Síða 1 af 2

Er að leita að uppþvottavél

Sent: Þri 03. Jan 2017 22:38
af GuðjónR
Gamla vélin mín dó milli jóla og nýárs, er alveg búinn að fá nóg af þvottabursta og viskastykki.
Hvaða vélum mæla menn með'? Googli gefur Whirpool ágætis einkun og er ég búinn að fara fram og til baka.
En eins og við var að búast af manni með græjufíkil þá skal það dýrasta alltaf heilla mest, hvort sem það verður raunin eða ekki.

Eru þetta ekki sambærilegar Miele vélar þó verðmunurinn sé svolítill?
http://www.eirvik.is/?prodid=72
http://elko.is/miele-upppvottavel-g4914scusteel

Sá sýningarvél (Miele: http://elko.is/miele-upppvottavel-stal-g6202scusteel) í gær, verð að segja að hún virkaði mjög sturdy og fín.
Verðið kannski aðeins í hærri kantinum samt. :money
Er kannski málið að klípa sig og snappa out of it, kíkja aftur á Whirpool eða Siemes og hætta þessum Miele pælingum?

Hvað á maður að kaupa þá ef eitthvað, kannski bara betri uppþvottabursta?

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Þri 03. Jan 2017 23:39
af rapport

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 05:28
af Lallistori
Keypti whirlpool vél í byrjun vetrar, stílhrein og flott en í kanski 1 af hverju 3 skiptum sem hún þvær þá leysist taflan ekki upp (stundum opnast lokið á töfluboxinu ekki einusinni).

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 06:22
af mercury
Ekki gleima að skoða
http://rafha.is/products/uppthvottavelar
Nokkuð flott verð þarna.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 07:35
af ZoRzEr
Mamma þvær fleiri þvotta en fjölskylda með 4 börn og hún valdi sér LG þvottavél snemma 2016. Hún er hæst ánægð með hana og segir hana þvo betur en allar aðrar vélar sem hún hefur átt. Einnig var hún hljóðlátust af öllum þeim fyrri. Þau voru með Whirlpool þar á undan og Electrolux fyrir hana. Ágætis vélar báðar en þær entust 5 ár fyrir Whirlpool og 6 fyrir Electrolux vélina.

Sjálfur með AEG vél sem hefur reynst ágætlega, keypt 2012. Er svo með aðra vél í annari íbúð sem er Electrolux, keypt 2011, og hún hefur staðið sig vel, en lítið notuð miðað við allar hinar.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 08:59
af GuðjónR
Lallistori skrifaði:Keypti whirlpool vél í byrjun vetrar, stílhrein og flott en í kanski 1 af hverju 3 skiptum sem hún þvær þá leysist taflan ekki upp (stundum opnast lokið á töfluboxinu ekki einusinni).

Það er nú ekki alveg nógu gott. :-k

mercury skrifaði:Ekki gleima að skoða
http://rafha.is/products/uppthvottavelar
Nokkuð flott verð þarna.

Ég gleymi þessu alltaf!
Og fór að grufla, mundi þá eftir öðru sem ég gleymi líka oft.
http://www.ef.is/

ZoRzEr skrifaði:Mamma þvær fleiri þvotta en fjölskylda með 4 börn og hún valdi sér LG þvottavél snemma 2016.

LG þvottavélarnar líta alveg eins út og Samsung þvottavélarnar, engu líkara en þær komi af sama færibandi þannig að ég trúi vel
að hún sé ánægð (alveg þangað til móðurborðið drepst.) :)
Annars þá er ég að leita að uppþvottavél núna. :happy

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 09:27
af ZoRzEr
Mamma þvær fleiri þvotta en fjölskylda með 4 börn og hún valdi sér LG þvottavél snemma 2016.

LG þvottavélarnar líta alveg eins út og Samsung þvottavélarnar, engu líkara en þær komi af sama færibandi þannig að ég trúi vel
að hún sé ánægð (alveg þangað til móðurborðið drepst.) :)
Annars þá er ég að leita að uppþvottavél núna. :happy


Afsakið, ég er greinilega ekki vaknaður. Tók þessu bara sem þvottavélin þín hefði gefið upp öndina :lol:

Annars á mamma Whirlpool vél sem hefur reynst mjög vel í þrifum, en það komast ekki fyrir rauðvínsglös í stærri kantinum í efri rekkann. Það truflar hana ógurlega.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 09:54
af littli-Jake
Fékk mér svona fyrir rúmu ári síðan. Rosalega hljóðlát sem er stór kostur

http://ht.is/product/uppthvottavel-60cm ... uc3t123pfx

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 10:40
af CendenZ
Siemens eða Miele... German made, ekkert AEG/Whirlpool/Electrolux neitt [-X

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 11:10
af isr
Ég var með siemens sem dó fyrir nokkrum árum,síðan fékk ég mér electrolux frá Húsasmiðjunni frekar ódýra um 90-100. Eftir að ég fór að nota electrolux vélina þá sá ég hvað Siemens vélin var góð,heyrðist miklu minna í henni og bara mun massívari.
Það voru tvær vélar í boði í húsasmiðjunni þegar ég keypti mína,vél sem kostaði um 100 þús og vél sem kostaði 160 þús,ég hefði betur tekið dýrari vélina þar sem mín er algert rusl,mikill niður í henni og neðri grindin dettur alltaf niður af brautinni og þarf ekki einu sinni að fylla hana til þess.
Það er nú oftast þannig að maður fær það sem maður borgar fyrir.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 12:18
af hundur
Ég skoðaði þetta talsvert seinasta vor, m.a. með hjálp síðunnar Which.co.uk , en mér skilst að það sé eins og bresk útgáfa af Consumerreports. Þar trónuðu þýsku vélarnar á toppnum - Miele efst, þar á eftir Siemens og Bosch. Verðmunurinn á Miele og hinum tveimur er hins vegar mikill. Þær eiga allar að endast í +10 ár eftir því sem ég best veit.

Við enduðum á að fá okkur 5 ára gamla Siemens vél og hún hefur ekki slegið feilspor, held að það hafi mögulega þrisvar gerst að einstaka hlutur kom út óhreinn! Sérstaklega mikill munur á hennir þegar við bárum hana saman við eldri vélina okkar (borðuppþvottavél frá Logic). Notum alltaf sömu stillinguna og allt kemur skínandi hreint út, jafnvel það sem hefur fengið að harðna á diskunum.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 14:09
af depill
GuðjónR skrifaði:
ZoRzEr skrifaði:Mamma þvær fleiri þvotta en fjölskylda með 4 börn og hún valdi sér LG þvottavél snemma 2016.

LG þvottavélarnar líta alveg eins út og Samsung þvottavélarnar, engu líkara en þær komi af sama færibandi þannig að ég trúi vel
að hún sé ánægð (alveg þangað til móðurborðið drepst.) :)
Annars þá er ég að leita að uppþvottavél núna. :happy


Á samsung þvottavél, hún er fín. Á LG uppþvottavél, hún er drasl ( fólkið sem bjó í húsinu mínu lét hana fylgja, passaði í innréttinguna og ég því miður seldi Siemens uppþvottavélina mína gömlu ), pabbi á Samsung uppþvottavél og þrátt fyrir að ég þekki engan sem þrífur diskana sína jafn mikið áður en þeir fara í uppþvottavélina er hún algjört drasl.

Miele, Siemens, Bosch ( mögulega þetta Asko ) er það eina sem ég myndi vera skoða.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 14:17
af BrynjarD
Ég keypti þessa, http://elko.is/bosch-upppvottavel-stal-smp68m05sk, fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum. Gæti í raun ekki verið sáttari. Mjög hljóðlát og þvær og þurkar vel. Hlutir rúmast einnig vel í henni, t.d. þar sem hún er með hnífaparahillu (sem er möst) sem og er hægt að hækka og lækka grindurnar sjálfar.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 14:56
af GuðjónR
depill skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
ZoRzEr skrifaði:Mamma þvær fleiri þvotta en fjölskylda með 4 börn og hún valdi sér LG þvottavél snemma 2016.

LG þvottavélarnar líta alveg eins út og Samsung þvottavélarnar, engu líkara en þær komi af sama færibandi þannig að ég trúi vel
að hún sé ánægð (alveg þangað til móðurborðið drepst.) :)
Annars þá er ég að leita að uppþvottavél núna. :happy


Á samsung þvottavél, hún er fín. Á LG uppþvottavél, hún er drasl ( fólkið sem bjó í húsinu mínu lét hana fylgja, passaði í innréttinguna og ég því miður seldi Siemens uppþvottavélina mína gömlu ), pabbi á Samsung uppþvottavél og þrátt fyrir að ég þekki engan sem þrífur diskana sína jafn mikið áður en þeir fara í uppþvottavélina er hún algjört drasl.

Miele, Siemens, Bosch ( mögulega þetta Asko ) er það eina sem ég myndi vera skoða.

Magnað að þú skulir segja það, hef verið að spá í:
http://elko.is/miele-upppvottavel-g4914scusteel
og
http://www.sminor.is/heimilistaeki/voru ... vottavel-2

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 15:06
af kiddi
depill skrifaði:...pabbi á Samsung uppþvottavél og þrátt fyrir að ég þekki engan sem þrífur diskana sína jafn mikið áður en þeir fara í uppþvottavélina er hún algjört drasl.


Smá innlegg í umræðuna - mér skilst að maður eigi einmitt að þrífa diskana sem minnst svo uppþvottavélin virki best, því flestar uppþvottavélar skynja magn óhreininda og þrífa betur, og á hærra hitastigi eftir því sem óhreinindin eru meiri, þannig að mögulega er pabbi þinn að gera sjálfum sér mikinn bjarnagreiða með því að þrífa allt svona vel áður.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 15:21
af dori
Mig langar bara að taka undir það sem virðist vera nokkur samstaða um hérna. Ég er með Siemens uppþvottavél og hún er frábær. Hefur ekki marga eiginleika (þannig séð, hef ekki mikið pælt í því en það er basically bara hitastig og svo eitthvað "þrífa verr og klára hraðar" prógramm).

Það þarf eiginlega ekkert að pæla í því hvað maður setur í hana og hvernig nákvæmlega maður raðar því upp það kemur bara hreint og fínt úr henni og ekkert vesen. Og það heyrist lítið í henni (miðað við aðrar vélar sem ég hef séð í gangi).

Ég fengi mér Miele eða Siemens ef ég væri að kaupa mér vél í dag (gildir reyndar líka um öll þessi stóru heimilitæki, Siemens þvottavélin/þurrkarinn slá heldur ekki feilspor).

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 15:35
af Tbot
AEG er bara brandname í dag.

Electrolux á réttinn á AEG nafninu fyrir heimilistæki.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 16:11
af davida
Tbot skrifaði:AEG er bara brandname í dag.

Electrolux á réttinn á AEG nafninu fyrir heimilistæki.


Eignaðist einmitt ~16-18 ára gamla AEG uppþvottavél þegar að amma og afi uppfærðu. Sú líka svona svínvirkar :megasmile: . Það er reyndar líkur á því að gamla settið hafi vaskað flest allt í höndunum þrátt fyrir að hafa haft hana.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 16:24
af mercury
Siemens og bosch eru einmitt sama merkið lika.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 16:57
af Pandemic
kiddi skrifaði:
depill skrifaði:...pabbi á Samsung uppþvottavél og þrátt fyrir að ég þekki engan sem þrífur diskana sína jafn mikið áður en þeir fara í uppþvottavélina er hún algjört drasl.


Smá innlegg í umræðuna - mér skilst að maður eigi einmitt að þrífa diskana sem minnst svo uppþvottavélin virki best, því flestar uppþvottavélar skynja magn óhreininda og þrífa betur, og á hærra hitastigi eftir því sem óhreinindin eru meiri, þannig að mögulega er pabbi þinn að gera sjálfum sér mikinn bjarnagreiða með því að þrífa allt svona vel áður.


Þetta er einmitt ástæðan af hverju sumir fá skýjuð glös úr vélunum hjá sér, þvottaefnið hefur ekkert til að vinna á og byrjar að safnast fyrir á glerinu og skemma það þar sem því er dælt mörgum sinnum í gegnum vélina. Enginn að segja að þú eigir að setja kjúklingavængina í vélina, hinsvegar er nóg að hreinsa bara það lausa af diskum og henda þeim í vélina.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 16:59
af Lallistori
CendenZ skrifaði:Siemens eða Miele... German made, ekkert AEG/Whirlpool/Electrolux neitt [-X


Mamma keypti sér ódýra Miele vél í fyrra, alveg asnalegt hvað hún þrífur vel og gerir það þegjandi og hljóðalaust!
Hefði betur átt að kaupa Miele í stað þess að kaupa Whirlpool draslið, viðurkenni að ég var að spá aðeins of mikið í útlitinu á vélinni.. 8-[

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 19:34
af appel
ZoRzEr skrifaði:Mamma þvær fleiri þvotta en fjölskylda með 4 börn og hún valdi sér LG þvottavél snemma 2016. Hún er hæst ánægð með hana og segir hana þvo betur en allar aðrar vélar sem hún hefur átt. Einnig var hún hljóðlátust af öllum þeim fyrri.


Ef ég væri Elkó þá myndi ég kíkja á þennan þráð og nota svona quotes í næstu sjónvarpsauglýsingar á uppþvottavél. :D

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 20:18
af GuðjónR
appel skrifaði:
ZoRzEr skrifaði:Mamma þvær fleiri þvotta en fjölskylda með 4 börn og hún valdi sér LG þvottavél snemma 2016. Hún er hæst ánægð með hana og segir hana þvo betur en allar aðrar vélar sem hún hefur átt. Einnig var hún hljóðlátust af öllum þeim fyrri.


Ef ég væri Elkó þá myndi ég kíkja á þennan þráð og nota svona quotes í næstu sjónvarpsauglýsingar á uppþvottavél. :D


hehehe góður!

En mér sýnist Vaktarar vera nokkuð sammála þegar kemur að uppþvottavélum, Miele eða Siemens, ef það er öfugt "ei" í orðinu, þ.e.ie þá er það gæðamerki. Verð að fara eftir þessum ráðleggingum og skoða Miele og Siemens betur.
Því meira sem ég skoða því meira finnst mér Siemes = Benz en Miele = Rolls. Am I right or am I right?

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 21:04
af daremo
CendenZ skrifaði:Siemens eða Miele... German made, ekkert AEG/Whirlpool/Electrolux neitt [-X


Ég hef alltaf keypt mér Siemens raftæki, en var svolítið svekktur þegar ég komst að því að Siemens þvottavélin sem ég keypti um daginn er framleidd í Tyrklandi.
Hún er amk þrusu góð en sjáum til hvað hún endist lengi.

Re: Er að leita að uppþvottavél

Sent: Mið 04. Jan 2017 22:33
af joker
Erum með Siemens uppþvottavél sem hefur aldrei bilað. Hún er frá árinu 1984 og hefur því gengið í um 33 ár.