Heimabíó pælingar. / ("build log")


Höfundur
Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 654
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 107
Staða: Ótengdur

Heimabíó pælingar. / ("build log")

Pósturaf Televisionary » Fim 11. Jan 2018 21:49

Gott kvöld er í því að byggja mér heimabíó og laga afþreyinguna í húsinu hjá mér. Planið er að setja upp þrjú Xbox One S/X í afspilun ásamt Chromecast. Var að taka út Fire TV, Fire TV 4K og Apple TV ásamt gömlum leikjatölvum og dóti. Vill hafa bara eitt viðmót á allri afþreyingu þeas eins leikjatölvu í öll rými og IPTV myndlykil frá Vodafone.

Þetta spannar hjá mér þrjár hæðir og það eru 5 sjónvörp/myndfletir í húsinu. Planið er að hafa Xbox One X sem að tengist með HDMI 4K splitter í Skjávarpa og svo er planið að fæða 2 sjónvarpstæki í herbergjum fyrir neðan og hafa bara auka stýripinna. Ég vill að mannskapurinn geti spilað tölvuleiki og haft aðgang að annari afþreyingu og mér tekst að leysa allflest með þessu þ.e.a.s. Amazon Instant Video, Microsoft VOD leigu, Netflix og svo Kodi (Alpha útgáfa í augnablikinu).

Í bæði stofu og aðaltækjarýminu er planið að reyna að fela eins mikið af græjum og mögulegt er. Planið er að prófa mig áfram með IR extender sem tengist á milli HDMI tækja. Í barnaherbergi var spáin að jafnvel fela tækið einnig en það gæti reynst erfið sala því að þetta er Minecraft Limited Edition og erfingjinn gæti verið ósáttur yfir því.

En það sem stendur út af borðinu hjá mér í augnablikinu eru fjarstýringarmál. Er að spá hvort ég eigi að nenna að smíða mér litla linux vél og nota USB-uirt með lirc og smíða mér vefviðmót sem passar í öll snjalltæki þannig að ég geti stýrt öllu sem að mér hentar. Einnig ætti að vera auðvelt að smíða fjölva (makró) fyrir þetta. Notaði Logitech fyrir c.a. 10 árum síðan og uppsetningarhlutinn fannst mér vægast sagt leiðinlegur.

Það er ekki planið að fara í neinar smart lausnir með ljós eða neitt. Ég hata svoleiðis lagað eins og pestina.

Aðaltækjarýmið snýr langsum í dag. Þetta er uppi í risi hjá mér og ég hef verið að pæla í því að flytja rýmið og varpa myndinni á þvervegg og jafnvel setja hátalara og annan varning felldan inn í vegg og á bak við skjávarpa tjaldið. En það yrði meiri vinna. Einnig er planið að reyna að koma fyrir 2 rása HIFI í bíórýminu og þá vandast málið töluvert í ljósi þess að þeir hátalar eru á stærð við hálfan ísskáp og því fylgir plötuspilari og eitthvað meira af græjum.

Hafa menn verið að vinna eitthvað með Xbox One Game streaming yfir í Windows 10? Ég prófaði þetta örlítið um daginn og þetta kom merkilega á óvart er að spá í að setja upp litla vél og sjá hvort að þetta sé nothæft á einhvern máta.

En allar tillögur í þetta verkefni væru vel þegnar, mér liggur ekkert á þ.e.a.s þetta er langhlaup en ekki sprettur. Planið er að gera "alpha build" af tæknilega hlutanum og svo verður biórýmið tekið í gegn þeas gólf + hljóðvist ásamt því að veggir/loft verða máluð.

*Uppfært 14/1/2018

Komin 3 Xbox One S í notkun, eitt á hverri hæð. Microsoft er svolítið afturábak með það hvernig maður hefur aðgengi að leikjum og efni. Þegar einn "Xbox Live" aðgangur er í notkun þá verðurðu að tengja sem einhver annar á næstu vél. Á aðeins eftir fínpússa þetta. En er búin að setja upp family aðgang.

Setti upp 4K HDMI splitter s.s 1 inn / 4 út., staðsetningin á einu Xboxinu dugir mér til að koma merkinu í 3 herbergi.

Það sem kom mér á óvart í dag er að Netflix appið á símanum sér Xbox sem "casting" tæki. Sem er ágætt ég prófaði Xbox appið á símanum og það var hálf dapurt.
Síðast breytt af Televisionary á Sun 14. Jan 2018 18:44, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Heimabíó pælingar.

Pósturaf DJOli » Fim 11. Jan 2018 21:57

Mér dettur svosem ekkert stórt í hug, en ég get svosem látið þig vita allavega að eftir því sem ég best veit, þá virka þeir IR framlengjarar sem ég veit af alveg þokkalega vel. Veit af einum í bát sem hefur verið þar í örugglega 15 ár, en þar skilst mér að notast sé við rafknúinn framlengjara til að magna merkið á milli A og B, en fjarlægðin, ef veggjum yrði fylgt eru, myndi ég skjóta á, upp undir 30-40 metra allavega.
Svo er það með að deila efni á milli tækja á heimilinu, hefurðu skoðað möguleikann á að hafa miðlægan media server og keyra Plex á honum?

Bætt við, varðandi magnaramál, hefurðu spáð eitthvað í formögnurum? Ég hef verið svolítið heitur fyrir þessum, en þeir reyndar eru rakkagæjar, en þrátt fyrir það skilst mér að fari tiltölulega lítið fyrir þeim, og að þetta sé alveg mjög þokkalegt fyrir peninginn.
https://www.crownaudio.com/en-US/products/xls-1002


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Heimabíó pælingar.

Pósturaf hagur » Fim 11. Jan 2018 22:09

Uppsetningarhlutinn á nýrri Logitech Harmony fjarstýringum, t.d Ultimate One og Elite, er orðinn allt annar í dag. Töluvert skárri en í "gamla" daga. Núna er t.d hægt að configura þetta að stórum hluta í gegnum app í síma (ef þú ert með Logitech hub-inn).




Höfundur
Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 654
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 107
Staða: Ótengdur

Re: Heimabíó pælingar.

Pósturaf Televisionary » Fim 11. Jan 2018 22:14

Varðandi IR exterinn sem ég ætla að prófa þá seturðu þetta við endann á HDMI tenglinum sitt hvoru megin og svo IR auga stungið þar í. Hann lítur svona út:
Mynd

Varðandi magnaramálin þá er ég óttalegur nirfill en vil samt fá fín gæði. Keypti notaðan 5 rása Rotel kraftmagnara og Dolby Digital Processor frá þeim. Er svo með kínverskan DAC sem verður notaður með einhverri lausn til að spila 24 bita skrár.

Crown ætti alveg að skila sínu það eina sem ég hefði áhyggjur af pro audio tækjunum væri hávaðinn sem gæti skapast af kæliviftum. Ég er smá vandræðum þegar kemur að því í ljósi þess að ég er upp undir þaki og allur búnaður sem fer á bakvið gæti mögulega hitnað ansi mikið. En ég hef spáð í að setja upp kælingu þar. Í bíódótinu reyni ég að vera skynsamur eins og hægt er. En ef ég missi mig myndi ég sjálfsagt skoða Emotiva: https://emotiva.com

Ég er með miðlæga þjóna sem ég geymi CD diska á 800-900 talsins í FLAC formi ásamt DVD diskunum mínum sem eru einhverjir 300-400. En DVD diskarnir spilast lítið ég er farin að kaupa myndir á netinu. En ég get spilað DVD myndirnar okkar í gegnum KODI í Xboxinu það dugir. Einfalt og fljótlegt.

Einnig er ég með einhver 5 sonos tæki í húsinu bæði aktív og passív + Sonos Play 1.

Mér hefur aldrei líkað við PLEX það fer í taugarnar á mér.

DJOli skrifaði:Mér dettur svosem ekkert stórt í hug, en ég get svosem látið þig vita allavega að eftir því sem ég best veit, þá virka þeir IR framlengjarar sem ég veit af alveg þokkalega vel. Veit af einum í bát sem hefur verið þar í örugglega 15 ár, en þar skilst mér að notast sé við rafknúinn framlengjara til að magna merkið á milli A og B, en fjarlægðin, ef veggjum yrði fylgt eru, myndi ég skjóta á, upp undir 30-40 metra allavega.
Svo er það með að deila efni á milli tækja á heimilinu, hefurðu skoðað möguleikann á að hafa miðlægan media server og keyra Plex á honum?

Bætt við, varðandi magnaramál, hefurðu spáð eitthvað í formögnurum? Ég hef verið svolítið heitur fyrir þessum, en þeir reyndar eru rakkagæjar, en þrátt fyrir það skilst mér að fari tiltölulega lítið fyrir þeim, og að þetta sé alveg mjög þokkalegt fyrir peninginn.
https://www.crownaudio.com/en-US/products/xls-1002




Höfundur
Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 654
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 107
Staða: Ótengdur

Re: Heimabíó pælingar.

Pósturaf Televisionary » Fim 11. Jan 2018 22:16

Þarf greinilega að lesa mér til hvernig staðan á þessum nýrri búnaði er í dag hjá þeim. Prófa kannski Lirc dótið aðeins fyrst ég á held ég allt í það í augnablikinu. Þarf að redda einhverju fljótlega fyrir formagnarann/decoderinn því að fjarstýringin fyrir hann var orðin slitin þegar ég fékk hann í hendurnar.

hagur skrifaði:Uppsetningarhlutinn á nýrri Logitech Harmony fjarstýringum, t.d Ultimate One og Elite, er orðinn allt annar í dag. Töluvert skárri en í "gamla" daga. Núna er t.d hægt að configura þetta að stórum hluta í gegnum app í síma (ef þú ert með Logitech hub-inn).