Síða 1 af 2

Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Mið 16. Nóv 2016 15:26
af hfwf
Nú hefur maður keypt bacon í helstu búðum landsins aldrei frá býli hinsvegar og ekki stefnt að því með þessu þráð.
Hinsvegar í hvert einasta skipti sem maður verzlar sér þá gleymi ég því jafn fljótt frá hverjum það góða var og það vonda.
Mig langar að leggja það í ykkar hendur að mæla með baconi sem er cruncy þegar það er ekki brennt of mikið (þeas ekki brunabragð af því)

kv bacon-loverinn :)
hfwf

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Mið 16. Nóv 2016 15:39
af GuðjónR

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Mið 16. Nóv 2016 16:16
af Baldurmar
Imo er besta beikonið klárlega hjá Pylsumeistaranum (Hrísateigi 47) !

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Mið 16. Nóv 2016 16:17
af hfwf
Jólasteikin, skinkan í salatið og baconið í kvöldverðin allt í einu video. MMMMMM

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Mið 16. Nóv 2016 16:17
af hfwf
Baldurmar skrifaði:Imo er besta beikonið klárlega hjá Pylsumeistaranum (Hrísateigi 47) !


Frábært þaðan, nenni bara ekki að gera mér ferð þangað þó þetta sé gott sem rétt hjá mér :)

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Mið 16. Nóv 2016 19:18
af davidsb
Bónus beikonið er besta beikonið til að elda í ofni, hvað er best á pönnu veit ég ekki en.

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Mið 16. Nóv 2016 19:20
af akarnid
Pylsumeistarabeikonið er langbest, en það er líka fokdýrt. Bara svona spari. En mér hefur nú þótt Krónubeikon merkilegt nokk vera alveg ágætt. Og þar sem ég er í Hafnarfirði kem ég oft við á Kjötkompaníinu og kippi með pakka. Það er mjög gott.

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Mið 16. Nóv 2016 21:13
af svanur08

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Fim 17. Nóv 2016 04:23
af Minuz1
Hefur þú prófað að nota smá vatn þegar þú steikir það?

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Fim 17. Nóv 2016 06:54
af brain
Einsog Minuz1 sagði

Besta aðferðin http://www.mbl.is/folk/frettir/2014/04/ ... na_beikon/

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Fim 17. Nóv 2016 13:36
af hfwf
Ætla prufa vatntrickið, þakka þetta fólk :)

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Fim 17. Nóv 2016 21:17
af GuðjónR
Ég ætla líka að prófa vatnstrikkið næst þegar ég steiki Cris P Bacon. :)
Það er líka hægt að setja bacon á bökunarpappír og í ofn, en mér finnst það verða of stökkt þannig.

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Fim 17. Nóv 2016 21:50
af Tóti
Búrfells beikonið finnst mér gott :)

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Fim 17. Nóv 2016 21:56
af hfwf
Hef prufað ofn trickið , fylaði það ekki tók bónus bacon í vatn, algjör snilld.

Sent from my SM-G925F using Tapatalk

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Fim 17. Nóv 2016 23:04
af Manager1
Afhverju skrifa allir bacon en ekki beikon?

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Fim 17. Nóv 2016 23:12
af codec
Ef maðurinn nennir ekki í pylsumeistarann þá er honum varla viðbjargandi ;)

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Lau 19. Nóv 2016 00:54
af nidur
GuðjónR skrifaði:Ég ætla líka að prófa vatnstrikkið næst þegar ég steiki Cris P Bacon. :)
Það er líka hægt að setja bacon á bökunarpappír og í ofn, en mér finnst það verða of stökkt þannig.


Ég set alltaf á bökunarpappír, en ég tek hverja sneið og set hana undir vatn áður en ég set inn í ofn, og baka bara á 150° finnst það koma best úr þannig.

Og ekki endalaust beikon steikingarlykt eftir það.

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Lau 28. Jan 2017 10:44
af GuðjónR
Svo er bara að fá sér þessa græju:


http://www.mbl.is/matur/frettir/2017/01 ... _unnendur/

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Lau 28. Jan 2017 12:33
af russi
Beikonið frá Pólsku búðinni, sem ég veit ekki hvað heitir né hvar er er það langbesta, ég hef keypt beikón pakka frá þeim frá Köthöllinni Miðbæ, er líklega líka til í Kjöthöllinni Skipholti.

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Lau 28. Jan 2017 15:26
af Baldurmar
russi skrifaði:Beikonið frá Pólsku búðinni, sem ég veit ekki hvað heitir né hvar er er það langbesta, ég hef keypt beikón pakka frá þeim frá Köthöllinni Miðbæ, er líklega líka til í Kjöthöllinni Skipholti.


LANG. BESTA. BEIKONIÐ. er í Pyslumeistaranum (pólska búðin)
Ekki hægt að bera saman annað beikon við það.

Verslunin þeirra er hérna :
https://ja.is/pylsumeistarinn/?dq=pylsumeistarinn

Keypti pakka þar síðustu helgi á ~1400

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Lau 28. Jan 2017 16:37
af ZoRzEr
Fór og keypti pakka rétt fyrir lokun útaf þér Baldurmar. Elda það í fyrramálið.

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Lau 28. Jan 2017 17:43
af hfwf
Frábært allt þetta, eftir uppástungunni með vatnið, þá hef ég ekki klúðrað eldun á baconi.
Pulsumeistarinn er frábær allt gott þarna inni.
Ef ég man rétt þá er Ali eða SS baconið vissar týpur ekki rosalega góðar, en þetta sleppur mest allt.

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Sun 29. Jan 2017 18:40
af steinarsaem
B. Jensen á Akureyri.
Svo er best að kaupa beikonið í í heilum bitum, þá getur maður ráðið þykkleika sneiðanna sjálfur.
Og setja vatn í steikingu? Kommin strákar/stelpur, setur aldrei vatn á eitthvað sem á að steikja.
Kv. Matreiðslumaðurinn.

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Sun 29. Jan 2017 19:04
af hfwf
steinarsaem skrifaði:B. Jensen á Akureyri.
Svo er best að kaupa beikonið í í heilum bitum, þá getur maður ráðið þykkleika sneiðanna sjálfur.
Og setja vatn í steikingu? Kommin strákar/stelpur, setur aldrei vatn á eitthvað sem á að steikja.
Kv. Matreiðslumaðurinn.


Jæja, hvernig er best að gera þetta ?

Re: Hvar fæst (frá hverjum er) besta baconið?

Sent: Sun 29. Jan 2017 19:50
af Moldvarpan
Bökunarofn á 150°gráðu hita í 10-15mín?

Virkar mjög vel.