Síða 1 af 2

Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Mið 23. Maí 2018 21:32
af g0tlife
Sælir veriði

Ég er að velta einu fyrir mér og finn ekkert um þetta i reglum. Ég bý í fjölbýli eða erum tvær íbúðir á annari hæð og tvær íbúðir á þriðju hæð. Svo eru fjörir bílskúrar á fyrstu hæð. Það er opinn stiga gangur á milli að hverri hurð.

Núna þarf ég að skipta um bílskúrshurð því það var keyrt á hana fyrir slysni. Þær eru allar hvítar en ég get fengið alveg eins nema með glugga i einum fleka.

Þarf ég leyfi frá hinum þremur íbúðunum upp á að fá glugga í bílskúrshurðina eða ræð ég alveg sjálfur hvort ég set glugga, hurð eða hvað annað svo lengi sem hún er hvít ?

Þakka lesturinn

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Mið 23. Maí 2018 23:07
af Raskolnikov
Er ekki sérfræðingur á þessu sviði, en hef verið formaður húsfélags. Þetta veltur á túlkun á lögum um fjöleignarhús. Mér sýnist fljótt á litið að samkvæmt þessum úrskurði sé bílskurðshurð hurð sem skilur séreign frá sameign í skilningi 6. tölul. 5. gr. laganna og að húsfélag hafi ákvörðunarvald um gerð og útlit. Til að vera alveg öruggur þá myndi ég persónulega athuga hvort að a.m.k 2/3 hluti af öllum íbúðareigendum í húsinu muni samþykkja þetta. Ef svo er þá myndi ég fá formann húsfélagsins til að boða húsfund og fá þetta samþykkt þar. Þetta færi þá í atkvæðagreiðslu samkvæmt 2. mgr. 30. gr. laganna, 2/3 þyrftu að samþykkja sbr. 3. tölul. B-liðar 41. gr. laganna. (Allavega helmingur eigendanna þarf að mæta á fundinn og 2/3 þeirra sem mæta þurfa að samþykkja, sbr. B-lið 42. gr. laganna). Ef þetta er eina hurðin sem er í boði og þú þarft nauðsynlega að gera við hurðina þá ertu í sterkri stöðu til að gera við hurðina upp á eigin spýtur og ólíklegt að fólk geti kvartað eftir á. En alltaf öruggara að tala við húsfélagið ef þú heldur að þú fáir góðar móttökur þar til að tryggja þig gegn kvarti frá kverúlöntum eftir framkvæmdir.

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Mið 23. Maí 2018 23:49
af g0tlife
Raskolnikov skrifaði:Er ekki sérfræðingur á þessu sviði, en hef verið formaður húsfélags. Þetta veltur á túlkun á lögum um fjöleignarhús. Mér sýnist fljótt á litið að samkvæmt þessum úrskurði sé bílskurðshurð hurð sem skilur séreign frá sameign í skilningi 6. tölul. 5. gr. laganna og að húsfélag hafi ákvörðunarvald um gerð og útlit. Til að vera alveg öruggur þá myndi ég persónulega athuga hvort að a.m.k 2/3 hluti af öllum íbúðareigendum í húsinu muni samþykkja þetta. Ef svo er þá myndi ég fá formann húsfélagsins til að boða húsfund og fá þetta samþykkt þar. Þetta færi þá í atkvæðagreiðslu samkvæmt 2. mgr. 30. gr. laganna, 2/3 þyrftu að samþykkja sbr. 3. tölul. B-liðar 41. gr. laganna. (Allavega helmingur eigendanna þarf að mæta á fundinn og 2/3 þeirra sem mæta þurfa að samþykkja, sbr. B-lið 42. gr. laganna). Ef þetta er eina hurðin sem er í boði og þú þarft nauðsynlega að gera við hurðina þá ertu í sterkri stöðu til að gera við hurðina upp á eigin spýtur og ólíklegt að fólk geti kvartað eftir á. En alltaf öruggara að tala við húsfélagið ef þú heldur að þú fáir góðar móttökur þar til að tryggja þig gegn kvarti frá kverúlöntum eftir framkvæmdir.



Takk fyrir að svara og ástæðan afhverju ég spyr er sú að formaðurinn sagði að þetta væri okey en gat ekki verið 100% þratt fyrir að lesa og ég. Finnst þetta ekki tekið nógu vel framm

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fim 24. Maí 2018 02:05
af rapport
Hönnuður/arkitekt gæti líka skapað vesen... en kannski ólíklegt.

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fim 24. Maí 2018 14:32
af Gemini
Svo stupid að arkitekt geti veirð með puttana í hvernig hurð fólk er með 20-30 árum eftir að húsið var byggt...

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fim 24. Maí 2018 15:31
af Hizzman
Gemini skrifaði:Svo stupid að arkitekt geti veirð með puttana í hvernig hurð fólk er með 20-30 árum eftir að húsið var byggt...


skelfileg stétt....

Mynd

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fim 24. Maí 2018 15:46
af Viktor
Hizzman skrifaði:
Gemini skrifaði:Svo stupid að arkitekt geti veirð með puttana í hvernig hurð fólk er með 20-30 árum eftir að húsið var byggt...


skelfileg stétt....

[img]hús%20rifið[/img]


Vá hvað ég er ánægður með þetta! :D

Fáránleg lög, að fólk megi ekki breyta húsunum sínum útaf svona rugli.

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fim 24. Maí 2018 15:53
af Gemini
WTF geta erfingjar arkitekts líka ráðið þessu.... hver gerði þessi lög.... arkitektinn fékk líklega greitt fyrir vinnuna á sínum tíma...

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fim 24. Maí 2018 16:05
af Klemmi
Til að fá þetta á hreint myndi ég halda að væri einfaldast að heyra í byggingarfulltrúanum í þínu sveitarfélagi.
Hann ætti að vera með þetta á hreinu :)

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fim 24. Maí 2018 16:13
af Gunnar
note to self. fá það skriflegt að þegar ég er buinn að borga arkitektinum að ég meigi gera hvað sem ég vill við húsið án þess að hann megi segja eitthvað um það.

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fim 24. Maí 2018 17:46
af urban
Gunnar skrifaði:note to self. fá það skriflegt að þegar ég er buinn að borga arkitektinum að ég meigi gera hvað sem ég vill við húsið án þess að hann megi segja eitthvað um það.


Þetta er eitthvað sem að þú þarft að taka fram áður en þú lætur arkitektinn teikna húsið.

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fim 24. Maí 2018 19:21
af appel
Fáránlegt að arkitektar séu eitthvað svona lögverndaðir fyrir breytingum á "verkum" sínum síðar.
Þetta gengur svo langt að ekki má mála hálfrar aldar gömul hús í öðrum lit en sem löngu dauður arkitekt ákvað fyrir hálfri öld síðan... INNANDYRA! Svo ertu með einhverja bévítans erfingjaidjóta að skipta sér af fólki í sinni eign.
Það geta líka verið aðrar ástæður fyrir breytingum heldur en fagurfræðilega eðlis. T.d. þarf að breyta hönnun húss til að lagfæra hönnunargalla, t.d. einsog með húsþak sem er illa hannað.

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fim 24. Maí 2018 19:23
af Gunnar
urban skrifaði:
Gunnar skrifaði:note to self. fá það skriflegt að þegar ég er buinn að borga arkitektinum að ég meigi gera hvað sem ég vill við húsið án þess að hann megi segja eitthvað um það.


Þetta er eitthvað sem að þú þarft að taka fram áður en þú lætur arkitektinn teikna húsið.

ja ofc ég meinti það. fá það skriflegt áður en ég fæ hann i verkið. #-o

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fim 24. Maí 2018 21:39
af roadwarrior
Var í svipuðum málum og þú. Er í 6 íbúða húsi og öllum íbúðum fylgir bílskúr. Húsið er byggt ca 197x og er gamaldags flekahurð á bílskúrunum þar sem hurðinn er einn fleki sem fer upp í heilu lagi. Þegar ég tók bílskúrinn í gegn, nýjar innréttingar, málaði, ný ljós, loftklæðning og fl þá ákvað ég að fá mér nýja hurð. Fór og talaði við alla hina eigendurnar að húsinu og fékk leyfi hjá þeim til að setja upp nýja hurð sem margir flekar eru í svona eins og algengast er í dag. Útbjó blað þar sem eg tók fram að ég ætlaði að skifta um hurð, og setti helstu upplýsingar um nýju hurðina í blaðið. Fékk svo undirskrift frá öllum öðrum eigendum á þetta blað. Hurðinn er töluvert öðruvísi en hinar hurðirnar en ég passaði mig á að fá nýju hurðina samt í sama lit og var fyrir þannig að það yrði allveg eins litur á hurðunum þannig að þetta yrði nú "fjarska fallegt :)"
Spjallaðu fyrst við alla í húsinu og ef ekkert kemur uppá fáðu þá alla til að skrifa uppá. Meðan ekki er breytt eitthvað stórkostlega útlitslega séð þá á ekki að þurfa frekari leyfi. Ef á aftur á móti að stækka hurðaropið eða td setja fastan vegg í staðinn fyrir hurðina þá þarf að fá leyfi frá byggingarfulltrúa.

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fim 24. Maí 2018 22:28
af Hizzman
Gunnar skrifaði:
urban skrifaði:
Gunnar skrifaði:note to self. fá það skriflegt að þegar ég er buinn að borga arkitektinum að ég meigi gera hvað sem ég vill við húsið án þess að hann megi segja eitthvað um það.


Þetta er eitthvað sem að þú þarft að taka fram áður en þú lætur arkitektinn teikna húsið.

ja ofc ég meinti það. fá það skriflegt áður en ég fæ hann i verkið. #-o


Ætli það gæti flokkast sem leyndur galli, að fá frekan/ósvífinn arkitekt á bakið eftir að hafa keypt gamalt hús í góðri trú um mögulegar endurbætur?

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fim 24. Maí 2018 23:04
af urban
Hizzman skrifaði:
Gunnar skrifaði:
urban skrifaði:
Gunnar skrifaði:note to self. fá það skriflegt að þegar ég er buinn að borga arkitektinum að ég meigi gera hvað sem ég vill við húsið án þess að hann megi segja eitthvað um það.


Þetta er eitthvað sem að þú þarft að taka fram áður en þú lætur arkitektinn teikna húsið.

ja ofc ég meinti það. fá það skriflegt áður en ég fæ hann i verkið. #-o


Ætli það gæti flokkast sem leyndur galli, að fá frekan/ósvífinn arkitekt á bakið eftir að hafa keypt gamalt hús í góri trú um mögulegar endurbætur?


Myndi þetta ekki flokkast undir skoðunarskyldu kaupanda ?

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fös 25. Maí 2018 10:42
af g0tlife
Klemmi skrifaði:Til að fá þetta á hreint myndi ég halda að væri einfaldast að heyra í byggingarfulltrúanum í þínu sveitarfélagi.
Hann ætti að vera með þetta á hreinu :)



Hringdi og fékk það staðfest að til þess að skipta einum fleka út og fá glugga t.d. þarf samþykki ALLA en ekki meiri hluta. Sem þýðir að 100 íbúða blokk getur haft einn mann sem heldur henni í gíslingu með svona lagað.

Sem gerir það að verkum að við erum 3 vs 1 sem viljum gefa leyfi fyrir að hafa einn fleka með glugga en munum ekki ná því í gegn.

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fös 25. Maí 2018 11:25
af beatmaster
Er ekki hægt að panta hurðina einum fleka hærri en þarf og sleppa gluggapanelnum?

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fös 25. Maí 2018 14:26
af Raskolnikov
g0tlife skrifaði:
Klemmi skrifaði:Til að fá þetta á hreint myndi ég halda að væri einfaldast að heyra í byggingarfulltrúanum í þínu sveitarfélagi.
Hann ætti að vera með þetta á hreinu :)



Hringdi og fékk það staðfest að til þess að skipta einum fleka út og fá glugga t.d. þarf samþykki ALLA en ekki meiri hluta. Sem þýðir að 100 íbúða blokk getur haft einn mann sem heldur henni í gíslingu með svona lagað.

Sem gerir það að verkum að við erum 3 vs 1 sem viljum gefa leyfi fyrir að hafa einn fleka með glugga en munum ekki ná því í gegn.


Í hvern hringdiru? Ef þú ert að tala um byggingafulltrúa þá hafa þeir ekkert vit á þessu. Þú þarft ekki samþykki allra nema um sé að ræða verulega breytingu á sameign eða útliti hússins, sbr. 1. mgr. 30. gr. laga um fjöleignarhús. Ef breytingin getur ekki talist veruleg þá nægir 2/3 hluti, sbr. 2. mgr. sömu greinar og ef hún er smávægileg þá nægir einfaldur meirihluti. Eins og þú lýsir þessu þá er þetta tæpast veruleg breyting. Sjá aftur:
https://www.urskurdir.is/felagsmala/kae ... la/nr/1650

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Sun 27. Maí 2018 12:41
af g0tlife
beatmaster skrifaði:Er ekki hægt að panta hurðina einum fleka hærri en þarf og sleppa gluggapanelnum?


Vill fá glugga nó af hurðum til

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Sun 27. Maí 2018 12:43
af g0tlife
Raskolnikov skrifaði:
g0tlife skrifaði:
Klemmi skrifaði:Til að fá þetta á hreint myndi ég halda að væri einfaldast að heyra í byggingarfulltrúanum í þínu sveitarfélagi.
Hann ætti að vera með þetta á hreinu :)



Hringdi og fékk það staðfest að til þess að skipta einum fleka út og fá glugga t.d. þarf samþykki ALLA en ekki meiri hluta. Sem þýðir að 100 íbúða blokk getur haft einn mann sem heldur henni í gíslingu með svona lagað.

Sem gerir það að verkum að við erum 3 vs 1 sem viljum gefa leyfi fyrir að hafa einn fleka með glugga en munum ekki ná því í gegn.


Í hvern hringdiru? Ef þú ert að tala um byggingafulltrúa þá hafa þeir ekkert vit á þessu. Þú þarft ekki samþykki allra nema um sé að ræða verulega breytingu á sameign eða útliti hússins, sbr. 1. mgr. 30. gr. laga um fjöleignarhús. Ef breytingin getur ekki talist veruleg þá nægir 2/3 hluti, sbr. 2. mgr. sömu greinar og ef hún er smávægileg þá nægir einfaldur meirihluti. Eins og þú lýsir þessu þá er þetta tæpast veruleg breyting. Sjá aftur:
https://www.urskurdir.is/felagsmala/kae ... la/nr/1650




Hringdi í þann sem er yfir þessu í bænum en hvert fer maður til þess að fá þetta metið hvort þetta þurfi alla eða meirihluta ? Hjá bænum sagði ''að ef ég stend og horfi á húsið og einn bílskúr er með 2 - 3 gluggum í flekanum þá er það útlitsbreyting og þarfnast samþykki allra''

Ég sagði meiri segja þá dugar ekki meiri hluti og fékk svarið ''Ég sagði allir, það er ekki meirihluti heldur allir'' Hress kona í hafnarfirði greinilega

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Mið 20. Nóv 2019 20:00
af Gemini
Eru þau ekki bara svona hrædd við að fólk sé að búa til ósamþykktar íbúðir í bílskúrum að þau hræða alla frá þessu.
Einhver kona sem svarar fyrir bæinn mun túlka allt á sem þrengstann veg til að verja rassinn á sjálfri sér.

Annars þekki ég ekki lögin um þetta en myndi mæla með að þú ráðfærir þig við einhvern annan en bæinn sjálfann ef þú telur að þú getir ekki fengið 100% samþykki og ert harður á því að vilja glugga. Það sem þú lýstir hljómar nú ekki eins og veruleg breyting.

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Mið 20. Nóv 2019 20:20
af einarhr
Gemini skrifaði:Eru þau ekki bara svona hrædd við að fólk sé að búa til ósamþykktar íbúðir í bílskúrum að þau hræða alla frá þessu.
Einhver kona sem svarar fyrir bæinn mun túlka allt á sem þrengstann veg til að verja rassinn á sjálfri sér.

Annars þekki ég ekki lögin um þetta en myndi mæla með að þú ráðfærir þig við einhvern annan en bæinn sjálfann ef þú telur að þú getir ekki fengið 100% samþykki og ert harður á því að vilja glugga. Það sem þú lýstir hljómar nú ekki eins og veruleg breyting.


Þetta er póstur síðan í maí 2018 kútur ;)
Kvitt, læk og deilt :guy

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Mið 20. Nóv 2019 20:23
af Gemini
Haha, úpps, skil ekki alveg hvernig ég endaði hérna þá :)
Kannski fáum við update þá hvernig hurð hann fékk sér :P

Re: Reglur um útlit bílskúrshurða

Sent: Fim 21. Nóv 2019 08:57
af g0tlife
Gemini skrifaði:Haha, úpps, skil ekki alveg hvernig ég endaði hérna þá :)
Kannski fáum við update þá hvernig hurð hann fékk sér :P


Ég skipti um hurð og tók aðra hvíta með engum gluggum. Fékk það staðfest frá bænum að fleki í hurðinni með gluggum er útlitsbreyting sem þarf samþykki allra í húsinu. Eins ef ég vildi breyta um lit á hurðinni.

Það sem mér fannst fyndið er að hurðin þarf bara að vera hvít s.s. útlitið á bílskúrshurðinni skiptir engu máli svo lengi sem allir flekar eru hvítir. Þá meina ég munstrið á hverjum hurðafleka.