Síða 3 af 6

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Lau 28. Okt 2017 15:02
af nidur
rapport skrifaði:Við verðum aldrei örugg með því að vera alltaf hrædd.


Verðum fljótt hrædd ef við erum ekki örugg úti á götum eða á útivistasvæðum seint á kvöldin eða um hábjartan dag.

Og það er raunveruleiki fólks sem býr í evrópu þessa stundina.

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Lau 28. Okt 2017 16:19
af urban
nidur skrifaði:
rapport skrifaði:Við verðum aldrei örugg með því að vera alltaf hrædd.


Verðum fljótt hrædd ef við erum ekki örugg úti á götum eða á útivistasvæðum seint á kvöldin eða um hábjartan dag.

Og það er raunveruleiki fólks sem býr í evrópu þessa stundina.


Er það ?
Nú ferðaðist ég töluvert í ár.
Ég varð ekki var við það að fólk í evrópu væri svona hrætt við að vera á ferðinni.

Löndin sem að ég heimsótti í sumar voru t.d. Danmörk, Spánn, Belgía, Bretland og þýskaland.
Nú í fyrra fór ég til nokkurra landa líka og varð ekki var við þessa hræðslu þá heldur.

Allstaðar sást fólk á ferðinni á öllum tímum sólarhring og ég gat ekki séð alla þessa hræðslu sem að þú talar um.

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Lau 28. Okt 2017 17:04
af nidur
urban skrifaði:Allstaðar sást fólk á ferðinni á öllum tímum sólarhring og ég gat ekki séð alla þessa hræðslu sem að þú talar um.




Nei, ok, my bad...

Maður sér svona vandamál svo vel þegar maður skreppur í smá ferð og labbar um og tekur leigubíla um borgina.

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Sun 29. Okt 2017 00:25
af urban
Hvar sér maður raunvöruleika fólks betur en akkurat þar sem að raunvöruleiki fóks gerist ?

Ég myndi persónulega trúa betur þeim sem að var á staðnum á móti þeim sem að segist hvernig hlutirnir gerast þar en var ekki þar.

Ég varð ekki var við þessa ógurlegu hræðslu sem að þú talar um, á staðnum þar sem að þú talar um að hún sé.

Fór þó á stórt músík festival í belgíu, tvisvar sinnum á tónleik í kaupmannahöfn, fór síðan aukalega á tónleika á tenerife og var þar sem að fólk er flest, semsagt þar sem að það eru einna mestar líkur á t.d. hryðjuverkaárás.

Hvar varst þú var við þessa hræðslu ?

á internetinu ?

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Sun 29. Okt 2017 09:13
af Haukursv
Verður hræðslan ekki til fyrst og fremst í fjölmiðlum. Ég hef sömu sögu að segja eftir að hafa tekið bakpokaferðalag um evrópu. Var ekki var við neina hræðslu nema mögulega aukna gæslu á sumum lestarstöðum, en ég veit svosem ekki hvernig þetta hefur alltaf verið.

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Sun 29. Okt 2017 09:23
af urban
Haukursv skrifaði:Verður hræðslan ekki til fyrst og fremst í fjölmiðlum. Ég hef sömu sögu að segja eftir að hafa tekið bakpokaferðalag um evrópu. Var ekki var við neina hræðslu nema mögulega aukna gæslu á sumum lestarstöðum, en ég veit svosem ekki hvernig þetta hefur alltaf verið.


Já vissulega er gæslan mun meiri en hún var fyrir nokkrum árum (ég hef ferðast um evrópu 2 - 3 á ári síðan 2006)
En þessa hræðslu varð ég ekki var við.

Fólk var bara nákvæmlega að lifa lífinu.

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Sun 29. Okt 2017 20:54
af nidur
Já ég hef greinilega vitlaust fyrir mér, þið tengið það sem ég sagði ekki við það sem kom á undan á þræðinum og ýkið það sem ég sagði til að sanna ykkar mál...

Ef þið fylgist með fréttum frá svíðþjóð, þýskalandi og ítalíu bara til að nefna nokkur dæmi. Þá er fólk ekki lengur að ferðast um vinsæl útivistarsvæði eitt um kvöld vegna þess að því finnst það ekki vera öruggt.

Hérna er t.d. bara ein af mörgum fréttum um svona mál.
https://www.reuters.com/article/us-ital ... SKCN1BO23C

Ef að fjölmiðlar og internetið eru bara tæki til að ljúga þá veit ég ekki til hvers við notum þetta.

Og kannski haldið þið að ég þekki ekki neinn og lesi bara áróðurssíður á netinu! Nei, ég les fréttir einungis af official fréttaveitum og er mjög gagnrýninn á bias í fjölmiðlum. Auk þess að þegar maður veit um raunverulegar sögur af fólki sem eru að lifa lífinu sínu þá er í lagi að segja frá þeirra sjónarmiðum.

Og af því að maður stendur einhverstaðar þar sem enginn er hræddur, þá þýðir það ekki að svæðið sé öruggt og að enginn glæpur hafi átt sér stað þar nóttina áður.

Sem betur fer þá er samfélagið okkar ennþá að halda tónleika og annað þrátt aukna hættu á hryðjuverkum eins og urban bendir á.

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Mán 30. Okt 2017 09:06
af KristinnK
Það verður að hafa í huga þegar rætt er um öryggistilfinningum í Evrópskum borgum að það fer allt eftir því hvaða hverfi er verið að tala um. Það er alveg sama á Íslandi, það myndi enginn nokkurn tíman hafa áhyggjur af barni sínu í Grafarvogi, en myndi hika við að láta það fara út í búð fyrir sig að kvöldi til í Fellunum.

Í Svíþjóð geta sérstaklega þeir sem hafa efni á að búa í fínu hverfunum ennþá labbað áhyggjulausir um hvefin sín. Á meðan er glæpagengjaofbeldi, sprengjuárásir og uppþot í hverfum eins og Rosengård. Ferðamenn sjá ekki þennan seinna hluta raunveruleikans í þessum löndum.

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Mán 30. Okt 2017 10:58
af Bacon4Islam
---


Ein­stak­ling­um utang­arðs fjölgað veru­lega


Mynd


349 ein­stak­ling­ar voru skráðir sem utang­arðs í júní á þessu ári. Karl­ar eru í meiri­hluta meðal utang­arðsfólks, eða 238. Hef­ur fjölgað veru­lega í hópn­um síðan sam­bæri­leg kort­lagn­ing var gerð árið 2012, en þá voru 179 ein­stak­ling­ar sem töld­ust utang­arðs. Því er um að ræða 95% fjölg­un.

Utang­arðsfólk er flest af ís­lensk­um upp­runa, eða 86,5%, 6% eru frá Póllandi og 5,3% frá tólf öðrum lönd­um. Flest­ir sem skil­grein­ast utang­arðs í borg­ar­sam­fé­lag­inu eru á aldr­in­um 21-40 ára, eða um helm­ing­ur.

Þetta kem­ur fram í skýrslu um hagi og líðan utang­arðsfólks sem kynnt var á fundi vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar með full­trú­um Rauða kross­ins, Sam­hjálp­ar, SÁÁ og Fang­els­is­mála­stofn­un­ar í síðustu viku, en þar var kynnt skýrsla sviðsins um aðstæður þeirra sem skil­grein­ast sem utang­arðs í borg­ar­sam­fé­lag­inu.

Utang­arðsfólk er ekki endi­lega hús­næðis­laust en skil­grein­ing á því hvað það þýðir að vera utang­arðs má finna í skýrsl­unni, en hana er að finna á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Flest­ir utang­arðs á aldr­in­um 21-40 ára
Flest­ir sem skil­grein­ast utang­arðs í borg­ar­sam­fé­lag­inu eru á aldr­in­um 21–40 ára, eða tæp­ur helm­ing­ur og fæst­ir voru í yngstu og elstu ald­urs­hóp­un­um, eða tvö pró­sent á aldr­in­um 18–20 ára og sjö pró­sent 61–80 ára.

Áfeng­is­vandi og mis­notk­un annarra vímu­efna voru tal­in helsta or­sök þess að ein­stak­ling­ar lendi utang­arðs en næst­al­geng­asta or­sök­in eru geðræn vanda­mál. 80% þeirra 142 utang­arðsmanna sem eru með geðræn­an vanda glíma einnig við áfeng­is- og vímu­efna­vanda.

Mynd

Tveir þriðju neyta áfeng­is og annarra vímu­efna að staðaldri
Flest­ir neyta áfeng­is- og annarra vímu­efna að staðaldri, eða 62% þeirra en 23% ein­stak­ling­anna voru hætt­ir neyslu. Hlut­fall karla og kvenna er jafnt hvað varðar neyslu áfeng­is og annarra vímu­efna að staðaldri. Einnig er það nokkuð jafnt hlut­fall milli kynja þegar kem­ur að neyslu annarra vímu­efna en áfeng­is. Karl­ar sem neyta ein­göngu áfeng­is eru hlut­falls­lega fleiri en kon­ur og hlut­falls­lega fleiri karl­ar hafa hætt neyslu.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu vegna skýrsl­unn­ar á vef Reykja­vík­ur að borg­ar­ráð hafi samþykkt að fjölga fé­lags­leg­um íbúðum um að lág­marki 500 á ár­un­um 2015-2020 og um 100 til viðbót­ar til 2034.

Fyr­ir ein­stak­linga sem eiga í marg­háttuðum fé­lags­leg­um vanda, s.s. vegna áfeng­is- og vímu­efna­neyslu rek­ur vel­ferðarsvið sjö heim­ili fyr­ir 60 íbúa. Heim­il­in eru sum hver starf­rækt með þjón­ustu­samn­ing­um og í sam­starfi við fé­laga­sam­tök. Mark­miðið er m.a. að veita víðtæk­an stuðning sem lið í end­ur­hæf­ingu og aðlög­un að sjálf­stæðri bú­setu. Reykja­vík­ur­borg styrk­ir auk þess rekst­ur áfanga­heim­ila sem rek­in eru af þriðja aðila og alls tek­ur borg­in þátt í að greiða kostnað vegna 142 rýma á áfanga­heim­il­um.

Skýrsla vel­ferðarsviðs um hagi og líðan utang­arðsfólks í heild sinni.


------

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Mán 30. Okt 2017 11:23
af rapport
Hafa innflytjendur og flóttafólk áhrif á vímuefnaneyslu á Íslandi?

Hr. Bacon, hvert ertu að fara með þessu?

Er uppbygging í kerfinu ekki öllum til hagsbóta?

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Mán 30. Okt 2017 11:26
af rapport
Moldvarpan skrifaði:
rapport skrifaði:
rbe skrifaði:Rétt eins og við kennum börnum, " það á að lána dótið sitt" en ekki fela það fyrir gestunum.

Gæði Íslands aukast einnig með fleira fólki af því að fólkið er stór hluti gæðanna og möguleikanna til að hagnýta landsins gæði.

*það á að lána dótið sitt" ? hvaða dót ertu að tala um ?
mér vitanlega er ekki neitt í lagi hér að viti ? allir háskólamenntaðir "sérfræðingar" i ölllu og allt í kalda koli ?
hvaða gæði eru eftirsóknar verð í þínum huga rapport minn í framtíðinni ?
að það sé til meira og meira af peningum og drasli að kaupa stærri hús fleiri bílar meira af gervidrasli ? handa öllum ? Hvaða gæði ertu að tala um ?
í hvað er þetta fólk að sækja sem kemur hingað ? fljýja hvað ? Það er að flýja sjálft sig aðallega ?
held þú þurfir að leggjast í algera naflaskoðun ef þú ert að tala um peninga ? þeir eru m.a að eyðileggja plánetuna ?

lífið á jörðinni snýst ekki um peninga eða hluti mér vitanlega og hefur aldrei gert. allar aðrar lífverur en maðurinn nota þá ekki og þær eru hvernig ?


nkl. ég skil ekki af hverju fólk er að halda því fram að flóttafólk sé að koma hingað til að "græða".

Við verðum aldrei örugg með því að vera alltaf hrædd.

Þegar ég segi gæði þá á ég við óspillta náttúru, fiskimiðin, jarðhitann, hreina vatnið, vindinn, öldurnar, kuldann á veturna, þekkinguna, tónlistina, virkni fólks í samfélaginu.

Ég sé tækifæri í að Ísland verði hálfgert "þróunarumhverfi" fyrir nýja tegund lýðræðis, tæknilegs beins lýðræðis (ekki jafn ýktu og í nýjasta þætti Orville samt :-)

Mér finnst við ekki hafa neina sérstaka ástæðu til að halda í það kerfi sem við lifum við í dag, ég sé enga þörf fyrir landamæri ef allir eru velkomnir alstaðar og í raun er fáránlegt að þurfa stimpil á blað til að geta ferðast um eða flutt sig um set á Jörðinni.

En það er ekkert, EKKERT, frammúrskarandi á Íslandi í dag í rekstri hins opinbera, regluverkinu okkar eða stjórnmálaunum. Í raun erum við aftarlega á merinni að goodera að frambjóðendur komist upp með kynferðislega áreitni í beinni útsendingu sbr. Brynjar Nielsson "Má ég kyssa þig"...

Og ef við gerum ekki kröfur til fólksins sem fer með valdið fyrir okkar hönd þá segir það eitthvað um okkar sjálfsmynd.

Þessi sjálfsmynd segir manni bara að Ísland er brotin þjóð, hér býr brotið fólk og við þurfum hjálp, ekki meira af sama sullinu og er að skemma allt fyrir okkur.





Ég er nú nokkuð viss um að þú hafir ekki hugsað þessa hugsun þína til enda.

Ég tel landamæraeftirlit nauðsynlegt og stór hættulegt að leggja það niður. Þá fyrst ertu búinn að skjóta þig í báðar lappirnar.

En falleg hugmynd. Heimurinn er bara ekki svona fallegur. Hann er brútal.


Hann verður ekki betri ef þú ætlar að vera brútal á móti.

Hvaða gagn yrði af því að setja landamæri milli Íslands og Vestfjarða?

Væri það hagur einhvers að bæta við landamærum?

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Þri 31. Okt 2017 07:50
af kjarrig
KristinnK skrifaði:Það verður að hafa í huga þegar rætt er um öryggistilfinningum í Evrópskum borgum að það fer allt eftir því hvaða hverfi er verið að tala um. Það er alveg sama á Íslandi, það myndi enginn nokkurn tíman hafa áhyggjur af barni sínu í Grafarvogi, en myndi hika við að láta það fara út í búð fyrir sig að kvöldi til í Fellunum.


Og á hverju byggir þú þetta? Eru þetta ævarandi fordómar gagnvart Fellunum eða hefur þú tölur til þess að styðja þessa fullyrðingu?

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Þri 31. Okt 2017 10:31
af dori
kjarrig skrifaði:
KristinnK skrifaði:Það verður að hafa í huga þegar rætt er um öryggistilfinningum í Evrópskum borgum að það fer allt eftir því hvaða hverfi er verið að tala um. Það er alveg sama á Íslandi, það myndi enginn nokkurn tíman hafa áhyggjur af barni sínu í Grafarvogi, en myndi hika við að láta það fara út í búð fyrir sig að kvöldi til í Fellunum.


Og á hverju byggir þú þetta? Eru þetta ævarandi fordómar gagnvart Fellunum eða hefur þú tölur til þess að styðja þessa fullyrðingu?

Líklegast bara fordómar. Svona svipað og allt annað sem er rætt um í þessum þræði.

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Þri 31. Okt 2017 12:46
af urban
kjarrig skrifaði:
KristinnK skrifaði:Það verður að hafa í huga þegar rætt er um öryggistilfinningum í Evrópskum borgum að það fer allt eftir því hvaða hverfi er verið að tala um. Það er alveg sama á Íslandi, það myndi enginn nokkurn tíman hafa áhyggjur af barni sínu í Grafarvogi, en myndi hika við að láta það fara út í búð fyrir sig að kvöldi til í Fellunum.


Og á hverju byggir þú þetta? Eru þetta ævarandi fordómar gagnvart Fellunum eða hefur þú tölur til þess að styðja þessa fullyrðingu?


Ég byggi þetta ekki á fordómum heldur reynslu og hef engar sérstakar tölur en það tekur sárastuttan tíma að grafa upp hin og þessi fréttaumfjallanir um alskyns ofbeldi við leyfasjoppu.

En eftir að hafa umgengist fólk í dekkri hliðum samfélagsins og nokkra þeirra einmitt bjuggu í fellunum og vitað hverjir þeirra vinir og óvinir væru, líka búsettir þarna í fellunum og eftir að hafa stundað hverfispöbbana öðru hverju.

Þá myndi ég ekki hleypa barni út í sjoppu hvaða kvöld vikunnar sem er.
Sem er þó bara við hliðina á löngu vitleysunni (fella blokkinni þarna).

Myndir þú gera það ?

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Þri 31. Okt 2017 13:08
af rbe
tja , ég mætti nú sérsveitinnni gráum fyrir járnum á hlaupum, hér í efra-breiðholti um daginn fyrir utan húsið hjá mér um hálf tólf um morgun ?
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/ ... reidholti/
menn verið að "skemmta" sér aðeins of mikið og of lengi ?
þetta var víst íslendingur ?
kippti mér ekki skapaðan hlut upp við þetta. enda heyrt ýmislegt skrautlegra í AA á 23árum.
en annars er einhver öruggur í miðbæ reykjavikur eftir miðnætti á föstudögum , laugardögum ?

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Þri 31. Okt 2017 15:14
af kjarrig
urban skrifaði:
kjarrig skrifaði:
KristinnK skrifaði:Það verður að hafa í huga þegar rætt er um öryggistilfinningum í Evrópskum borgum að það fer allt eftir því hvaða hverfi er verið að tala um. Það er alveg sama á Íslandi, það myndi enginn nokkurn tíman hafa áhyggjur af barni sínu í Grafarvogi, en myndi hika við að láta það fara út í búð fyrir sig að kvöldi til í Fellunum.


Og á hverju byggir þú þetta? Eru þetta ævarandi fordómar gagnvart Fellunum eða hefur þú tölur til þess að styðja þessa fullyrðingu?


Ég byggi þetta ekki á fordómum heldur reynslu og hef engar sérstakar tölur en það tekur sárastuttan tíma að grafa upp hin og þessi fréttaumfjallanir um alskyns ofbeldi við leyfasjoppu.

En eftir að hafa umgengist fólk í dekkri hliðum samfélagsins og nokkra þeirra einmitt bjuggu í fellunum og vitað hverjir þeirra vinir og óvinir væru, líka búsettir þarna í fellunum og eftir að hafa stundað hverfispöbbana öðru hverju.

Þá myndi ég ekki hleypa barni út í sjoppu hvaða kvöld vikunnar sem er.
Sem er þó bara við hliðina á löngu vitleysunni (fella blokkinni þarna).

Myndir þú gera það ?


Það er mismunandi reynsla greinilega, hef búið í 111 í 45 ár, og auðvitað er svartur sauður inná milli. Sem og í öðrum hverfum. En að draga Breiðholtið út sem svartan blett á Reykjavík er orðið mjög þreytt.

Ég hef alist þarna upp, sem og börnin mín, og þau hafa farið út í sjoppu á kvöldin, og alltaf komið ósködduð heim. En ég endurtek, að taka Breiðholtið út sem eitthvað glæpahverfi stenst enga skoðun.

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Mið 01. Nóv 2017 06:36
af nidur
Fólk má hafa sínar skoðanir á hlutunum án þess að vera með fordóma eða vera kallað rasistar.

Og hvar var umfjöllunin um þessi mál í kostningunum, Rúv spurði t.d. ekkert út í mál tengd útlendingastofnun, er það bannað eða tabú að tala um þetta.

Þora fréttamenn ekki að tala um þessi mál.

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Fim 02. Nóv 2017 10:01
af nidur
Hvað er þessi ennþá að gera á landinu, og hvar er vinur hans?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/ ... is_islams/

Meira en ár í kerfinu og 10 mánuðum eftir neitun þá er hann ennþá á landinu.

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Fim 02. Nóv 2017 13:42
af rapport
nidur skrifaði:Hvað er þessi ennþá að gera á landinu, og hvar er vinur hans?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/ ... is_islams/

Meira en ár í kerfinu og 10 mánuðum eftir neitun þá er hann ennþá á landinu.


Nkl. Hvað er málið þarna?

Hvað finnst ykkur rétt að gera í svona máli?

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Fim 02. Nóv 2017 20:03
af Bacon4Islam
---




Það er eitthvað mikið að, þegar þekktur ofbeldismaður getur dvalið frjáls hér á landi, mánuðum saman, hlotið vernd, húsnæði og annað, sem hlotnast ekki öllum Íslendingum. Meðan þessu fer fram, fremur hann hvert afbrotið af öðru og gerir í rauninni allt, sem slæmt getur talist, honum til handa. Í janúar s.l. var ljóst hvurslags vitleysingur var hér á ferð. Undirmönnuð lögreglan hefur ítrekað haft afskipti af þessum óþverra, en það er ekki fyrr en í september sem hann er lokaður inni. Meira að segja þar, heldur hann áfram áróðri, fyrir hönd mannleysa.

Er ekki kominn tími til að stjórnvöld girði sig í brók, eða er beðið eftir fyrstu sprengjunni, að springa á fjölförnum stað á Íslandi.


Rétt áður en einhver fávitinn gargar setninguna frægu, ALLAH RAPPORTBARRR ?







--

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Fim 02. Nóv 2017 23:09
af Minuz1
Bacon4Islam skrifaði:---




Það er eitthvað mikið að, þegar þekktur ofbeldismaður getur dvalið frjáls hér á landi, mánuðum saman, hlotið vernd, húsnæði og annað, sem hlotnast ekki öllum Íslendingum. Meðan þessu fer fram, fremur hann hvert afbrotið af öðru og gerir í rauninni allt, sem slæmt getur talist, honum til handa. Í janúar s.l. var ljóst hvurslags vitleysingur var hér á ferð. Undirmönnuð lögreglan hefur ítrekað haft afskipti af þessum óþverra, en það er ekki fyrr en í september sem hann er lokaður inni. Meira að segja þar, heldur hann áfram áróðri, fyrir hönd mannleysa.

Er ekki kominn tími til að stjórnvöld girði sig í brók, eða er beðið eftir fyrstu sprengjunni, að springa á fjölförnum stað á Íslandi.


Rétt áður en einhver fávitinn gargar setninguna frægu, ALLAH RAPPORTBARRR ?



Ég er tilbúinn til þess að borga hærri skatta eða fella niður greiðslur til íþróttafélaga til þess að efla sýnirlega og virka löggæslu hér á landi.

ps. vinsamlega ekki nota þetta color ógeð aftur.

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Fös 03. Nóv 2017 01:36
af Minuz1
nidur skrifaði:Hvað er þessi ennþá að gera á landinu, og hvar er vinur hans?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/ ... is_islams/

Meira en ár í kerfinu og 10 mánuðum eftir neitun þá er hann ennþá á landinu.


Vin hans er erfitt að finna, ég hefði áhuga á að vita hvað kom honum á þennan stað í lífinu.
En raunverulega þá er erfitt að laga hund, hvað þá með mann sem hefur hagað lífi sínu svona allt sitt líf.
Þrátt fyrir að hafa kannski fengið ömurlegt uppeldi í æsku þá verður þessi einstaklingur að átta sig hvernig heimurinn virkar.
Samúð færðu sjaldnast með ofbeldi.

Yfirvöld eru allt of seint að koma inn í svona mál, alveg sama hvort um sé að ræða Íslending eða hælisleitanda því miður :(

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Fös 03. Nóv 2017 10:55
af rapport
Bacon4Islam skrifaði:---

Það er eitthvað mikið að, þegar þekktur ofbeldismaður getur dvalið frjáls hér á landi, mánuðum saman, hlotið vernd, húsnæði og annað, sem hlotnast ekki öllum Íslendingum. Meðan þessu fer fram, fremur hann hvert afbrotið af öðru og gerir í rauninni allt, sem slæmt getur talist, honum til handa. Í janúar s.l. var ljóst hvurslags vitleysingur var hér á ferð. Undirmönnuð lögreglan hefur ítrekað haft afskipti af þessum óþverra, en það er ekki fyrr en í september sem hann er lokaður inni. Meira að segja þar, heldur hann áfram áróðri, fyrir hönd mannleysa.

Er ekki kominn tími til að stjórnvöld girði sig í brók, eða er beðið eftir fyrstu sprengjunni, að springa á fjölförnum stað á Íslandi.


Rétt áður en einhver fávitinn gargar setninguna frægu, ALLAH RAPPORTBARRR ?


--



Við tvö erum sammála um að þessi aðili hafi fyrirgert rétti sínum til búsetu á Íslandi.

Hvernig finnst þér að ætti að díla við málið og á hvaða forsendum?

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Lau 04. Nóv 2017 08:28
af Bacon4Islam
rapport skrifaði:
Bacon4Islam skrifaði:---

Það er eitthvað mikið að, þegar þekktur ofbeldismaður getur dvalið frjáls hér á landi, mánuðum saman, hlotið vernd, húsnæði og annað, sem hlotnast ekki öllum Íslendingum. Meðan þessu fer fram, fremur hann hvert afbrotið af öðru og gerir í rauninni allt, sem slæmt getur talist, honum til handa. Í janúar s.l. var ljóst hvurslags vitleysingur var hér á ferð. Undirmönnuð lögreglan hefur ítrekað haft afskipti af þessum óþverra, en það er ekki fyrr en í september sem hann er lokaður inni. Meira að segja þar, heldur hann áfram áróðri, fyrir hönd mannleysa.

Er ekki kominn tími til að stjórnvöld girði sig í brók, eða er beðið eftir fyrstu sprengjunni, að springa á fjölförnum stað á Íslandi.


Rétt áður en einhver fávitinn gargar setninguna frægu, ALLAH RAPPORTBARRR ?


--



Við tvö erum sammála um að þessi aðili hafi fyrirgert rétti sínum til búsetu á Íslandi.

Hvernig finnst þér að ætti að díla við málið og á hvaða forsendum?


---

Mynd





---

Re: Raunveruleiki Íslendinga vegna hælisleitenda

Sent: Sun 05. Nóv 2017 22:00
af rapport
Bacon4Islam skrifaði:
rapport skrifaði:
Bacon4Islam skrifaði:---

Það er eitthvað mikið að, þegar þekktur ofbeldismaður getur dvalið frjáls hér á landi, mánuðum saman, hlotið vernd, húsnæði og annað, sem hlotnast ekki öllum Íslendingum. Meðan þessu fer fram, fremur hann hvert afbrotið af öðru og gerir í rauninni allt, sem slæmt getur talist, honum til handa. Í janúar s.l. var ljóst hvurslags vitleysingur var hér á ferð. Undirmönnuð lögreglan hefur ítrekað haft afskipti af þessum óþverra, en það er ekki fyrr en í september sem hann er lokaður inni. Meira að segja þar, heldur hann áfram áróðri, fyrir hönd mannleysa.

Er ekki kominn tími til að stjórnvöld girði sig í brók, eða er beðið eftir fyrstu sprengjunni, að springa á fjölförnum stað á Íslandi.


Rétt áður en einhver fávitinn gargar setninguna frægu, ALLAH RAPPORTBARRR ?


--



Við tvö erum sammála um að þessi aðili hafi fyrirgert rétti sínum til búsetu á Íslandi.

Hvernig finnst þér að ætti að díla við málið og á hvaða forsendum?


---

Mynd

---


ok...

Svolíltil einföldun hjá þér, hvaða forsendur gefur þú þér og hvernig væri hægt að gera þetta á löglegan hátt?