Síða 1 af 1

Mössun og forstabón á tilboði

Sent: Mið 25. Júl 2018 13:37
af 2ndSky
Sælir vaktarar, hafið þið reynslu af þessum tilboðum hjá Hópkaup, aha.is ofl. ?

Re: Mössun og forstabón á tilboði

Sent: Mið 25. Júl 2018 16:46
af machinefart
Ég hef vonda reynslu af öllu svona sem ég hef keypt á hopkaup. Fékk bílinn ekkert spes úr alþrifum frá kringlubóni. Keypti svo strigaprentun sem var hörmuleg og eitthvað fleira þetta var allt borderline scam quality.

Man ekki hvort það var eitthvað af þessu sem þú nefnir en ég sá auglýsingu núna um daginn sem auglýsti handmössun eins og það væri eitthvað merkilegra. Eins og ég skil þetta þá er það nú bara þannig að ef þú borgar einhverjum fyrir að handmassa bílinn þinn ertu bara að borga honum fyrir að sóa tíma. Þannig ég myndi allavega ekki kaupa þau þrifin!

Svo eru aðilar eins og massabón basically með betri verð en þessi tilboð sem ég hef séð. Og ég myndi veðja á þau vinnubrögð mv móttökur hérna á vaktinni.

Re: Mössun og forstabón á tilboði

Sent: Mið 25. Júl 2018 21:51
af Klemmi
Ég gerði tvisvar þau mistök að fara með bílinn í bón hjá bónstöðinni í Firðinum Hafnarfirði.

Annað skiptið var eitthvað Eurovision tilboð, alþrif m. bóni á 5000kall, og hitt var "Forsetabón, handmössun og alþrif saman í pakka hjá Bónstöðinni í Hafnarfirði frá aðeins 13.900 kr" hjá Hópkaup.is

Bæði skiptin kom bíllinn bara frekar shabby til baka, leit engan veginn út fyrir að hann hefði verið bónaður, hvað þá massaður. Gluggar illa þvegnir líka, svona móðuför þar sem maður sá alveg hvaða bletti þeir höfðu rent tuskunni yfir, og það var verra heldur en þeir blettir sem höfðu sloppið.