer | i7 7700k kabylake @ 5.0 ghz | Z270x-ultra gaming-CF | Nocthua dh-15 kæling | 48 gb ddr4 | Asus Turbo RTX 2060 6GB | 240 gb ssd og 29 tb geymslupláss í tölvunni.

SÍMI :

Samsung Galaxy J5 2016


Sporður
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: stýripinni fyrir pc tölvur

Pósturaf Sporður » Sun 16. Des 2018 10:37

Þú getur keypt þér xbox stýripinna meða snúru eða þráðlausan og þeir virka með windows.

Þú getur keypt þér klón af Playstation stýripinna sem virkar með PC, þráðlausan eða með snúru.

Og síðan eru örugglega til einhverjir sem eru sjálfstæð hönnun og apa ekki eftir hinum tveimur.

Elko var með ágætis úrval, allavega af PS klónum.

Er með xbox stýripinna sjálfur, keypti hann í tölvutek.

Ég gæti ímyndað mér að allar tölvubúðir séu með svona stýripinna til sölu.

Uppfært:

Ég var með usb tengdan PS2 stýripinna einu sinni. Ég stillti bara takkana í gegnum eitthvað viðmót í Control Panel, þurfti ekki neinn sérstakan driver til að fá stýripinnan til að virka. Hann virkaði án vandamála.

Mér sýnist á öllu að það sem elko sýni á heimasíðunni sinni séu stýripinnar ætlaðir fyrir pS4, ég myndi veðja á að þeir virkuðu með PC en ég veit það ekki fyrir víst.

Xbox stýripinninn á að virka án vandamála.Skjámynd

joekimboe
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Sun 06. Apr 2014 18:52
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: stýripinni fyrir pc tölvur

Pósturaf joekimboe » Sun 16. Des 2018 12:56

Ps4 fjarstýringar virka án vandræða, tengir með bluetooth eða snúru, ps3 virka með snúru. Og xbox fjarstýringin getur verið ogguponku basl að tengja en virkar álíka vel og ps4 fjarstýring. Myndi velja milli ps4 og xbox þá sem þér þykir þæginlegri.