Síða 1 af 1

Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Mán 01. Okt 2018 20:32
af mikkimás
Sælir.

Ef foreldrar vilja (óformlega) lána barni sínu fyrir útborgun á íbúð, er það eitthvað sem kemur skattinum nauðsynlega við?

Hefur einhver reynslu með það hvort skatturinn hafi skipt sér af í kjölfar framtalsskila?

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Mán 01. Okt 2018 20:54
af appel
Síðast þegar ég vissi er enginn skattur borgaður af láni, nema jú fjármagnstekjum. Ef lánið ber 0% vexti, þá eru augljóslega 0 fjármagnstekjur.

Þú getur gert lánasaming um akkúrat það, til að hafa í bakveskinu, en ólíklegt að þú þurfir einhverntímann að grípa til þess. Þ.e. fengið peningana frá foreldrunum, gert lánasamning upp á 0%, og ekkert borgað í fjármagnstekjur.

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Mán 01. Okt 2018 20:58
af Viktor
Ég hef aldrei heyrt á það minnst að skatturinn sé að pæla í svona greiðslum á milli fjölskyldumeðlima.

Það væri verulega undarlegt ef þetta yrði eitthvað vandamál.

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Mán 01. Okt 2018 21:00
af appel
Sallarólegur skrifaði:Ég hef aldrei heyrt á það minnst að skatturinn sé að pæla í svona greiðslum á milli fjölskyldumeðlima.

Það væri verulega undarlegt ef þetta yrði eitthvað vandamál.


Skatturinn pælir ekkert í þessu. Fólk er að millifæra margar milljónir milli fjölskyldumeðlima til að hagræða lánshæfismötum fyrir íbúðarkaupum. Alþekkt.

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Mán 01. Okt 2018 21:50
af pepsico
Skattinum ætti að vera sama en passaðu endilega að þú sért ekki að ljúga til að fá lánið. Vel þekkt tól saksóknara í Bandaríkjunum þegar fólk hefur fengið lán frá vandamönnum og telja það ranglega sem hreina eign á tilteknum lánaumsóknum. Óvart viðurlög um allt að þrjátíu ára fangelsisvist og/eða sekt upp á $1M. Algjörlega ótengt því að fá lán frá einkaaðila, og Íslandi yfirhöfuð, en bara fínt að hafa það í huga að það að hagnast fjárhagslega á því að ljúga er almennt ólöglegt. https://www.law.cornell.edu/uscode/text/18/1014

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Mán 01. Okt 2018 23:10
af russi
Við hjónin fengum lánað frá vandamönnum og gerðum í raun svona málamyndasamning um lán uppá 2%, aðalega til að hafa allt uppá borðum. Þetta er fært inná skattskýrslu og skatturinn setur ekkert útá það, gætum jafnvel verið að fá smá vaxtabætur vegna þess. (líklega eru allar vaxtabætur sem við fáum frá verðtryggðu láni í bankanum samt) Við borgum þeim reglulega fjárhæðir inná þetta.

Aðalástæðan að þetta var gert var af því að lögfræðingar sem við ræddum við mældu með þessu og líka einhverjir háttsettir bankatappar sem eru tengdir okkur.

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Mán 01. Okt 2018 23:22
af littli-Jake
russi skrifaði:Við hjónin fengum lánað frá vandamönnum og gerðum í raun svona málamyndasamning um lán uppá 2%, aðalega til að hafa allt uppá borðum. Þetta er fært inná skattskýrslu og skatturinn setur ekkert útá það, gætum jafnvel verið að fá smá vaxtabætur vegna þess. (líklega eru allar vaxtabætur sem við fáum frá verðtryggðu láni í bankanum samt) Við borgum þeim reglulega fjárhæðir inná þetta.

Aðalástæðan að þetta var gert var af því að lögfræðingar sem við ræddum við mældu með þessu og líka einhverjir háttsettir bankatappar sem eru tengdir okkur.



2%vextir. Það er mjög stuttur listi yfir hluti sem ég mundi ekki gera fyrir þau kjör.

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Mán 01. Okt 2018 23:28
af russi
littli-Jake skrifaði:

2%vextir. Það er mjög stuttur listi yfir hluti sem ég mundi ekki gera fyrir þau kjör.


Held að allir séu þeim báti, en þessi tala er ekki heilög og var bara sett þarna til að hafa eitthvað, að setja 0% hefði getað vakið upp spurningar, en mér skildist á þessum mönnum að fólk getur gerta lánasaminga sín á milli og ákveðið kjörin á þeim alveg sjálf, innan auðvitað hámarksvaxta á ársgrundvelli.

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Þri 02. Okt 2018 11:45
af mikkimás
russi skrifaði:Við hjónin fengum lánað frá vandamönnum og gerðum í raun svona málamyndasamning um lán uppá 2%, aðalega til að hafa allt uppá borðum. Þetta er fært inná skattskýrslu og skatturinn setur ekkert útá það, gætum jafnvel verið að fá smá vaxtabætur vegna þess. (líklega eru allar vaxtabætur sem við fáum frá verðtryggðu láni í bankanum samt) Við borgum þeim reglulega fjárhæðir inná þetta.

Aðalástæðan að þetta var gert var af því að lögfræðingar sem við ræddum við mældu með þessu og líka einhverjir háttsettir bankatappar sem eru tengdir okkur.

Gerðuð þið skriflegan lánasamning?

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Þri 02. Okt 2018 13:04
af machinefart
littli-Jake skrifaði:
russi skrifaði:Við hjónin fengum lánað frá vandamönnum og gerðum í raun svona málamyndasamning um lán uppá 2%, aðalega til að hafa allt uppá borðum. Þetta er fært inná skattskýrslu og skatturinn setur ekkert útá það, gætum jafnvel verið að fá smá vaxtabætur vegna þess. (líklega eru allar vaxtabætur sem við fáum frá verðtryggðu láni í bankanum samt) Við borgum þeim reglulega fjárhæðir inná þetta.

Aðalástæðan að þetta var gert var af því að lögfræðingar sem við ræddum við mældu með þessu og líka einhverjir háttsettir bankatappar sem eru tengdir okkur.



2%vextir. Það er mjög stuttur listi yfir hluti sem ég mundi ekki gera fyrir þau kjör.



Ég reikna þá með að það að flytja til norðurlanda sé á þeim stutta lista þá? :) http://www.nasdaqomxnordic.com/bonds/sw ... tgagerates

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Þri 02. Okt 2018 15:48
af russi
mikkimás skrifaði:Gerðuð þið skriflegan lánasamning?


Já, eins og áður sagði allt uppá borðum varðandi þennan díl

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Mið 03. Okt 2018 01:36
af netkaffi
russi skrifaði:
mikkimás skrifaði:Gerðuð þið skriflegan lánasamning?


Já, eins og áður sagði allt uppá borðum varðandi þennan díl

Hver var hugmyndin á bakvið þá ráðleggingu?

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Mið 03. Okt 2018 16:29
af russi
netkaffi skrifaði:Hver var hugmyndin á bakvið þá ráðleggingu?


Til hafa allt uppáborðum gagnvart þesskyns yfirvöldum sem gæti farið að skipta sér af.

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Mið 03. Okt 2018 23:59
af netkaffi
russi skrifaði:Til hafa allt uppáborðum gagnvart þesskyns yfirvöldum sem gæti farið að skipta sér af.

Já, það var búið að koma fram. Ég var í raun að spyrja hvað væri á bakvið það, að telja að yfirvöld gætu farið að skipta sér af; vegna þess að aðrir í þessum þræði hafa sagt að normið sé að yfirvöld skipti sér ekkert af lánum á milli fjölskyldumeðlima? Það var búið að segja: "Skatturinn pælir ekkert í þessu. Fólk er að millifæra margar milljónir milli fjölskyldumeðlima til að hagræða lánshæfismötum fyrir íbúðarkaupum. Alþekkt." Eru sem sagt dæmi um annað? eða var þetta meira kannski óþarfa varkárni? Better safe than sorry samt, ég er ekkert að dæma, bara forvitnast. : )

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Fim 04. Okt 2018 14:38
af dori
Ástæðan er væntanlega sú að þú þarft að borga skatt af peningagjöfum (meira en eitthvað smotterí). Ólíklegt að það komi til þess að það sé skoðað en ef þú færð pening að gjöf sem er yfir einhverri upphæð sem skatturinn telur "almenn tækifærisgjöf" þá áttu að telja það fram sem tekjur.

Þannig að ef þú ert að tala um kannski 10 milljónir þá er betra að hafa lánasamning til að geta sýnt fram á að þetta sé ekki gjöf. En þá þyrfti "lánveitandi" væntanlega að telja fram vaxtatekjur frá þér sem fjármagnstekjur á skattskýrslunni sinni líka.

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Fim 04. Okt 2018 16:49
af Haukursv
Ef að þetta eru einhverjar almennilegar upphæðir myndi ég fá ráðleggingu hjá endurskoðanda t.d, myndi ekki nenna að lenda í skattinum útaf einhverju svona.

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Fim 04. Okt 2018 18:00
af Hizzman
Haukursv skrifaði:Ef að þetta eru einhverjar almennilegar upphæðir myndi ég fá ráðleggingu hjá endurskoðanda t.d, myndi ekki nenna að lenda í skattinum útaf einhverju svona.


endurskoðendur er yfirleitt ekkert í að gefa 'góð ráð' - ráðleggingin gæti orðið einhver formlegur þinglýstur lánssamningur gegn 'hóflegri' þóknun

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Fim 04. Okt 2018 22:29
af g0tlife
Tekur hærra lán og svo borgar fjölskyldumeðlimur inn á það ef að gera samning er ekki í boði eða ótti við skattman.

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Fös 05. Okt 2018 00:32
af russi
Þetta er eins og dori segir, ef skatturinn sér peningafærslur inná þína reikninga sem ekki ert hægt að færa rök fyrir þá er hann skattlagður.

Ein saga af stelpu sem ég þekki sem væna summu fyrir tvitugt, í gegnum fjölskyldu sína, hún fékk engin ráð hvað hún ætti að gera, þannig hún bara notaði hann í hitt og þetta fyrir sig. 2 árum seinna - BOOM - kom skatturinn og vildi vita í hvað þessi peningur hefði farið í og skattlagði hana, fór mjög ílla útúr því.
Í þvi tilfelli ef einhver hefði sagt við hana að nota þess peninga t.d. í fasteign þá hefði skatturinn lítið gert.

Þetta er fjarmagn sem þú færð og af öllu fjarmagni sem þú færð áttu að borga skatt, strangt til tekið ef ég gef þér 1000kr þá áttu að telja til skatts og borga af þessum 1000kr fjarmagnstekjuskatt.
Ríkisskattstjóri hefur t.d. farið og böggað fólk sem fær flugpunta á sitt nafn í gegnum vinnuferðir og nýtir svo puntana í ferðir fyrir sig, bara sem dæmi.

Þú borgar ekki skatt af láni, meðan þú getur sýnt framá það þessi upphæð sem þú ert með er lán þá ertu látin í friði, ef þú getur það ekki þá getur skatturinn litið á þetta sem gjöf(auki fjarmagn) og sett þá á viðkomandi skatt.

Re: Skatturinn og fjölskyldulán vegna íbúðakaupa

Sent: Fös 05. Okt 2018 11:25
af Haukursv
Hizzman skrifaði:
Haukursv skrifaði:Ef að þetta eru einhverjar almennilegar upphæðir myndi ég fá ráðleggingu hjá endurskoðanda t.d, myndi ekki nenna að lenda í skattinum útaf einhverju svona.


endurskoðendur er yfirleitt ekkert í að gefa 'góð ráð' - ráðleggingin gæti orðið einhver formlegur þinglýstur lánssamningur gegn 'hóflegri' þóknun


Það er alls ekki mín upplifun allavega, gott langtímasamband við góðan endurskoðanda er worth it