Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16278
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1998
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf GuðjónR » Fim 24. Nóv 2016 21:00

Var að hlusta á umræðu í morgun um hve hagstætt raforkuverð á Íslandi væri miðað við í önnur lönd.
Kíkti aðeins á reikninginn og googlaði smá, sé að þrátt fyrir að orkan okkar sé að mestu endunýjanleg þá er hún langt frá því að vera hagstæðari en annarsstaðar. Ef við miðum við laun, en Ísland er láglaunaland, þá væri samanburðurinn eflaust verri.

Svona er síðasti rafmangsreikningurinn minn:
Fyrir rafmagnið sjálft:
Áætluð notkun 540 kWh 5,67 = 3.062
Samtals án vsk. 3.062
Virðisaukaskattur af 3.062 kr. 24% 735
Samtals krónur 3.797

Flutningur og dreifing á rafmangi? Hver er munurinn á flutningi og dreifingu? (sem er sérstakt því er hægt að fá rafmagn án flutnings? kannski í plastpoka?), sjálft rafmangið kostar bara brot af pakkanum.
Dreifing
Fast gjald 30 dagar 32,99 = 990
Áætluð notkun 540 kWh 4,24 = 2.290

Flutningur
Áætluð notkun 540 kWh 1,55 = 837
Jöfnunargjald
Áætluð notkun 540 kWh 0,3 = 162
Samtals án vsk. 4.279
Virðisaukaskattur af 4.279 kr. 24% 1.027
Samtals krónur 5.306

Samtals borga ég fyrir 540 kWh = 9.103.- eða 16.86 kr. per kWh.

Ef við skoðum raforkuverð á nokkrum stöðu í september (veit ekki hvort vsk og annað er innifalið en reikna með því).
Ísland: 16.86 kr. kWh
Svíþjóð: 8.89 kr. kWh
Kanada: 9.16 kr. kWh
Suður Afríka: 10.14 kr. kWh
USA: 11.3 kr. kWh
http://www.worldatlas.com/articles/elec ... world.html

Og spáið í að t.d. i USA þá er 86% rafmagns framleitt með kolum, gasi og kjarnorku.
https://www.eia.gov/tools/faqs/faq.cfm?id=427&t=3




machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf machinefart » Fim 24. Nóv 2016 21:11

http://ec.europa.eu/eurostat/statistics-explained/index.php/File:Electricity_prices_for_household_consumers,_second_half_2015_(%C2%B9)_(EUR_per_kWh)_YB16.png

Held maður borgi flutning annarstaðar líka, þetta er skilið að m.a. vegna þess flutningur er almennt ekki talin vara fyrir frjálsan markað. Er þetta ekki bara spurning um að bera saman epli og epli?



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf urban » Fim 24. Nóv 2016 21:24

Berðu þá saman verð með flutningi annar staðar.

Ekki bera saman verð með öllu hérna og síðan strípað verð annar staðar.

https://en.wikipedia.org/wiki/Electricity_pricing
Hérna er listi (jújú vissulega wikipedia og allt það)
En hérna er verið að bera saman epli og epli, fólk í flest öllum þessum löndum fær síðan ofan á þessi verð hin og þessi gjöld alveg einsog hér.

við erum semsagt í 23. sæti ef að ódýrasta verðið er alltaf tekið


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf upg8 » Fim 24. Nóv 2016 21:28

Prófaðu að bæta við hitaveitu og vatnsveitu og þá fyrst sérðu hvað við höfum það virkilega gott hér á landi og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf urban » Fim 24. Nóv 2016 21:29

upg8 skrifaði:Prófaðu að bæta við hitaveitu og vatnsveitu og þá fyrst sérðu hvað við höfum það virkilega gott hér á landi og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.


Það er nefnilega málið, að hita upp hús á íslandi er alveg fáránlega ódýrt með réttu.

20+ stiga hiti í öllum herbergjum og það er verið að borga smá peninga fyrir það.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf Revenant » Fim 24. Nóv 2016 21:30

GuðjónR skrifaði:Flutningur og dreifing á rafmangi? Hver er munurinn á flutningi og dreifingu? (sem er sérstakt því er hægt að fá rafmagn án flutnings? kannski í plastpoka?), sjálft rafmangið kostar bara brot af pakkanum.


Flutningur = Landsnet (stóru háspennulínurnar og tengivirkin)
Dreifing = Rafveita á viðkomandi svæði (t.d. á höfuðborgarsvæðinu eru það Veitur).

http://www.landsnet.is/raforkukerfid/raforkumarkadurinn/adilaradmarkadnum/



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16278
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1998
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf GuðjónR » Fim 24. Nóv 2016 21:36

Eins og ég tók fram í upphafsinnleggi þá veit ég ekki hvað er nákvæmlega innifalið í þessum erlendu tölum.
Það væri gaman af fá dæmi frá þeim sem búa erlendis hvað þeir eru að borga fyrir orkuna, varðandi vantið þá veit ég að við höfum það gott með bæði heita og kalda vatnið okkar, þrátt fyrir að heitavatnsreikningurinn sé búinn að trompa rafmagnsreikninginn.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf tdog » Fim 24. Nóv 2016 21:37

Þetta er bara eins og að panta pizzu, þú borgar extra fyrir heimsendinguna.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf urban » Fim 24. Nóv 2016 21:38

Revenant skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Flutningur og dreifing á rafmangi? Hver er munurinn á flutningi og dreifingu? (sem er sérstakt því er hægt að fá rafmagn án flutnings? kannski í plastpoka?), sjálft rafmangið kostar bara brot af pakkanum.


Flutningur = Landsnet (stóru háspennulínurnar og tengivirkin)
Dreifing = Rafveita á viðkomandi svæði (t.d. á höfuðborgarsvæðinu eru það Veitur).

http://www.landsnet.is/raforkukerfid/raforkumarkadurinn/adilaradmarkadnum/


Já og þessu er splittað svona upp vegna þess að það er orðið leyfilegt að kaupa rafmagn af einhverjum öðrum aðila en dreifir því til þín.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf vesley » Fim 24. Nóv 2016 21:38

GuðjónR skrifaði:þrátt fyrir að heitavatnsreikningurinn sé búinn að trompa rafmagnsreikninginn.


Spilar þar inn í að við notum mikið vatn þegar við förum í sturtu og tilheyrandi og er húsið hitað upp með hitaveitunni.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16278
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1998
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf GuðjónR » Fim 24. Nóv 2016 21:44

vesley skrifaði:
GuðjónR skrifaði:þrátt fyrir að heitavatnsreikningurinn sé búinn að trompa rafmagnsreikninginn.


Spilar þar inn í að við notum mikið vatn þegar við förum í sturtu og tilheyrandi og er húsið hitað upp með hitaveitunni.


m3 af vatni kostar núna 124,72 + vsk en kostaði 71,56 + vsk árið 2010 og þá var það búið að hakka helling frá hruni, maður notar svipað magn af vatni og þá en rafmagnið hefur farið úr 27 kWh á sólarhring niður í 17 kWh vegna betri tækja og sparpera.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5502
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1020
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf appel » Fim 24. Nóv 2016 21:59

Hmm... ég hef heyrt útlendinga lýsa því hvað orkukostnaður, sérstaklega húshitun, er íþyngjandi fyrir þá. Ég held að þessir kostnaðarliðir, vatn, hiti og rafmagn, séu ekkert mjög háir á Íslandi. Ég satt að segja hef ekki hugmynd hvað ég borga á mánuði, en það eru einhverjir örfáir þúsundkallar.


*-*

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16278
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1998
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf GuðjónR » Fim 24. Nóv 2016 22:06

appel skrifaði:Hmm... ég hef heyrt útlendinga lýsa því hvað orkukostnaður, sérstaklega húshitun, er íþyngjandi fyrir þá. Ég held að þessir kostnaðarliðir, vatn, hiti og rafmagn, séu ekkert mjög háir á Íslandi. Ég satt að segja hef ekki hugmynd hvað ég borga á mánuði, en það eru einhverjir örfáir þúsundkallar.


Einmitt, fór bara að spá í þetta af því að gaurinn í frá Landsvirkjun bókstaflega hvatti til þess að fólk gerði samanburð í viðtali á Bylgjunni í morgun.
Hægara sagt en gert að bera þetta saman þegar orkuverð sundurliðast svona í ræmur. Þess vegna væri gaman að vita hvað þetta kostar í raun erlendis.



Skjámynd

Steini B
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 368
Skráði sig: Mið 02. Feb 2011 21:59
Reputation: 12
Staðsetning: í bjórbaði
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf Steini B » Fim 24. Nóv 2016 22:10

GuðjónR skrifaði:
vesley skrifaði:
GuðjónR skrifaði:þrátt fyrir að heitavatnsreikningurinn sé búinn að trompa rafmagnsreikninginn.


Spilar þar inn í að við notum mikið vatn þegar við förum í sturtu og tilheyrandi og er húsið hitað upp með hitaveitunni.


m3 af vatni kostar núna 124,72 + vsk en kostaði 71,56 + vsk árið 2010 og þá var það búið að hakka helling frá hruni, maður notar svipað magn af vatni og þá en rafmagnið hefur farið úr 27 kWh á sólarhring niður í 17 kWh vegna betri tækja og sparpera.

Og hvað ertu að borga á mánuði í rafmagn + hitaveitu?

Ég er útá landi þar sem það er engin hitaveita og húsið er því með rafmagnskyndingu
Áætlað er að ég eyði 2253kWh, og það er ákveðið að 85% af því sé kynding (14%vsk í stað 24%)
borga um 21þ. á mánuði minnir mig fyrir 114fm hús (m/flutningi)



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16278
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1998
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf GuðjónR » Fim 24. Nóv 2016 22:16

Steini B skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
vesley skrifaði:
GuðjónR skrifaði:þrátt fyrir að heitavatnsreikningurinn sé búinn að trompa rafmagnsreikninginn.


Spilar þar inn í að við notum mikið vatn þegar við förum í sturtu og tilheyrandi og er húsið hitað upp með hitaveitunni.


m3 af vatni kostar núna 124,72 + vsk en kostaði 71,56 + vsk árið 2010 og þá var það búið að hakka helling frá hruni, maður notar svipað magn af vatni og þá en rafmagnið hefur farið úr 27 kWh á sólarhring niður í 17 kWh vegna betri tækja og sparpera.

Og hvað ertu að borga á mánuði í rafmagn + hitaveitu?

Ég er útá landi þar sem það er engin hitaveita og húsið er því með rafmagnskyndingu
Áætlað er að ég eyði 2253kWh, og það er ákveðið að 85% af því sé kynding (14%vsk í stað 24%)
borga um 21þ. á mánuði minnir mig fyrir 114fm hús (m/flutningi)


Rafmagn c.a 9.5k heitt vatn c.a 9.5k og kalt vatn c.a. 5k = 19k fyrir heitt vatn og rafmagn en um 24k ef við tökum kalda vatnið með. Þetta gera um 290k á ári.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3813
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 141
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf Daz » Fim 24. Nóv 2016 22:24

GuðjónR skrifaði:...
Ef við miðum við laun, en Ísland er láglaunaland, þá væri samanburðurinn eflaust verri.
...

Ertu viss um það?
Wikipediu síða
Þarna er listi af evrópulöndum, þegar ég raðaði honum eftir meðalútborguðum launum (í evrum) þá er Ísland í 6. sæti. Ísland er ekki láglaunaland, það er "hákostnaðarland".

Til að gera svona samanburð þá þarf líklega að miða við hlutfall af útborguðum launum. Væri þar líka gaman að taka fleiri kostnaðarliði varðandi húsnæði og rekstur þess. Miðað við launalistann minn væri fínt að miða við hin Norðurlöndin, þau eru þarna í kringum okkur, 2 fyrir ofan og 2 fyrir neðan.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16278
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1998
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf GuðjónR » Fim 24. Nóv 2016 22:33

Daz skrifaði:
GuðjónR skrifaði:...
Ef við miðum við laun, en Ísland er láglaunaland, þá væri samanburðurinn eflaust verri.
...

Ertu viss um það?
Wikipediu síða
Þarna er listi af evrópulöndum, þegar ég raðaði honum eftir meðalútborguðum launum (í evrum) þá er Ísland í 6. sæti. Ísland er ekki láglaunaland, það er "hákostnaðarland".
Er það ekki það sama? Allt spurning hversu lengi margar klst. þú þarft að vinna til að eiga fyrir hlutunum, eins og vinur minn sem bjó í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og skildi ekkert í því að Íslendingar væru að væla yfir háu bensínverði, líterinn væri 2. isk dýrari í Svíþjóð, það sem hann fattaði ekki að hann var með 500k isk. útborgaðar á mán, en datt niður í 270k isk fyrir sömu vinnu þegar hann flutti heim, þá loksins fattaði hann hve "dýrt" bensinið var hérna. Hann þurfti að tvöfalda vinnuframlagið til að kaupa sama magn.

Daz skrifaði:Til að gera svona samanburð þá þarf líklega að miða við hlutfall af útborguðum launum. Væri þar líka gaman að taka fleiri kostnaðarliði varðandi húsnæði og rekstur þess. Miðað við launalistann minn væri fínt að miða við hin Norðurlöndin, þau eru þarna í kringum okkur, 2 fyrir ofan og 2 fyrir neðan.
Alveg rétt, það væri gaman að vita það sem hlutfall af ráðstöfunartekjum og þá í réttum samanburðarhópi, skiptir þá litlu hvort við berum saman starfsmann í matvöruverslun eða grunnskólakennara.




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf vesley » Fim 24. Nóv 2016 22:44

GuðjónR skrifaði:Er það ekki það sama? Allt spurning hversu lengi margar klst. þú þarft að vinna til að eiga fyrir hlutunum, eins og vinur minn sem bjó í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og skildi ekkert í því að Íslendingar væru að væla yfir háu bensínverði, líterinn væri 2. isk dýrari í Svíþjóð, það sem hann fattaði ekki að hann var með 500k isk. útborgaðar á mán, en datt niður í 270k isk fyrir sömu vinnu þegar hann flutti heim, þá loksins fattaði hann hve "dýrt" bensinið var hérna. Hann þurfti að tvöfalda vinnuframlagið til að kaupa sama magn.


Þó vinur þinn sé með 500k isk útborgað á mánuði fyrir þetta tiltekna starf í Svíþjóð þá geturu séð það að meðallaun í Svíþjóð samkvæmt þessarri töflu eru lægri en á Íslandi og því er bensínið í Svíþjóð ekki bara dýrara í krónum talið heldur líka "hlutfallslega" dýrara ef tekið er mið af meðallaunum.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16278
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1998
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf GuðjónR » Fim 24. Nóv 2016 22:47

vesley skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Er það ekki það sama? Allt spurning hversu lengi margar klst. þú þarft að vinna til að eiga fyrir hlutunum, eins og vinur minn sem bjó í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og skildi ekkert í því að Íslendingar væru að væla yfir háu bensínverði, líterinn væri 2. isk dýrari í Svíþjóð, það sem hann fattaði ekki að hann var með 500k isk. útborgaðar á mán, en datt niður í 270k isk fyrir sömu vinnu þegar hann flutti heim, þá loksins fattaði hann hve "dýrt" bensinið var hérna. Hann þurfti að tvöfalda vinnuframlagið til að kaupa sama magn.


Þó vinur þinn sé með 500k isk útborgað á mánuði fyrir þetta tiltekna starf í Svíþjóð þá geturu séð það að meðallaun í Svíþjóð samkvæmt þessarri töflu eru lægri en á Íslandi og því er bensínið í Svíþjóð ekki bara dýrara í krónum talið heldur líka "hlutfallslega" dýrara ef tekið er mið af meðallaunum.


Ohh...ekki láta heilaþvo þig með hugtökum eins og meðallaun og prósentur. Þú verslar hvorki fyrir meðallaun né prósentur. :D




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf vesley » Fim 24. Nóv 2016 22:49

GuðjónR skrifaði:
vesley skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Er það ekki það sama? Allt spurning hversu lengi margar klst. þú þarft að vinna til að eiga fyrir hlutunum, eins og vinur minn sem bjó í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og skildi ekkert í því að Íslendingar væru að væla yfir háu bensínverði, líterinn væri 2. isk dýrari í Svíþjóð, það sem hann fattaði ekki að hann var með 500k isk. útborgaðar á mán, en datt niður í 270k isk fyrir sömu vinnu þegar hann flutti heim, þá loksins fattaði hann hve "dýrt" bensinið var hérna. Hann þurfti að tvöfalda vinnuframlagið til að kaupa sama magn.


Þó vinur þinn sé með 500k isk útborgað á mánuði fyrir þetta tiltekna starf í Svíþjóð þá geturu séð það að meðallaun í Svíþjóð samkvæmt þessarri töflu eru lægri en á Íslandi og því er bensínið í Svíþjóð ekki bara dýrara í krónum talið heldur líka "hlutfallslega" dýrara ef tekið er mið af meðallaunum.


Ohh...ekki láta heilaþvo þig með hugtökum eins og meðallaun og prósentur. Þú verslar hvorki fyrir meðallaun né prósentur. :D



Er þá ekki þín pæling alveg jafn ógild og mín ? \:D/



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16278
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1998
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf GuðjónR » Fim 24. Nóv 2016 22:51

vesley skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
vesley skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Er það ekki það sama? Allt spurning hversu lengi margar klst. þú þarft að vinna til að eiga fyrir hlutunum, eins og vinur minn sem bjó í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og skildi ekkert í því að Íslendingar væru að væla yfir háu bensínverði, líterinn væri 2. isk dýrari í Svíþjóð, það sem hann fattaði ekki að hann var með 500k isk. útborgaðar á mán, en datt niður í 270k isk fyrir sömu vinnu þegar hann flutti heim, þá loksins fattaði hann hve "dýrt" bensinið var hérna. Hann þurfti að tvöfalda vinnuframlagið til að kaupa sama magn.


Þó vinur þinn sé með 500k isk útborgað á mánuði fyrir þetta tiltekna starf í Svíþjóð þá geturu séð það að meðallaun í Svíþjóð samkvæmt þessarri töflu eru lægri en á Íslandi og því er bensínið í Svíþjóð ekki bara dýrara í krónum talið heldur líka "hlutfallslega" dýrara ef tekið er mið af meðallaunum.


Ohh...ekki láta heilaþvo þig með hugtökum eins og meðallaun og prósentur. Þú verslar hvorki fyrir meðallaun né prósentur. :D



Er þá ekki þín pæling alveg jafn ógild og mín ? \:D/

Hættu að offtopica svona, pabbi minn er sterkari en mamma þín.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3813
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 141
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf Daz » Fim 24. Nóv 2016 22:59

GuðjónR skrifaði:
Daz skrifaði:
GuðjónR skrifaði:...
Ef við miðum við laun, en Ísland er láglaunaland, þá væri samanburðurinn eflaust verri.
...

Ertu viss um það?
Wikipediu síða
Þarna er listi af evrópulöndum, þegar ég raðaði honum eftir meðalútborguðum launum (í evrum) þá er Ísland í 6. sæti. Ísland er ekki láglaunaland, það er "hákostnaðarland".
Er það ekki það sama? Allt spurning hversu lengi margar klst. þú þarft að vinna til að eiga fyrir hlutunum, eins og vinur minn sem bjó í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og skildi ekkert í því að Íslendingar væru að væla yfir háu bensínverði, líterinn væri 2. isk dýrari í Svíþjóð, það sem hann fattaði ekki að hann var með 500k isk. útborgaðar á mán, en datt niður í 270k isk fyrir sömu vinnu þegar hann flutti heim, þá loksins fattaði hann hve "dýrt" bensinið var hérna. Hann þurfti að tvöfalda vinnuframlagið til að kaupa sama magn.
...

Ég fann meiri tölfræði! Meðalvinnuvika í evrópu. Þarna er Ísland einmitt mun hærra en þessi 4 Norðurlönd sem voru í kringum okkur í launatöflunni. Munurinn er samt um 3-6 tímar (10-20%), ekki alveg tvöfaldur. Eiginlega ótrúlegt að meðalvinnuvikan í Noregi og Danmörku séu 33 tímar!

Svona fyrir utan að "anecdotal evidence" sögur eru voðalega vondar í rökræðu, þá gæti t.d. þessi saga verið lituð af þessum hressu gengissveiflum sem við hrjáumst af hérna á Íslandi. Verkamaðurinn sem rakaði inn seðlum í Noregi árið 2011 (þegar gengisvísitalan var 216) er núna ekkert svo vel settur (þegar gengisvísitalan er 165).

GuðjónR skrifaði:Ohh...ekki láta heilaþvo þig með hugtökum eins og meðallaun og prósentur. Þú verslar hvorki fyrir meðallaun né prósentur. :D

Þú getur líka ekki gert nothæfann samanburð ef þú nýtir ekki meðallaun og prósentur :mad :crazy

(Ég er bara að skrifa þetta til að koma smá gögnum og tölfræði inn í umræðuna, ég held ég hafi enga skoðun á því hvernig orkuverðið á Íslandi er vs heimurinn.)



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf urban » Fim 24. Nóv 2016 23:00

Steini B skrifaði:Og hvað ertu að borga á mánuði í rafmagn + hitaveitu?

Ég er útá landi þar sem það er engin hitaveita og húsið er því með rafmagnskyndingu
Áætlað er að ég eyði 2253kWh, og það er ákveðið að 85% af því sé kynding (14%vsk í stað 24%)
borga um 21þ. á mánuði minnir mig fyrir 114fm hús (m/flutningi)



Ég er reyndar að leigja og þetta er innifalið í leigunni hjá mér.
En þetta er semsagt 2 íbúðir, önnur þeirra mjög lítil og rosalega lítil raforkunotkun.
Hitt er ég og annar tölvunörd með hellings raforkunotkun.
Húsið er alltaf heitt, ég vil geta vaknað og gengið í max boxer á klósettið á morgnana án þess að verða kallt og það er þannig, ég klæði mig ekki í fleiri föt heima hjá mér, ég hækka hitann, semsagt það er ekkert verið að spara.

Húsið á 3 hæðum, ca 150ish fm2 og er tæplega 100 ára gamalt og ill aeinangrað og gluggar eru lélegir.
meðaltals orkureikningar frá því í janúar er 27 þús á mánuði.

Foreldrar mínir eru í 200fm2 gríðarlega vel einangruðu 3 hæða húsi.
þegar að rafmagnsnotkun var sem mest þar, þá voru orkureikningar í því húsi yfirleitt aldrei yfir 25000

Það er alveg óhemju rafmagnsnotkun í því, mun stærri hluti rafmagn en hiti, þó vilja foreldrar mínir hafa húsið vel heitt einsog ég.
öll venjuleg heimilistæki, 5 - 6 tölvur og 1 - 3 skjáir með hverri, 2 ísskápar, frystiskápur og 3 stórar frystikistur (pabbi var frístundabóndi) ásamt öllu hinu dótinu (foreldrar mínir eru tækjaóð)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf urban » Fim 24. Nóv 2016 23:02

Daz skrifaði:
Svona fyrir utan að "anecdotal evidence" sögur eru voðalega vondar í rökræðu, þá gæti t.d. þessi saga verið lituð af þessum hressu gengissveiflum sem við hrjáumst af hérna á Íslandi. Verkamaðurinn sem rakaði inn seðlum í Noregi árið 2011 (þegar gengisvísitalan var 216) er núna ekkert svo vel settur (þegar gengisvísitalan er 165).


Þetta nefnilega virðast alltof fáir átta sig á.

Gott dæmi sem að ég nefni oft.
Félagi minn hækkaði um ca 30% í launum í október 2008 ef að við reiknum það í íslenskum krónum.

Hann fékk samt enga launahækkun, hann var vinnandi í danmörku og var á nákvæmlega sömu launum í ágúst og nóvember.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Cascade
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: Raforkuverð á Íslandi í samanburði við önnur lönd

Pósturaf Cascade » Fös 25. Nóv 2016 09:20

Eins og það er búið að benda á þá ertu ekki að bera þetta rétt saman.

Þegar ég bjó í Danmörku 2010-2012 minnir mig að rafmagnið hafi verið að kosta um 50kr með öllu, meðan það var 16kr hérna.

Það var svipað dæmi með hitann


Fólk erlendis er mikið að hafa alla glugga lokaða, slökkva ljós í öllum rýmum sem enginn er í og spara kyndingu. Þetta þekkist ekki á Íslandi, vegna þess hve ódýrt þetta er