Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Allt utan efnis
Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf roadwarrior » Mið 14. Nóv 2018 23:19

Eins og staðan er í dag þá býður tæknin ekki uppá að leggja sæstreng nema fyrir stórfé. En tæknin þróast hratt þannig að eftir ca 10-20 ár getur það borgað sig að leggja streng. Ekki langt síðan að ekki borgaði sig að leggja jarðstrengi í "lágspennukerfinu" hér á landi en núna er verið á fullu að plægja niður strengi um allt land.
Annað sem gleymist í þessum pælingum er svokallað rafhlöðu/geyma dæmi. Eins og kerfið virkar núna þá er mjög erfitt að geyma raforku. Td er erfitt að skrúfa fyrir kerfið þegar notkun dettur niður, td á nóttunni. Þess vegna fá stórir notendur sem nota stöðugt og jafna orku allan sólarhringinn orkunna á góðum kjörum, td álverin. Það er ekkert auðvelt að hægja á kjarnorkuveri.
En þá kemur það inn sem hægt er að kalla rafhlöðukerfi og þá er Ísland að koma sterkt inn. Á daginn væri hægt að láta vatnsaflsvirkjarnir okkar framleiða orku þegar þörfin er mikil td í evrópu og senda eftir sæstreng en á nóttunni þegar þörfin er minni í evrópu er hægt að senda rafmagn frá td kjarnorkuverum í evrópu til íslands eftir sama sæstreng sem svo væri notuð til að pumpa vatni aftur til baka uppfyrir virkjaninnar og uppí uppistöðulónin, nokkurskonar hringrásarkerfi.
Það er annað sem gleymist og það er það að orkan okkar er kannski ekki óþrjótandi. Stærstur hluti orkurnar okkar kemur frá jökulfljótum og það er ekkert víst að jöklarnir endist til eilífðar. Þá væri kannski ágætt að hafa streng til okkar.
Að leggja sæstreng til Evrópu er í augnablikinu ekki kannski hagkæmt en það þyrfti kannski ekki að fara nema hálfa leið til að finna áhugasama kaupendur og þá á ég við Færeyjar og ég býst við það það yrði byrjað að leggja þangað til að byrja með .Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5568
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 406
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf rapport » Fim 15. Nóv 2018 00:43

pepsico skrifaði:Landsvirkjun selur á ca 5 kr./kWh svo það er hlægilegt að heyra að þeir eigi að vera hræddir við samkeppni frá Evrópu yfir rándýran sæstreng. Hver myndi vilja selja rafmagn til Íslands þar sem orkuverð til heimila er ca 20 kr./kWh með skatti þegar er hægt að selja það í Danmörku eða Þýskalandi þar sem verðið er ca 42 kr./kWh?

Stenst enga skoðun. Við erum lengra frá öllum löndum í Evrópu en Danmörk og Þýskaland. Tómt rugl bara.https://ec.europa.eu/eurostat/statistic ... statistics

Þarna er samanburður landa innan EU og Ísland haft með.

Til að sæstrengur borgi sig þá þarf að vera framtíð næstu áratugina í umframframleiðslu á Íslandi á hagstæðu verði = Ísland þarf að vilja selja orkuna sína sérstaklega ódýrt til útlanda til að standa undir sæstrengnum, fjármögnuninni og óvissunni.

Verðmunurinn milli landa er ekki nægur og margnið sem við getum framleitt ekki nógu mikið.

Þetta dæmi gengur ekki upp... Þetta er bara einhver froða til að stela athygli frá öðrum málum sem fólk ætti að vera skoða frekar.
pepsico
Tölvutryllir
Póstar: 607
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf pepsico » Fim 15. Nóv 2018 00:56

Hvernig hjálpar það máli þínu að henda inn slóð með gögnum sem að samræmast algjörlega því sem ég var að segja? Hvað varð um að Landsvirkjun ætti að hafa áhyggjur af samkeppni innan úr Evrópu, og að við séum ekki samkeppnishæf við önnur lönd þegar kemur að hagkvæmni og umhverfissjónarmiðum? Allt tómt rugl.Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4092
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 121
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf vesley » Fim 15. Nóv 2018 08:43

roadwarrior skrifaði: Td er erfitt að skrúfa fyrir kerfið þegar notkun dettur niður, td á nóttunni. Þess vegna fá stórir notendur sem nota stöðugt og jafna orku allan sólarhringinn orkunna á góðum kjörum, td álverin. Það er ekkert auðvelt að hægja á kjarnorkuveri.


Það er kosturinn við vatnsaflsvirkjun að það er mjög auðvelt að minnka framleiðslu mjög hratt. Ef t.d. bilun kemur upp í stórri verksmiðju eins og álveri þá hægja flestallar virkjanir sýna framleiðslu samstundis. Norðurál bætti sinn háspennubúnað fyrir ekki svo löngu til að geta tekið við höggi sem myndast gæti á kerfinu, ef ég man rétt er það um 300MW högg sem álverið þolir að taka á móti og getur það tekið á móti því á 1 milli sekúndu.

Mér finnst það út í hött að leggja sæstreng og selja okkar ódýru orku. Miklu frekar styrkja frekari iðnað, hvort sem það sé gagnaver eða eitthvað annað.


massabon.is

Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Hauxon » Fim 15. Nóv 2018 10:10

Þessi umræða um yfirráð yfir auðlindunum og fullveldi landsins er bara lýðskrum. Noregur og Lichenstein hafa þegar samþykkt Orkupakka 3 sem snýst fyrst og fremst um að tryggja að stjórnvöld mismuni ekki fyrirtækjum í framleiðslu, dreifingu og sölu á raforku ..og jú líka um að minnka losun kolefnis. Er Noregur búinn að afsala sér fullveldinu? Er Noregur kominn "bakdyramegin" inn í EU? Gertur úrskurðarnefnd í ágreiningsmálum valdið því að þjóð tapa fullveldi sínu? Og nota bene, deilumál geta alltaf endað fyrir dómstólum, íslenskum dómstólum. Svo er staðreyndin sú sem kemur fram í öllum fréttum af málinu að stórkostlegar breytingar þurfa að gerast í sölu og dreifingu á orku á íslandi svo að einhver mál gætu ratað inn til umföllunar hjá þessari blessðu nefnd. Sæstrengur er enn bara á loftkastalastigi og ef að hann verður einhverntíman að veruleika þá getur maður varla séð annað en að hann auki virði raforkunnar. Viðtalið við framsóknarmanninn í fréttinun í gær kristallaði lýðskrumið, hann hafði ekki hugmynd um hvers vegna ályktað var gegn samningnum nema kannski af því að það stóð ESB í heiti samningsins.
Tbot
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 208
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Tbot » Fim 15. Nóv 2018 13:46

Hauxon skrifaði:Þessi umræða um yfirráð yfir auðlindunum og fullveldi landsins er bara lýðskrum. Noregur og Lichenstein hafa þegar samþykkt Orkupakka 3 sem snýst fyrst og fremst um að tryggja að stjórnvöld mismuni ekki fyrirtækjum í framleiðslu, dreifingu og sölu á raforku ..og jú líka um að minnka losun kolefnis. Er Noregur búinn að afsala sér fullveldinu? Er Noregur kominn "bakdyramegin" inn í EU? Gertur úrskurðarnefnd í ágreiningsmálum valdið því að þjóð tapa fullveldi sínu? Og nota bene, deilumál geta alltaf endað fyrir dómstólum, íslenskum dómstólum. Svo er staðreyndin sú sem kemur fram í öllum fréttum af málinu að stórkostlegar breytingar þurfa að gerast í sölu og dreifingu á orku á íslandi svo að einhver mál gætu ratað inn til umföllunar hjá þessari blessðu nefnd. Sæstrengur er enn bara á loftkastalastigi og ef að hann verður einhverntíman að veruleika þá getur maður varla séð annað en að hann auki virði raforkunnar. Viðtalið við framsóknarmanninn í fréttinun í gær kristallaði lýðskrumið, hann hafði ekki hugmynd um hvers vegna ályktað var gegn samningnum nema kannski af því að það stóð ESB í heiti samningsins.Hvernig getur það verið lýðskrum, þegar settir eru fyrirvarar um að afhenda einhverjum öðrum sjálfsákvörðunarrétt.

Hvort einhverjir aðrir hafi samþykkt hluti breytir engu um rétt okkar til að ákveða sjálf.

Eða fylgir þú í blindni öllu sem er sagt við þig hvort sem það er satt eða logið.

"Úrskurðarnefnd" sem lýtur valdi EU, er að sjálfsögðu framsal á fullveldi. Acer er aðeins meira en úrskurðarnefnd.


Miðað við þennan málflutning hefur þú sagt já við öllum Icesave pökkunum þegjandi og hljóðalaus. Bara af því Jóhanna og Steingrímur siðblindi sögðu að það ætti að gera það. Svo ekki sé hallað á neinn, þá var BB í þeim hópi líka.
Hizzman
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Hizzman » Fim 15. Nóv 2018 15:45

Það er sorglegt að þurfa að segja að ég treysti Evrópusambandinu betur til að passa hag almennings en íslenskum stjórnmálamönnum..

burt séð frá þessum orkupakka.Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5885
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 489
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Sallarólegur » Fim 15. Nóv 2018 17:01

Hizzman skrifaði:Það er sorglegt að þurfa að segja að ég treysti Evrópusambandinu betur til að passa hag almennings en íslenskum stjórnmálamönnum..

burt séð frá þessum orkupakka.


Ég hef verið að gæla við þessar hugsanir líka... en svona er þetta. Óttalegir sveitalubbar sem stjórna þessu landi. Það er ekki einu sinni búið að nettengja Ísland við Ameríku. Öll umferð fer til DK/UK og þaðan til BNA.


AMD Ryzen5 3600 • GTX1080 founders edition • ASRock Fatal1ty B450 Gaming-ITX/ac • Corsair Ven 2x8GB 3200Mhz • Samsung 970 Evo Plus 250GB • Corsair SF600 • G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz •

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller


Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Sporður » Fim 15. Nóv 2018 17:08

Ég mæli með því að fólk skoði bændablaðið sem kom í út í dag 16. nóvember. Þar eru ágætis greinar bæði fremst og aftast um orkupakka 3.

Bjarni Jónsson Rafmagnsverkfræðingur er með langa grein aftarlega í blaðinu. Tilvitnunin sem ég set hér er reyndar ekki úr þeirri grein heldur af vefsíðu hans, þar sem ég nenni ekki að skrifa upp úr Bændablaðinu.

Bjarni Jónsson skrifaði:"ACER hefur engar valdheimildir gagnvart einkaaðilum, heldur eingöngu opinberum eftirlitsaðilum."

Þessi fjórði liður samantektar ráðuneytisins á minnisblaði Ólafs Jóhannesar Einarssonar til iðnaðarráðherra er gott dæmi um þann orðhengilshátt, sem ráðuneytið telur sér sæma að viðhafa í þessu alvarlega máli í stað þess að nefna hlutina sínum réttu nöfnum og sleppa þar með blekkingarhjali.

"Opinberir eftirlitsaðilar", sem ACER hefur valdheimildir gagnvart, er Landsreglarinn. Hann verður ekki hluti af eftirlitskerfi íslenzkra yfirvalda með orkugeiranum, því að hann heyrir alls ekkert undir þau, heldur undir ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) að nafninu til, en í raun alfarið undir ACER. Embætti Landsreglarans verður þó á íslenzku fjárlögunum. Hann mun létta af iðnaðarráðuneytinu og Orkustofnun öllum eftirlitsskyldum þeirra með raforkugeiranum, og Landsreglarinn verður í raun valdamesta embætti íslenzka orkugeirans, fjarstýrt frá Framkvæmdastjórninni í Brüssel.

Í tilraun til að hylja stjórnarskrárbrotið, sem í þessu felst, var ESA sett upp sem milliliður Landsreglara og ACER án nokkurs sjálfstæðs hlutverks. Þjónkunarlöngunin við ESB varð stjórnarskrárhollustunni yfirsterkari í vissum kreðsum íslenzka stjórnkerfisins, og er svo enn, þótt skrýtið sé. Skinhelgin svífur svo yfir vötnunum, þegar sömu aðilar taka þátt í hátíðarhöldum Lýðveldisins í tilefni aldarafmælis fullveldisendurheimtu. Lágkúran ríður ekki við einteyming.

Hvað hefur Peter Örebech að segja um þessa gagnslausu og beinlínis villandi túlkun á valdheimildum ACER. Eftir að hafa rakið í hvaða gögnum ESB þessum valdheimildum er lýst, bendir hann á þá staðreynd, að þessar valdheimildir eru enn í mótun hjá ESB, og við höfum auðvitað engin áhrif á þá mótun, en yrðum að gleypa við öllum nýjum gerðum og tilskipunum um aukna miðstýringu orkumálanna og aukin völd ACER, sem Framkvæmdastjórninni tekst að troða ofan í kokið á aðildarlöndum ESB með spægipylsuaðferðinni. Prófessor Örebech skrifar:

"Völd ACER eru skráð í framangreindum gerðum og tilskipunum, en þessi skjöl gefa mynd af völdunum m.v. ákveðinn tíma. ESB hefur lagasetningarvaldið og getur fyrirvaralítið breytt hinum mörgu verkefnum/heimildum ACER. ACER hefur ákvörðunarvald í einstökum málum. Þau geta t.d. varðað millilandastrengi, sjá gerð nr 713/2009, grein 8 (1)."


https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/Skjámynd

jodazz
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 08. Okt 2009 16:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf jodazz » Fim 15. Nóv 2018 19:35

Bændablaðið getur seint talist hlutlaust í umfjöllun um eitthvað sem viðkemur ESB. Þessi ágæti Örebech sem er dubbaður upp í fabúleringar er aukinheldur meðlimur í systursamtökum Heimsksýn í Noregi og er því ekki beinlínist hlutlaus heldur.


Sinclair spectrum 48k, Tvöfalt kasettutæki, Normende colorvision.


Tbot
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 208
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Tbot » Fös 16. Nóv 2018 08:49

Sallarólegur skrifaði:
Hizzman skrifaði:Það er sorglegt að þurfa að segja að ég treysti Evrópusambandinu betur til að passa hag almennings en íslenskum stjórnmálamönnum..

burt séð frá þessum orkupakka.


Ég hef verið að gæla við þessar hugsanir líka... en svona er þetta. Óttalegir sveitalubbar sem stjórna þessu landi. Það er ekki einu sinni búið að nettengja Ísland við Ameríku. Öll umferð fer til DK/UK og þaðan til BNA.Hið góða EU, menn með ansi stutt minni og enn minni víðsýni.
Skoðið hvernig EU hefur farið með Grikkland, ef við hefum verið í EU þá værum við á þessum stað núna.


Hvort við höfum netsamband beint við eitt land eða annað, það sé aðalmálið...Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Hauxon » Fös 16. Nóv 2018 09:53

Tbot skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Hið góða EU, menn með ansi stutt minni og enn minni víðsýni.
Skoðið hvernig EU hefur farið með Grikkland, ef við hefum verið í EU þá værum við á þessum stað núna.


Hagkerfi Íslands og Grikklands eiga nær ekkert sameiginlegt og samanburðurinn fáránlegur. Ástæða þess að Ísland hefur komist á lappirnar aftur eru styrkar atvinnugreinar sem voru í landinu fyrir og eftir hrun og svo tilkoma þriðju stoðarinnar eftir hrun (túrisminn). Innviðirnir í Grikklandi voru löngu ónýtir fyrir hrun ár og hefur ekkert með EU að gera. Það er bara ekki vest-norræn hagstjórn í Grikklandi og innviðirnir margfalt veikari en hér eða öðrum löndum á norðurhjaranum.

Ég er ekki að segja að EU sé einhver syngjandi gyðja heldur að svona dæmi eru alveg marklaus. Því er líka stanslaust haldið fram að innganga í EU sé einhverskonar afsal a fullveldinu sem er álíka hlægilegt og dæmið hér að ofan.

Höldum bara áfram að horfa aðdáunaraugum á kvalarana okkar og borgum tíundina til Kaupfélgsins með bros á vör, það væri nefnilega hræðilegt ef völd þeirra minnkuðu, þá færi ísland á hausinn og við fengjum eitrað kjöt.Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5885
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 489
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Sallarólegur » Fös 16. Nóv 2018 10:12

Tbot skrifaði:Hvort við höfum netsamband beint við eitt land eða annað, það sé aðalmálið...


Ég vil benda þér á að þú skrifar þetta á vef eins stærsta samansafni af tölvunördum Íslands.

Að sjálfsögðu þurfum við að fá beint samband í báðar áttir ef við eigum að geta sett upp hátækniiðnað.

Ég myndi skipta landbúnaðinum út fyrir hátækniiðnað any day of the week.

Risarnir í tæknigeiranum úti hafa bent á þetta margoft, en nei, við ætlum að eyða peningunum okkar í það að gera holur í fjöll fyrir nokkrar hræður =D>

Mikilvægt er jafnframt að minnka umferðatöf til Ameríku, eins og hugmyndir hafa verið uppi
um. Nýr strengur til Ameríku er engu minna hagsmunamál en aukin flutningsgeta til Evrópu.
Takmörkuð flutningsgeta til Ameríku hefur m.a. leitt til þess að Ísland hefur dregist aftur úr,
eða kemur jafnvel ekki til álita, í samkeppni um staðsetningu fyrir stórar alþjóðlegar
efnisveitur. Að auki hefur á sama tíma verð á bandvídd í Evrópu lækkað verulega miðað við á
Íslandi. Þeirri þróun verður að snúa við til að bæta samkeppnisstöðu Íslands.
Nýr strengur til Ameríku er ekki á dagskrá...

Bent hefur verið á að stærstu fyrirtæki í geiranum, eins og efnisveiturnar Google, Amazon og
Facebook, telji nauðsynlegt að hafa þrjá nothæfa strengi og fleiri en einn rekstraraðila til þess
að til greina komi að velja stað eins og Ísland fyrir gagnaver sín. Aðrir telja að ganga þurfi
lengra því að stórir notendur líta ekki við Íslandi nema frá landinu liggi a.m.k. tveir sæstrengir
til Evrópu og helst tvær góðar leiðir til Ameríku. Að öðrum kosti er öryggi gagnatenginga ekki
talið nægjanlegt.

Áhrif gagnavera á atvinnulíf og samfélagið allt geta verið umtalsverð. Þeim áhrifum má í
grófum dráttum skipta í eftirfarandi meginþætti:
i. Áhrif á tækniþróun og nýsköpun í atvinnulífinu.
ii. Stöðu þjóðar á stafrænum alþjóðlegum samkeppnismarkaði, sbr. hina svokölluðu
„fjórðu iðnbyltingu“.
iii. Framboð og eftirspurn eftir vel menntuðu fólki til krefjandi og vel launaðra starfa.
iv. Áhrif á hagvöxt og félagslega velferð.


https://www.stjornarradid.is/lisalib/ge ... 74#page=15


AMD Ryzen5 3600 • GTX1080 founders edition • ASRock Fatal1ty B450 Gaming-ITX/ac • Corsair Ven 2x8GB 3200Mhz • Samsung 970 Evo Plus 250GB • Corsair SF600 • G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz •

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Hauxon » Fös 16. Nóv 2018 11:10

Tbot skrifaði:
... að afhenda einhverjum öðrum sjálfsákvörðunarrétt.

..."Úrskurðarnefnd" sem lýtur valdi EU, er að sjálfsögðu framsal á fullveldi. Acer er aðeins meira en úrskurðarnefnd.

og

Miðað við þennan málflutning hefur þú sagt já við öllum Icesave pökkunum þegjandi og hljóðalaus. Bara af því Jóhanna og Steingrímur siðblindi sögðu að það ætti að gera það. Svo ekki sé hallað á neinn, þá var BB í þeim hópi líka.


Svona gífuryrði leyfi ég mér að kalla lýðskrum. ...afhenda sjálfsákvörðunarrétt, framsal á fullvedi, Icesave **Andvarp**

Við erum auðvitað með svona gífuryrðamann í Hvíta Húsinu sem hefur einmitt gjaldfellt raunveulega merkingu orðanna sem hann notar.Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3350
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 280
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf urban » Fös 16. Nóv 2018 12:11

Tbot skrifaði:Hið góða EU, menn með ansi stutt minni og enn minni víðsýni.
Skoðið hvernig EU hefur farið með Grikkland, ef við hefum verið í EU þá værum við á þessum stað núna.


Grikkland "svindlaði" sér líka inní EU.
Semsagt hagkerfið þeirra var engan vegin tilbúið til þess að ganga í EU og þar að leiðandi fór einsog fór hjá þeim.
Síðan er búið að benda á mun á hagkerfinu okkar og þeirra.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Tbot
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 208
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Tbot » Fös 16. Nóv 2018 12:52

Hauxon skrifaði:
Tbot skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Hið góða EU, menn með ansi stutt minni og enn minni víðsýni.
Skoðið hvernig EU hefur farið með Grikkland, ef við hefum verið í EU þá værum við á þessum stað núna.


Hagkerfi Íslands og Grikklands eiga nær ekkert sameiginlegt og samanburðurinn fáránlegur. Ástæða þess að Ísland hefur komist á lappirnar aftur eru styrkar atvinnugreinar sem voru í landinu fyrir og eftir hrun og svo tilkoma þriðju stoðarinnar eftir hrun (túrisminn). Innviðirnir í Grikklandi voru löngu ónýtir fyrir hrun ár og hefur ekkert með EU að gera. Það er bara ekki vest-norræn hagstjórn í Grikklandi og innviðirnir margfalt veikari en hér eða öðrum löndum á norðurhjaranum.

Ég er ekki að segja að EU sé einhver syngjandi gyðja heldur að svona dæmi eru alveg marklaus. Því er líka stanslaust haldið fram að innganga í EU sé einhverskonar afsal a fullveldinu sem er álíka hlægilegt og dæmið hér að ofan.

Höldum bara áfram að horfa aðdáunaraugum á kvalarana okkar og borgum tíundina til Kaupfélgsins með bros á vör, það væri nefnilega hræðilegt ef völd þeirra minnkuðu, þá færi ísland á hausinn og við fengjum eitrað kjöt.Þetta hefur ansi mikið með EU að gera.

Ef við værum í EU þá hefðum við ekki yfirráð yfir fiskimiðunum í kringum landið t.d. sem er ein af þessu stoðum sem þú minnist á.

Til að loka strax á einhvern misskilning þar, þá er einungis hægt að fá tímabundna aðlögun með svávarhlutann og það er staðfest af háttsettum EU fulltrúum.


Að halda það að EU sé einhver útópía er hreinn og klár barnaskapur. Þetta er viðskiptablokk hinna stóru þjóða, þar sem hinir minni ráða næstum engu.
Tbot
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 208
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Tbot » Fös 16. Nóv 2018 12:55

urban skrifaði:
Tbot skrifaði:Hið góða EU, menn með ansi stutt minni og enn minni víðsýni.
Skoðið hvernig EU hefur farið með Grikkland, ef við hefum verið í EU þá værum við á þessum stað núna.


Grikkland "svindlaði" sér líka inní EU.
Semsagt hagkerfið þeirra var engan vegin tilbúið til þess að ganga í EU og þar að leiðandi fór einsog fór hjá þeim.
Síðan er búið að benda á mun á hagkerfinu okkar og þeirra.


Þannig að þá ætlar þú að nota sömu rök fyrir Ítalíu, þar sem allt er í kaldakol líka.Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Hauxon » Fös 16. Nóv 2018 13:03

..og talandi um stutt minni. Hvernig fór fyrir Íslandi? Voru það ekki íslenskir stjórnmálamenn með hömlulaust ótakmarkað ákvörðunarvald sem komu okkur nálægt því að missa fullveldið fyrir uþb 10 árum?
Tbot
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 208
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Tbot » Fös 16. Nóv 2018 13:09

Hauxon skrifaði:
Tbot skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Hið góða EU, menn með ansi stutt minni og enn minni víðsýni.
Skoðið hvernig EU hefur farið með Grikkland, ef við hefum verið í EU þá værum við á þessum stað núna.


Hagkerfi Íslands og Grikklands eiga nær ekkert sameiginlegt og samanburðurinn fáránlegur. Ástæða þess að Ísland hefur komist á lappirnar aftur eru styrkar atvinnugreinar sem voru í landinu fyrir og eftir hrun og svo tilkoma þriðju stoðarinnar eftir hrun (túrisminn). Innviðirnir í Grikklandi voru löngu ónýtir fyrir hrun ár og hefur ekkert með EU að gera. Það er bara ekki vest-norræn hagstjórn í Grikklandi og innviðirnir margfalt veikari en hér eða öðrum löndum á norðurhjaranum.

Ég er ekki að segja að EU sé einhver syngjandi gyðja heldur að svona dæmi eru alveg marklaus. Því er líka stanslaust haldið fram að innganga í EU sé einhverskonar afsal a fullveldinu sem er álíka hlægilegt og dæmið hér að ofan.

Höldum bara áfram að horfa aðdáunaraugum á kvalarana okkar og borgum tíundina til Kaupfélgsins með bros á vör, það væri nefnilega hræðilegt ef völd þeirra minnkuðu, þá færi ísland á hausinn og við fengjum eitrað kjöt.
Hvað er svona fáránlegt við samanburð á milli landa. Það er stöðugt verið að gera það bæði til að sjá hvar má gera betur og hvar eru betri lífskjör.
Þetta eru "velferðarflóttamennirnir" að gera alla daga

Hagkerfin eru líkari en þú vilt viðurkenna.
Bæði sjá um opinbera þjónustu hvort sem þar eru skólar, sjúkrahús og ellilífeyrir. Til þess að reka þetta þarf skatta.

Hvernig farið er með féð eða dugnaði í skattheimtu er allt annar handleggur.

Mundi halda að Grikkland er eitt af stóru löndunum í ferðamannaiðnaði.

Það er enginn að tala um að borga tíund, heldur aðeins að skoða aðstæður í þeim löndum sem fólk vill flytja inn kjöt frá.

Í sumum þeirra er mikil notkun á efnum/lyfjum í landbúnaði. Ásamt því að þar eru landlægir sjúkdómar sem eru ekki hér á landi.
Hizzman
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Hizzman » Fös 16. Nóv 2018 14:05

Tbot skrifaði:
urban skrifaði:
Tbot skrifaði:Hið góða EU, menn með ansi stutt minni og enn minni víðsýni.
Skoðið hvernig EU hefur farið með Grikkland, ef við hefum verið í EU þá værum við á þessum stað núna.


Grikkland "svindlaði" sér líka inní EU.
Semsagt hagkerfið þeirra var engan vegin tilbúið til þess að ganga í EU og þar að leiðandi fór einsog fór hjá þeim.
Síðan er búið að benda á mun á hagkerfinu okkar og þeirra.


Þannig að þá ætlar þú að nota sömu rök fyrir Ítalíu, þar sem allt er í kaldakol líka.


EU telur að Ítalir séu ekki að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum. Þeir eru semsagt að auka ríkisútgjöld OG lækka skatta.
Svipað með Grikkland, fóru á lánafyllerí eins og engin væri morgundagurinn.

Þessi lönd í EU sem eru í vandræðum eiga það sameiginlegt að þar er löng hefð fyrir spillingu og frjáslegri meðferð á opinberum peningum. Í þessum löndum hefur td verið mjög algengt að þeir sem eru vel tengdir 'vinni' hjá opinberum aðila en mæti aldrei.

Öll EU lönd sem stýra sínum málum af ábyrgð eru í góðu standi. Sum þessara landa hafa mikið atvinnuleysi, það er að stórum hluta vegna ósveigjanlegs vinnumarkaðar. Verkalýðsfélög hafa náð svo 'góðum' árangri að fyrirtæki þora ekki að ráða fólk. Það er nefnilega orðið illmögulegt að segja starfsmönnum upp! Hefur ekkert með EU að gera.
sigurdur
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf sigurdur » Fös 16. Nóv 2018 14:43

Hizzman skrifaði:Öll EU lönd sem stýra sínum málum af ábyrgð eru í góðu standi. Sum þessara landa hafa mikið atvinnuleysi, það er að stórum hluta vegna ósveigjanlegs vinnumarkaðar. Verkalýðsfélög hafa náð svo 'góðum' árangri að fyrirtæki þora ekki að ráða fólk. Það er nefnilega orðið illmögulegt að segja starfsmönnum upp! Hefur ekkert með EU að gera.


Það er vissulega rétt að Grikkland og Ítalía myndu aldrei uppfylla skilyrði um inngöngu í ESB ef þau væru að sækja um núna vegna óstjórnar á efnahagsmálum. Hins vegar er það þannig að í kjölfar hrunsins hrundi krónan hér heima og það kom í veg fyrir að atvinnuleysi yrði mikið eða langvarandi. Það var vissulega tímabundið hátt, sérstaklega í tilteknum atvinnugreinum sem hrundu, en aldrei neitt í líkingu við ástandið t.d. á Spáni, sem ennþá er mjög slæmt.

Spánverjar eru hins vegar með Evru, en gengi hennar endurspeglar einkum ástan efnahagsmála í Þýskalandi og í stað gengisfalls fengu þeir (og fleiri Evruþjóðir) því yfir sig mikið atvinnuleysi.
Hizzman
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Hizzman » Lau 17. Nóv 2018 12:58

sigurdur skrifaði:
Hizzman skrifaði:Öll EU lönd sem stýra sínum málum af ábyrgð eru í góðu standi. Sum þessara landa hafa mikið atvinnuleysi, það er að stórum hluta vegna ósveigjanlegs vinnumarkaðar. Verkalýðsfélög hafa náð svo 'góðum' árangri að fyrirtæki þora ekki að ráða fólk. Það er nefnilega orðið illmögulegt að segja starfsmönnum upp! Hefur ekkert með EU að gera.


Það er vissulega rétt að Grikkland og Ítalía myndu aldrei uppfylla skilyrði um inngöngu í ESB ef þau væru að sækja um núna vegna óstjórnar á efnahagsmálum. Hins vegar er það þannig að í kjölfar hrunsins hrundi krónan hér heima og það kom í veg fyrir að atvinnuleysi yrði mikið eða langvarandi. Það var vissulega tímabundið hátt, sérstaklega í tilteknum atvinnugreinum sem hrundu, en aldrei neitt í líkingu við ástandið t.d. á Spáni, sem ennþá er mjög slæmt.

Spánverjar eru hins vegar með Evru, en gengi hennar endurspeglar einkum ástan efnahagsmála í Þýskalandi og í stað gengisfalls fengu þeir (og fleiri Evruþjóðir) því yfir sig mikið atvinnuleysi.


Það er rétt auðvitað að það er mikið atvinnuleysi á Spáni, hefur þó lækkað úr 25% í 15% jafnt og þétt síðustu ár, og fer enn lækkandi.

Ég fatta samt ekki þegar gjaldmiðli er kennt um atvinnuleysi, sérstaklega Evru sem er stór og stöðugur gjaldmiðill.

Ertu til í að útskýra HVERNIG Evra ORSAKAR atvinnuleysi á Spáni?

Laun þar eru mun lægri en í td Þýskalandi. Myndi Spáni ganga betur ef þeir gætu verið með mikla verðbólgu?
sigurdur
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf sigurdur » Lau 17. Nóv 2018 16:40

Hizzman skrifaði:
sigurdur skrifaði:
Hizzman skrifaði:Öll EU lönd sem stýra sínum málum af ábyrgð eru í góðu standi. Sum þessara landa hafa mikið atvinnuleysi, það er að stórum hluta vegna ósveigjanlegs vinnumarkaðar. Verkalýðsfélög hafa náð svo 'góðum' árangri að fyrirtæki þora ekki að ráða fólk. Það er nefnilega orðið illmögulegt að segja starfsmönnum upp! Hefur ekkert með EU að gera.


Það er vissulega rétt að Grikkland og Ítalía myndu aldrei uppfylla skilyrði um inngöngu í ESB ef þau væru að sækja um núna vegna óstjórnar á efnahagsmálum. Hins vegar er það þannig að í kjölfar hrunsins hrundi krónan hér heima og það kom í veg fyrir að atvinnuleysi yrði mikið eða langvarandi. Það var vissulega tímabundið hátt, sérstaklega í tilteknum atvinnugreinum sem hrundu, en aldrei neitt í líkingu við ástandið t.d. á Spáni, sem ennþá er mjög slæmt.

Spánverjar eru hins vegar með Evru, en gengi hennar endurspeglar einkum ástan efnahagsmála í Þýskalandi og í stað gengisfalls fengu þeir (og fleiri Evruþjóðir) því yfir sig mikið atvinnuleysi.


Það er rétt auðvitað að það er mikið atvinnuleysi á Spáni, hefur þó lækkað úr 25% í 15% jafnt og þétt síðustu ár, og fer enn lækkandi.

Ég fatta samt ekki þegar gjaldmiðli er kennt um atvinnuleysi, sérstaklega Evru sem er stór og stöðugur gjaldmiðill.

Ertu til í að útskýra HVERNIG Evra ORSAKAR atvinnuleysi á Spáni?

Laun þar eru mun lægri en í td Þýskalandi. Myndi Spáni ganga betur ef þeir gætu verið með mikla verðbólgu?

Fall gengis örvar útflutningsgreinar og getur þannig keyrt af stað útflutningsdrifinn hagvöxt. Það var einmitt það sem gerðist hér eftir hrun. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta tóku við sér. Ferðamannastraumurinn hingað til lands hefur m.a. verið keyrður áfram af hagstæðu gengi (fyrir ferðamenn). Ef það hefði ekki gerst, hefði þurft að koma til enn meiri niðurskurður í ríkisfjármálum en raun var, með tilheyrandi atvinnuleysi.

Hér er t.d. ágætis umfjöllun um áhrif ERM á Eystrasaltsríkin eftir hrun.
Tbot
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 208
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Tbot » Þri 20. Nóv 2018 09:53

Svo vitnað sé í færslu hjá Bjarna Jónssyni.

"Ef einhver í Noregi vill leggja rafstreng á milli Noregs og Íslands, og Ísland hafnar slíkum sæstreng, verður um að ræða "magntakmörkun á útflutningi", sem stríðir gegn grein 12. Ágreiningur á milli t.d. Landsreglarans (RME) í Noregi fyrir hönd einkafyrirtækis, t.d. Elkem, og Landsreglarans á Íslandi um lagningu sæstrengja frá Íslandi og til vesturstrandar Noregs (u.þ.b. 1500 km) verður útkljáður hjá ACER samkvæmt gerð nr 713/2009, grein 8 (1) a." "Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5885
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 489
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi „Orkupakka 3“

Pósturaf Sallarólegur » Þri 20. Nóv 2018 11:32

Stjórnmálafólk sem talar niður EES samninginn er stórhættulegt.

Hér er ágætlega farið yfir allt þetta bull sem hefur verið sagt up þennan orkupakka, þetta hefur engin áhrif á Ísland og tal um að við séum skyldug til að leggja sæstreng algjör þvæla:

http://www.visir.is/k/91c8be9f-17ac-486 ... 2269172749


AMD Ryzen5 3600 • GTX1080 founders edition • ASRock Fatal1ty B450 Gaming-ITX/ac • Corsair Ven 2x8GB 3200Mhz • Samsung 970 Evo Plus 250GB • Corsair SF600 • G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz •

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller