Þráðlaust debetkort

Allt utan efnis

Þráðlaust debetkort

Á móti þrálausum kortum
10
26%
Með þráðlausum kortum
14
37%
Drullu sama
14
37%
 
Samtals atkvæði: 38


Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Þráðlaust debetkort

Pósturaf Dúlli » Þri 08. Nóv 2016 21:07

Hvað finnst fólki um þessi þráðlaus netkort sem við erum að vera neydd í ?

Ég persónulega hef engan áhuga þar sem finnst þetta vera skref aftur á bak í öryggis málum.

Auk þess til dæmis í Arion banka, segjum að þú týnir kortinu og sá sem finnur það getur tekið út 3.500,- krónur 3x sinnum áður en þörf er á PIN nr. Sem gerir þetta að 10.500,- Krónur

Ég persónulega hef ekki efn á því að týna 10.500 kall, hvað með allt fólkið sem týnir kortinu á djamminu eða eithver staðar ? núna er engin mynd eða neitt á kortinu lengur þannig það er lítið mál fyrir síðlaust fólk að "scanna" bara kortinu og vona að maður sé heppinn.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16269
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1992
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust debetkort

Pósturaf GuðjónR » Þri 08. Nóv 2016 21:24

Fyrst var það "pinnið á minnið" og loksins þegar maður var farinn að muna pinnið þá þarf ekkert pinn?
Hringdi í Arionbanka til að fá upplýsingar, mér var ráðlagt af þjónustufulltrúa að fá mér skermað veski eða vefja kortið i álpappír svo ekki væri hægt að skanna það og stela út af því ég væri ábyrgur fyrir því. Gamla kortið mitt virkar næstu tvö árin, held ég noti það bara áfram.




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust debetkort

Pósturaf Dúlli » Þri 08. Nóv 2016 21:27

GuðjónR skrifaði:Fyrst var það "pinnið á minnið" og loksins þegar maður var farinn að muna pinnið þá þarf ekkert pinn?
Hringdi í Arionbanka til að fá upplýsingar, mér var ráðlagt af þjónustufulltrúa að fá mér skermað veski eða vefja kortið i álpappír svo ekki væri hægt að skanna það og stela út af því ég væri ábyrgur fyrir því. Gamla kortið mitt virkar næstu tvö árin, held ég noti það bara áfram.


Nákvæmlega, ég hringdi í arionbanka og kvartaði, mér var tjáð að bankanir séu neyddir í þetta af korta fyrirtækjum en eftir að allir viðskiptavinnir bankans væri komnir yfir á nýja kerfi á að koma KANNSKI valmöguleiki um að geta slökkt á þessu.

Finnst þetta bara rugl og en fleiri munu reyna að stela hugsa ég hversu latur ertu að geta ekki sett inn pinn nr, núna eru allir að nudda veskjum í posana. :face



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1363
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust debetkort

Pósturaf nidur » Þri 08. Nóv 2016 21:51

Mæli með þessum, eru skermuð. Myndi aldrei vera með svona kort í öðru en svona veski.

http://www.veski.is/secrid_sw_black.asp



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1823
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 179
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust debetkort

Pósturaf Nariur » Þri 08. Nóv 2016 23:02

Þessar færslur eru ekki á þína ábyrgð. Ef þetta er misnotað eru færslurnar bakfærðar, þ.e. ekkert tap fyrir þig. Svo má ekki gleyma að þetta var jafn auðvelt með segulrendurnar, fyrir utan að þar var ekki kr. 10.000,- hámark.

Það verður ekki algengt að þetta er misnotað og það verður ekkert mál að fá það leiðrétt þegar það gerist.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust debetkort

Pósturaf Dúlli » Þri 08. Nóv 2016 23:03

Nariur skrifaði:Þessar færslur eru ekki á þína ábyrgð. Ef þetta er misnotað eru færslurnar bakfærðar, þ.e. ekkert tap fyrir þig. Svo má ekki gleyma að þetta var jafn auðvelt með segulrendurnar, fyrir utan að þar var ekki kr. 10.000,- hámark.

Það verður ekki algengt að þetta er misnotað og það verður ekkert mál að fá það leiðrétt þegar það gerist.


Ég hringdi bæði í bankan og korta fyrirtækinn, Það er þitt að sanna að kortið er misnotað, veit ekki allveg hvernig þú fer að sanna það að þú gerðir ekki þessa eða hina 3.500 króna færslu án þess að vera með upptökur eða fara í rosalegar aðgerðir.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1823
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 179
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust debetkort

Pósturaf Nariur » Þri 08. Nóv 2016 23:09

Það er ekki satt. Ef þú staðfestir ekki greiðsluna (með undirskrift eða PIN), er hún ekki á þína ábyrgð.
Þið kannist við það í gamla daga að, stundum, þegar upphæð var undir x, þurfti ekki að kvitta. Snertilaust gengur á sama concetpi.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust debetkort

Pósturaf Dúlli » Þri 08. Nóv 2016 23:11

Nariur skrifaði:Það er ekki satt. Ef þú staðfestir ekki greiðsluna (með undirskrift eða PIN), er hún ekki á þína ábyrgð.
Þið kannist við það í gamla daga að, stundum, þegar upphæð var undir x, þurfti ekki að kvitta. Snertilaust gengur á sama concetpi.


Núnú, annað var tjáð mér af banka starfsmanni, starfsmanni frá borgun og valitor. Að nú er kortið komið bara á þína ábyrgð.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1823
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 179
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust debetkort

Pósturaf Nariur » Þri 08. Nóv 2016 23:12

Ef kortinu er stolið og misnotað án þess að staðfesta viðskiptin með PIN-númeri kortsins, gilda sömu reglur um snertilausa kortið og önnur kort og því þarf korthafi ekki að hafa áhyggjur af því að aukin ábyrgð færist yfir á hann við að nota snertilaus kort. Ef kortinu er stolið er eftir sem áður mjög mikilvægt að korthafi láti loka kortinu strax.

https://www.landsbankinn.is/einstakling ... og-svarad/


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust debetkort

Pósturaf Dúlli » Þri 08. Nóv 2016 23:13

Nariur skrifaði:
Ef kortinu er stolið og misnotað án þess að staðfesta viðskiptin með PIN-númeri kortsins, gilda sömu reglur um snertilausa kortið og önnur kort og því þarf korthafi ekki að hafa áhyggjur af því að aukin ábyrgð færist yfir á hann við að nota snertilaus kort. Ef kortinu er stolið er eftir sem áður mjög mikilvægt að korthafi láti loka kortinu strax.

https://www.landsbankinn.is/einstakling ... og-svarad/


Ég er allavega hjá arionbanka. Finnst samt að maður ætti rétt á því að breyta þessari upphæð eða bara yfirhöfuð að geta sett þett á OFF.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1823
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 179
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust debetkort

Pósturaf Nariur » Þri 08. Nóv 2016 23:19

Þetta eru ekki sérstakar Landsbanka reglur, þetta er Valitor/Borgun. Landsbankinn var bara með fyrstu skýringuna sem ég fann.
Það væri svo sem ekkert að því að leyfa að slökkva á því, mig grunar að það myndi bara kosta meiri peninga í þróun.

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu, þú ert covered. Að misnota þetta er eins og að stela korti og renna segulröndinni vinstri hægri, þ.e. ekki allt of algengt og mjög auðvelt að dispute-a.

Notaðu þetta bara. Þetta er awesome.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust debetkort

Pósturaf Dúlli » Þri 08. Nóv 2016 23:25

Nariur skrifaði:Þetta eru ekki sérstakar Landsbanka reglur, þetta er Valitor/Borgun. Landsbankinn var bara með fyrstu skýringuna sem ég fann.
Það væri svo sem ekkert að því að leyfa að slökkva á því, mig grunar að það myndi bara kosta meiri peninga í þróun.

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu, þú ert covered. Að misnota þetta er eins og að stela korti og renna segulröndinni vinstri hægri, þ.e. ekki allt of algengt og mjög auðvelt að dispute-a.

Notaðu þetta bara. Þetta er awesome.


Finnst þetta bara vera þróun í öfuga átt. Maður hefði viljað að geta valið um sjálfur. Til dæmis mér finnst ekkert mál að stimpla inn þetta PIN nr. Finnst líka asnarlegt að það eru ekki lengur myndir á þessu, en auðveldara að svindla á þessu.

Hvað kemur þá í vegg fyrir það að eigandi kortsins fari ekki bara að svindla ? hver sem er getur þá sagt að kortið týndist og eithver sé að misnota það. Hugsa að það verði ekki eins auðvelt að gera dispute og þetta hljómar hjá þér, en ég vona að þetta sé svona easy peasy.

Já akkurat var búin að sjá hjá landsbankanum, en ákvað samt sem áður að hringja í Borgun, Valitor, Arionbanka og fékk akkurat þveröfugar upplýsingar miðað við það sem þú segir og er tekið fram á Landsbankanum.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1823
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 179
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust debetkort

Pósturaf Nariur » Þri 08. Nóv 2016 23:33

1. Það er engin ástæða til að skoða myndir lengur (ekki að þær hafi ever verið skoðaðar), svo það er engin ástæða til að hafa þær á kortinu.

2. Það heitir fjársvik og fólk endar oftast í fangelsi fyrir svoleiðis. Þessi tilfelli eru venjulega könnuð, en þetta eru svo lágar upphæðir að fyrirtækin hafa ekki mjög miklar áhyggur af þeim. Það er ástæða fyrir kr. 10.000,- þakinu.

3. Þú hefur annað hvort misskilið eitthvað eða talað við illa upplýst starfsfólk.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


muslingur
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Þri 05. Nóv 2013 10:05
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust debetkort

Pósturaf muslingur » Þri 08. Nóv 2016 23:37

Ég styð þetta orðinn leiður á að draga snúruna með mér um allt. Já auðvitað þráðlaus :D



Skjámynd

Snorrlax
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Sun 30. Des 2012 22:04
Reputation: 5
Staðsetning: ísland
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust debetkort

Pósturaf Snorrlax » Þri 08. Nóv 2016 23:40

Aðal öryggisatriðið sem ég hef séð að þessum kortum er það að að símar geta lesið þau.

Sá grein einhverntíman um daginn (einhverjir mánuðir síðan man ekki hvar) þar sem einhver í þýskalandi gerði tilraun með þetta og tókst að lesa af kortinu og sjá korta nr og þannig lagað. Þarf bara einhver að búa til app sem skannar kortið þitt í vasanum án þess að þú vitir og þar af leiðandi komist yfir upplýsingarnar um kortið.

Annars ætti að vera frekar erfitt að lesa kortið úr fjarlægð þar sem þau nota segulkraft en ekki RF þótt svo það sé hægt upp að vissu marki.


i5 4670K//R9 290//Gigabyte GA-Z87-D3HP//Crucial Ballistix Sport (4x8GB)-----HD650//Mad Dogs//Porta Pro//CX 5.00// HD 4.30//M-Audio BX8

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust debetkort

Pósturaf hagur » Mið 09. Nóv 2016 00:22

Þráðlaust, wtf? Hef aldrei átt wired greiðslukort :-)

SNERTILAUST!




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust debetkort

Pósturaf Dúlli » Mið 09. Nóv 2016 00:44

hagur skrifaði:Þráðlaust, wtf? Hef aldrei átt wired greiðslukort :-)

SNERTILAUST!


hehehe, já sé núna villuna hehehe :megasmile