Síða 1 af 1

PayPal - svona sparar þú pening

Sent: Fim 23. Mar 2017 23:01
af GuðjónR
Default þá notar PayPal sitt eigið gengi. Ég ætlaði að kaupa liti sem kosta $25 en þegar ég kom að greiðslu þá stóð að upphæðin væri 2909 eða 116.36 kr. hver dollari sem auðvitað passar ekki, ég fór að googla og fann leið til að breyta þessu þannig að PayPal noti VISA gengið og þá kom ný tala 2.792 eða 111.68 kr.

Trikkið er að fara inn á þennan link:
https://www.paypal.com/us/cgi-bin/websc ... ll-funding
Ýta þar á "Conversion Options" og velja: Bill me in the currency listed on the seller's invoice. en default er stillt á: Use PayPal's conversion process to complete my transaction using my card's currency.
Ýta svo á "submit" ... og wollah ... lægra gengi!

Re: PayPal - svona sparar þú pening

Sent: Fim 23. Mar 2017 23:18
af agust1337
Mér fannst svo eitthvað vera skrítið þegar ég kaupi með PayPal að það virtist vera ódýrari en já, flott að sjá að það er þannig (að mestu leiti)

Re: PayPal - svona sparar þú pening

Sent: Fim 23. Mar 2017 23:23
af Danni V8
Þetta er snilld! Getur eflaust munað heilum helling þegar maður er að panta dýra hluti..

Re: PayPal - svona sparar þú pening

Sent: Fim 23. Mar 2017 23:50
af rbe
flott mál fyrir þá sem versla á netinu. :P

ég spara nú mest á því að versla ekkert ?
hef bara notað kortið einu sinni á netinu debet.

Re: PayPal - svona sparar þú pening

Sent: Fös 24. Mar 2017 00:14
af worghal
en er ekki svo tekið eftir gengi hjá valitor/borgun hvort sem er ?

Re: PayPal - svona sparar þú pening

Sent: Fös 24. Mar 2017 08:47
af GuðjónR
worghal skrifaði:en er ekki svo tekið eftir gengi hjá valitor/borgun hvort sem er ?

Greinilega ekki, í gær þá munaði 5 kr. á gengi dollars.

Re: PayPal - svona sparar þú pening

Sent: Fös 24. Mar 2017 09:25
af frr
Það má bæta því við að stundum er boðið upp verð í evrum eða pundum og jafnvel íslenskum krónum, á erlendum netverslunum. Þetta er ekki tengt Paypal.
Það þarf að passa sig á því að velja US$, því munurinn getur verið tugir prósenta á verði.

Re: PayPal - svona sparar þú pening

Sent: Fös 24. Mar 2017 12:23
af worghal
frr skrifaði:Það má bæta því við að stundum er boðið upp verð í evrum eða pundum og jafnvel íslenskum krónum, á erlendum netverslunum. Þetta er ekki tengt Paypal.
Það þarf að passa sig á því að velja US$, því munurinn getur verið tugir prósenta á verði.

Maður rekur líka augun oft í 1:1 conversion milli dollars og punda/evra

Re: PayPal - svona sparar þú pening

Sent: Fös 24. Mar 2017 16:19
af Dagur
Er einhver þörf á að nota paypal lengur? Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því lengur að gefa upp kortanúmerið mitt