Öryggismiðstöðin vs Securitas

Allt utan efnis

Höfundur
JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Öryggismiðstöðin vs Securitas

Pósturaf JohnnyX » Þri 16. Okt 2018 20:32

Sælir/ar

Er að skoða að fá mér öryggiskerfi hjá annað hvort Öryggismiðstöðinni eða Securitas. Mig vantar að fá álit og reynslusögur.

Mér lýst þokkalega á Securitas þar sem að maður kaupir búnaðinn af þeim og svo eru þeir í samstarfi við alarm.com með appið sitt en ekki með sitt eigið eins og Öryggismiðstöðin. Á einhvern vegin erfitt með að treysa því að þeir séu með sitt eigið, þar sem að þá er það ekki jafn þaulprófað.

Er endilega til í að heyra kosti og galla frá ykkur!

kv.

EDIT: Hafið þeið einhverja reynslu af viðbragsðtíma hjá þessum aðilium?




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismiðstöðin vs Securitas

Pósturaf Dúlli » Þri 16. Okt 2018 21:09

Hvorugt, setja upp þinn eiginbúnað, þetta er orðið svo einfalt og getur fengið tilkynningar, myndir, video, kallað og margt annað.

Bæði fyrirtækinn eru með slappa þjónustu og allt of dýrt.

En af tveimur slæmum þá er securitas skárri.




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismiðstöðin vs Securitas

Pósturaf kjartanbj » Þri 16. Okt 2018 21:43

ég er bara með mitt eigið, og svo myndavélar ekkert mánaðar gjald og get alveg sjálfur hringt á lögregluna




Höfundur
JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismiðstöðin vs Securitas

Pósturaf JohnnyX » Þri 16. Okt 2018 21:44

Dúlli skrifaði:Hvorugt, setja upp þinn eiginbúnað, þetta er orðið svo einfalt og getur fengið tilkynningar, myndir, video, kallað og margt annað.

Bæði fyrirtækinn eru með slappa þjónustu og allt of dýrt.

En af tveimur slæmum þá er securitas skárri.


Planið seinna meir er að gera þetta sjálfur, ég hef einfaldlega ekki tíma til að grúska í þessu núna. Þess vegna fer ég þessa leið.
Einhver ástæða fyrir að velja frekar Securitas?




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismiðstöðin vs Securitas

Pósturaf Dúlli » Þri 16. Okt 2018 22:10

Ég starfa í rafvirkjun og hef þurft að díla við bæði fyrirtækinn og öryggismiðstöðin er með sorp þjónustu nema þú eiginir mig, mjög mikið magn af pening.

Getur keypt pakka á netinu ýmsar gerðir til, flestir pakkar með 4 myndavélar sem hafa spearker og eru algjör snild, þú lærir inn á þetta á 15 mín, þetta er rosalega einfalt og þetta kostar ekki mikið, hef sett upp nokkrar gerðir sem viðskiptavinir hafa keypt sjálfir erlendis allt plug and play, sumt wifi mjög létt að nota þetta og endalausir valmöguleikar, hef heyrt að þú færð flotta pakka á 30-40þ




Höfundur
JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismiðstöðin vs Securitas

Pósturaf JohnnyX » Þri 16. Okt 2018 22:25

Okei, spurning um að skoða það betur að gera þetta sjálfur. Eina sem ég er að spá í er hvort viðbragðstíminn sé betri hjá þessum fyrirtækjum heldur en að bregðast við sjálfur og hafa samband við lögregluna. Lögreglan fer ekkert strax af stað í innbrot er það? Alltaf svo undirmannaðir.



Skjámynd

olihar
spjallið.is
Póstar: 420
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 85
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismiðstöðin vs Securitas

Pósturaf olihar » Mið 17. Okt 2018 00:02

Bæði verra...



Skjámynd

Henjo
Gúrú
Póstar: 508
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 165
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismiðstöðin vs Securitas

Pósturaf Henjo » Mið 17. Okt 2018 00:22

Ef þú velur Öryggismiðstöðina, kallaðu þá liðið sem vinnur þar þegar þeir koma alltaf "Securitas gæjanna", þeir elska það hjá Öryggismiðstöðinni.




Cascade
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismiðstöðin vs Securitas

Pósturaf Cascade » Mið 17. Okt 2018 08:33

Er einhver hérna með eigin búnað sem er svo ánægður með hann að hann gæti mælt með honum?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismiðstöðin vs Securitas

Pósturaf AntiTrust » Fim 18. Okt 2018 17:53

Arlo myndavélarnar frá Netgear. 100% þráðlausar, rafhlaðan dugar í 3-6 mánuði eftir því hversu mikið motion detection er í gangi. Er með tvær utanhúss til að monitora sitthvorn innganginn/garðinn í húsið og svo eina innanhúss til að fylgjast með hundunum á daginn. Flott web interface, tekur beint upp í cloud, sendir tilkynningar, getur stillt motion detection etc.

Keypti bara rechargable batterý á ebay og hleð þegar þarf, heldur rekstrarkostnaðinum á þessu alveg niðri. Hægt að kaupa allskonar aukahluti og tengja við ýmsar þjónustur (Stýranlegt með Alexu t.d.)




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismiðstöðin vs Securitas

Pósturaf kjartanbj » Fim 18. Okt 2018 17:58

Ég er með Smartthings sem fylgist með húsinu og allskonar skynjara, síðan Arlo sem fylgist með að utan með hreyfi skynjurum




Hallipalli
Ofur-Nörd
Póstar: 240
Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismiðstöðin vs Securitas

Pósturaf Hallipalli » Mið 24. Okt 2018 18:07

Þegar þið eruð að setja upp svona kerfi hafiði lent í því að þegar kveikt er á kerfinu að það hægist á annari net traffík?




Cascade
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismiðstöðin vs Securitas

Pósturaf Cascade » Mið 24. Okt 2018 19:22




Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 658
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismiðstöðin vs Securitas

Pósturaf natti » Lau 27. Okt 2018 17:24

kjartanbj skrifaði:ég er bara með mitt eigið, og svo myndavélar ekkert mánaðar gjald og get alveg sjálfur hringt á lögregluna

JohnnyX skrifaði:Okei, spurning um að skoða það betur að gera þetta sjálfur. Eina sem ég er að spá í er hvort viðbragðstíminn sé betri hjá þessum fyrirtækjum heldur en að bregðast við sjálfur og hafa samband við lögregluna. Lögreglan fer ekkert strax af stað í innbrot er það? Alltaf svo undirmannaðir.


Ok við vitum að bæði fyrirtækin eru frekar dýr, en það þarf samt að aðskilja umræðuna um búnaðinn annarsvegar og þjónustuna hinsvegar.
T.d. ef þú kaupir nýja kerfið frá Securitas í dag, þá byrjaru á að kaupa kerfið, og svo borgaru mánaðargjald fyrir vöktunina.


Hvort að vöktunin sé mánaðargjaldsins virði er hinsvegar alveg fín umræða, og það sem virkar fyrir einn virkar kannski ekki fyrir annan.
Bæði fyrirtækin segjast leggja strax af stað á vettvang ef boð berast, en það hafa allir reynslusögur þar sem "viðbragðið" er ekki nógu hratt.
En það er óraunhæf nálgun að halda að þegar maður er með sitt eigið kerfi að maður geti bara hringt á lögregluna ef/þegar e-ð gerist:
  • Það er væntanlega ekki að ástæðulausu að Securitas/Öryggismiðstöðin hringja ekki á lögreglu fyrr en eftir að þau eru mætt á staðinn og staðfesta að um innbrot er að ræða - lögreglan hefur ekki mannskap í að kíkja á eitthvað sem er "kannski" í gangi.
  • Þú ert kannski í vinnunni og krakkinn þinn setur kerfið í gang, ætlaru að hringja á lögregluna og láta hana bruna á staðinn í fýluferð? Eða ætlaru að eyða tíma í að hringja í alla mögulega fjölskyldumeðlimi og athuga "ertu heima?"
  • Þú heldur að þú sért alltaf í aðstöðu til að opna appið og skoða video-feedið, en það geta verið ótal aðstæður þar sem netið í símanum þínum er bara alls ekki nógu gott og þú getur ekki skoðað video-ið.
  • Hvað með öll skiptin þar sem þú ert utan þjónustusvæðis (í flugi, á ferðalagi erlendis (SMS berast stundum seint og jafnvel ekki, eftir því hvar þú ert), og ef þú ert utan EU þá kostar gagnamagn kannski of mikið til að þú viljir borga fyrir það eða jafnvel er ekkert netsamband á svæðinu)

Sumir eru í aðstöðu til að semja við t.d. nágranna eða fjöldskyldumeðlim sem býr stutt frá að vera í kallfæri t.d. þegar viðkomandi fer til útlanda til að hlaupa yfir ef það koma boð.
En í grunninn þá er þetta bara risk-assessment, eins og með tryggingar, hvað ertu tilbúinn til að borga með tilliti til áhættu.

Ég er nýfluttur í húsnæði þar sem ég ákvað að ég þyrfti að vera með öryggiskerfi, og þar sem það var kerfi frá Securitas fyrir þá ákvað ég að halda því fyrst um sinn. (Eldra kerfi, ekkert app neitt...)
Og ég er mikið að pæla í að fá mér mitt eigið kerfi, hallast töluvert í þá átt, en síðan ég flutti þá er ég búinn að vera þónokkrum sinnum í þannig aðstæðum að ég hef ekki aðgang að neti eða síma, og þar af leiðandi hefði ég ekki getað móttekið boðin eða þá að ég hefði ekki getað gert neitt nema að hringja "eitthvert".

Það sem ég myndi vilja sjá sem framþróun hjá þessum fyrirtækjum er að bjóðast til þess að taka við boðum frá öðrum kerfum (s.s. það sem þú kaupir sjálfur), því maður hefur kannski skoðun á hvaða kerfi maður er með og getur fengið ódýrara en í gegnum Securitas/ÖM, og lægra mánaðargjald fyrir vöktunina.
En hvort að það sé nógu gott business case fyrir reksturinn veit ég ekki...


Mkay.


Höfundur
JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismiðstöðin vs Securitas

Pósturaf JohnnyX » Mið 31. Okt 2018 11:39

natti skrifaði:
kjartanbj skrifaði:ég er bara með mitt eigið, og svo myndavélar ekkert mánaðar gjald og get alveg sjálfur hringt á lögregluna

JohnnyX skrifaði:Okei, spurning um að skoða það betur að gera þetta sjálfur. Eina sem ég er að spá í er hvort viðbragðstíminn sé betri hjá þessum fyrirtækjum heldur en að bregðast við sjálfur og hafa samband við lögregluna. Lögreglan fer ekkert strax af stað í innbrot er það? Alltaf svo undirmannaðir.


Ok við vitum að bæði fyrirtækin eru frekar dýr, en það þarf samt að aðskilja umræðuna um búnaðinn annarsvegar og þjónustuna hinsvegar.
T.d. ef þú kaupir nýja kerfið frá Securitas í dag, þá byrjaru á að kaupa kerfið, og svo borgaru mánaðargjald fyrir vöktunina.


Hvort að vöktunin sé mánaðargjaldsins virði er hinsvegar alveg fín umræða, og það sem virkar fyrir einn virkar kannski ekki fyrir annan.
Bæði fyrirtækin segjast leggja strax af stað á vettvang ef boð berast, en það hafa allir reynslusögur þar sem "viðbragðið" er ekki nógu hratt.
En það er óraunhæf nálgun að halda að þegar maður er með sitt eigið kerfi að maður geti bara hringt á lögregluna ef/þegar e-ð gerist:
  • Það er væntanlega ekki að ástæðulausu að Securitas/Öryggismiðstöðin hringja ekki á lögreglu fyrr en eftir að þau eru mætt á staðinn og staðfesta að um innbrot er að ræða - lögreglan hefur ekki mannskap í að kíkja á eitthvað sem er "kannski" í gangi.
  • Þú ert kannski í vinnunni og krakkinn þinn setur kerfið í gang, ætlaru að hringja á lögregluna og láta hana bruna á staðinn í fýluferð? Eða ætlaru að eyða tíma í að hringja í alla mögulega fjölskyldumeðlimi og athuga "ertu heima?"
  • Þú heldur að þú sért alltaf í aðstöðu til að opna appið og skoða video-feedið, en það geta verið ótal aðstæður þar sem netið í símanum þínum er bara alls ekki nógu gott og þú getur ekki skoðað video-ið.
  • Hvað með öll skiptin þar sem þú ert utan þjónustusvæðis (í flugi, á ferðalagi erlendis (SMS berast stundum seint og jafnvel ekki, eftir því hvar þú ert), og ef þú ert utan EU þá kostar gagnamagn kannski of mikið til að þú viljir borga fyrir það eða jafnvel er ekkert netsamband á svæðinu)

Sumir eru í aðstöðu til að semja við t.d. nágranna eða fjöldskyldumeðlim sem býr stutt frá að vera í kallfæri t.d. þegar viðkomandi fer til útlanda til að hlaupa yfir ef það koma boð.
En í grunninn þá er þetta bara risk-assessment, eins og með tryggingar, hvað ertu tilbúinn til að borga með tilliti til áhættu.

Ég er nýfluttur í húsnæði þar sem ég ákvað að ég þyrfti að vera með öryggiskerfi, og þar sem það var kerfi frá Securitas fyrir þá ákvað ég að halda því fyrst um sinn. (Eldra kerfi, ekkert app neitt...)
Og ég er mikið að pæla í að fá mér mitt eigið kerfi, hallast töluvert í þá átt, en síðan ég flutti þá er ég búinn að vera þónokkrum sinnum í þannig aðstæðum að ég hef ekki aðgang að neti eða síma, og þar af leiðandi hefði ég ekki getað móttekið boðin eða þá að ég hefði ekki getað gert neitt nema að hringja "eitthvert".

Það sem ég myndi vilja sjá sem framþróun hjá þessum fyrirtækjum er að bjóðast til þess að taka við boðum frá öðrum kerfum (s.s. það sem þú kaupir sjálfur), því maður hefur kannski skoðun á hvaða kerfi maður er með og getur fengið ódýrara en í gegnum Securitas/ÖM, og lægra mánaðargjald fyrir vöktunina.
En hvort að það sé nógu gott business case fyrir reksturinn veit ég ekki...


Virkilega góðir punktar, takk fyrir þetta!

Ég endaði á því að fá mér kerfi hjá Securitas þar sem þeir eru með kerfi frá alarm.com.
Sá sem að setti kerfið sagði að það væri ekkert mál að kaupa skynjara eða myndavélar sjálfur og láta þá svo bara það inn á kerfið. Það væri bara gert í gegnum síma. Var virkilega ánægður með það.

Er því nokkuð sáttur með þessa ákvörðun. Maður fær töluverða hugarró að einhver sé að fylgjast með.
Líka vert að nefna að þeir eru með GSM stöð svo þeir fá alltaf boðin.