Síða 1 af 1

Fartölvu kaup, vantar hjálp.

Sent: Fim 26. Apr 2018 22:44
af Thor-1994
Sælir.
Nú er ég að hugsa um að fjárfesta í góðri fartölvu. Ég er að leitast eftir fartölvu sem getur auðveldlega klippt myndbönd (þá helst GoPro myndbönd, að minnsta kosti 1080P og í 240FPS (HEVC format)) einnig þyrfti hún að ráða auðveldlega við teikniforrit á borð við AutoCAD.

Mér skilst að best sé að leita af tölvu með Intel i-7 örgjörva og sem mestu minni. (Helst 16GB eða 8GB sem er stækkanlegt). Veit ekki alveg hversu miklu máli skjákort skiptir fyrir þessa notkun.

Vill helst ekki borga mikið meira en 200.000kr. Er einhver sem getur bent mér á góða fartölvu sem ég get fengið mér?

Re: Fartölvu kaup, vantar hjálp.

Sent: Fim 26. Apr 2018 23:50
af DJOli
Ég ætla að taka af skarið og mæla með vefsíðunni http://www.laptop.is.

Re: Fartölvu kaup, vantar hjálp.

Sent: Fös 27. Apr 2018 11:53
af frr
Miðað við budget kemur þessi til greina, (leitarvélin á laptop.is er frábær):
https://kisildalur.is/?p=2&id=3693
Stækka ssd og minni.
Annars ber að vara sig á að síðustu árin hafa komið low power I7 örgjörvar sem gefa frábæra rafhlöðuendingu, en eru ekki sérlega hraðvirkir. Þú ert væntanlega að leita frekar að afli en rafhlöðuendingu.