Debet eða Kredit kort

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
g0tlife
</Snillingur>
Póstar: 1074
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 88
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Debet eða Kredit kort

Pósturaf g0tlife » Sun 23. Sep 2018 18:13

Heilir og sælir,

Ég er hérna að velta því fyrir mér varðandi kortanotkun.

Ég hef alltaf verið með debetkort og svo fyrirframm greitt kreditkort fyrir kaupin á netinu. Mér var sagt að það væri töluvert hagstæðara fyrir mig að hafa bara kreditkort en þá ekki með heimild.

Ég hugsa þá að ef ég læt loka debet og kredit og fæ mér eitt almennilegt kreditkort. Þarf maður þá ekki að breyta öllu s.s. varðandi greidd laun, subscription, apps (Aur t.d.) og þannig hjá fyrirtækum/stofnunum ?

Einnig eru þessir vildarpunktar þess virði ?
Virkar það líka snertilaust (stendur ekki inn á arion) ?

Fínt að fá reynslusögur frá ykkur ef þið hafið gert svona breytingu og ef þið tókuð eftir sparnaði.

Einnig í lokinn, hefur einhver farið úr Arion Banka yfir í Íslandsbanka. Þá fært íbúðar lán á milli og er ánægður með það ?

-- Það er engin svona pros/cons síða varðandi bankana og því forvitinn.


i7-4790K 4.4 GHz // 16 GB 2400MHz // Nvidia GTX 1080 // 2x Samsung PRO 500 GB // HDD 16 TB // ASRock Z97 Extreme6 // CM Silent Pro M 850W // Asus 4k ''28''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 908
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf Revenant » Sun 23. Sep 2018 18:51

Helsti sölupunktur kreditkorta í dag eru að mínu mati ferðatryggingar og ef veltan er mikil, söfnun vildarpunkta/aukakróna.

Hugsaðu um árgjöld kreditkorta sem einskonar kort + ferðatryggingu sem fylgir með.
Ef þú ert ekkert að ferðast þá dugar ódýrasta kreditkortið (ef þú vilt borga alla reikningana eftirá).

Kostur við að hafa eftirágreitt kreditkort (þ.e. með heimild) er að þú getur dreift greiðslum ef þú þarft að kaupa dýra hluti.

Annars er þetta spurning um hugarfar. Fyrir suma þá hentar vel að fá einn reikning í lok mánaðar (þ.e. "vaxtalaust lán" í 5-30 daga) en aðrir vilja alltaf eiga fyrir hlutunum (þ.e. nota debetkort).


i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X

Skjámynd

Höfundur
g0tlife
</Snillingur>
Póstar: 1074
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 88
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf g0tlife » Sun 23. Sep 2018 18:58

Revenant skrifaði:Helsti sölupunktur kreditkorta í dag eru að mínu mati ferðatryggingar og ef veltan er mikil, söfnun vildarpunkta/aukakróna.

Hugsaðu um árgjöld kreditkorta sem einskonar kort + ferðatryggingu sem fylgir með.
Ef þú ert ekkert að ferðast þá dugar ódýrasta kreditkortið (ef þú vilt borga alla reikningana eftirá).

Kostur við að hafa eftirágreitt kreditkort (þ.e. með heimild) er að þú getur dreift greiðslum ef þú þarft að kaupa dýra hluti.

Annars er þetta spurning um hugarfar. Fyrir suma þá hentar vel að fá einn reikning í lok mánaðar (þ.e. "vaxtalaust lán" í 5-30 daga) en aðrir vilja alltaf eiga fyrir hlutunum (þ.e. nota debetkort).Ef það er hagstæðara að hafa kreditkort get ég þá ekki bara haft 0 kr heimild og þá er þetta bara eins og debetkort ?


i7-4790K 4.4 GHz // 16 GB 2400MHz // Nvidia GTX 1080 // 2x Samsung PRO 500 GB // HDD 16 TB // ASRock Z97 Extreme6 // CM Silent Pro M 850W // Asus 4k ''28''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 908
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf Revenant » Sun 23. Sep 2018 19:20

g0tlife skrifaði:Ef það er hagstæðara að hafa kreditkort get ég þá ekki bara haft 0 kr heimild og þá er þetta bara eins og debetkort ?


Þú getur það en þá þarftu alltaf að leggja inn á kortið til að geta notað það og þú færð enga vexti af upphæðinni sem er inná kortinu.
Það er samt sérstakt að hafa kreditkort en hafa ekkert kredit á því (það eru valid ástæður fyrir því s.s. fyrir krakka undir 18 sem vilja kaupa á netinu).

Þú getur líka fengið "kortalausan reikning" kreditkort sem kostar innan við 1000kr á ári en það er eingöngu kort+gildistími+cvc númer til að kaupa á netinu, ekkert plast til að nota útí búð.


i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X

Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5885
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 489
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf Sallarólegur » Sun 23. Sep 2018 19:42

Ef þú ert með fyrirframgreitt kreditkort þá áttu alls ekki að nota debitkortið nema til að taka út pening úr hraðbönkum.

Þú greiðir engin færslugjöld á kreditkorti, en 17-19 kr. fyrir hverja posafærslu með debitkorti.

Ef þú notar debitkortið daglega eru að greiða hátt í 10k á ári fyrir það og færð í raun ekkert í staðin.


AMD Ryzen5 3600 • GTX1080 founders edition • ASRock Fatal1ty B450 Gaming-ITX/ac • Corsair Ven 2x8GB 3200Mhz • Samsung 970 Evo Plus 250GB • Corsair SF600 • G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz •

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Skjámynd

russi
Gúrú
Póstar: 537
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 118
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf russi » Sun 23. Sep 2018 19:55

Það gleymist oft í umræðu Kredit vs Debitkort þegar er verið að tala um að Kreditkort séu án færslugjalda, það er í sjálfu sér rétt en má færa rök fyrir svo sé ekki, árgjald er hærra og munurinn þar er ekki alltaf að kovera þennan mun, svo eru hærri færslugjöld sem leggjast á Kreditkortafærslur sem eru borgaðar af viðkomandi verslun sem þýðir hærra verð, hér á landi borgum við þó það sama fyrir vöruna hvort sem við notum, en ég hef rekið mig á það erlendis að stundum er hent ofan á smá álagi þegar maður notar kreditkort.
Hizzman
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf Hizzman » Sun 23. Sep 2018 19:56

Sallarólegur skrifaði:Ef þú ert með fyrirframgreitt kreditkort þá áttu alls ekki að nota debitkortið nema til að taka út pening úr hraðbönkum.

Þú greiðir engin færslugjöld á kreditkorti, en 17-19 kr. fyrir hverja posafærslu með debitkorti.

Ef þú notar debitkortið daglega eru að greiða hátt í 10k á ári fyrir það og færð í raun ekkert í staðin.


svona eru bankarnir 'sniðugir' - þeir vilja helst að kreditkort séu notuð sem mest vegna þess að þeir hafa meiri
gróða af því. þessi kreditkortanotkum sem virðist vera frí, er raunar þokkalega dýr, en kostnaðurinn er greiddur
af söluaðilanum og síðan auðvitað í gegnum hærra verð. Skilmálar kortafyrirtækjana banna söluaðilum að gefa
staðgreiðsluafslátt, sem gulltryggir plottið!!
machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 266
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf machinefart » Mán 24. Sep 2018 08:32

g0tlife skrifaði:Heilir og sælir,

Ég er hérna að velta því fyrir mér varðandi kortanotkun.

Ég hef alltaf verið með debetkort og svo fyrirframm greitt kreditkort fyrir kaupin á netinu. Mér var sagt að það væri töluvert hagstæðara fyrir mig að hafa bara kreditkort en þá ekki með heimild.

Ég hugsa þá að ef ég læt loka debet og kredit og fæ mér eitt almennilegt kreditkort. Þarf maður þá ekki að breyta öllu s.s. varðandi greidd laun, subscription, apps (Aur t.d.) og þannig hjá fyrirtækum/stofnunum ?

Einnig eru þessir vildarpunktar þess virði ?
Virkar það líka snertilaust (stendur ekki inn á arion) ?

Fínt að fá reynslusögur frá ykkur ef þið hafið gert svona breytingu og ef þið tókuð eftir sparnaði.

Einnig í lokinn, hefur einhver farið úr Arion Banka yfir í Íslandsbanka. Þá fært íbúðar lán á milli og er ánægður með það ?

-- Það er engin svona pros/cons síða varðandi bankana og því forvitinn.


Mér finnst enginn vera búinn að svara þér almennilega. Ég myndi ekki loka debet korti þó þú fáir þér kredit kort. Jafnframt geturðu aldrei lokað reikngnum á bakvið kortið, kreditkort er ekki reikningur. Þá jafnframt myndirðu ekki breyta hvert laun eru greidd, þau færu áfram á gamla reikning. Þú greiðir svo af honum mánaðarlegan reikning fyrir kreditkortið.

Kreditkort er bara kort sem þú greiðir með yfir mánuðinn. Í lok mánaðar er þetta svo gert upp og þú greiðir í einu fyrir þann mánuðinn. Búðirnar eru í raun að lána þér og bankinn að ábyrgjast. Krefst skipulags og aga að eyða ekki umfram laun í staðinn fyrir að balance á reikningi komi í veg fyrir. Ef þú dansar í kringum núllið er þetta hættulegt, annars sennilega ekki.

Ekki tengja kreditkort við kass eða aur, þeir rukka 400kr fyrir færsluna eða eitthvað fáránlegt. Ekki nota kortið í hraðbanka til að taka út.

Þú þyrftir að tengja kortið við öll ný subscribtions þegar þú lokar gamla að sjálfsögðu.

Færslugjöld, vildarpunktar þetta er einhver 10 þúsund eða minna í sparnað þegar árgjald dregst frá, fer eftir veltu. Ferðatrygging mesta value í þessu kannski. Svosem búið að svara þessum part mjög vel hérna.

Varðandi að skipta um banka þá þarftu ekkert að taka lánið með þér frekar en þú vilt. Ekki breyta láninu nema að þú sért að fá betri kjör, annars ertu bara að borga 100 þúsund I kostnað í það fyrir ekki neitt. Sömuleiðis þarftu ekki að færa viðskiptin ef þú vilt bara færa lánið á betri kjör.
Dr3dinn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf Dr3dinn » Mán 24. Sep 2018 09:05

Er búinn að taka allan þennan pakka og endaði í visa platnum korti með frúnni (færð automatic afslátt ef bæði eru með kort hjá Arion)

Platnum kreditkort, eru mest megnis bara upp á punkta og tryggingar. Borga miklu meira en það að sleppa bílatryggingum þegar ég er að taka leigubíla erlendis taldi ég þess virði. Þessu korti fylgir að fá actually peninga til baka þegar eitthvað fer til fjandans frestun flugs/taska frestast osfr.

Er búinn að fá meira greitt út úr visa platnum en við höfum borgað fyrir það... í rauninni er staðan núna er að ég er í plús næstu tvö árin, þar sem ég og frúin ferðumst mikið. Ef menn ferðast lítið skil ég ódýrari kort.

Vara fólk við gull kortum : Landsbankinn reynir að selja þér gullkort en þau hafa oft litlar sem engar tryggingar sama hvað sölufólkið í útibúinu segir þér.

Fyrir net viðskipti nota ég Revolut appið eins og svo margir.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - Intel i7 8700K 5.10 GHz - Sabrent m.2 1TB (beast)exp4 - samsung evo 850 500gb - 32GB (4x8 GB) 3000 MHz Corsair - 2070 MSI BLACK 8 GB - 1x 28" BENQ 1x ZOWIE by BenQ 25'' LED 240Hz

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x - Samsung 1TB Pro - 32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair - 2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27" -

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 5850
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 300
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf worghal » Mán 24. Sep 2018 09:10

Stærsti gallinn við kredit kortið er að minu mati að staðan uppfærist ekki per færslu, heldur þegar þeim hentar.
Hjá Arion þá eru þúsundir manna búnir að benda á þetta og byðja um að þetta sé uppfært oftar í mörg ár og alltaf er svarið "það er verið að vinna í því"
Ég hef lennt í því að staðan uppfærist allt að viku seinna, ef þú fylgist ekki vel með, þá er auðvelt að fara og langt í eyðsluna.


CPU: Intel Core i5 4690K @ 4.6Ghz MB: Asus ROG Gene VII GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance Pro 4x4gb 2400Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2162
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 98
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf GullMoli » Mán 24. Sep 2018 10:06

worghal skrifaði:Stærsti gallinn við kredit kortið er að minu mati að staðan uppfærist ekki per færslu, heldur þegar þeim hentar.
Hjá Arion þá eru þúsundir manna búnir að benda á þetta og byðja um að þetta sé uppfært oftar í mörg ár og alltaf er svarið "það er verið að vinna í því"
Ég hef lennt í því að staðan uppfærist allt að viku seinna, ef þú fylgist ekki vel með, þá er auðvelt að fara og langt í eyðsluna.


Hjá Íslandsbanka/Kreditkort er þetta instant. Eru með sérstakt Kreditkorta App þar sem þú getur breytt heimildinni, fryst það, breytt PIN, skoðað punkta-stöðu og fengið "Fríðu" tilboð.


|| i7 920 || GA-X58A-UD3R || 12GB DDR3 || GTX 1070 || Intel X25-M 80GB || 1000W || P280 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 5850
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 300
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf worghal » Mán 24. Sep 2018 10:29

GullMoli skrifaði:
worghal skrifaði:Stærsti gallinn við kredit kortið er að minu mati að staðan uppfærist ekki per færslu, heldur þegar þeim hentar.
Hjá Arion þá eru þúsundir manna búnir að benda á þetta og byðja um að þetta sé uppfært oftar í mörg ár og alltaf er svarið "það er verið að vinna í því"
Ég hef lennt í því að staðan uppfærist allt að viku seinna, ef þú fylgist ekki vel með, þá er auðvelt að fara og langt í eyðsluna.


Hjá Íslandsbanka/Kreditkort er þetta instant. Eru með sérstakt Kreditkorta App þar sem þú getur breytt heimildinni, fryst það, breytt PIN, skoðað punkta-stöðu og fengið "Fríðu" tilboð.

þess vegna nefni ég Arion :lol: en OP nefnir Arion líka svo ég býst við að hann sé þar.
af hverju geta þeir ekki uppfært samstundis eins og aðrir?


CPU: Intel Core i5 4690K @ 4.6Ghz MB: Asus ROG Gene VII GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance Pro 4x4gb 2400Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2316
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 302
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 24. Sep 2018 12:53

Dr3dinn skrifaði:Er búinn að taka allan þennan pakka og endaði í visa platnum korti með frúnni (færð automatic afslátt ef bæði eru með kort hjá Arion)

Platnum kreditkort, eru mest megnis bara upp á punkta og tryggingar. Borga miklu meira en það að sleppa bílatryggingum þegar ég er að taka leigubíla erlendis taldi ég þess virði. Þessu korti fylgir að fá actually peninga til baka þegar eitthvað fer til fjandans frestun flugs/taska frestast osfr.

Er búinn að fá meira greitt út úr visa platnum en við höfum borgað fyrir það... í rauninni er staðan núna er að ég er í plús næstu tvö árin, þar sem ég og frúin ferðumst mikið. Ef menn ferðast lítið skil ég ódýrari kort.

Vara fólk við gull kortum : Landsbankinn reynir að selja þér gullkort en þau hafa oft litlar sem engar tryggingar sama hvað sölufólkið í útibúinu segir þér.

Fyrir net viðskipti nota ég Revolut appið eins og svo margir.


Nú spyr ég eins og bjáni, hvað er þetta Revolut app og hvernig virkar það? :dontpressthatbutton


Just do IT
  √

Skjámynd

pattzi
ÜberAdmin
Póstar: 1304
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 19
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf pattzi » Mán 24. Sep 2018 13:42

Revenant skrifaði:
g0tlife skrifaði:Ef það er hagstæðara að hafa kreditkort get ég þá ekki bara haft 0 kr heimild og þá er þetta bara eins og debetkort ?


Þú getur það en þá þarftu alltaf að leggja inn á kortið til að geta notað það og þú færð enga vexti af upphæðinni sem er inná kortinu.
Það er samt sérstakt að hafa kreditkort en hafa ekkert kredit á því (það eru valid ástæður fyrir því s.s. fyrir krakka undir 18 sem vilja kaupa á netinu).

Þú getur líka fengið "kortalausan reikning" kreditkort sem kostar innan við 1000kr á ári en það er eingöngu kort+gildistími+cvc númer til að kaupa á netinu, ekkert plast til að nota útí búð.


Kreditkort með engri heimild væri náttúrlega fyrirframgreitt kreditkort eða visa í +

Ég er með þannig og nota debetkortið mjög sjaldan því þá kostar færslan 17 kr minnir mig en ekki á þessu visa í + borgar bara árgjald og færð ferðatryggingar ...

er btw hjá sparisjóði 400 km frá mér og bara gott svara strax síma og tölvupóstum svo bara snilld

Annars með að fá vexti þá fær maður einhver 0.05 % á debetkortareikningi og þetta er svo fljótt að fara niður á við allavega í mínu tilviki að það breytir engu máli .kannski 400 kr á ári eða einhvað
Dr3dinn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf Dr3dinn » Mán 24. Sep 2018 15:06

Hjaltiatla skrifaði:
Dr3dinn skrifaði:Er búinn að taka allan þennan pakka og endaði í visa platnum korti með frúnni (færð automatic afslátt ef bæði eru með kort hjá Arion)

Platnum kreditkort, eru mest megnis bara upp á punkta og tryggingar. Borga miklu meira en það að sleppa bílatryggingum þegar ég er að taka leigubíla erlendis taldi ég þess virði. Þessu korti fylgir að fá actually peninga til baka þegar eitthvað fer til fjandans frestun flugs/taska frestast osfr.

Er búinn að fá meira greitt út úr visa platnum en við höfum borgað fyrir það... í rauninni er staðan núna er að ég er í plús næstu tvö árin, þar sem ég og frúin ferðumst mikið. Ef menn ferðast lítið skil ég ódýrari kort.

Vara fólk við gull kortum : Landsbankinn reynir að selja þér gullkort en þau hafa oft litlar sem engar tryggingar sama hvað sölufólkið í útibúinu segir þér.

Fyrir net viðskipti nota ég Revolut appið eins og svo margir.


Nú spyr ég eins og bjáni, hvað er þetta Revolut app og hvernig virkar það? :dontpressthatbutton


https://www.revolut.com/is/ - þetta er online síða þar sem þú getur búið til virtual tímabundin og varanleg visakort og pantað / greitt með.
-millifærir inn á eða greiðir beint með öðru korti.

Mjög sniðugt ef þú ert að versla á vafasömum síðum að gera bara prepaid kort og delete-a því eftir á.

Virkar sem venjulegt kort líka ...nánast frítt... þeir græða á tryggingapakkanum. Þetta er framtíðin í þessu greiðslukorta geira (",)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - Intel i7 8700K 5.10 GHz - Sabrent m.2 1TB (beast)exp4 - samsung evo 850 500gb - 32GB (4x8 GB) 3000 MHz Corsair - 2070 MSI BLACK 8 GB - 1x 28" BENQ 1x ZOWIE by BenQ 25'' LED 240Hz

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x - Samsung 1TB Pro - 32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair - 2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27" -

Skjámynd

Höfundur
g0tlife
</Snillingur>
Póstar: 1074
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 88
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf g0tlife » Mán 24. Sep 2018 17:59

Smá samantekt og takk fyrir öll svörin. Endilega bæta við ef þið sjáið eitthvað

Debetkort (Platinum):

Færslugjöld hjá Arion eru 18 kr.
200 fríar færslur á ári (-3.600)
0 kr ef notað í gegnum AUR
Engin trygging what so ever
Sérð ávallt stöðuna
Ekkert árgjald
Kostar ekkert að taka út pening
Safnar smá vöxtum yfir árið

Kreditkort (Gull vildarkort):

Fæst fyrirframgreitt (Vill ekki hafa heimild)
Árgjald 9.600 ef velta er <-- 2 milljónir
Árgjald 6.400 ef velta er --> 2 milljónir
Fínar ferðatryggingar
3 vildarpunkta hjá Icelandair per 1000 kr
Veist ekki alltaf stöðu kortsins
Þóknun að taka út pening
AUR (99 til 199 kr þóknun við að panta pizzu á dominos t.d.)

Er þetta ekki basicly rétt hjá mér ?
Er að hallast að því að minnka notkun debetkortsins og sækja um Gull Vildarkort


i7-4790K 4.4 GHz // 16 GB 2400MHz // Nvidia GTX 1080 // 2x Samsung PRO 500 GB // HDD 16 TB // ASRock Z97 Extreme6 // CM Silent Pro M 850W // Asus 4k ''28''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold


Geir26
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 02:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf Geir26 » Mán 24. Sep 2018 19:46

Sæll.

Eftir skoðun á vöruúrvali hjá Arion Banka.

Bláa kortið sem þeir bjóða uppá væri það ekki nær fyrir svona notkun.

Árgjald : 4900. (25% afsláttur undir 1,3m og 50% yfir 1,3)
Tryggingar mjög svipaðar.
3 vildarpunktar gera lítið (2mkr gera 6000 pkt) Mig minnir að Icelandair pkt fyrnast á 4 árum.

Sjálfur er ég hjá Íslandsbanka og með Kreditkort hjá Kreditkort.is (fyrirtæki í eigu Íslandsbanka)

Nokkrir punktar sem vert er að athuga. (er allavega þannig hjá Íslandsbanka)

Ef þú leggur háa upphæð inná fyrirframgreitt kort, þá þarftu að koma við í bankanum eða hafa samband til þess að fá það millifært inná reikning aftur, ekki hægt að gera það í netbanka.

Það taka ekki allir við fyrirframgreiddum kortum , t.d í flugvélum (taka ekki cash, né debet hjá mörgum flugfélögum)

Að lokum
Ég veit ekki hvernig það er hjá Arion en í Kreditkortaappinu hjá Íslandsbanka þá er möguleiki á að stilla heimild innan lánamarka. Persónulega finnst mér sniðugra að taka kort með heimild og stilla heimildina niður í 1kr. En hafa möguleikann setja heimild á kortið ef svo stæði á t.d ef þú pantar Hótel, Bílaleigubíl, nota í Flugvélum , verslun á netinu og fleira , síðan millifæriru bara inn á kortareikninginn að því loknu og lækkar heimildina.Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1119
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 76
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf Minuz1 » Mán 24. Sep 2018 22:36

Besti Google fyrirlestur ég hef horft á...en hérna er linkur á viðeigandi umræðuefni.
https://youtu.be/vsMydMDi3rI?t=43m15s


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


Dr3dinn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf Dr3dinn » Þri 25. Sep 2018 00:43

Gull kortin eru takmarkaðar með tryggingar btw.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - Intel i7 8700K 5.10 GHz - Sabrent m.2 1TB (beast)exp4 - samsung evo 850 500gb - 32GB (4x8 GB) 3000 MHz Corsair - 2070 MSI BLACK 8 GB - 1x 28" BENQ 1x ZOWIE by BenQ 25'' LED 240Hz

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x - Samsung 1TB Pro - 32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair - 2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27" -

Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5885
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 489
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf Sallarólegur » Þri 25. Sep 2018 06:55

Ég er hjá Landsbankanum og kannast alls ekki við að sjá ekki stöðuna á kreditkortum, hún virkar bara fínt.

Ef það er vandamál hjá Arion þá dytti mér ekki í hug að versla við þau, er þetta virkilega satt?


AMD Ryzen5 3600 • GTX1080 founders edition • ASRock Fatal1ty B450 Gaming-ITX/ac • Corsair Ven 2x8GB 3200Mhz • Samsung 970 Evo Plus 250GB • Corsair SF600 • G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz •

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Skjámynd

zetor
Ofur-Nörd
Póstar: 276
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf zetor » Þri 25. Sep 2018 10:41

Minuz1 skrifaði:Besti Google fyrirlestur ég hef horft á...en hérna er linkur á viðeigandi umræðuefni.
https://youtu.be/vsMydMDi3rI?t=43m15s


Er þetta Kerdikorta kerfi ekki eitthvað öðruvísi þarna í Bandaríkjunum en hér í Evrópu? Þetta Credit Score?
Eða það er lögð mikil áhersla á þetta Credit Score.
Kreg
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Þri 04. Apr 2017 10:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf Kreg » Þri 25. Sep 2018 11:18

g0tlife skrifaði:AUR (99 til 199 kr þóknun við að panta pizzu á dominos t.d.)

Getur notað kreditkortið bara beint..þarft ekki að nota Aur hjá dómínós ;)

En annars sýnist mér þetta allt stemma í þessari upptalninguSkjámynd

pattzi
ÜberAdmin
Póstar: 1304
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 19
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf pattzi » Þri 25. Sep 2018 15:22

Sallarólegur skrifaði:Ég er hjá Landsbankanum og kannast alls ekki við að sjá ekki stöðuna á kreditkortum, hún virkar bara fínt.

Ef það er vandamál hjá Arion þá dytti mér ekki í hug að versla við þau, er þetta virkilega satt?Sést strax í biðfærslu já í landsbankanum það vantar þann fídus í alla aðra banka :)

Er með hjá sparisjóðnum og það tekur tvo-þrjá daga að koma inn stundum seinnipartinn en kemur þegar bankakerfið uppfærir sig
Og líka þannig í arion og íslands

zetor skrifaði:
Minuz1 skrifaði:Besti Google fyrirlestur ég hef horft á...en hérna er linkur á viðeigandi umræðuefni.
https://youtu.be/vsMydMDi3rI?t=43m15s


Er þetta Kerdikorta kerfi ekki eitthvað öðruvísi þarna í Bandaríkjunum en hér í Evrópu? Þetta Credit Score?
Eða það er lögð mikil áhersla á þetta Credit Score.


Það er þetta lánshæfiseinkunn creditinfo ...sem er ástæða þess a ég er bara með plúskort að því að ég eekki með lánshæfismat því það er ein færsla á vanskilaskrá hjá mér víst . það er alltaf athugað þetta creditscore hér líka reiknar líkurnar á að þú lendir í vanskilum fáránlegt samt ég var með Lánshæfismat A t.d en samt lenti ég í vanskilum vegna ég varð að borga hærri og hærrri leigu en launin bbara svipuðSkjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1119
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 76
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf Minuz1 » Þri 25. Sep 2018 18:01

zetor skrifaði:
Minuz1 skrifaði:Besti Google fyrirlestur ég hef horft á...en hérna er linkur á viðeigandi umræðuefni.
https://youtu.be/vsMydMDi3rI?t=43m15s


Er þetta Kerdikorta kerfi ekki eitthvað öðruvísi þarna í Bandaríkjunum en hér í Evrópu? Þetta Credit Score?
Eða það er lögð mikil áhersla á þetta Credit Score.


Veit ekki með credit score...en allt með öryggið er 100% rétt


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


kjarnorkudori
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 09. Nóv 2006 22:14
Reputation: 14
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Debet eða Kredit kort

Pósturaf kjarnorkudori » Þri 25. Sep 2018 20:45

Sallarólegur skrifaði:Ég er hjá Landsbankanum og kannast alls ekki við að sjá ekki stöðuna á kreditkortum, hún virkar bara fínt.

Ef það er vandamál hjá Arion þá dytti mér ekki í hug að versla við þau, er þetta virkilega satt?


Já, það líða oft nokkrir dagar þar til ég sé færslurnar á kortayfirlitinu mínu.