Sveitarstjórnarkosningar 2018

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
121310
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Þri 06. Jan 2009 11:52
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf 121310 » Fös 09. Mar 2018 22:30

Hvað málefni teljið þið að það væri áhugavert að sjá rætt um í komandi sveitarstjórnarkosningum sem ykkur þykir ólíklegt að flokkar sýni athygli?Skjámynd

ZiRiuS
Bara að hanga
Póstar: 1584
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 243
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf ZiRiuS » Fös 09. Mar 2018 23:24

Því eldri sem ég verð því meira missi ég trú á stjórnmálum á Íslandi og íslenskum stjórnmálamönnum. Þetta er allt sami skíturinn...


Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 3624
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 336
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf appel » Fös 09. Mar 2018 23:30

Er í Reykjavík.

Þetta er togstreita í hausnum á mér.

Ég veit að þétting byggðar er gott mál, endalaus útþensla gagnast engum, en hinsvegar finnst mér einsog verið sé að svíkja yngri kynslóðir af möguleikum að eignast hús og garð með ódýrum hætti, eitthvað sem eldri kynslóðir fengu nær gefins, enda er allt að hækka svo allsvakalega í verði, og ekkert lagt upp úr uppbyggingu, bara nýtingu.

Afi minn fékk lóð gefins í kópavogi kringum 1960, pabbi minn borgaði mjög lítið fyrir sína lóð. Allt eru þetta hús upp á hundrað millljónir í dag, og þrátt fyrir að vera fullvinnandi maður þá er þetta fjarlægur möguleiki, að eignast sömu eignir og faðir og afi eignuðust á mínum aldri, einir sem fyrirvinna með fjölda barna.

Jahá.


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3373
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 301
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf urban » Lau 10. Mar 2018 02:01

appel skrifaði:Er í Reykjavík.

Þetta er togstreita í hausnum á mér.

Ég veit að þétting byggðar er gott mál, endalaus útþensla gagnast engum, en hinsvegar finnst mér einsog verið sé að svíkja yngri kynslóðir af möguleikum að eignast hús og garð með ódýrum hætti, eitthvað sem eldri kynslóðir fengu nær gefins, enda er allt að hækka svo allsvakalega í verði, og ekkert lagt upp úr uppbyggingu, bara nýtingu.

Afi minn fékk lóð gefins í kópavogi kringum 1960, pabbi minn borgaði mjög lítið fyrir sína lóð. Allt eru þetta hús upp á hundrað millljónir í dag, og þrátt fyrir að vera fullvinnandi maður þá er þetta fjarlægur möguleiki, að eignast sömu eignir og faðir og afi eignuðust á mínum aldri, einir sem fyrirvinna með fjölda barna.

Jahá.


Það má reyndar ekki gleyma öðru, kynslóðir pabba þíns og afa lifðu ekki sama lífinu og fólk lifir almennt í dag.

Það sem að ég á við er að kynslóð foreldra minna gat vissulega fengið mun ódýrara húsnæði en við gerum en kynslóðir í dag eru að lifa mun dýrara lífi, það þekkist eiginlega ekki að fólk flyti inní óklárað húsnæði, það var mjög algengt að kynslóð foreldra minna flutti inní hús sem að voru rúmlega fokheld og það var allt bráðabirgða fyrstu árin.
Eldhúsinnréttingar ekki keyptar á raðgreiðslum heldur hver skápur keyptur þegar peningur var til fyrir honum og álíka
Gólfefni og ljósakrónur komu síðast af öllu oftar en ekki.

Núna þarf helst að skipta um eldhús, baðherbegi og parketí allri íbúðinni í hvert skipti sem að það er flutt í nýtt húsnæði.

En aftur á móti höfðu kynslóðirnar akkurat þetta sem að þú sagðir, fólk var ekki á skítalaunum einsog alltof algengt er í dag.
Það var hægt að halda heimili og byggja hús á vinnu eins aðila, vissulega mun meira en 100% vinnu eins aðila oftar en ekki.

Þetta er eitthvað sem að er nær vonlaust í dag fyrir sjálfsagt 75% launþega


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5670
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 455
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf rapport » Lau 10. Mar 2018 16:19

Ég mundi vilja sjá stefnumörkun í menntamálum enda leikskólar og grunnskólar í rekstri sveitafélaga. Þá mundi ég líka vilja sjá umræðu um heilsugæsluna og hvort að það eigi ekki að auka bráðaþjónustuna sem veitt er þar, a.m.k. að það sé sárastofa á öllum heilsugæslum. Mér finnst það öryggisatriði að ef barn fær gat á hausinn að það geti fengið 100% þjónustu á sinni heilsugæslu.

Ég vil sjá bann við nagladekkjum, mín trú er að þau hreinlega valdi slysum með því að spæna upp vegi og svo er bremsuvegalengdin lengri þegar það er ekki hálka.

Þá finnst mér að sveitafélög eigi að auka við ferðþjónustu fatlaðra og aldraðra með því að leyfa Uber og þess konar þjónustu ASAP.

Þá mundi vonandi fækka hauggömlum og hættulegum ökumönnum.

Þá finnst mér líka að það eigi að stefna á að hafa engin umferðarljós á Sæbraut og hugsanlega Miklubraut líka = það yrðu engin gatnamót sem þveruðu götuna, bara settar upp hringtorg/lykkjur/mislæg gatnamót þar sem þess er nauðsynlega þörf og fólk getur þá notað til að skipta um akstursátt.Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6070
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 574
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf Sallarólegur » Lau 10. Mar 2018 22:24

Ég bý í Reykjavík og ég þoli ekki að reka bíl.
Þeir sem vilja vera á bíl, so be it, en plís byrjum að gera fólki sem langar ekki að reka bíl kleift að fara aðrar leiðir.

Þá er ég að tala um til dæmis Strætó eða Uber/Lyft og að halda áfram að gera góðar hjólreiðaleiðir.
Strætó þarf að koma á 15-20 mínútna fresti, að hámarki að mínu mati.

Bíllinn minn stendur óhreyfður um það bil 22 klukkustundir á sólarhring. Það að reka bíl er eitthvað mesta peningaplokk sem ég veit.

Tryggingar: 100k
Bensín: 150k
Bifreiðagjöld: 15k
Skoðun: 10k
Smurning: 10k

Samtals: 285.000 kr. á ári í pikkfastan kostnað fyrir Toyota Yaris.
Svo á eftir að kaupa bílinn, borga viðgerðir oþh.

Strætó kostar hið opinbera aftur á móti eitthvað 15.000 kr. á ári haus. Það þarf engann stærðfræðing til að sjá hvort er skynsamari kostur.

Að mínu mati mætti stórbæta Strætó og ég hlakka til að sjá hvernig Borgarlínan kemur til með að líta út.

appel skrifaði:Er í Reykjavík.

Þetta er togstreita í hausnum á mér.

Ég veit að þétting byggðar er gott mál, endalaus útþensla gagnast engum, en hinsvegar finnst mér einsog verið sé að svíkja yngri kynslóðir af möguleikum að eignast hús og garð með ódýrum hætti, eitthvað sem eldri kynslóðir fengu nær gefins, enda er allt að hækka svo allsvakalega í verði, og ekkert lagt upp úr uppbyggingu, bara nýtingu.

Afi minn fékk lóð gefins í kópavogi kringum 1960, pabbi minn borgaði mjög lítið fyrir sína lóð. Allt eru þetta hús upp á hundrað millljónir í dag, og þrátt fyrir að vera fullvinnandi maður þá er þetta fjarlægur möguleiki, að eignast sömu eignir og faðir og afi eignuðust á mínum aldri, einir sem fyrirvinna með fjölda barna.

Jahá.


Það er ansi furðulegur samanburður, Kópavogur 1960 og Kópavogur 2018.

Hefurðu prufað að sjá hvað lóðir úti litlum bæjum á Íslandi kosta, sem eru svipaðar af stærð og Kópavogur var árið 1960?

Þá bjuggu 6.213 manns í Kópavogi. Land er takmörkuð auðlind svo þegar það þéttast í byggð þá eru verð fljót að hækka.

"Sum sveitafélög fjarri höfuðborgarsvæðinu hafa fellt niður lóðagjöld til að hvetja til
framkvæmda":
http://www.si.is/media/_eplica-uppsetni ... df#page=11

Mynd

http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibu ... ef3b9a6521


Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Skjámynd

Lexxinn
1+1=10
Póstar: 1101
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 55
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf Lexxinn » Lau 10. Mar 2018 23:33

appel skrifaði:Ég veit að þétting byggðar er gott mál, endalaus útþensla gagnast engum, en hinsvegar finnst mér einsog verið sé að svíkja yngri kynslóðir af möguleikum að eignast hús og garð með ódýrum hætti,


Hvaða svik ættu að vera í því að eignast ekki garð með ódýrum hætti? Meirihluti íslenskra fjölskyldna í einbýlishúsum hvorki sinnir né notar garðana í kringum húsin sín. Finnst hvergi annarsstaðar höfuðborg með svona dreifða byggð eins og höfuðborgarsvæðið á Íslandi. Skilar sér í lakari almenningssamgöngum, illa uppsettum og nýttum hverfum þar sem þjónusta verður ekki jafn góð.

Okkur finnst alltaf jafn gaman að bera okkur saman við hin norðurlöndin;
Íbúar á hvern ferkílómeter í viðkomandi borgum; Reykjavík - 445
Stockholm - 5051
Kaupmannahöfn - 6612
Oslo - 1397

og nokkrar aðrar borgir til viðbótar;
Berlin - 3891
London - 5590
Paris - 21290 (finnst þetta reyndar mjög há tala - hvað veit ég samt, ekki enn komið til Parísar)
Amsterdam - 3747

Reykjavík er nota bene 46% stærri (86,5km^2) heldur en Stockholm.
KristinnK
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf KristinnK » Lau 10. Mar 2018 23:40

appel skrifaði:Ég veit að þétting byggðar er gott mál, endalaus útþensla gagnast engum,


Ég get ekki verið sammála þessu sem almennri staðhæfingu. Borg sem byggir á fleirum kjörnum með atvinnustarfsemi og íbúðabyggð í kring er mun betra skipulag en einn stór kjarni. Fjarlægð milli heimilis og vinnu er styttri fyrir fleiri þannig, húsnæðisverð lægra og auðveldar fyrir fólk að eignast einbýlishús með garði eins og þú sjálfur benntir á að sé mikilvægt.

Mín skoðun er sú að skipulag höfuðborgarsvæðisins er gríðarstórt vandamál, og að núverandi meirihluti hafi ekkert gert til að bæta úr því. Flestir stærstu vinnustaðir og háskólar landsins eru allir langt úti á nesi, og þúsundir, ef ekki tugþúsundir manna keyra á sama tíma eftir aðeins þrem götum. Ég er mjög hrifinn af landinu okkar og þótt elska að búa hérna eru skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins eitt stærsta vandamálið við það. Þetta er 200 þúsund manna þýttbýlissvæði, en umferðin er eins og í útlendum borgum með jafnvel tíu sinnum fleiri íbúa.

urban skrifaði:Það sem að ég á við er að kynslóð foreldra minna gat vissulega fengið mun ódýrara húsnæði en við gerum en kynslóðir í dag eru að lifa mun dýrara lífi, það þekkist eiginlega ekki að fólk flyti inní óklárað húsnæði, það var mjög algengt að kynslóð foreldra minna flutti inní hús sem að voru rúmlega fokheld og það var allt bráðabirgða fyrstu árin.
Eldhúsinnréttingar ekki keyptar á raðgreiðslum heldur hver skápur keyptur þegar peningur var til fyrir honum og álíka
Gólfefni og ljósakrónur komu síðast af öllu oftar en ekki.


Þetta finnst mér ekki koma réttri mynd til skila. Staðreyndin er sú að innréttingar og húsgögn eru margfalt ódýrari í dag en þekktist áður fyrr. Þú getur farið í Ikea og keypt öll húsgögn sem þú þarft á heimilið fyrir sama kaupmáttarleiðréttaða skilding og þú fengir einn góðann skenk fyrir 50 árum. Það að þessir hlutir séu svona miklu ódýrari í dag á ekki að vera afsökun fyrir því að húsnæðið sjálft sé dýrt. Við eigum sem neytendur að sækja fast að því að stjórnvöld gerir allt sem í valdi þeirra stendur til að fólk hafi betra aðgang að húsnæði, og ekki bara litlar fjölbýlisíbúðir vestan Sæbrautar.

Til viðbótar við skipulagsmálin finnst mér ungbarnagæslumál vera efst á baugi. Það hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið hve seint börn komast inn á leikskóla og hve erfitt er að finna pláss hjá dagmömmu. Í gær var birt grein á RÚV með titlinum ,,Gjá sem grefur undan fjölskyldum" þar sem talað er um t.d. þá staðreynd að margir foreldrar klára fæðingarorlof sitt, hafa verið á biðlista hjá jafnvel tugum dagmæðrum, og þurfa svo að segja við vinnuveitendann sinn að þau komist ekki til vinnu því þau hafa engann til að annast barn þeirra. Þetta fólk situr svo uppi tekjulaust í jafnvel marga mánuði og missir oft vinnuna. Það felst í þessu gríðarleg óhagkvæmni fyrir samfélagið. Ef staðið væri betur að ungbarnagæslumálum myndi aukin atvinnuþátttaka meir en vega upp á móti auknum kostnaði.


Clevo P170EM | Intel i7-3720QM @ 3.6GHz | 4x4GB DDR3 @ 1600MHz | 256GB SSD + 1TB HDD | GeForce GTX 680M @ 855MHz/2300MHz


jonfr1900
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf jonfr1900 » Sun 11. Mar 2018 03:33

urban skrifaði:
appel skrifaði:Er í Reykjavík.

Þetta er togstreita í hausnum á mér.

Ég veit að þétting byggðar er gott mál, endalaus útþensla gagnast engum, en hinsvegar finnst mér einsog verið sé að svíkja yngri kynslóðir af möguleikum að eignast hús og garð með ódýrum hætti, eitthvað sem eldri kynslóðir fengu nær gefins, enda er allt að hækka svo allsvakalega í verði, og ekkert lagt upp úr uppbyggingu, bara nýtingu.

Afi minn fékk lóð gefins í kópavogi kringum 1960, pabbi minn borgaði mjög lítið fyrir sína lóð. Allt eru þetta hús upp á hundrað millljónir í dag, og þrátt fyrir að vera fullvinnandi maður þá er þetta fjarlægur möguleiki, að eignast sömu eignir og faðir og afi eignuðust á mínum aldri, einir sem fyrirvinna með fjölda barna.

Jahá.


Það má reyndar ekki gleyma öðru, kynslóðir pabba þíns og afa lifðu ekki sama lífinu og fólk lifir almennt í dag.

Það sem að ég á við er að kynslóð foreldra minna gat vissulega fengið mun ódýrara húsnæði en við gerum en kynslóðir í dag eru að lifa mun dýrara lífi, það þekkist eiginlega ekki að fólk flyti inní óklárað húsnæði, það var mjög algengt að kynslóð foreldra minna flutti inní hús sem að voru rúmlega fokheld og það var allt bráðabirgða fyrstu árin.
Eldhúsinnréttingar ekki keyptar á raðgreiðslum heldur hver skápur keyptur þegar peningur var til fyrir honum og álíka
Gólfefni og ljósakrónur komu síðast af öllu oftar en ekki.

Núna þarf helst að skipta um eldhús, baðherbegi og parketí allri íbúðinni í hvert skipti sem að það er flutt í nýtt húsnæði.

En aftur á móti höfðu kynslóðirnar akkurat þetta sem að þú sagðir, fólk var ekki á skítalaunum einsog alltof algengt er í dag.
Það var hægt að halda heimili og byggja hús á vinnu eins aðila, vissulega mun meira en 100% vinnu eins aðila oftar en ekki.

Þetta er eitthvað sem að er nær vonlaust í dag fyrir sjálfsagt 75% launþega


Reyndar er vandamálið fjármálakerfið á Íslandi. Það er vonlaust að borga af láni sem hækkar stöðugt. Sérstaklega þegar verðbólgan er fölsuð með því að telja húsnæði sem neyslu (sem það er ekki). Ef eingöngu væri notuð samræmd vísitala á Íslandi þá væri ennþá neikvæð verðbólga á Íslandi (sjá hérna). Síðasta mæling sýnir að verðbólgan (raunverðbólga, ekki þessi sem er notuð) var milli 2017 og 2018 Janúar neikvæð um -0,7%.

Ég sé fram á það að þurfa að kaupa húsnæði þegar ég er fluttur til Íslands og ódýran bíl þar sem ekki eru neinar almenningssamgöngur þar sem ég ætla að búa (ef allt gengur upp, sem ég reikna að takist á endanum). Ég reikna með að kaupa ódýrt húsnæði sem ég þarf síðan að endurnýja að innan sjálfur vegna þess að Íbúðarlánasjóður heldur ekki við þeim húsum sem hann er að selja frá sér (enginn hiti og ekkert rafmagn) en ég tel að það borgi sig sem fjárfesting ef ég skyldi síðan selja húsið seinna sjálfur.

Hvað sveitarstjórnarmál varðar. Þá hef ég ekkert um höfuðborgarsvæðið að segja. Mér finnst hinsvegar sveitastjórnir úti á landi ættu að hætta þessu væli og fara í það að reyna bjarga sínum byggðarlögum frá því að fara í eyði. Það getur reyndar enginn bjargað Árneshreppi á Ströndum þar sem það er eðlileg þróun byggðar að það svæði fari í eyði og engin pólitísk stefna getur breytt þeim örlögum. Önnur sveitarfélög hafa hinsvegar betri möguleika á að snúa við þróunni en það mundi þýða að hætta að einbeita sér að fiski eins og er gert á mörgum stöðum og snúa sér að einhverju öðru sem kemur með störf í sveitarfélögin. Því miður held ég að margur sveitarstjórnarmaðurinn hugsi ekki svo langt fram í tímann á Íslandi.

Því breytist fátt og fólki fækkar í minni bæjum á Íslandi í mörgum sveitarfélögum.Skjámynd

Skaz
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf Skaz » Sun 11. Mar 2018 22:00

Heilsugæsla og menntamál.

Hvortu tveggja eru málaflokkar sem að pólitíkusum finnst gaman að tala um og vera sammála um að það þurfi að gera eitthvað í því að "ástandið sé skelfilegt" en svo þegar menn eru komnir að þá gerist ekkert.Skjámynd

Skaz
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf Skaz » Sun 11. Mar 2018 22:07

urban skrifaði:
appel skrifaði:Er í Reykjavík.

Þetta er togstreita í hausnum á mér.

Ég veit að þétting byggðar er gott mál, endalaus útþensla gagnast engum, en hinsvegar finnst mér einsog verið sé að svíkja yngri kynslóðir af möguleikum að eignast hús og garð með ódýrum hætti, eitthvað sem eldri kynslóðir fengu nær gefins, enda er allt að hækka svo allsvakalega í verði, og ekkert lagt upp úr uppbyggingu, bara nýtingu.

Afi minn fékk lóð gefins í kópavogi kringum 1960, pabbi minn borgaði mjög lítið fyrir sína lóð. Allt eru þetta hús upp á hundrað millljónir í dag, og þrátt fyrir að vera fullvinnandi maður þá er þetta fjarlægur möguleiki, að eignast sömu eignir og faðir og afi eignuðust á mínum aldri, einir sem fyrirvinna með fjölda barna.

Jahá.


Það má reyndar ekki gleyma öðru, kynslóðir pabba þíns og afa lifðu ekki sama lífinu og fólk lifir almennt í dag.

Það sem að ég á við er að kynslóð foreldra minna gat vissulega fengið mun ódýrara húsnæði en við gerum en kynslóðir í dag eru að lifa mun dýrara lífi, það þekkist eiginlega ekki að fólk flyti inní óklárað húsnæði, það var mjög algengt að kynslóð foreldra minna flutti inní hús sem að voru rúmlega fokheld og það var allt bráðabirgða fyrstu árin.
Eldhúsinnréttingar ekki keyptar á raðgreiðslum heldur hver skápur keyptur þegar peningur var til fyrir honum og álíka
Gólfefni og ljósakrónur komu síðast af öllu oftar en ekki.

Núna þarf helst að skipta um eldhús, baðherbegi og parketí allri íbúðinni í hvert skipti sem að það er flutt í nýtt húsnæði.

En aftur á móti höfðu kynslóðirnar akkurat þetta sem að þú sagðir, fólk var ekki á skítalaunum einsog alltof algengt er í dag.
Það var hægt að halda heimili og byggja hús á vinnu eins aðila, vissulega mun meira en 100% vinnu eins aðila oftar en ekki.

Þetta er eitthvað sem að er nær vonlaust í dag fyrir sjálfsagt 75% launþega


Afi minn var árið 1960 fyrirvinna fyrir 5 barna fjölskyldu og gat keypt fokhelda 2 hæða raðhúsaíbúð í Kópavogi og innréttað hana sjálfur á frekar stuttum tíma. Allt saman vinnandi sem bílstjóri fyrir eitthvað fyrirtæki að mig minnir, og hann vann ekki helgar, það var þá sem að hann gerði allt í húsinu.

Í dag gæti enginn þetta í sama starfi, þyrftir að vinna nánast allan sólarhringinn alla daga vikunnar, sleppa svefni og innrétta þá.Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3373
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 301
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf urban » Mán 12. Mar 2018 00:02

Skaz skrifaði:Afi minn var árið 1960 fyrirvinna fyrir 5 barna fjölskyldu og gat keypt fokhelda 2 hæða raðhúsaíbúð í Kópavogi og innréttað hana sjálfur á frekar stuttum tíma. Allt saman vinnandi sem bílstjóri fyrir eitthvað fyrirtæki að mig minnir, og hann vann ekki helgar, það var þá sem að hann gerði allt í húsinu.

Í dag gæti enginn þetta í sama starfi, þyrftir að vinna nánast allan sólarhringinn alla daga vikunnar, sleppa svefni og innrétta þá.


Vissulega gætu þetta mjög fáir í dag.
En ekki gleyma heldur að bera saman hvar er verið að kaupa húsnæði og hvernig húsnði.

Það var fokhelt, það reynir það helst enginn í dag.
í kópavogi árið 1960
Það er ekki það sama og að kaupa í kópavogi í dag og afi þinn var alveg pottþétt ekki að lifa eins dýru lífi og við lifum í dag.

Hérna rétt áður en túrisminn sprakk út (segjum +arin strax eftir hrun og til ca 2012
þá var hægt að kaupa húsnæði sem að var í misgóðu ástandi á tiltölulega lítinn pening í nágrenni við höfuðborgarsvæðið (suðurnes, selfoss, akranes t.d.), núna er það reyndar nær vonlaust, þar sem að menn hafa farið út í þetta og nota íbúðirnar, semsagt þær eru aftur orðnar einhvers virði.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Manager1
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 62
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf Manager1 » Mán 12. Mar 2018 00:53

urban skrifaði:Hérna rétt áður en túrisminn sprakk út (segjum +arin strax eftir hrun og til ca 2012
þá var hægt að kaupa húsnæði sem að var í misgóðu ástandi á tiltölulega lítinn pening í nágrenni við höfuðborgarsvæðið (suðurnes, selfoss, akranes t.d.), núna er það reyndar nær vonlaust, þar sem að menn hafa farið út í þetta og nota íbúðirnar, semsagt þær eru aftur orðnar einhvers virði.

Fáránlega hátt húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu ýtti fólki lengra og lengra frá því í leit að ódýru húsnæði, þar með hækkaði húsnæðisverð á stöðum eins og Akranesi, Selfossi og í Reykjanesbæ.


Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3707
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 83
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf Pandemic » Mán 12. Mar 2018 09:26

* Borgarlínan - ég held að það sé alveg næsta logical skrefið í borgarmálum. Svo mun það sjálfkrafa gerast eins og erlendis að byggð þéttist í kringum metro/PRT/train stöðvar.
* Takmörkun á nagladekkjum - Að vera á nöglum er þvílíkur sóðaskapur og hljóðmengunin af þessu er svakaleg. Ég bý nálægt fjölfarinni götu þar sem ég finn fyrir því hvað hávaðinn og drullan hjá mér margfaldast þegar nagladekkin fara á stjá. Er ekki sjálfur á nöglum og ég sé ekki tilganginn í því fyrir borgarbúa að vera á nöglum.
* Banna eða skattleggja dísel bíla - Aukning á dísel bílum hérna á landi hefur verið alveg ótrúleg með tilkomu allra þessara bílaleigubíla og þegar rannsóknir eru að sýna hversu skaðlegur pústreikurinn er frá þeim, þá sé ég ekki hvernig við getum enn verið að leyfa þá. Svo þarf ekki að líta lengra en Volkswagen skandalinn til að sjá að bílaframleiðendur eru að svindla á mengunartölum og við erum að fá allt að 20x meira magn af eitri útí loftið en framleiðendur gefa út.
* Takmörkun á AirBnB og erlendum fjárfestingum á íbúðum - Núna er það alveg skýrt að stór hluti eftirspurnar á litlum íbúðum hefur verið drifin af AirBnB sem aukaeign og það myndi gera mikið fyrir fasteignamarkaðinn ef eitthvað af þeim myndi fara aftur út á fasteigna/leigumarkaðinn. Svo er sláandi að sjá hversu margar íbúðir eru tómar t.d niðrí bæ. Sjáum t.d eins og Skuggahverfinu þar sem allnokkrar íbúðir eru bara tómar sem hobbyíbúðir fyrir forríka erlenda fjárfesta(Ekki að það sé eitthvað að því, en tómar íbúðir sem eru notaðar 2 vikur á ári?).

Það er kannski ekki mikið af útfærsluatriðum í þessu hjá mér en þetta er það sem ég hef áhuga á.Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 337
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 92
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf Hauxon » Mán 12. Mar 2018 11:36

Þó að ég sé nú líklega hættur að fjölga mannkyninu þá verð get ég ekki annað en tekið undir með því að tíminn milli fæðingarorlofs og leikskóla er stórkostlegt vandamál, bæði fyrir foreldrana og atvinnurekendur. Þetta bitnar ofstast á konunni þ.a. hún er mun lengur frá vinnu og karlinum að hann myndar minni tengsl við barn þar sem hann byrjar að vinna fyrr til að þess að tryggja tekjur á heimilið. Ég veit ekki hver er "lausnin" nema kannski að setja meiri pening í leikskólana þ.a. börnin komist fyrr inn. Amk er ég búinn að fara í gegnum þessu krísu þrisvar og þetta er bara rugl ástand.

Varðandi húsnæði þá er ég hlynntur þéttingu byggðar í miðborginni en hef ekkert á móti því að fólk geti búið í húsi með garði. Fólk á bara að fá að velja það sem það vill og ég er mótfallinn aðgerðum sem eiga að þvinga fólk. Ef stjórnvöld vilja þétta byggðina í miðborginni þá verður bara að gera aðlaðandi að eiga heima þar. Það er bara mín skoðun.

Varðandi húsbyggingar þá er það ekki alveg rétt að allir klári allt tipp topp áður en þeir flytja inn. Ég byggði hús 2008-2009 uppi á Akranesi og keyrði á hverju kvöldi og allar helgar á milli (úr Rvk.) til að vinna í húsinu. Í dag erum við enn með bráðabirgða innihurðir, nýbúin að mála húsið að utan, ekki með pall og pott osfrv. Margir í hverfinu hjá mér fluttu fyrst í skúrinn eða álmu í húsinu. Við erum reyndar að vissu leiti tilneydd til að hafa þetta svona þar sem "hið svokallaða hrun" reyndist okkur ekki vel frekar en mörgum öðrum. Ég sé svo sem heldur enga sérstaka rómantík í því að búa í húsi með máluð gólf og allt hálfklárað. Ég hef varla geta tekið mér sumarfrí síðustu 10 ár án þess að hafa samviskubit yfir því að eyða því ekki frekar í húsið. Og eins og foreldrar okkar fara peningarnir í húsið (en t.d. ekki í skemmtiferðir til sólarlanda). Þ.a. fólk getur verið hæfilega skynsamt er það gott en því miður engin rómantík í því að láta húsið gleypa sig og fjölskylduna.

Varðandi nagladekk þá bý ég uppi á Skaga og keyri (í samfloti) daglega í vinnu í höfuðborginni. Ég keypti harðkorna dekk undir bílinn minn í haust og hálf sé eftir að hafa ekki sett hann á nagla miðað við færðina í vetur og það verður bara að segjast að ástandið sem var daglegt brauð í janúar og febrúar frá Mosó inn í bæ hefði ekki verið svona slæmt ef fólk hefði verið á dekkjum sem hægt er að nota í snjó! Fyrir þá sem keyra inn í borgina frá Selfossi, Hveragerði, Akranesi og Reykjanesbæ getur verið spurning um líf eða dauða að vera á nöglum.

Í framhaldi af þessu þá ÞARF að fækka bílum með einni mannseskju. Það er alveg glatað þegar maður er búinn að vera í 25 mínútur úr Mosó inn í Ártúnsbrekku að líta á bílana í kring og 95% er einn í bíl. Þ.a. að ég styð heilshugar allar hugmyndir sem gætu breytt þessu þ.a.m. Borgarlínu, myndi sjálfur ferðast með almenningsvögnum ef ferðirnar væru skilvirkari.

Stærsta vandamálið í skipulagsmálum er að mínu mati að ekki sé búið að sameina öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Fækka sérhagsmunapoturunum og gera skiplagsvinnu sem miðar af borginni í heild sinni. ..já og ég hef ekkert með þetta að segja enda bý ég á "landsbyggðinni" :P
B0b4F3tt
has spoken...
Póstar: 190
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf B0b4F3tt » Mán 12. Mar 2018 13:36

Hauxon skrifaði:Varðandi nagladekk þá bý ég uppi á Skaga og keyri (í samfloti) daglega í vinnu í höfuðborginni. Ég keypti harðkorna dekk undir bílinn minn í haust og hálf sé eftir að hafa ekki sett hann á nagla miðað við færðina í vetur og það verður bara að segjast að ástandið sem var daglegt brauð í janúar og febrúar frá Mosó inn í bæ hefði ekki verið svona slæmt ef fólk hefði verið á dekkjum sem hægt er að nota í snjó! Fyrir þá sem keyra inn í borgina frá Selfossi, Hveragerði, Akranesi og Reykjanesbæ getur verið spurning um líf eða dauða að vera á nöglum.


Hef nú sjálfur verið að keyra daglega á milli Keflavíkur og Reykjavíkur í 10 ár núna og það er enginn þörf fyrir nagladekk þarna á milli. Reykjanesbrautin er söltuð í döðlur við minnsta frost þannig að þörfin fyrir nagladekk þar er enginn. Hef bara alltaf verið á góðum vetrardekkjum.

Kv. ElvarSkjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5670
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 455
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf rapport » Mán 12. Mar 2018 15:04

Stóra vandamálið er hvað borgin er á mörgum ferkílómetrum og hvað byggð er dreifð.

Þetta skapar gríðarlega þörf fyrir samgöngur og innviði + eykur allan kostnað úr hófi, fleiri kílómetrar af vegum sem þarf að viðhalda, fleiri mislæg gatnamót, fleiri skóla, fleiri heilsugæslur, fleiri bílastæði, fleiri slökkvistöðvar o.þ.h.

Og hver rekstrareining er skelfilega lítil og óhagstæð, sérstaklega þar sem það þarf oftar en ekki að byrja á að manna stjórnunarstöður á hverjum stað áður en hægt er að fá fólkið sem raunverulega vinnur vinnuna.

Persónulega finnst mér að ef stofnun veltir ekki milljarði og sé með 50-60 starfsmenn í vinnu þá eigi að sameina hana annari stofnun bara til þess eins að fækka yfirmönnum og auka stærðarhagkvæmni sbr. það sem verið er að gera með sameiningu sveitafélaga.Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 337
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 92
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf Hauxon » Mán 12. Mar 2018 15:05

B0b4F3tt skrifaði:
Hauxon skrifaði:Varðandi nagladekk þá bý ég uppi á Skaga og keyri (í samfloti) daglega í vinnu í höfuðborginni. Ég keypti harðkorna dekk undir bílinn minn í haust og hálf sé eftir að hafa ekki sett hann á nagla miðað við færðina í vetur og það verður bara að segjast að ástandið sem var daglegt brauð í janúar og febrúar frá Mosó inn í bæ hefði ekki verið svona slæmt ef fólk hefði verið á dekkjum sem hægt er að nota í snjó! Fyrir þá sem keyra inn í borgina frá Selfossi, Hveragerði, Akranesi og Reykjanesbæ getur verið spurning um líf eða dauða að vera á nöglum.


Hef nú sjálfur verið að keyra daglega á milli Keflavíkur og Reykjavíkur í 10 ár núna og það er enginn þörf fyrir nagladekk þarna á milli. Reykjanesbrautin er söltuð í döðlur við minnsta frost þannig að þörfin fyrir nagladekk þar er enginn. Hef bara alltaf verið á góðum vetrardekkjum.

Kv. Elvar


Reyndar virðist Vegagerðin halda að 500 bílar aki um Kjalarnes á dag eins og 1930 og því sé sveitavegur og sveitaþjónusta nóg. Samt alveg glatað hvernig ástandið er þegar að Reykvíkingar á sumardekkjunum fara samt á bílnum í vinnuna þegar það er snjór, hálfgert aksturs-kamakaze.Skjámynd

Jón Ragnar
FanBoy
Póstar: 762
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 102
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf Jón Ragnar » Þri 13. Mar 2018 09:39

B0b4F3tt skrifaði:
Hauxon skrifaði:Varðandi nagladekk þá bý ég uppi á Skaga og keyri (í samfloti) daglega í vinnu í höfuðborginni. Ég keypti harðkorna dekk undir bílinn minn í haust og hálf sé eftir að hafa ekki sett hann á nagla miðað við færðina í vetur og það verður bara að segjast að ástandið sem var daglegt brauð í janúar og febrúar frá Mosó inn í bæ hefði ekki verið svona slæmt ef fólk hefði verið á dekkjum sem hægt er að nota í snjó! Fyrir þá sem keyra inn í borgina frá Selfossi, Hveragerði, Akranesi og Reykjanesbæ getur verið spurning um líf eða dauða að vera á nöglum.


Hef nú sjálfur verið að keyra daglega á milli Keflavíkur og Reykjavíkur í 10 ár núna og það er enginn þörf fyrir nagladekk þarna á milli. Reykjanesbrautin er söltuð í döðlur við minnsta frost þannig að þörfin fyrir nagladekk þar er enginn. Hef bara alltaf verið á góðum vetrardekkjum.

Kv. ElvarReykjanesbrautin er annað mál en Kjalarnesið.
Mun betra vegstæði og betri vegur (2+2)

Kjalarnesið er basicly hættulegt um vetur þar sem það er oft mjög vond vindátt, hálka og þröngur og vondur vegur.

Svo hafa verið 2 stórslys í umferðinni hérna nýlega þar sem ferðamenn hafa dáið eða stórslasað sig.
Gengur ekki lengur :thumbsdCCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


Dr3dinn
spjallið.is
Póstar: 425
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 47
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sveitarstjórnarkosningar 2018

Pósturaf Dr3dinn » Þri 13. Mar 2018 16:30

Vill sjá skólamál rædd. Fáránleg bið eftir dagmömmum og leikskólaplássi í Reykjavík.

Gæti ekki verið meira sama um borgarlínu og sundabraut enda sambærilega mikil draumaverkefni í minum huga.

Auðvelt að tala um drauma og sleppa að tækla alvöru vandamálin.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz Corsair -2070 MSI BLACK 8 GB -1x 28" BENQ 1x Samsung Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"