Skoðanagjald fyrir tölvu í ábyrgð

Allt utan efnis

Höfundur
KristinnK
spjallið.is
Póstar: 425
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Skoðanagjald fyrir tölvu í ábyrgð

Pósturaf KristinnK » Mán 08. Okt 2018 15:06

Konan er með tölvu í ábyrgð sem bilaði fyrir stuttu. Hún fór með tölvuna í viðgerð til ábyrgðaraðilans og var rukkuð hátt í 10 þúsund krónur fyrir ,,skoðanagjald".

Hafa ábyrgðaraðilar heimild til að rukka nokkuð gjald þegar gert er við vörur í ábyrgð?


Clevo P170EM | Intel i7-3720QM @ 3.6GHz | 4x4GB DDR3 @ 1600MHz | 256GB + 128GB Crucial M4 | GeForce GTX 680M @ 855MHz/2300MHz

Skjámynd

Njall_L
Tölvutryllir
Póstar: 635
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 98
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanagjald fyrir tölvu í ábyrgð

Pósturaf Njall_L » Mán 08. Okt 2018 15:09

Ertu viss um að það hafi verið gert við tölvuna innan ábyrgðar þrátt fyrir að hún sé innan ábyrgðartíma?

Ef gert er við tölvu innan ábyrgðar þá fellur kostnaður á framleiðanda/þjónustuaðila og viðskiptavinur getur sótt tölvuna viðgerða og án kostnaðar. Hinsvegar ef það er eitthvað sem fellir tölvuna úr ábyrgð, hún er utan ábyrgðartíma eða bilunin fellur ekki undir ábyrgðarskilmála þá getur framleiðandi/þjónustuaðili rukkað greiningargjald (skoðunargjald) fyrir þá vinnu sem fór í skoðun á búnaði.


Tölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS | Utanáliggjandi GTX1070
Sími: iPhone XS Max 256GB - Space Grey


Höfundur
KristinnK
spjallið.is
Póstar: 425
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanagjald fyrir tölvu í ábyrgð

Pósturaf KristinnK » Mán 08. Okt 2018 15:24

Tölvan er Apple tölva í alþjóðaábyrgð og er innan ábyrgðartíma og viðgerðaraðilinn var Epli. Ég hélt ekki annað en að viðgerðin hafi verið innan ábyrgðar, ekki var ekki annað sagt.


Clevo P170EM | Intel i7-3720QM @ 3.6GHz | 4x4GB DDR3 @ 1600MHz | 256GB + 128GB Crucial M4 | GeForce GTX 680M @ 855MHz/2300MHz

Skjámynd

Njall_L
Tölvutryllir
Póstar: 635
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 98
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanagjald fyrir tölvu í ábyrgð

Pósturaf Njall_L » Mán 08. Okt 2018 15:26

KristinnK skrifaði:Tölvan er Apple tölva í alþjóðaábyrgð og er innan ábyrgðartíma og viðgerðaraðilinn var Epli. Ég hélt ekki annað en að viðgerðin hafi verið innan ábyrgðar, ekki var ekki annað sagt.

Veistu hvað þú varst að greiða fyrir nákvæmlega? Samkvæmt heimasíðu Epli er skoðunargjaldið hjá þeim 3.745kr (https://www.epli.is/thjonusta/verdlisti.html) en þú talar um að hafa greitt um 10.000kr. Stemmir ekki alveg, eru fleiri liðir rukkaðir?


Tölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS | Utanáliggjandi GTX1070
Sími: iPhone XS Max 256GB - Space Grey


Höfundur
KristinnK
spjallið.is
Póstar: 425
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanagjald fyrir tölvu í ábyrgð

Pósturaf KristinnK » Mán 08. Okt 2018 15:31

Það var rukkað 7.490 kr., en ég er ekki með kvittunina við hendina, ég bæti því við þegar ég er kominn heim.


Clevo P170EM | Intel i7-3720QM @ 3.6GHz | 4x4GB DDR3 @ 1600MHz | 256GB + 128GB Crucial M4 | GeForce GTX 680M @ 855MHz/2300MHz

Skjámynd

Njall_L
Tölvutryllir
Póstar: 635
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 98
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanagjald fyrir tölvu í ábyrgð

Pósturaf Njall_L » Mán 08. Okt 2018 15:34

KristinnK skrifaði:Það var rukkað 7.490 kr., en ég er ekki með kvittunina við hendina, ég bæti því við þegar ég er kominn heim.

Þetta var rugl í mér. Skoðunargjald á iOS tækjum er 3.745kr en skoðunargjald á tölvum er 7.490kr. Það stemmir því. Spurning um að heyra í Epli og fá nánari skýringu á þessu.


Tölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS | Utanáliggjandi GTX1070
Sími: iPhone XS Max 256GB - Space Grey

Skjámynd

Benzmann
/dev/null
Póstar: 1436
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 20
Staðsetning: Á sporbaug sólar
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanagjald fyrir tölvu í ábyrgð

Pósturaf Benzmann » Mán 08. Okt 2018 15:37

hvað var að tölvunni og hvað gerðu þeir til að laga vandamálið ?


CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus Turbo GTX1080 Ti 11GB | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM750x 750W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: Samsung 512GB 960 Pro M.2 SSD & 2x 4tb Seagate 7200rpm | OS: Windows 10 Pro 64bt


Höfundur
KristinnK
spjallið.is
Póstar: 425
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanagjald fyrir tölvu í ábyrgð

Pósturaf KristinnK » Mán 08. Okt 2018 17:10

Benzmann skrifaði:hvað var að tölvunni og hvað gerðu þeir til að laga vandamálið ?


Bilunin var að skjárinn var alsvartur. Ég man ekki hvort það var sagt sérstaklega frá hvað var gert til að laga vandamálið, en miðað við hvað viðgerðin tók lítinn tíma held ég ekki að það hafi verið skipt um skjáinn.

Reikningurinn er fyrir ,,skoðunargjald".


Clevo P170EM | Intel i7-3720QM @ 3.6GHz | 4x4GB DDR3 @ 1600MHz | 256GB + 128GB Crucial M4 | GeForce GTX 680M @ 855MHz/2300MHz

Skjámynd

Benzmann
/dev/null
Póstar: 1436
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 20
Staðsetning: Á sporbaug sólar
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanagjald fyrir tölvu í ábyrgð

Pósturaf Benzmann » Mán 08. Okt 2018 17:19

KristinnK skrifaði:
Benzmann skrifaði:hvað var að tölvunni og hvað gerðu þeir til að laga vandamálið ?


Bilunin var að skjárinn var alsvartur. Ég man ekki hvort það var sagt sérstaklega frá hvað var gert til að laga vandamálið, en miðað við hvað viðgerðin tók lítinn tíma held ég ekki að það hafi verið skipt um skjáinn.

Reikningurinn er fyrir ,,skoðunargjald".Ég myndi krefjast frekari útskýringar á þessum reikingi.
Ef þetta var bilun í vélbúnaði eða eh tengt vélbúnaðinum sjálfum sem var að valda þessu, þá ætti þetta að fallast undir ábyrgð.


CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus Turbo GTX1080 Ti 11GB | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM750x 750W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: Samsung 512GB 960 Pro M.2 SSD & 2x 4tb Seagate 7200rpm | OS: Windows 10 Pro 64bt

Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6274
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 121
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanagjald fyrir tölvu í ábyrgð

Pósturaf AntiTrust » Mán 08. Okt 2018 19:34

Þetta er oftast voðalega einfalt, burtséð frá vörumerki eða þjónustuaðila:

Vélbúnaðarvandamál, eða framleiðslugalli sem fellur undir ábyrgð = Enginn kostnaður, hvork viðgerðar- né skoðunargjald.

Hugbúnaðarvandamál = Fyrirtækið má rukka eins og því sýnist. Í langflestum tilfellum er viðskiptavinum tjáð við móttöku á búnaði að ef vandamál flokkist utan ábyrgðar muni ákveðið grunngjald leggjast á fyrir skoðun/bilanagreiningu.

Ef það var ekki skipt um neinn vélbúnað, þá hefur vandamálið líklega verið í stýrikerfi/hugbúnað og því utan ábyrgðar.


Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 928
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanagjald fyrir tölvu í ábyrgð

Pósturaf upg8 » Mið 10. Okt 2018 12:26

Þessi hegðun er líka þekkt erlendis varandi Apple vörur
https://youtu.be/o2_SZ4tfLns


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"