Búslóðaflutningar & tollmál

Allt utan efnis

Höfundur
pegasus
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Búslóðaflutningar & tollmál

Pósturaf pegasus » Mið 24. Jan 2018 15:36

Hæ!

Hefur einhver reynslu af því að flytja búslóð til Íslands eftir að hafa búið í útlöndum? Hef áhuga á að vita hvernig það virkar m.t.t. tolla. Varla þarf maður að telja fram alla búslóðina og borga 15% toll af verðmæti hennar?

Ég er fara að flytja heim til Íslands í sumar eftir sirka ársnám í Hollandi. Ég hef keypt sitt hvað af dóti hérna síðan ég flutti út, allt frá hversdagslegu smádóti upp í nokkra "dýrari" hluti. Verðmæti þess er allaveganna meira en það sem maður má taka tollfrjálst með sér heim eftir venjulega utanlandsferð.

Ég býst við ná að flytja allt dótið með mér í nokkrum innrituðum töskum í flugi. Ef það næst ekki bæti ég við einum eða tveimur kössum í pósti. Ég er ekki að fara að flytja ísskáp, eldavél, húsgögn eða neitt slíkt -- ég er sem sagt ekki að fara gámaleiðina.

Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort þetta sé allt tollskylt við heimkomuna? Þarf ég að telja fram hjólið, tölvuna, símann, úlpuna (ímnyduð dæmi) og borga toll af því? Og eftir því hvernig reglurnar eru, borgar það sig fyrir mig að nýta tækifærið og kaupa meira dót sem er ódýrara hér og flytja með heim? (Dót sem ég hefði annars keypt í náinni framtíð á Íslandi.)

Ekki ímyndað dæmi: Gæti ég keypt sjónvarp og flutt með heim? Hef t.d. verið að skoða eina gerð sem hefur uppgefna pakkningarþyngd rétt undir 20kg. Gæti ég innritað sjónvarp í upprunalegu umbúðum (með smá extra límbandi "just to be safe") í innritaðan farangur í flugi eða eru flugfélög með reglur gegn því?

Fyrirfram þakkir fyrir svör.



Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1977
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 252
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Búslóðaflutningar & tollmál

Pósturaf einarhr » Mið 24. Jan 2018 15:43

https://www.tollur.is/einstaklingar/tol ... ds/buslod/

"Búslóðir manna sem flytja búferlum til Íslands eru tollfrjálsar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það eru heimilismunir, til dæmis húsgögn og búsáhöld, og aðrir persónulegir munir sem ekki eru sérstaklega undanskildir sem geta verið tollfrjálsir við búferlaflutning."


Þetta er ekkert mál ef þú ferð eftir öllum reglum og vandar aðfluttnigsksýrsluna


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

olihar
spjallið.is
Póstar: 428
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 85
Staða: Ótengdur

Re: Búslóðaflutningar & tollmál

Pósturaf olihar » Mið 24. Jan 2018 16:48

Ég myndi koma þessu í gám, þú þarf ekki að kaupa heilan gám heldur borgar þú bara fyrir rúmmeterinn ef ég man rétt.

Ég gerði þetta eftir að ég flutti heim frá DK, kostaði smátterý. Ég mætti bara á bíl niður á höfn, það kom lyftari með bretti ég setti mína kassa á það þessu vafið í plast og svo var þetta bara komið heim á klakan á no-time.

Fáðu bara tilboð t.d. hjá.
https://www.samskip.is/fa-tilbod#tab3




Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 658
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 109
Staða: Ótengdur

Re: Búslóðaflutningar & tollmál

Pósturaf Televisionary » Mið 24. Jan 2018 23:58

Sammála Óla í þessu, gefur þér möguleika á að bæta við þetta.

Undirritaður hefur flutt bæði heila gáma og bretti. Aldrei vesen með tolla, hef haft það fyrir reglu að hafa alltaf eitthvað af áfengi í gámnum og gef upp hverja einustu flösku og greitt af því eins og vera ber. Aldrei spurður um annað í gámnum. Brettin sem ég hef verið með þau hafa þó einungis verið frá IS og út í heim.

Eftir 1.5 árs commute frá London í 2015-2016 vikulega þá fór ég með 80 kg. í flugi heim af drasli sem hafði safnast upp hjá mér í London. Varð fyrir því happi að öll flug féllu niður þetta kvöld á KEF og þessi eina rella sem kom yfir hafið lenti á Reykjavíkurflugvelli. Það var svo mikil ringulreið á vellinum að þegar ég sagðist vilja láta tolla eitthvað þá benti tollvörðurinn mér á hurðina og bað mig að fara.

olihar skrifaði:Ég myndi koma þessu í gám, þú þarf ekki að kaupa heilan gám heldur borgar þú bara fyrir rúmmeterinn ef ég man rétt.

Ég gerði þetta eftir að ég flutti heim frá DK, kostaði smátterý. Ég mætti bara á bíl niður á höfn, það kom lyftari með bretti ég setti mína kassa á það þessu vafið í plast og svo var þetta bara komið heim á klakan á no-time.

Fáðu bara tilboð t.d. hjá.
https://www.samskip.is/fa-tilbod#tab3