Síða 1 af 1

Sérverkefni - Skattur

Sent: Fim 17. Maí 2018 01:05
af wicket
Ég var beðin að skrifa nokkrar greinar í blað hér í bæ. Ég mun senda reikning mánaðarlega fyrir X fjölda greina, ca. 15þús pr grein sem geta max verið 4 í mánuði.

Þetta geri ég bara í mínum frítíma utan minnar venjulegu vinnu.

Er ég þá verktaki og þarf að borga í lífeyrissjóð af þessum aukatekjum (lágar upphæðir notabene) eða er nóg að telja fram til skatts sem tekjur?

Er ekki einhver hér sem hefur farið í gegnum svipað í aukaverkefni eða álíka svo ég þurfi ekki að lesa lög um skattskil :)

Re: Sérverkefni - Skattur

Sent: Fim 17. Maí 2018 04:23
af Hizzman
Ef þú getur ekki gert þetta sem launþegi, er sennilega skást að setja upp einstaklingsrekstur. Þá þarftu að skrá hann hjá skattinum og vera á launagreiðandaskrá osfv, það er smá vesen að standa í þessu og einnig smá vesen að finna út nákvæmlega hvernig á að gera þetta.

Athugaðu að það er ansi lítið eftir af þessum 15þ þegar allir eru búnir að bíta í kökuna. Fyrir utan venjulegan launaskatt þarftu að greiða hlut launagreiðanda í lífeyrissjóð og tryggingagjald. - Gisk: ca 6 þúsund í vasann ...

Re: Sérverkefni - Skattur

Sent: Fim 17. Maí 2018 07:22
af Viktor
Já þetta flokkast sem tekjur. Færð svo endurskoðanda til þess að fara yfir þetta eftir árið og þú finnur kostnað á móti svo þú greiðir lægri skatt. Tölva, net, sími, akstur oþh.

Þú þarft svo að greiða tekjuskatt, tryggingagjald og í lífeyrissjóð.

Þumalputtareglan er að halda 60% af tekjunum fyrir þig en eiga 40% á læstum reikningi til að eiga fyrir þessum greiðslum.

Svo ef þú ert ekki að fá þetta greitt í reiðufé ertu í raun að fá um 10þ. fyrir greinina.

Re: Sérverkefni - Skattur

Sent: Fim 17. Maí 2018 10:29
af Hauxon
Fyrir svona litla starfssemi ættir þú að geta gefið út reikninga án vsk. og setur þetta svo bara inn á næstu skattaskýrslu. Þá þarft þá að borga tekjuskatt af vinnunni (uþb 6þ fyrir hvern 15þ sem þú rukkar). Þetta dregst svo af endurgreiðslunni (ef þú færð einhverja) eða þú færð greiðsluseðla frá skattinum. Ég myndi bara hringja í skattinn færð ágætis svör hjá þeim.

Re: Sérverkefni - Skattur

Sent: Fim 17. Maí 2018 13:15
af davidsb
Hauxon skrifaði:Fyrir svona litla starfssemi ættir þú að geta gefið út reikninga án vsk. og setur þetta svo bara inn á næstu skattaskýrslu. Þá þarft þá að borga tekjuskatt af vinnunni (uþb 6þ fyrir hvern 15þ sem þú rukkar). Þetta dregst svo af endurgreiðslunni (ef þú færð einhverja) eða þú færð greiðsluseðla frá skattinum. Ég myndi bara hringja í skattinn færð ágætis svör hjá þeim.


Tekið af https://www.rsk.is/atvinnurekstur/virdisaukaskattur/vsk-fyrir-byrjendur/

Aðilar sem eru með óverulegan rekstur, þ.e. sölu á vörum eða þjónustu undir 2.000.000 kr. án virðisaukaskatts á hverju 12 mánaða tímabili frá því rekstur hefst (fjárhæðin var 1.000.000 kr. til 1. janúar 2017), eru undanþegnir skráningarskyldu á virðisaukaskattsskrá. Velji þeir að vera ekki á skrá mega þeir ekki gefa út reikninga með virðisaukaskatti. Þeir sem tilgreina á einhvern hátt á reikningum sínum að virðisaukaskattur sé innifalinn, þrátt fyrir að vera undanþegnir, skulu skila skattinum í ríkissjóð.


Svörin sem ég fékk frá skattinum þegar ég gaf út reikning einhverntíman var að skrá þetta sem aðrar tekjur á framtali ef þetta var undir 1 milljón fyrir árið. En best er að hringja bara í skattinn og spyrja til að vera viss.