GDPR - MENTOR - Í ljósi nýs regluverks um persónuvernd

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

GDPR - MENTOR - Í ljósi nýs regluverks um persónuvernd

Pósturaf rapport » Fös 25. Maí 2018 11:08

http://www.ruv.is/frett/brutu-personuve ... m-i-mentor

Mér hefur lengi fundist Mentor vera kerfi sem er misnotað.

Það er í grunninn kerfi fyrir skráningu á námsframvindu og skipulag náms.

Viðbætur í kerfinu hafa svo verið t.d. skólasókn nemenda og er þá orðin skráning á veikindum = heilbrigðisupplýsingar.

Allt gríðarlega persónulegar upplýsingar.

Nú eru starfandi í skólum hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og jafnvel iðjuþjálfar sem ber að halda utanum sínar skráningar í sjúkraskrárkerfi.

Ég veit ekki hvort eitthvað af þessu er skráð í Mentor.


Þetta er dæmi um kerfi sem ég treysti ekki og þá ekki Námsfús heldur (Mentor er ekki eina kerfið sem skólarnir nota).


Ég veit bara að skóalr vinna náið með börnum í vanda og að þetta er "meðferðarsamband" og meðferðarsamband er lítils virði ef það er ekki traust og öryggi í meðferð gagna og upplýsinga.

Rétt eins og það er fylgst með og skráð hverjir opna sjúkraskrár einstaklinga þá finnst mér að það eigi að vera sambærilegt eftirlit með þessum upplýsingum, fólk á ekki að geta verið að hnýsast um börn nágranna og vina án þess að eftir því sé tekið.

Hvaða öryggsikröfur finnst ykkur ásættanlegar fyrir svona kerfi?