Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
vesley
Kóngur
Póstar: 4068
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 106
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf vesley » Lau 13. Jan 2018 00:27

Í Nóvember/Desember 2015 var keypt Lenovo Yoga3 Pro fartölva í gegnum Nýherja. Var tölvan með leiðindi alveg frá upphafi. Regluleg BSOD, tölvan átti það til að hlaða sig ekki tímum eða jafnvel vikum saman og lét öllum illum látum. Var ég búinn að athuga hvort það væri við einhverja sérstaka vinnslu sem tölvan væri að gefa fram þessi vandamál og svo virtist ekki vera. Þolir hún 48klst í stanlausum álagsprófunum og virðist oft virka eðlilega.

1. Er farið fyrst með tölvuna til þeirra í febrúar 2016 og þeir látnir vita hvað sé að hrjá hana. Kom þá í ljós að SSD diskurinn væri bilaður á tölvunni og var jafnvel talið að það væri að valda öllum þessum vandamálum, einum mánuði seinna fékk ég tölvuna aftur og var hún nokkuð skárri enda ekki lengur með bilaðan SSD disk. Hinsvegar þá hélt hún áfram að missa hleðslu og hætta að hlaða sig!

Keyri ég factory reset á tölvunni. Prófa að setja ferska windows 8/10 uppsetningu og breytir það engu, drap hún á sér þó hún væri í BIOS eingöngu þegar þetta vandamál átti sér stað. Á sama tíma hafði ég prófað að skipta hleðslutækinu út fyrir annað og breytti það engu.

2. Farið er með tölvuna til þeirra í maí og útskýrt hvað hefur verið gert og að hún sé enn biluð. Gera þeir í raun það sama og ég hafði gert og vilja skila tölvunni aftur til mín og rukka fullt gjald fyrir (13 þúsund kr ef ég man rétt) neita ég að taka við vélinni og vill ég að þeir skoði hana betur þar sem þessi bilun er mjög óregluleg og er tölvan oft lengi í fínu lagi. Líða nokkrir dagar og ekkert meira er gert.


3 Fer ég aftur með tölvuna þeirra í maí þar sem hún er enn með sömu bilun. Núna ná þeir að verða vitni af biluninni og gera þeir enn fleiri tilraunir með driver uppfærslur. Löng saga stutt tölvan er sett í prófun yfir nótt og skilað til okkar í þeirri von að hún sé komin í lag.

4 Enn er maí og fer ég með tölvuna í fjórða skiptið til þeirra. Hér er ákveðið að skipta um þá íhluti í tölvunni sem eru á svipuðum stað og hleðslutengið er, t.d. USB og HDMI stýringu. Keyrt er inn OEM stýrikerfið og virðist tölvan hafa svo farið beint niður í móttöku og ekki álagsprófuð neitt meira.

Eftir þessu fjögur skipti fékk ég alveg upp í kok og missti allan áhuga á tölvunni og Nýherja og fór að reyna að nota hana bara svona. Átti hún það til að eiga einn og einn góðan mánuð þar sem hún hélt alveg hleðslu.
Gafst ég svo alveg upp á þessu í kringum jólin og ákveð að fara með tölvuna aftur til þeirra núna í janúar.

5 Tölvan bilar og bruna ég rakleiðis í Nýherja á sömu mínútu með tölvuna og krefst þess að fá verkstæðismann strax niður til að verða vitni af því að hún sé ENNÞÁ biluð. Ástæðan fyrir því að ég vildi fá hann til að sjá bilunina strax er því stundum þá hættir hún að hlaða sig í klukkutíma og hrekkur svo aftur í gang. Hann tekur strax við henni segir að þetta sé sko ekki í lagi og ætli að kíkja strax á hana á mrg. Líða nokkrir dagar og fæ ég þá símtal frá Nýherja þar sem þeir segja að það sé svo mikið að gera að hún hafi ekki komist að hjá þeim og geti ég sótt hana og prófað að koma með hana aftur þegar þeir hafa samband við mig í síma. Taka þeir fram í sama símtali að þetta mun kosta að lágmarki skoðunargjald sem er 12 þúsund ef ég man rétt.

6 Er hringt í mig og sagt að ég geti komið með tölvuna og þeir muni kíkja strax á hana. Fór ég svo með tölvuna í dag til þeirra og fékk símtal stuttu seinna. Segir hann mér að tölvan sé í fínu lagi og hleður sig fínt og hlýtur þetta þá að vera hleðslusnúran mín sem sé biluð þar sem "gulu" snúrunar þeirra voru oft leiðinlegar og biluðu (ég fékk btw aldrei nýja snúru eða straumbreyti) Sagði ég honum í símann að þetta væri nú eitthvað djók þar sem ég hef bæði keypt nýja snúru OG straumbreyti og breytti það engu og sé þetta í sjötta skiptið sem þessi blessaða tölva kemur til þeirra.

Núna liggur tölvan inni á verkstæðinu hjá þeim og telur aðilinn sem er að skoða hana núna að hún sé í fínasta lagi en ætlar hann þó að skoða hana aðeins betur.
Það sem ég sé mest eftir er að hafa ekki farið fyrr til Neytendasamtaka en verður haft samband við þá og farið í málið vonandi sem fyrst.
Aldrei hafa þeir haft áhuga á að láta mig fá nýja vél.
Síðast breytt af vesley á Lau 13. Jan 2018 16:41, breytt samtals 1 sinni.


massabon.is

Skjámynd

DJOli
Of mikill frítími
Póstar: 1927
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 126
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf DJOli » Lau 13. Jan 2018 11:12

Hafðu það þá á hreinu að ef þeir geri ekki betur í þessu en gert hefur verið að undanförnu, að þú hafir samband við lögfræðing, sem og neytendasamtökin, og þeir verði lögsóttir fyrir þetta.

Reyndu einnig að fletta upp sömu vél á google, og sjá hvort fleiri hafi verið að lenda í þessum ömurlega galla.

Nú er náttúrulega um að ræða hundleiðinlegan framleiðslugalla (að öllum líkindum) á tölvu, og viðbrögð nýherja við þessu eru algjörlega óásættanleg.


"eg er með tölvu með gtx 1070 sem runnar alla leiki helviti vel en svo for eg með hana i viðgerð og nuna fæ eg engin fps." - Notandi á vaktinni.


Kosmor
has spoken...
Póstar: 174
Skráði sig: Fös 20. Maí 2011 19:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf Kosmor » Lau 13. Jan 2018 11:42

Eftir 2 óheppnaðar viðgerðir á sama galla getur þú farið fram á nýja vél eða endurgreiðslu skv neytendalögum.

Neytendasamtökin ættu að geta hjálpað þér með þetta og geta verið milliliður.
Þeir ættu lika að geta fengið allan viðgerðarkostnað endurgreiddann.

Ég lenti í svipuðu fíaskói fyrir nokkrum árum með Elko. þeim tókst ekki að gera við/skipta út gölluðu móðurborði þannig ég fór fram á nýja vél eftir 2 óheppnaðar viðgerðir. Þeir sögðu nei þangað til ég bauðst til að koma aftur með neytendasamtökin með mér.


[i]|CM Silencio 555|i5 2500k|ASUS P8P67Pro|Noctua NH-D14|Radeon HD 5770|Kingston Hyper X 8gb 1600Mhz|[/i]


gutti
1+1=10
Póstar: 1146
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 13
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf gutti » Lau 13. Jan 2018 11:42

https://www.ns.is/is/content/log-um-neytendakaup talaðu við ns.is þetta hiklaust lögbrot hjá nýherja þeir löginn segir ef búið fara með 2 hluti er en þá bilað áttu rétt nýja hlut eða endurgreitt !!Skjámynd

GunZi
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 13:58
Reputation: 9
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf GunZi » Lau 13. Jan 2018 12:14

Fann þetta í Q&A hjá neytendasamtökunum: https://www.ns.is/is/content/sami-galli ... pp-itrekad Nákvæmlega það sem @Kosmor sagði hér að ofan.


Örgjövi: Intel i5 4690 3.9GHz Minni: 16GB 1600MHz GPU: Nvidia GeForce 970 4GB HDDs&SSDs: 3TB HDD, 250GB SSD Móðurborð: ASRock Fatal1ty Killer Z87PSU: 760W skjáir: Philips 144Hz 1080p 27" BenQ 60Hz 1080p 27"

Skjámynd

Stuffz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 949
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 23
Staðsetning: 104 Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf Stuffz » Lau 13. Jan 2018 12:33

hverjir eiga þetta fyrirtæki ..í dag?


Personal Computer Árg 2008. Eldri og öruggari vélbúnaður, nota persónulega ekki facebook.

..Hvað er það?™


blitz
/dev/null
Póstar: 1438
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf blitz » Lau 13. Jan 2018 13:18

Stuffz skrifaði:hverjir eiga þetta fyrirtæki ..í dag?


Mynd


PS4


Lexxinn
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 20
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf Lexxinn » Lau 13. Jan 2018 13:46

Skil pirringinn en finnst þetta furðulegt miðað við mína reynslu af Nýherja, læt hana fylgja hérna með. Ég ætla ekki að afsaka Nýherja en þú hefðir átt að fara fram á að skipta tölvunni út fyrir aðra eftir allar þessar ferðir á verkstæðið hjá þeim. Spyr samt, er eðlilegt að borga skoðunargjald á tölvu sem er ennþá í ábyrgð?

Ég keypti svipaða tölvu hjá þeim í apríl 2015. Reyndi að nota hana í 2 vikur en batteríendingin var ca 40% af uppgefnum specs. Kom með tölvuna og sagðist engan veginn vera sáttur við þetta, sagðist skilja allt að 30% minni endingu á batterí við fyrstu notkun en þetta var allt í bíómyndagláp og ekki einu sinni tengdur neti. Mér var fyrst boðið að fá aðra dýrari og borga á milli, ég neitaði því ég ætlaði ekki að eyða meiri pening í tölvu og þetta væri tölvan sem ég ætlaði að kaupa. Fékk endurgreitt eftir ca 10mín samræður við mjög almennilegan starfsmann sem skildi mína hlið.
Sagði honum að ég ætlaði að gefa Lenovo tölvum séns eftir að hafa verið með Macbook í 4 ár á undan, keypti nýlegri Macbook Pro stuttu seinna í staðin :)Skjámynd

Höfundur
vesley
Kóngur
Póstar: 4068
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 106
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf vesley » Lau 13. Jan 2018 16:41

Lexxinn skrifaði:Skil pirringinn en finnst þetta furðulegt miðað við mína reynslu af Nýherja, læt hana fylgja hérna með. Ég ætla ekki að afsaka Nýherja en þú hefðir átt að fara fram á að skipta tölvunni út fyrir aðra eftir allar þessar ferðir á verkstæðið hjá þeim. Spyr samt, er eðlilegt að borga skoðunargjald á tölvu sem er ennþá í ábyrgð?


Skoðunargjald er rukkað á tölvu sem er enn í ábyrgð ef þetta er talið vera hugbúnaðarvandamál. Því ábyrgðin tryggir það ekki. Hinsvegar er búið að sanna af allavega tveimur starfsmönnum Nýherja að þetta sé ekki hugbúnaðarbilun hvað þá þegar tölvan hefur verið sett upp á nýtt oftar en þrisvar.

Ég hef farið fram á nýja vél hjá þeim en hafa þeir ekki viljað taka við því þar sem þeir hafa viljað gera tilraunir til að laga þessa.


massabon.is


Tbot
</Snillingur>
Póstar: 1014
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 172
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf Tbot » Lau 13. Jan 2018 16:53

Ábyrgðarþjónusta er ansi oft þannig að það er reynt að sleppa eins ódýrt og hægt er á kostnað kúnnans.
Þess vegna er mjög mikilvægt að geyma öll skjöl.

Síðan er það hitt að ég kaupi ekki kínavörur(Lenovo) á uppsprengdu verði þar sem QC getur verið vafasamt.Skjámynd

Hjaltiatla
Of mikill frítími
Póstar: 1708
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 151
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 13. Jan 2018 17:15Laptop:Dell Insprion 17 (5759), Intel Core i5 Skylake , 480 gb ssd , 16 gb ram

Hearing a person saying ooops working on a server - Never a good sign

Skjámynd

Höfundur
vesley
Kóngur
Póstar: 4068
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 106
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf vesley » Lau 13. Jan 2018 17:38

Hjaltiatla skrifaði:prófa að skoða með powercfg?

https://www.howtogeek.com/217255/use-th ... n-windows/Tölvan hleður sig ekki þó hún sé bara inn í BIOS


massabon.is


afrika
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 09. Jan 2014 20:08
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf afrika » Lau 13. Jan 2018 23:08

Vill ekki alhæfa eða vera leiðinlegur við tæknimenn á þessum verkstæðum en ég er sífelt oftar að lena í því að þeir vita ekkert hvað þeir eru að gera eða nenna ekki að vinna vinnuna sína.

Fór með tölvu um daginn og sagði að það væri "hugsanlega PSU vandamál" vegna þess að vifturnar voru að blása á fullu og ég skiðti um kæli krem og svipti im viftu og það var sama vesen. Svo fæ ég símtal frá verkstæðinu og þau segja að hún sé tilbúin, ég spyr hvað var gert og hann segir tjaa sko það stóð að það væri PSU vandamál og ég stakk henni í samband og hún startaði sér.

Ég var bara uh já ok... hvað með hávaðan í vifftunum ?? uuu það stóð ekkert um viftur í beiðninni. >-> -_- Ég: Heyrðiru ekkert í viftunum ? Tæknimaður: Nei ég prófaði hana ekkert það lengi skoo.


Sry smá rant ofan í þitt vandamál. Fólk er bara ugh >->Skjámynd

JohnnyRingo
Nörd
Póstar: 122
Skráði sig: Sun 28. Júl 2013 00:59
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf JohnnyRingo » Sun 14. Jan 2018 03:05

blitz skrifaði:
Stuffz skrifaði:hverjir eiga þetta fyrirtæki ..í dag?


Mynd


Er þessi mynd eitthvað sem þú fannst á netinu eða einhver "gagnagrunnur" sem þú hefur aðgang að?
Annað en að kaupa ársreikning veit ég ekki hvar maður fær þessar upplýsingar?

Annars er gaman að geta flétt svona upp, Ísland þarf virkilega að taka sig í gegn í svona málum, ársreikningaskrá ætti ekki að kosta peninga...
blitz
/dev/null
Póstar: 1438
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf blitz » Sun 14. Jan 2018 07:23

JohnnyRingo skrifaði:
blitz skrifaði:
Stuffz skrifaði:hverjir eiga þetta fyrirtæki ..í dag?


[img]https://i.imgur.com/MSuCNpZ.png[img]


Er þessi mynd eitthvað sem þú fannst á netinu eða einhver "gagnagrunnur" sem þú hefur aðgang að?
Annað en að kaupa ársreikning veit ég ekki hvar maður fær þessar upplýsingar?

Annars er gaman að geta flétt svona upp, Ísland þarf virkilega að taka sig í gegn í svona málum, ársreikningaskrá ætti ekki að kosta peninga...


Nýherji/Origo er skráð á markað og því skylt að birta nokkurt magn af upplýsingum opinberlega, sjá nánar hér: https://www.origo.is/um-origo/fjarfestar/


PS4

Skjámynd

JohnnyRingo
Nörd
Póstar: 122
Skráði sig: Sun 28. Júl 2013 00:59
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf JohnnyRingo » Sun 14. Jan 2018 16:13

blitz skrifaði:Nýherji/Origo er skráð á markað og því skylt að birta nokkurt magn af upplýsingum opinberlega, sjá nánar hér: https://www.origo.is/um-origo/fjarfestar/


Ahh, pældi ekkert í því :megasmileSkjámynd

Höfundur
vesley
Kóngur
Póstar: 4068
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 106
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf vesley » Fös 26. Jan 2018 17:51

Hef ég verið í meiri skamskiptum við Origo. S.s. eftir að hafa hringt óteljandi oft í þá til að reyna að fá fleiri svör og þá heldur t.d. einn þeirra starfsmanna fram að ekkert sé að þessarri tölvu þó að hún sé að koma í 6 skiptið með sömu bilun. Heyri ég loksins í yfirmanni hjá þeim sem lætur mig vita að þetta sé leiðinlegt og ætlar hann að tala við söludeildina og athuga með útskipti eða möguleika á endurgreiðslu á tölvunni.
Nokkrum símtölum og viku seinna þá loksins næ ég aftur sambandi við yfirmanninn, spyr hann mig í símann hvort ég hafi áhuga á nýrri tölvu og læt ég vita að ég sé til í það en sé hinsvegar helst ekki reiðubúinn til að borga mismun yfir í dýrari vél. Lætur hann mig þá vita í símann að hann ætli að senda mér í tölvupósti þá upplýsingar um sambærilega vél. Fæ ég þennan blessaða tölvupóst sem ég því miður get ekki gefið neinar upplýsingar úr þar sem þeir hafa merkt hann sem trúnaðarmál. Hinsvegar get ég sagt ykkur það að það voru ENGIN útskipti í boði heldur gat ég borgað mismun í nýja vél. Þeir ætluðu s.s. að kaupa af mér gömlu vélina á örfáa tíu þúsund kalla (tölva sem kostaði yfir 200 þúsund) og átti ég að borga svo gott sem fullt verð í nýja tölvu. Grunar mig að þessi skitni afsláttur á þeirri vél hefði ekki einu sinni náð henni niður fyrir kostnaðarverð hjá þeim og þeir þá jafnvel grætt meira á viðskiptum við mig.

Aldrei hef ég átt jafn erfitt með að eiga samskipti við fyrirtæki þar sem tekur allt að viku að fá einfalt svar við stuttum spurningum og segja þér mér eitt og bjóða annað.
Mun forðast að tala meira við þá og leyfi Neytendasamtökunum að sjá alfarið um þetta.
Síðast breytt af vesley á Fös 26. Jan 2018 19:15, breytt samtals 1 sinni.


massabon.is


gutti
1+1=10
Póstar: 1146
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 13
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf gutti » Fös 26. Jan 2018 19:09

langt best að tala við ns
Raskolnikov
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Mið 22. Jan 2014 02:12
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgðarþjónusta Nýherja/Origo er einn stór brandari.

Pósturaf Raskolnikov » Fös 26. Jan 2018 20:58

Bendi þér á að tala við Neytendastofu og fá álit kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa. Málsmeðferðin er einföld og ókeypis, getur gert þetta í gegnum netið. Ansi mörg mál komið á þeirra borð vegna fartölvukaupa, sjá https://www.neytendastofa.is/um-okkur/k ... fjar--og-/