FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland

Allt utan efnis
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland

Pósturaf DJOli » Lau 02. Jún 2018 06:59

Ég sé ekkert að því ef aðili A og aðili B sæki báðir um dreifingarleyfi á "Stöð x". Einn frá kannski Danmörku, en hinn frá Bretlandi. (danskar auglýsingar + danskur hardsub texti vs enskar auglýsingar, og enskur texti í boði)
Aðilar A og B ættu að geta farið í fulla samkeppni hérlendis án nokkurra vandræða. Engin ein stöð á að geta sótt um einkaleyfi á sýningarrétti efnis frá stöð x.

Bætt við:
Svona fokking kjaftæði, takmarkanir á úrvali og fleira, eru meðal annars ástæðurnar fyrir því að ég torrenta enn, og nýti mér ef einn af kunningjum á erlendum torrentsíðum henda upp streymi af bardögum sem eru region-locked PPV, eða "Aðeins í boði á Stöð 2" vegna þess að ég neita að borga eitthvað snarruglað gjald til að horfa á einn bardaga, og ég nenni ekki að standa í því veseni að versla mér vpn til að hafa aðgang að efni sem ég ætti að hafa aðgang að.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2371
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 147
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland

Pósturaf littli-Jake » Lau 02. Jún 2018 13:42

pepsico skrifaði:Í grunninn ertu að mæla með því að sumir rétthafar fáil að veita svæðisbundin--og jafnvel staðarbundin--leyfi til að stunda viðskipti, en mæla gegn því að aðrir rétthafar fái að gera nákvæmlega það sama. Það er ekki sannfærandi málsflutningur.


Hvenær sagði ég það? Mér finnst eðlilegt að deildir eða fífa ráði hvaða stöðvar fái að senda út en svo vil ég velja hvaða stöð ég kaupi. Ef þú ert að vitna í McDonalds útibú dæmið er eðlilegt að McDonalds leifi ekki hverjum sem er að opna útibú þar sem það eru kröfur um "gæði" (fíla ekki McDonalds)
Fífa gerir það líka. Fær ekkert hvaða stöð sem er að sýna. Þarft að uppfylla kröfur.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland

Pósturaf pepsico » Lau 02. Jún 2018 14:36

Í innleggjunum þínum í þessum þráð hefur þú gert afstöðu þína mjög skýra að þú vilt ekki að rétthafar fái að ákveða hvernig þeir dreifa efni sínu. Það fær ekki bara hver sem er að opna McDonalds stað hvar sem þeim hentar svo lengi sem þeir uppfylli kröfur um gæði. Sama hvernig þú reynir að móta þessa viðlíkingu þá gerir hún ekki neitt fyrir þinn málstað, þvert á móti sýnir hún mjög vel að það gengur og gerist að rétthafar fái að haga sínum málum eins og þeir vilja innan laga- og regluverka.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2371
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 147
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland

Pósturaf littli-Jake » Sun 03. Jún 2018 03:27

pepsico skrifaði:Í innleggjunum þínum í þessum þráð hefur þú gert afstöðu þína mjög skýra að þú vilt ekki að rétthafar fái að ákveða hvernig þeir dreifa efni sínu. Það fær ekki bara hver sem er að opna McDonalds stað hvar sem þeim hentar svo lengi sem þeir uppfylli kröfur um gæði. Sama hvernig þú reynir að móta þessa viðlíkingu þá gerir hún ekki neitt fyrir þinn málstað, þvert á móti sýnir hún mjög vel að það gengur og gerist að rétthafar fái að haga sínum málum eins og þeir vilja innan laga- og regluverka.


Þú getur svosem lesið eitthvað sem þér hentar út úr því sem ég skrifaði en ég veit alveg hvað mér finnst.
Mér finnst að first hand rétthafar ættu að dreifa úr leifum og svo er það neitenda að velja sinn þjónustu aðila. Ef þú ósammála því verður þú bara að eiga það við þig.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1037
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland

Pósturaf braudrist » Sun 03. Jún 2018 04:43

Þeir sem eru með Stöð 2, eru ekki líka stundum auglýsingar á milli vinsælla þátta / kvikmynda? Það finnst mér vera fáránlegt, að borga morðfjár á mánuði og svo þarftu að horfa á auglýsingar líka.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2352
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 272
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland

Pósturaf jonfr1900 » Mán 04. Jún 2018 00:04

DJOli skrifaði:Ég sé ekkert að því ef aðili A og aðili B sæki báðir um dreifingarleyfi á "Stöð x". Einn frá kannski Danmörku, en hinn frá Bretlandi. (danskar auglýsingar + danskur hardsub texti vs enskar auglýsingar, og enskur texti í boði)
Aðilar A og B ættu að geta farið í fulla samkeppni hérlendis án nokkurra vandræða. Engin ein stöð á að geta sótt um einkaleyfi á sýningarrétti efnis frá stöð x.

Bætt við:
Svona fokking kjaftæði, takmarkanir á úrvali og fleira, eru meðal annars ástæðurnar fyrir því að ég torrenta enn, og nýti mér ef einn af kunningjum á erlendum torrentsíðum henda upp streymi af bardögum sem eru region-locked PPV, eða "Aðeins í boði á Stöð 2" vegna þess að ég neita að borga eitthvað snarruglað gjald til að horfa á einn bardaga, og ég nenni ekki að standa í því veseni að versla mér vpn til að hafa aðgang að efni sem ég ætti að hafa aðgang að.


Þannig ætti að það að vera. Þeir sem kaupa erlendar stöðvar af Símanum eða Vodafone skulu reikna með því að þessir aðilar loki á útsendingar leikja frá HM þegar þeir eru sýndir á erlendum stöðvum (ég veit ekki hvernig þeim réttindamálum er háttað hjá erlendu stöðvunum). Síðast þegar þetta mót var þá var stöðugt verið að loka á ARD, ZDF, DR or NRK stöðvunum (og fleirum held ég). Þeir notuðu réttindamál sem afsökun sem er tómt kjaftæði vegna þess að í Danmörku var ekkert lokað á þessar stöðvar þó svo að innlendur aðili væri réttinn á útsendingu innan Danmörku.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: FRÍSK fékk lögbann á IPTV Iceland

Pósturaf DJOli » Mán 04. Jún 2018 01:12

braudrist skrifaði:Þeir sem eru með Stöð 2, eru ekki líka stundum auglýsingar á milli vinsælla þátta / kvikmynda? Það finnst mér vera fáránlegt, að borga morðfjár á mánuði og svo þarftu að horfa á auglýsingar líka.


Reyndar er það algjörlega rökrétt ef maður er að reka sjónvarpsstöð að hafa auglýsingar á milli vegna þess að uþb 95% þátta eru hannaðir til þess.
30mín þættir eru 22 mínútur að lengd, og 60mín þættir eru yfirleitt 44mín að lengd.

Hinsvegar þá er þetta búið að vera að breytast vegna þátta frá efnisveitum eins og Netflix, sem framleiða og gefa þættina (amk út á netflix) án neinna möguleika fyrir mörg/löng auglýsingahlé. En þar vitna ég í þætti eins og Peaky Blinders, sem eru 56-59mín að lengd.

Ég er algjörlega á móti því að vera tilneyddur til að gleypa einhverjar helvítis djöfulsins auglýsingar bara vegna þess að sjónvarpsstöðinni/efnisveitunni langar til að græða meira. Frekar væri ég til í 3x22=66 mínútur, á móti 3x30=90 mínútna glápi með auglýsingum.
Ég veit ekki með ykkur, en ég nota auglýsingaútrýmara (adblockers) óspart. Bæði almennt á vefnum, sem og "Adblocker for Youtube" í vafranum hjá mér, og það að ég sé kannski að rýmka tekjurnar hjá einhverjum efnishönnuðum (content creators) böggar mig bara alls ekki neitt. Það að YouTube sé að fara í vaskinn er stjórn YouTube að kenna.

p.s. Mér finnst eiginlega skömm af því að þurfa að sækja þættina Mindfield frá Vsauce ólöglega, bara vegna þess að Youtube Red er ólöglegt/óaðgengilegt hér á litla skítaskerinu okkar.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|