Kaupa af amazon?

Allt utan efnis

Höfundur
Andriante
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Lau 04. Jún 2005 22:39
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Kaupa af amazon?

Pósturaf Andriante » Fim 13. Júl 2017 00:04

Sælir,

Ég sé að Amazon er farið að reikna út sendingarkostnað ásamt innflutningsgjöld í lokakostnað vörunnar þegar maður er í checkout.

Þýðir það að maður sé ekki að fara að greiða neitt meira þegar varan kemur til landsins?



Skjámynd

ElGorilla
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mán 09. Des 2002 10:26
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf ElGorilla » Fim 13. Júl 2017 00:14

Já það passar. Ég þurfti ekkert að greiða aukalega síðast þegar ég pantaði af Amazon.



Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf ZoRzEr » Fim 13. Júl 2017 07:42

Þeir reikna þetta aðeins riflega í mínum tilfellu. Hef fengið endurgreidda nokkrar krónur 7-10 daga eftir kaup. Sést á Visa yfirliti.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini


gutti
Bara að hanga
Póstar: 1583
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 44
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf gutti » Fim 13. Júl 2017 10:05

Ég hef fengið endurgreiðslu frá 1000 að 5000 frá síðasta 2 pöntun hjá Amazon



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 731
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 176
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf russi » Fim 13. Júl 2017 11:08

Þetta er helber snilld, djöfull er fínt að vera laus við einhver email samskipti við dhl/ups/tollinn.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf arons4 » Fim 13. Júl 2017 12:34

russi skrifaði:Þetta er helber snilld, djöfull er fínt að vera laus við einhver email samskipti við dhl/ups/tollinn.

Heppinn bara að geta haft þessi samskipti gegnum email.. fæ alltaf bréf inn um lúguna þótt ég sé marg búinn að skrá þetta hjá póstinum og að netfang standi meir að segja á pakkanum.



Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf ZoRzEr » Fös 14. Júl 2017 10:06

Þetta hefur allavera reynst mér eintaklega vel. Fær vöruna beint heim að dyrum og þarft ekki að greiða þegar þetta kemur. Sendingartíminn er líka oft 2-3 dagar til Íslands, sem er eiginlega fáránlegt. Hef óskað eftir einu return í gegnum Amazon og það gekk eins í sögu. Fékk endurgreitt strax og sendi vöruna út daginn eftir. Þú hefur 30 daga til að koma vörunni til þeirra. Í mínu tilfelli tók það Íslandspóst 25 að koma þessu til vöruhús Amazon í Kentucky.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini


Höfundur
Andriante
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Lau 04. Jún 2005 22:39
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf Andriante » Lau 22. Júl 2017 20:07

Einhverjir fleiri sem vilja bæta við þetta? Er að fara að toga í gikkinn á stórri pöntun og vill vera viss um að ég sé ekki að fara fá einhver auka gjöld í hnakkann!



Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf ZoRzEr » Lau 22. Júl 2017 20:13

Ég hef aldrei lent í auka gjöldum, alltaf fengið smotterí endurgreitt nokkrum dögum eftir afhendingu. Stærsta pöntunin mín var um 1.500 dollarar. Hef pantað 12-15 sinnum af Amazon síðustu 18 mánuði.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Lau 22. Júl 2017 20:14

Andriante skrifaði:Einhverjir fleiri sem vilja bæta við þetta? Er að fara að toga í gikkinn á stórri pöntun og vill vera viss um að ég sé ekki að fara fá einhver auka gjöld í hnakkann!


Ég er búinn að panta helling af dóti frá Amazon eftir að þeir byrjuðu að sjá um tollagjöldin og eina sem ég hef lent í er að fá endurgreitt mánuði eftir pöntun vegna þess að þeir öfrukkuðu mig um einhvern 1000 kall :happy . Ég er allavega mjög ánægður með þetta fyrirkomulag.




Snikkari
spjallið.is
Póstar: 475
Skráði sig: Mið 19. Nóv 2003 21:58
Reputation: 7
Staðsetning: Hfj.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf Snikkari » Lau 22. Júl 2017 20:19

Ég var að panta Samsung 850 Evo SSD M.2 1TB af Amazon.com
Pantaði á þriðjudagskvöldi og hann var kominn á fimmtudagsmorgni klukkan 10.
Þessi diskur kostaði mig rétt rúmlega 50 þúsund.

https://www.amazon.com/gp/product/B01G8 ... UTF8&psc=1
Síðast breytt af Snikkari á Lau 22. Júl 2017 20:20, breytt samtals 1 sinni.


CM Scout 2 | | | Corsair RM850x
G.Skill 2x8GB Trident Z 3200Mhz | Samsung 870 EVO plus M.2 1TB |


Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 604
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 86
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf Manager1 » Lau 22. Júl 2017 20:20

Hefur einhver reiknað út hversu mikið Amazon er að rukka í auka gjöld? Er upphæðin nákvæmlega sú sama og tollurinn hérna heima hefði rukkað eða er Amazon að taka smá auka fyrir sig?



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2766
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 123
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf zedro » Lau 22. Júl 2017 23:26

Manager1 skrifaði:Hefur einhver reiknað út hversu mikið Amazon er að rukka í auka gjöld? Er upphæðin nákvæmlega sú sama og tollurinn hérna heima hefði rukkað eða er Amazon að taka smá auka fyrir sig?

Lesa það sem hinir skrifuðu?

I-JohnMatrix-I skrifaði:eina sem ég hef lent í er að fá endurgreitt mánuði eftir pöntun vegna þess að þeir öfrukkuðu mig um einhvern 1000 kall

ZoRzEr skrifaði:alltaf fengið smotterí endurgreitt nokkrum dögum eftir afhendingu

gutti skrifaði:Ég hef fengið endurgreiðslu frá 1000 að 5000 frá síðasta 2 pöntun hjá Amazon

ZoRzEr skrifaði:Þeir reikna þetta aðeins riflega í mínum tilfellu. Hef fengið endurgreidda nokkrar krónur 7-10 daga eftir kaup.


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf Pandemic » Sun 23. Júl 2017 00:54

Fékk allan sendingarkostnaðinn endurgreiddan um daginn þar sem sendingin fór yfir 2 daga frá áætluðum tíma.




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 604
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 86
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf Manager1 » Sun 23. Júl 2017 01:53

zedro skrifaði:
Manager1 skrifaði:Hefur einhver reiknað út hversu mikið Amazon er að rukka í auka gjöld? Er upphæðin nákvæmlega sú sama og tollurinn hérna heima hefði rukkað eða er Amazon að taka smá auka fyrir sig?

Lesa það sem hinir skrifuðu?

Ég las allt hitt. Amazon getur samt tekið þóknun fyrir þessa umsýslu þó þeir hafi stundum endurgreitt.




Runar
Ofur-Nörd
Póstar: 294
Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf Runar » Sun 23. Júl 2017 09:36

Ég hef alltaf verið hræddur að panta af Amazon USA, útaf tölunum sem ég sé í sendingarkostnaðinum hjá þér, veit ekki afhverju, en ég hef bara haft litla trú á að fá endurgreitt mismuninn þegar þetta er komið. Taka dæmi af einu sem mig langar að panta þaðan:
https://www.amazon.com/Audio-Technica-ATH-ADG1X-High-Fidelity-Gaming-Headset/dp/B01AYZZP5U/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1500802102&sr=8-1&keywords=ATH-ADG1x

$300 og sendingarkostnaður skráður sem $248.11
vsk'ur af $300 yrði ca. $75

Veit að vsk'urinn er oftast reiknaður af verðinu af vörunni+sendingarkostnaðsins, sem sagt, ef varan væri $300, og raunverulegur sendingarkostnaður væri $50, þá yrði vsk'urinn reiknaður af $350 og ekki $300. Vsk af $350 yrði ca. $88, og væri þá samtals $438 komið hingað, með vsk og sendingarkostnaði. Eða er ég að bulla?

En myndi ég alveg örugglega fá mismuninn endurgreiddann? Þið sem hafið pantað þaðan áður og þeir sem þekkja þetta, hvað mynduð þið halda að ég myndi borga fyrir þessa vöru, komna heim til mín og mínus endurgreiðsluna sem ég ætti að fá?

Vona að þetta er allt skiljanlegt :P



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2766
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 123
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf zedro » Sun 23. Júl 2017 11:01

Miðað við reiknivélina hjá tollinum og þessar upls:

Kóði: Velja allt

Shipping & Fee Details
Price.................................$299.00
AmazonGlobal Shipping..............+..$46.26
Estimated Import Fees Deposit......+..$201.85
Total.................................$547.11

Kóði: Velja allt

Verð vörunnar (tollverð + aðflutningsgjöld) miðað við þær forsendur sem þú gafst upp hér að ofan:
36.294 kr. + 8.730 kr. = 45.024 kr.
Gengi: 105,2

Þá finnst mér 200$ full hátt fyrir þessa vöru :-k


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16266
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1987
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf GuðjónR » Sun 23. Júl 2017 11:38

Pandemic skrifaði:Fékk allan sendingarkostnaðinn endurgreiddan um daginn þar sem sendingin fór yfir 2 daga frá áætluðum tíma.

Þurftir þú að sækja um það eða gerðist það sjálfkrafa?



Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf ZoRzEr » Sun 23. Júl 2017 12:06

Af þeim tölvuvörum sem ég hef keypt þá hefur aðflutningsgjöldin sem Amazon stingur upp á aldrei verið óeðlilega há. Reiknaði þau af fyrstu pöntunum sem ég gerði og sá ekkert óðelileg.

Dæmi : https://www.amazon.com/gp/product/B01M5 ... d_i=284822

Spurning hvort þessi heyrnatól séu reiknuð með meiri tolla en tölvuvörur?


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini


Runar
Ofur-Nörd
Póstar: 294
Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf Runar » Sun 23. Júl 2017 14:53

ZoRzEr skrifaði:Af þeim tölvuvörum sem ég hef keypt þá hefur aðflutningsgjöldin sem Amazon stingur upp á aldrei verið óeðlilega há. Reiknaði þau af fyrstu pöntunum sem ég gerði og sá ekkert óðelileg.

Dæmi : https://www.amazon.com/gp/product/B01M5 ... d_i=284822

Spurning hvort þessi heyrnatól séu reiknuð með meiri tolla en tölvuvörur?



Well.. tölvuskjár sem ég er líka að spá í að kaupa er með svona fáránlega háar tölur:

https://www.amazon.com/Samsung-34-Inch-Widescreen-Monitor-C34F791/dp/B01M1D7JVO/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1500821253&sr=8-1&keywords=C34F791

Order Summary
Items: $749.99
Shipping & handling: $449.65
Total before tax: $1,199.64
Estimated tax to be collected: $0.00
Import Fees Deposit $311.91
Order total: $1,511.55

Import fee töluna skil ég, hljómar sem rétt upphæð í fljótu séð, en skil ekki málið með shipping & handling töluna. Þori varla að kaupa þessar 2 vörur sem mig langar í frá Amazon..

Einhver fórna sér og kaupa þær af Amazon og látið mig vita hvernig gekk með þetta! Er ég nokkuð of bjartsýnn með það? :D



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4324
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf chaplin » Sun 23. Júl 2017 15:19

Þetta er nú ekki beint lítill og léttur pakki, hefur þú ath. hvort BH eigi skjáinn og sendi hann til Íslands?

Annars hef ég mest verið að lenda í því að panta hluti frá Amazon, borgað furðulega lítið í sendingarkostnað og þegar ég ætla að panta vöruna aftur þá eru þeir hættir að senda til Íslands. Það er einfaldlega ekki ódýrt að senda hingað.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf Pandemic » Sun 23. Júl 2017 18:17

GuðjónR skrifaði:
Pandemic skrifaði:Fékk allan sendingarkostnaðinn endurgreiddan um daginn þar sem sendingin fór yfir 2 daga frá áætluðum tíma.

Þurftir þú að sækja um það eða gerðist það sjálfkrafa?

Það gerðist sjálfkrafa

We are sorry that we were unable to meet our guaranteed delivery date promise, so we are refunding the shipping charges for your entire order.



Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 976
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 134
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf brain » Mán 24. Júl 2017 00:10

Finnst það ekkert skrýtið að það kosti um $450 að senda svona pakka til Íslands.

Kassinn er um 130x80x20




SE-sPOON
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mán 09. Jan 2017 13:18
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa af amazon?

Pósturaf SE-sPOON » Mán 24. Júl 2017 12:55

Runar skrifaði:Well.. tölvuskjár sem ég er líka að spá í að kaupa er með svona fáránlega háar tölur:

https://www.amazon.com/Samsung-34-Inch-Widescreen-Monitor-C34F791/dp/B01M1D7JVO/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1500821253&sr=8-1&keywords=C34F791

Order Summary
Items: $749.99
Shipping & handling: $449.65
Total before tax: $1,199.64
Estimated tax to be collected: $0.00
Import Fees Deposit $311.91
Order total: $1,511.55

Import fee töluna skil ég, hljómar sem rétt upphæð í fljótu séð, en skil ekki málið með shipping & handling töluna. Þori varla að kaupa þessar 2 vörur sem mig langar í frá Amazon..

Einhver fórna sér og kaupa þær af Amazon og látið mig vita hvernig gekk með þetta! Er ég nokkuð of bjartsýnn með það? :D


Það er rúmmálsþyngd sem gildir í flutningnum, ekki óeðlilegt að sjá svona flutningskostnað með DHL af svona stórum skjá. Þetta er rúmfrekt.