Öryggiskerfi - SmartHome vs. dedicated ?


Höfundur
frappsi
Nörd
Póstar: 141
Skráði sig: Lau 08. Jún 2013 16:11
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Öryggiskerfi - SmartHome vs. dedicated ?

Pósturaf frappsi » Mán 15. Jan 2018 21:33

Nú vantar mig öryggiskerfi (2-3 hurðir, 2-3 hreyfiskynjarar, 2-3 reykskynjarar) og videodyrabjöllu. Frekari snjallpælingar eru ekki í kortunum sem stendur en mér finnst ekkert ólíklegt að maður eigi eftir að sogast inní þennan heim eins og nefnt var í öðrum þræði hér. Því væri gaman að hafa þetta sem hluta af snjallkerfi en ég er líka að skoða dedicated öryggiskerfi. Ef ég færi í snjallkerfi þá myndi ég vilja hafa dyrabjölluna sem hluta af því, en ég er ekkert mótfallinn því að hafa hana sér ef ég færi í dedicated öryggiskerfi.

Margir virðast tala um að snjallhöbbarnir séu ekki orðnir nógu þroskaðir til að það sé hægt að treysta þeim 100% sem öryggiskerfi og mæla frekar með dedicated öryggiskerfi og svo sér snjallkerfi ef við á. Í öllu falli myndi ég vilja hafa cellular backup þ.a. kerfið geti átt samskipti út þó að netið sé niðri og einnig myndi ég vilja hafa panel við innganginn (snertiskjá eða takkaborð) til að setja á/taka af verði.

Eruð þið með hugmyndir að góðri lausn? Ég er frekar fráhverfur SmartThings og Fibaro HC2 finnst mér of dýr. Sýnist að þetta sé þá helst val á milli Vera Plus og tablet á vegginn eða dedicated öryggiskerfi með talnaborði (Vesternet.com eru með Yale)? Hef mikinn áhuga á að heyra hvað fólki finnst um Vera Plus í samanburði við aðra controllera.
Er síðan að hugsa um Ring eða Skybell sem dyrabjöllu. Finnst svolítill ókostur við Ring að þurfa að borga fyrir áskrift t.a. geta vistað upptökur.

Síðan er ég að spá í Nest reykskynjara versus til dæmis Fibaro Smoke Sensor Plus, sem er rúmlega helmingi ódýrari. Nest Protect er dual spectrum, hægt að samtengja marga og virðist geta unnið óháð controllernum (t.d. Vera) ef hann klikkar. Hafið þið einhverja reynslu af þessu?




phillipseamore
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Fim 07. Jan 2016 05:32
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Öryggiskerfi - SmartHome vs. dedicated ?

Pósturaf phillipseamore » Mán 15. Jan 2018 21:57

Just remember to have backup power. I've seen lot's of installations without batteries/backup power. An electrical fire can/will/should trip fuses and your equipment needs enough power to alert (either locally or via cellular). Any installation should also alert on power failure since that can be an indicator of fire, water leak or attack on the system.