Vodafone, tilboð án skilyrða?...eða hvað?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vodafone, tilboð án skilyrða?...eða hvað?

Pósturaf GuðjónR » Fös 23. Nóv 2018 16:19

Í gær fékk ég eitt það furðulegasta sölusímtal sem ég man eftir og er þó nokkuð minnugur.
Á línunni var starfsmaður frá Vodafone sem sagðist vilja bjóða mér án nokkura skuldbindinga fría áskrift af Stöð2 og Maraþon út janúar þar sem ég væri með IPTV frá þeim, ég sagði honum að ég væri alveg til í að prófa það, en þá hélt hann áfram að ausa í mig gjafatilboðum, bauð mér núna alveg frían ljósleiðara, router, heimasíma og GSM síma fyrir alla fjölskylduna út janúar! Og þá yrði staðan tekin, notkunin skoðuð og tilboð gefið í kjölfarið sem yrði svo hagstætt að ég gæti örugglega ekki hafnað því.

Þar sem ég er þokkalega sáttur með netið og heimasímann hjá Hringdu og GSM hjá NOVA og með router sem kostaði handlegg á sínum tíma fór ég undan í flæmingi og sagði honum að fyndist það óþarfa rask, hann hélt nú nú ekki, ég fengi bara mann sem myndi tengja nýja routerinn fyrir mig, mér algjörlega að kostnaðarlausu það væri því ekkert rask.

Ég ítrekaði þá að ég væri sáttur með netið þar sem ég væri og hefði ekki áhuga á því að flytja mig, þá skyndilega breyttist tónninn, Stöð2 og Maraþon voru ekki lengur í boði, tilboðið var því háð skilyrðum þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um annað. :face




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone, tilboð án skilyrða?...eða hvað?

Pósturaf pepsico » Fös 23. Nóv 2018 16:32

Það er greinarmunur á skuldbindingalaust og skilyrðalaust. Eins og þú segir sjálfur bauð hann þér áskriftirnar skuldbindingalaust en ekki skilyrðalaust en í lokin ertu svo hneykslaður á því að það hafi verið skilyrði? Skil ekki alveg.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone, tilboð án skilyrða?...eða hvað?

Pósturaf GuðjónR » Fös 23. Nóv 2018 16:40

pepsico skrifaði:Það er greinarmunur á skuldbindingalaust og skilyrðalaust. Eins og þú segir sjálfur bauð hann þér áskriftirnar skuldbindingalaust en ekki skilyrðalaust en í lokin ertu svo hneykslaður á því að það hafi verið skilyrði? Skil ekki alveg.

Kannski var ég ekki nógu skýr, hann byrjar á því að bjóða mér að prófa Stöð2 og Maraþon út janúar af því að ég er með IPTV lykil hjá þeim, sagði að þetta væri án skilyrða/skuldbindinga man ekki nákvæmlega hvort orðið hann notaði en það er aukaatriði, ég þáði boðið en þá fór hann að tala um netið, heimasímann og farsímana ... þar sem ég vildi það ekki þá var prufuáskriftin að Stöð2 og Maraþon ekki lengur í boði. ;)



Skjámynd

ArnarF
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 318
Skráði sig: Þri 04. Mar 2008 20:21
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone, tilboð án skilyrða?...eða hvað?

Pósturaf ArnarF » Fös 23. Nóv 2018 17:07

Auðvitað hefði verið einfaldast að bjóða þér í upphafi samtalsins allan pakkann, þeas netið, sjónvarp, síma osf án kostnaðar og meta svo stöðuna í enda janúar til þess að forðast misskilning en ekki í pörtum líkt og virðist hafa gerst hjá þér



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone, tilboð án skilyrða?...eða hvað?

Pósturaf GuðjónR » Fös 23. Nóv 2018 17:41

ArnarF skrifaði:Auðvitað hefði verið einfaldast að bjóða þér í upphafi samtalsins allan pakkann, þeas netið, sjónvarp, síma osf án kostnaðar og meta svo stöðuna í enda janúar til þess að forðast misskilning en ekki í pörtum líkt og virðist hafa gerst hjá þér

Það er nákvæmlega kjarninn, konan svaraði símanum og ég heyrði hana segja; „ég er ekkert inn í þessum sjónvarpssmálum, best að leyfa þér að tala við manninn minn, hann sér um þessi mál“...
Svo allt í einu var „sjónvarpið“ orðið aukaatriði í samtalinu. :)
Ekki það að mér er alveg sama, mér fannst þetta furðuleg nálgun, alveg óháð því hvort tilboðið var gott eða slæmt.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone, tilboð án skilyrða?...eða hvað?

Pósturaf Tbot » Lau 24. Nóv 2018 01:05

Það er ekkert án skilyrða. Finnst alltaf jafn fyndið þegar sölumenn reyna að halda því fram að þú fáir þetta í kaupbæti eða frítt.

Það er ekkert frítt, alltaf einhver sem borgar.



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 560
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone, tilboð án skilyrða?...eða hvað?

Pósturaf roadwarrior » Lau 24. Nóv 2018 12:41

Er ekki Vodadone/Stöð2/Sýn að verða stressaðir, það stefnir í það að þeir missi fótboltann til Símans




braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1037
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone, tilboð án skilyrða?...eða hvað?

Pósturaf braudrist » Lau 24. Nóv 2018 19:27

Skil ekki hvað er svona heillandi við Stöð 2/Sýn/RÚV etc. Eru það fréttirnar, íslenskur texti á myndum/þáttum, eða kannski enski boltinn? Bara einskæn forvitni hér, skil ekki hvernig þetta batterí er ekki löngu farið á hausinn.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone, tilboð án skilyrða?...eða hvað?

Pósturaf Viktor » Lau 24. Nóv 2018 19:29

braudrist skrifaði:Skil ekki hvað er svona heillandi við Stöð 2/Sýn/RÚV etc. Eru það fréttirnar, íslenskur texti á myndum/þáttum, eða kannski enski boltinn? Bara einskæn forvitni hér, skil ekki hvernig þetta batterí er ekki löngu farið á hausinn.


Suðurameríski Draumurinn og Gulli byggir er eitthvað sem ég myndi glaður greiða fyrir. En ekki rúmlega 100 þúsund á ári.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


DiePunkt
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mán 02. Júl 2018 08:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vodafone, tilboð án skilyrða?...eða hvað?

Pósturaf DiePunkt » Lau 24. Nóv 2018 19:45

Þetta er vont að heyra hvernig þessi sölumaður lætur. Hann er náttúrulega bara að reyna að selja þér eitthvað og svo þarf hann ekkert að díla við þig þegar enginn mætir til þess að setja upp routerinn þig og þannig.

Þessu tengt þá hringdi Síminn í mig fyrir stuttu og bauð mér að fá Sjónvarp Símans í 3 mánuði fyrir eitt mánaðargjald - Skilyrðislaust, þ.e. ég get sagt upp í janúar og verð ekki rukkaður aftur s.s. Þetta var geggjað því ég var búinn að ákveða að kaupa áskrift yfir jólin.