Síða 1 af 1

Netflix alltaf í lélegum gæðum

Sent: Fös 10. Ágú 2018 22:56
af appel
Ég held að maður sé alltaf að fá einhver SD gæði. Var að horfa á house of cards og gæðin voru bara svo léleg að ég gat ekki horft á þetta.

Tók screenshot af texta sem birtist og hann er verulega blurraður. Það er engin skerpa í vídjóinu.

Er á gig fiber og hef prófað að spila bæði í native windows 10 desktop appinu og í gegnum chrome, sama útkoma.

netflix.png
netflix.png (85.89 KiB) Skoðað 2642 sinnum

Re: Netflix alltaf í lélegum gæðum

Sent: Fös 10. Ágú 2018 23:08
af hreinnbeck

Re: Netflix alltaf í lélegum gæðum

Sent: Fös 10. Ágú 2018 23:14
af appel
hreinnbeck skrifaði:https://www.netflix.com/HdToggle

Sýnist þetta líta betur út!

Var á auto stillingu, en fékk ekki HD. Setti á BEST og ekkert mál að streyma. Skil ekki þessa auto stillingu, algjört drasl greinilega.

Re: Netflix alltaf í lélegum gæðum

Sent: Fös 10. Ágú 2018 23:32
af appel
Skrýtið, virðist einsog gæðin hafi droppað aftur. Bahh. gefst upp á þessu.

Re: Netflix alltaf í lélegum gæðum

Sent: Fös 10. Ágú 2018 23:33
af hreinnbeck
Ég hinsvegar bölvaði NF fram og aftur - þar til ég áttaði mig á að ég hafði stillt á low í einhverju ferðalaginu. Af einhverju ástæðum virðist þetta toggle vera horfið úr öllum öppunum og úr Roku hjá mér - virðist bara virka á vefnum en eiga við alla notkun.

Re: Netflix alltaf í lélegum gæðum

Sent: Lau 11. Ágú 2018 02:11
af Manager1
Ctrl+Alt+Shift+S og þú færð upp menu þar sem þú getur stillt quality manually. Þetta virkaði a.m.k. síðast þegar ég var áskrifandi að Netflix, fyrir ca. 3-4 mánuðum síðan.

Re: Netflix alltaf í lélegum gæðum

Sent: Sun 12. Ágú 2018 00:14
af upg8
Er nettenging örugglega stöðug? Of mörg tæki tengd? Kippa örbylgjuofninum úr sambandi...

Re: Netflix alltaf í lélegum gæðum

Sent: Sun 12. Ágú 2018 16:18
af Farcry
https://fast.com Hraðapróf frá netflix

https://help.netflix.com/en/node/306 Hérna sérðu hvaða hraða þú þarft að ná til að fá full gæði

Re: Netflix alltaf í lélegum gæðum

Sent: Sun 12. Ágú 2018 19:09
af appel
Sennilega er netflix bara að throttla frá sér frekar en að línan mín beri ekki þetta. Eða þetta er svona viðbjóðslega mikið þjappað hjá þeim.

Ég er að fá alveg 800+ mbit á sek á þessu hraðaprófi, ætti að geta streymt í UHD auðveldlega.

Re: Netflix alltaf í lélegum gæðum

Sent: Sun 12. Ágú 2018 19:37
af Dúlli
Erum að nota á 4 tækjum af einum aðgangi, efnið er alltaf í 1080p ef ekki hærri ef þegar myndiefnið bíður upp á.

hef lent í því að þegar efnið er að buffera þá byrja þeir á lægri gæðum en svo hækka þau, svipað og á youtube.

Re: Netflix alltaf í lélegum gæðum

Sent: Sun 12. Ágú 2018 22:13
af pattzi
appel skrifaði:Sennilega er netflix bara að throttla frá sér frekar en að línan mín beri ekki þetta. Eða þetta er svona viðbjóðslega mikið þjappað hjá þeim.

Ég er að fá alveg 800+ mbit á sek á þessu hraðaprófi, ætti að geta streymt í UHD auðveldlega.


Ég einmitt næ alveg mjög góðum gæðum á netflix og á þessu prófi fæ ég samt bara 36 mbit á sek

Re: Netflix alltaf í lélegum gæðum

Sent: Sun 12. Ágú 2018 23:46
af bigggan
Ctrl+alt+shift+D þá sér þú hvaða gæði þú ert að streyma í tölvunni þinni. Mundu líka að aðeins edge og windows 10 appið styður hæsta gæðum, fá tæki fæ leyfi að streyma þessu í hærri gæði.

Edit þegar þú nefnir UHD þá þarft þu kanski þetta app til að þetta virki alminlega:

https://www.microsoft.com/en-us/p/hevc- ... 4wgh0z6vhq

Re: Netflix alltaf í lélegum gæðum

Sent: Mán 13. Ágú 2018 18:38
af russi
Hvernig ertu að horfa á Netflix? Browser, android boxi, android TV, appletv?

Veit að það er nokkuð um það Android Box hafi ekki leyfi hjá Netflix til að fara alla leið í gæðum. Veit ekki almennilega afhverju það er, en það tengist eitthvað leyfum hjá Netflix og það að Netflix þarf að viðurkenna viðkomandi tæki. Var mjög áberandi t.d. á mörgum Beelink boxum þegar þau voru að koma fyrst, veit ekki hvernig þau eru í dag samt.

Re: Netflix alltaf í lélegum gæðum

Sent: Mán 13. Ágú 2018 20:57
af appel
russi skrifaði:Hvernig ertu að horfa á Netflix? Browser, android boxi, android TV, appletv?

Veit að það er nokkuð um það Android Box hafi ekki leyfi hjá Netflix til að fara alla leið í gæðum. Veit ekki almennilega afhverju það er, en það tengist eitthvað leyfum hjá Netflix og það að Netflix þarf að viðurkenna viðkomandi tæki. Var mjög áberandi t.d. á mörgum Beelink boxum þegar þau voru að koma fyrst, veit ekki hvernig þau eru í dag samt.


desktop pc.