Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf GuðjónR » Fös 09. Nóv 2018 15:02

Datt niður á þessa frétt:
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018 ... _afnumdar/

Í frum­varp­inu er tekið sér­stak­lega á vanda sem Ísland­s­póst­ur hef­ur að und­an­förnu nefnt sem ástæðu versn­andi rekstr­ar­stöðu sinn­ar. Fyr­ir­tækið hef­ur í reynd þurft að niður­greiða sí­vax­andi póst­send­ing­ar með ým­iss kon­ar varn­ingi frá Kína sem neyt­end­ur kaupa á net­inu. Vegna samn­ings inn­an vé­banda Alþjóðapósts­sam­bands­ins, sem Ísland er aðili að, ber ís­lensk­um stjórn­völd­um að niður­greiða póst­send­ing­ar sem ber­ast frá þró­un­ar­lönd­um. Greint hef­ur verið frá því að tap Ísland­s­pósts vegna þessa nemi um 475 millj­ón­um króna á ári. Í frum­varp­inu seg­ir að gjald­skrár fyr­ir alþjón­ustu, þar á meðal gjald­skrár vegna pakka­send­inga til lands­ins, skuli taka mið af raun­kostnaði við að veita þjón­ust­una að viðbætt­um hæfi­leg­um hagnaði. Þannig mun alþjón­ustu­veit­anda vera heim­ilt að leggja gjald á hvern pakka inn­an 20 kg sem kem­ur til lands­ins. Neyt­and­inn mun þá greiða gjaldið en ekki ís­lenska ríkið.


Leggja gjöld á pakkasendingar til landsins að viðbættum "hæfilegum hagnaði"?
Hvað þykir hæfilegur hagnaður?




ellertj
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Mán 27. Des 2004 09:59
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf ellertj » Fös 09. Nóv 2018 15:10

Það sem rekstaraðilinn ákveður hverju sinni



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1252
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 129
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf Minuz1 » Fös 09. Nóv 2018 15:18

" sem Ísland er aðili að, ber ís­lensk­um stjórn­völd­um að niður­greiða póst­send­ing­ar sem ber­ast frá þró­un­ar­lönd­um."
Hvernig kemur það niður á íslandspósti að íslensk stjórnvöld þurfi að niðurgreiða póstsendingar?
Er eitthvað sem íslandspóstur tekur að sér fyrir hönd íslenska ríkissins?

*edit*
Er það þá ekki það sem þarf að breytast?
Ódýrari póstsendingar eru hvetjandi fyrir neytendur, ef neytendur þurfa að borga fyrir ódýrari póstsendingar þá er þetta kerfi fallið um sjálft sig.
Hitt er svo annað, hvenær er kína hætt að vera þróunarland?


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

ElGorilla
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mán 09. Des 2002 10:26
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf ElGorilla » Fös 09. Nóv 2018 16:58

Samkæmt erlendri útskýringu sem ég las ekki fyrir löngu þá ber móttökuland mestan kostnaðinn og hefur þetta verið þannig lengi. Það er allt ákvarðað af einhverju alþjóða póstráði.

Hlutfall sendinga út hefur verið meira hingað til en nú er það að breytast og þess vegna lendir meiri kostnaður á Íslandi.

Það er öfugsnúið að kalla landið með annað stærsta hagkerfi í heimi þróunarland.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 175
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf russi » Fös 09. Nóv 2018 17:35

Það er nú kastað 595kr umsýslugjaldi á allar sendingar í dag og svo VSK/Tollur þegar það á við.

Má þá ekki segja að þetta sé bara afgreitt? Efa að 595kr sé raunkostnaður við að sjá hvað er í pakkanum og reikna og rukka svo skatt ofan á það.




Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf Sporður » Fös 09. Nóv 2018 18:21

ElGorilla skrifaði:Samkæmt erlendri útskýringu sem ég las ekki fyrir löngu þá ber móttökuland mestan kostnaðinn og hefur þetta verið þannig lengi. Það er allt ákvarðað af einhverju alþjóða póstráði.

Hlutfall sendinga út hefur verið meira hingað til en nú er það að breytast og þess vegna lendir meiri kostnaður á Íslandi.

Það er öfugsnúið að kalla landið með annað stærsta hagkerfi í heimi þróunarland.


Hittir naglann beint á höfuðið.

Er þetta ekki bara sanngjarnt mál. Fríi sendingarkostnaðurinn frá Kína er ekki frír heldur greiddur af póstþjónustu móttökulandsins og í okkar tilfelli eru það skattgreiðendur sem borga brúsann.

Er ekki bara sanngjarnt mál að það séu þeir sem panta vörurnar sem greiða kostnaðinn af sendingunni?



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf ZiRiuS » Fös 09. Nóv 2018 21:22

ElGorilla skrifaði:Samkæmt erlendri útskýringu sem ég las ekki fyrir löngu þá ber móttökuland mestan kostnaðinn og hefur þetta verið þannig lengi. Það er allt ákvarðað af einhverju alþjóða póstráði.

Hlutfall sendinga út hefur verið meira hingað til en nú er það að breytast og þess vegna lendir meiri kostnaður á Íslandi.

Það er öfugsnúið að kalla landið með annað stærsta hagkerfi í heimi þróunarland.


Þó það virki öfugsnúið að þá er Kína samt þróunarland samkvæmt IMF.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf urban » Fös 09. Nóv 2018 21:50

ZiRiuS skrifaði:
ElGorilla skrifaði:Samkæmt erlendri útskýringu sem ég las ekki fyrir löngu þá ber móttökuland mestan kostnaðinn og hefur þetta verið þannig lengi. Það er allt ákvarðað af einhverju alþjóða póstráði.

Hlutfall sendinga út hefur verið meira hingað til en nú er það að breytast og þess vegna lendir meiri kostnaður á Íslandi.

Það er öfugsnúið að kalla landið með annað stærsta hagkerfi í heimi þróunarland.


Þó það virki öfugsnúið að þá er Kína samt þróunarland samkvæmt IMF.

Það er jafnvel reiknað með því að það breytist innan 5 ára og þá snarhækkar sendingarkostnaður frá kína, þar að leiðandi getur komið mikið högg á hagkerfið, vöxtur þess kemur til með að taka mikið högg.
framleiðendur þar á sinn hátt farnir að undirbúa sig undir það og kínverjar almennt, með því að styrkja innviði og koma verskmiðjum fyrir í töluvert mörgum fátækari löndum.

Sjálfsagt verður næsti "Ali frændi" frá t.d. banghladesh en ekki kína.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf Viktor » Lau 10. Nóv 2018 11:20

Íslendingar eru með fjórum sinnum meiri þjóðarframleiðsu per íbúa en Kína þar sem 68% íbúa eru með lágar tekjur og 2% undir fátæktarmörkum svo það er alveg hægt að skilgreina það sem þróunarland.

En þá eru samt 420 milljón manns í landinu frá “low middle class” upp í hátekjuhópa.

Ætli það fari ekki langmest af þessum niðurgreiðslum póstsendinga til þeirra sem hafa það best?

Þetta er auðvitað algjör tímaskekkja og skekkir alla samkeppni fyrir innlenda verslun að ríkið niðurgreiði sendingar.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


pegasus
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf pegasus » Lau 10. Nóv 2018 15:22

Þessu tengt, þá er hér áhugavert podcast um Kína og sendingargjöld: https://www.npr.org/sections/money/2018 ... illuminati



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Tengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf appel » Lau 10. Nóv 2018 21:18

Afhverju á ég í gegnum skatta að niðurgreiða vöruflutninga frá kína til íslands? borgiði bara það sjálfir!


*-*

Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 969
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 134
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf brain » Sun 11. Nóv 2018 08:17

russi skrifaði:Það er nú kastað 595kr umsýslugjaldi á allar sendingar í dag og svo VSK/Tollur þegar það á við.

Má þá ekki segja að þetta sé bara afgreitt? Efa að 595kr sé raunkostnaður við að sjá hvað er í pakkanum og reikna og rukka svo skatt ofan á það.



Það er ekki Íslandspóstur sem leggur það á, heldur Tollpóststofa sem er rekin af Ríkisskattstjóra.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf GuðjónR » Sun 11. Nóv 2018 09:44

Þetta er allt svo öfugsnúið, af hverju er ekki hægt að hafa þetta þannig að sá sem sendir borgar?
Þú pantar og þá er ekkert "free shipping", þú borgar bara shipping strax. Og sá aðili á svo að sjá um að allur leggurinn fái sinn skerf

Það er líka pirrandi að panta hraðsendingu frá USA og greiða kannski fyrir það 70-80$ sem er 12k m. vsk. þurfa svo að greiða hátt í 2000kr. þjóustugjald við móttöku. En þetta þjónustugjald virðist vera happa og glappa eftir því hvaða fyrirtæki er notað. Til dæmis hef ég sloppið við það ef ég nota DHL en þarf að borga ef ég nota FeDex eða UPS. Minnir að þeir hafi kallað þetta tollkrít eða eitthvað álíka, sem er skrítið þar sem tollurinn lánar í 2 mánuði en þú borgar þessi gjöld á staðnum með posta. Eða í tilfelli DHL færð reikning í heimabankann 2 mánuðum síðar.

Það er markt skrítið í póstheiminum.



Skjámynd

C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 269
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Reputation: 24
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf C2H5OH » Sun 11. Nóv 2018 20:25

"Póstmafían" er orðin helvíti kræf, finnst helvíti hart að panta lítinn pakka frá kína sem kostar 3.33$ með flutningsgjöldum eða 405 kr á því gengi.
Þetta kemur í litlu bréfaumslagi sem passar auðveldlega í hvaða póstkassa sem er, en samt er maður neiddur niður á pósthús til að borga 56 kr í aðflutningsgjöld og 595 kr í umsýslugjald sem gerir það að verkum að maður borgar 651 kr í aðflutningsgjöld eða 246 kr meira en varan kostaði upprunalega.




elri99
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf elri99 » Sun 11. Nóv 2018 23:02

Þeir komast upp með þetta vegna þess að hér er allur póstinnflutningur skattskyldur. Í evrópulöndunum er undanþága upp í vissa upphæð, oftast um 22 evrur:
https://ec.europa.eu/taxation_customs/sites/taxation/files/vat_buying_online.pdf



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Tengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf appel » Mán 26. Nóv 2018 21:54

Á sama tíma og fjöldi sendibréfa minnkar hefur vefverslun og sendingar á stærri pökkum margfaldast. Ingimundur segir það kerfi ekki heldur standa undir sér, enda komi mikill hluti sendinga á vörum sem fólk verslar í vefverslunum frá Kína. Kína er skilgreint sem þróunarríki, þrátt fyrir að vera eitt stærsta hagkerfi heims, og þess vegna nemur póstburðargjaldið sem Íslandspóstur innheimtir ekki nema þriðjungi kostnaðarins sem verður til við dreifingu þessara sendinga.

http://www.ruv.is/frett/storpolitiskt-m ... i-postsins


*-*

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf GuðjónR » Lau 06. Apr 2019 22:54

Núna á að fúska reglugerð í gegnum þingið.
http://www.ruv.is/frett/fa-ad-rukka-vid ... m-fra-kina



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf Revenant » Sun 07. Apr 2019 09:49

Til samanburðar þá rukkar PostNord (sænski pósturinn) 75 SEK (~1000 ISK) + VSK frá fyrstu (sænsku) krónu fyrir pakka sem koma utan EU.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf GuðjónR » Sun 07. Apr 2019 09:53

Revenant skrifaði:Til samanburðar þá rukkar PostNord (sænski pósturinn) 75 SEK (~1000 ISK) + VSK frá fyrstu (sænsku) krónu fyrir pakka sem koma utan EU.

Reyndar þá er VSK innifalinn, við rukkum þetta í dag líka en okkar gjald er 595 isk. Og við rukkum þetta af öllum sendingum, ekki bara sendingum utan EU.
The value of the consignment is less than SEK 1,600, the fee is SEK 75. If the value is SEK 1,600 or more, the fee is SEK 125 and also includes the customs declaration that has to be made. All administrative fees include VAT.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf Revenant » Sun 07. Apr 2019 10:02

GuðjónR skrifaði:
Revenant skrifaði:Til samanburðar þá rukkar PostNord (sænski pósturinn) 75 SEK (~1000 ISK) + VSK frá fyrstu (sænsku) krónu fyrir pakka sem koma utan EU.

Reyndar þá er VSK innifalinn, við rukkum þetta í dag líka en okkar gjald er 595 isk.
The value of the consignment is less than SEK 1,600, the fee is SEK 75. If the value is SEK 1,600 or more, the fee is SEK 125 and also includes the customs declaration that has to be made. All administrative fees include VAT.


Þetta er VSK ofan á þjónustuna (VAT declaration fee / Administrative fee), ekki af sendingunni sjálfri. Þ.e. þjónustan að rukka VSK-inn er VSK skyld.
Ofan á þetta legst svo VSK af vörunni sjálfri (sem ber í Svíþjóð 25% VSK).



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf GuðjónR » Sun 07. Apr 2019 10:08

Revenant skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Revenant skrifaði:Til samanburðar þá rukkar PostNord (sænski pósturinn) 75 SEK (~1000 ISK) + VSK frá fyrstu (sænsku) krónu fyrir pakka sem koma utan EU.

Reyndar þá er VSK innifalinn, við rukkum þetta í dag líka en okkar gjald er 595 isk.
The value of the consignment is less than SEK 1,600, the fee is SEK 75. If the value is SEK 1,600 or more, the fee is SEK 125 and also includes the customs declaration that has to be made. All administrative fees include VAT.


Þetta er VSK ofan á þjónustuna (VAT declaration fee / Administrative fee), ekki af sendingunni sjálfri. Þ.e. þjónustan að rukka VSK-inn er VSK skyld.
Ofan á þetta legst svo VSK af vörunni sjálfri (sem ber í Svíþjóð 25% VSK).

Já, en þessi 75 sek - 125 sek eru "með vsk"...



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Tengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf rapport » Sun 07. Apr 2019 10:40

Er þetta bara til Íslandspósts eða til allra sem flytja póst til landsins?



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf GuðjónR » Sun 07. Apr 2019 11:34

rapport skrifaði:Er þetta bara til Íslandspósts eða til allra sem flytja póst til landsins?


Íslandspóstur, og aðrir þeir sem kunna að sinna alþjónustu á pósti, fá heimild til að innheimta burðargjöld af viðtakendum sendinga frá útlöndum, samkvæmt frumvarpi sem er í meðförum þingsins.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf urban » Sun 07. Apr 2019 11:52

rapport skrifaði:Er þetta bara til Íslandspósts eða til allra sem flytja póst til landsins?


Allir aðrir hafa heimild til þess að rukka nákvæmlega það sem að þeir vilja.
Íslandspóstur hafði þann möguleika ekki.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?

Pósturaf Kristján Gerhard » Sun 07. Apr 2019 12:15

Þessi umræða minnti mig á þetta vídeó:

https://www.youtube.com/watch?v=dHhkNwE7pr8

Snýr ekki beint að kína umræðunni en athyglisvert innlegg í hvernig póstburðargjöld eru reiknuð engu að síður.