Síða 1 af 1

Straumur frá fréttaveitum

Sent: Fim 18. Jan 2018 10:42
af mainman
Sælir vaktarar.
Vitið þið hvort það sé einhversstaðar hægt að komast í svona fréttaveitustraum.
Þá meina ég t.d. bara straum með eins og borðanum sem er látin rúlla neðst á skjánum á meðan eitthvað annað efni er í útsendingu.
Þetta sést t.d. á meðan fréttir eru sagðar held ég á stöð 2 og minnir að ég hafi séð þetta yfir dagin á meðan ekkert er í gangi hjá RUV.
Var að hugsa þetta sem eitthvað sem ég gæti látið streyma neðst á upplýsingaskjá sem ég er með.
Kv.

Re: Straumur frá fréttaveitum

Sent: Fim 18. Jan 2018 10:51
af russi
þetta er e-ð rss dæmi sem þú ættir að geta notað í þetta, google frændi hjálpar líklega til, hintið sem ég gef þér er rss stream, rolling border output

Re: Straumur frá fréttaveitum

Sent: Fim 18. Jan 2018 11:34
af kornelius

Re: Straumur frá fréttaveitum

Sent: Fim 18. Jan 2018 11:58
af mainman
Snilli!
Takk ! :D

Re: Straumur frá fréttaveitum

Sent: Fim 18. Jan 2018 16:47
af Viktor

Re: Straumur frá fréttaveitum

Sent: Fim 18. Jan 2018 16:53
af mainman


Takk fyrir þetta.
Datt ekki í hug að þetta væri svona almennt.
Kv.

Re: Straumur frá fréttaveitum

Sent: Fim 18. Jan 2018 17:30
af GuðjónR
Ekki fréttaveita, en frábær straumur samt!
feed.php

Re: Straumur frá fréttaveitum

Sent: Mán 22. Jan 2018 20:19
af kornelius
Er þetta ekki eitthvað sem þú gætir notað í þessu samhengi?

https://codepen.io/lewismcarey/pen/GJZVoG

Re: Straumur frá fréttaveitum

Sent: Þri 23. Jan 2018 13:36
af hreinnbeck
Til gamans má geta að ég smíðaði grafíkstýringuna fyrir fréttir Stöðvar 2. Tickerinn er unnin uppúr RSS straumnum af Vísi en hann er einungis notaður sem grunnur fyrir útsendingu frétta og fyrirsagnir eru (oftast) lagfærðar til að vera betur lýsandi.

Viðbót: Stýringarnar eru allar vefviðmót og grafíkin (borðar, merkingar, tickerinn, veður o.fl.) er framkölluð í rauntima með HTML/CSS/JS.

Re: Straumur frá fréttaveitum

Sent: Þri 23. Jan 2018 13:42
af mainman
Það verður nú að segjast að það er alveg ótrúlega mikill fróðleikur sem leynist í ykkur hérna á vaktinni.
Takk fyrir hjálpina.