Síða 1 af 1

Innflutningur á skotvopnum

Sent: Fim 27. Sep 2018 09:59
af ivar85
Sæl / ir
Þar sem ég veit ekki hvert ég á að leita, og flest allar gáfupöddur landsinns halda sig hér þá langaði mig að spyrja ykkur sem eru með byssuleyfi hvort þið hafið flutt inn byssu / r ?

Vitið þið um einhverja búðir sem senda vopn til landsinns ?
Eru aukagjöld við því að koma vopnum úr landi (að utan) ?
Borgar það sig að flytja inn vopn frekar en að kaupa það hér á landi ?

Re: Innflutningur á skotvopnum

Sent: Fim 27. Sep 2018 12:36
af bixer
.

Re: Innflutningur á skotvopnum

Sent: Fim 27. Sep 2018 17:41
af Klaufi
Talaðu við Jónas, það eru bestu svörin sem þú færð.
Stærsta vandamálið (Af minni reynslu) er að pappírarnir hér eru á Íslensku.

Varðandi útflutningsleyfið frá Bandaríkjunum, ég þurfti það líka þegar ég keypti riffil frá Danmörku, og fyrri eigandi þurfti að fá það stimplað úti, á vellinum og svo af Jónasi þegar við gerðum skiptin.
Og ég þurfti að vera búinn að sækja um að eignast riffilinn hér heima áður en hann mátti fara út úr landinu.

Ég myndi ekki standa í þessu nema þú sért að leita að einhverju sérstöku, alls ekki til að reyna að spara þúsundkalla.

P.s. "Skotveiðibúnaður til sölu/óskast" á FB.
Það koma reglulega póstar frá enskumælandi aðila(man ekki nafnið á honum) sem er að flytja inn sérvöru.