Síða 1 af 1

Nýir 6xx örgjörvar frá Intel og 3.73GHz Extreme Edition

Sent: Sun 20. Feb 2005 15:54
af kristjanm
Í dag gáfu Intel út nýja Prescott örgjörva með módel númerið 6xx og einn nýjan Extreme Edition.

Nýju örgjörvarnir eru byggðir á nýjum kjarna, Prescott 2M, sem er Prescott örgjörvi með 2MB L2 Cache, í stað fyrir 1MB á 5xx örgjörvunum.

Örgjörvarnir eru 630, 640, 650 og 660 og eru 3.0, 3.2, 3.4 og 3.6 GHz. Örgjörvarnir eru með 64 bita stuðning og EIST (Enhanced Intel Speedstep) sem hægir á örgjörvanum þegar hann er ekki að vinna í þeim tilgangi að kæla hann. Nýr örgjörvi, 670, sem keyrir á 3.8GHz mun koma seinna.

Nýji Extreme Edition örgjörvinn keyrir á 3,73GHz og er með 1066MHz FSB og er hann fyrsti Extreme Edition örgjörvinn sem er byggður á Prescott kjarna. Þessi örgjörvi er líka með stuðning fyrir 64 bit en hefur ekki EIST.

Allir örgjörvarnir styðja Execute Disable Bit(XD-bit) sem eykur öryggi gegn ákveðnum vírusum.

http://www.xbitlabs.com/articles/cpu/di ... 4-6xx.html

Jæja þá eru Intel loksins búnir að demba sér út í 64 bita örgjörva og þá hlýtur að vera mjög stutt í að Microsoft fari að gefa út Windows XP 64 sem eflaust margir hér eru búnir að vera að bíða eftir.

Sent: Sun 20. Feb 2005 17:25
af gumol
Hljómar vel. Skrítið hvað það tekur óskaplega langan tíma að búa til 64 bita útgáfu af Windows.

Sent: Sun 20. Feb 2005 17:26
af Snorrmund
Já.. En það tekur bara þennan tíma því núna fara microsoft menn og undirbúa það undir þessa nýju örgjörva.. Svo það virki nú líka með Intel..

Sent: Sun 20. Feb 2005 17:35
af kristjanm
Windows XP 64 bit á allavega að koma í fyrri helming 2005.

Nýlega kom út Release Candidate 1 og svo Release Candidate 2.

Það er hægt að downloada þessum útgáfum einhvers staðar en þær renna út eftir u.b.b. ár held ég.

Sent: Sun 20. Feb 2005 18:14
af kristjanm
Mér finnst gaman að sjá að Intel séu farnir að taka sig á.

Þeir eru víst að vinna mjög hart að dual-core örgjörvunum líka og eiga hugsanlega eftir að gefa þá út áður en vorinu lýkur.

Það eiga víst líka að vera á leiðinni nýjir örgjörvar frá AMD sem verða allir 90nm og hafa SSE3. Þeir gáfu út þann fyrsta fyrir stuttu, AMD Opteron 252 sem er 90nm og keyrir á 2,6GHz.

Svo verður allt mjög rólegt býst ég við þangað til að dual-core örgjörvarnir koma, það verður akkurat þá sem ég uppfæri. Þá kaupi ég Intel Pentium 4 Smithfield 3.0GHz :P

Sent: Sun 20. Feb 2005 21:01
af gumol
Höldum málefnaleysinu á sér þráðum: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=7503

Sent: Mán 21. Feb 2005 00:19
af ICM
gumol það er blessuðum Intel þínum að kenna hversu WinXP x64 var seinkað mikið.

Sent: Mán 21. Feb 2005 04:20
af Haffi
Hljómar vel :8)

Sent: Mán 21. Feb 2005 12:53
af kristjanm
Getið skoðað þessa hérna grein ef þið viljið fá hugmynd um hvað þið græðið á Windows XP 64 bit.

http://www.xbitlabs.com/articles/cpu/di ... 4-rc1.html