Tilfæringar á DSC öryggiskerfi frá Securitas - einhver sem þekkir?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Tilfæringar á DSC öryggiskerfi frá Securitas - einhver sem þekkir?

Pósturaf hagur » Sun 27. Nóv 2016 16:42

Sælir aftur drengir,

Önnur pæling frá mér. Er semsagt að endurgera hjá mér eldhúsið og þarf þessvegna að færa öryggiskerfið sem ég er með. Þarf semsagt að færa lyklaborðið/skjáinn og eitthvað hvítt box sem ég veit ekki alveg hvað gerir. Ég er búinn að opna það box og skoða og það er lítið mál að skrúfa vírana lausa og tengja uppá nýtt. Mig langar helst að gera þetta bara sjálfur svo ég þurfi ekki að kalla út mann frá Securitas og bíða guð má vita hve lengi eftir honum. Það sem ég er aðallega að spá er hvort að kerfið verði alveg tjúllað og væli ef ég fer að aftengja þetta? Þarf semsagt að leggja nýjan kapal frá sírenunni í þetta hvíta millibox og þaðan í lyklaborðið/skjáinn.

Er einhver hérna sem hefur unnið með þetta kerfi og þekkir þetta eitthvað?




playman
Of mikill frítími
Póstar: 1999
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 71
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Tilfæringar á DSC öryggiskerfi frá Securitas - einhver sem þekkir?

Pósturaf playman » Sun 27. Nóv 2016 17:07

Hefurðu skoðað samninginn? er nokkuð viss um að Securitas yrðu ekki ánægðir að einhver væri að fást við kerfið þeirra.
Annars veit ég að það er einhver vörn gegn fikti á kerfinu þeirra, gaurin sem setti þetta upp hjá mér vildi ekki fara nánar út í það.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tilfæringar á DSC öryggiskerfi frá Securitas - einhver sem þekkir?

Pósturaf hagur » Sun 27. Nóv 2016 17:11

Já, ég veit að það er fikt vörn á þessu, sem skynjar t.d hristing o.þ.h. Held það sé best að heyra í þjónustuverinu hjá þeim á morgun og spyrja útí þetta.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 176
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Tilfæringar á DSC öryggiskerfi frá Securitas - einhver sem þekkir?

Pósturaf russi » Sun 27. Nóv 2016 17:43

Það er alltaf tamper á svona kerfum, sem láta vita ef er veirð opna eitthvað sem á ekki að opna eða fikta.

Það kemur stöku sinnum fyrir að ég þarf að prófa svona lerfi og jafnvel færa þau, nóg hefur verið að hringja í vaktstöðina þeirra og láta þá vita að þú sért að þessu og láta þá vita aftur þegar þetta er búið.
Það hafa reyndar alltaf verið kerfi fyrirtækja, veit ekki hvernig þeir taka þessu hjá einstaklingum.



Skjámynd

rattlehead
Ofur-Nörd
Póstar: 250
Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Tilfæringar á DSC öryggiskerfi frá Securitas - einhver sem þekkir?

Pósturaf rattlehead » Sun 27. Nóv 2016 17:46

Þú getur gert þetta sjálfur ef þú treystir þér til. Láta þá vita hvað þú ert að gera. Ætti ekki að vera vandamál. Enn þú situr uppi með kostnað ef þú skemmir búnaðinn eða þarft að láta tæknimann koma og laga ef kemur eitthvað upp á.



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tilfæringar á DSC öryggiskerfi frá Securitas - einhver sem þekkir?

Pósturaf hagur » Sun 27. Nóv 2016 18:08

rattlehead skrifaði:Þú getur gert þetta sjálfur ef þú treystir þér til. Láta þá vita hvað þú ert að gera. Ætti ekki að vera vandamál. Enn þú situr uppi með kostnað ef þú skemmir búnaðinn eða þarft að láta tæknimann koma og laga ef kemur eitthvað upp á.


Já nákvæmlega málið. Held ég heyri í þeim og spyrji hvort ég megi ekki græja þetta sjálfur.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Tilfæringar á DSC öryggiskerfi frá Securitas - einhver sem þekkir?

Pósturaf Tbot » Sun 27. Nóv 2016 20:26

Þetta er tvískipt.

Ef þú átt kerfið, þá mátt þú eiga við það, hvort heldur sem færa eða breyta. Lætur bara stjórnstöð vita áður en farið er að eiga við kerfið.

Leigukerfi, þá er takmarkað sem þú mátt gera, samningurinn segir til um það.

Í tengiboxi er fiktvörn sem lætur vita þegar það er opnað. Enginn hristivörn, það eru sérstakir nemar sem kosta slatta.



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tilfæringar á DSC öryggiskerfi frá Securitas - einhver sem þekkir?

Pósturaf hagur » Sun 27. Nóv 2016 20:45

Tbot skrifaði:Þetta er tvískipt.

Ef þú átt kerfið, þá mátt þú eiga við það, hvort heldur sem færa eða breyta. Lætur bara stjórnstöð vita áður en farið er að eiga við kerfið.

Leigukerfi, þá er takmarkað sem þú mátt gera, samningurinn segir til um það.

Í tengiboxi er fiktvörn sem lætur vita þegar það er opnað. Enginn hristivörn, það eru sérstakir nemar sem kosta slatta.


Já, ég er hreinlega ekki viss hvernig samningur þetta er. Ég tók við honum frá fyrri eiganda hússins. Grunar nú samt að þetta sé leiga. Heyri í Securitas á morgun og fæ úr þessu skorið. Takk fyrir svörin allir :happy