Síða 1 af 1

Amazon global

Sent: Þri 01. Nóv 2016 23:30
af Skrekkur
Jæja krakkar, nú virðist amazon global vera komið fyrir ísland, sýnist vera heilmikið af tölvuhlutum sérstaklega í boði. Skilst að maður borgi þeim öll innflutningsgjöld og virðisauka, og ef gjöldin fara yfir þeirra áætlun þá borga þeir mismuninn!, einhver búinn að prófa þetta?
AmazonGlobal.PNG
AmazonGlobal.PNG (32.04 KiB) Skoðað 1053 sinnum

Re: Amazon global

Sent: Þri 01. Nóv 2016 23:46
af I-JohnMatrix-I
Það er nú komið svoldið síðan að amazon global var opnað fyrir ísland, nokkrar vikur ef ekki mánuðir. Annars er ég búinn að panta tvisvar með amazon global síðan það opnaði, mjög þægilegt 2-3 virka daga að lenda með heimsendingu og ekkert tollvesen. :)

Re: Amazon global

Sent: Þri 01. Nóv 2016 23:56
af Diddmaster
það eru nokrir mán síðan ég pantaði og allir tollar og vsk meira segja fékk endurgreitt v ofreinknunnar af amazone

Re: Amazon global

Sent: Mið 02. Nóv 2016 01:25
af RobertSaedal
er ekki frekar langt síðan þetta var opið.. pantaði kindle í sumar 2015 með amazon global shipping

Re: Amazon global

Sent: Mið 02. Nóv 2016 07:18
af ZoRzEr
Ég er búinn að vera nota mér þetta sl. árið. Keypt alveg ótrúlegustu hluti þarna og þeir senda beint á klakann. Æðislegt að þeir borgi tollinn fyrir mann strax og endurgreiða svo mismuninn. Töluvert betra úrval af sérvöru þarna sem hreinlega fæst ekki á Íslandi. Gott úrval af tölvuíhlutum. Annars reyni ég frekar að versla við "litlu gæjana" hérna heima frekar en að panta af Amazon.

Re: Amazon global

Sent: Mið 02. Nóv 2016 08:31
af Moldvarpan
Sem dæmi, þá er 1070 kortið umþaðbil 10-20k ódýrara af amazonglobal, með öllum gjöldum, heldur en útí næstu tölvubúð.

Soldill munur þar á.

Re: Amazon global

Sent: Mið 02. Nóv 2016 09:19
af Daz
Moldvarpan skrifaði:Sem dæmi, þá er 1070 kortið umþaðbil 10-20k ódýrara af amazonglobal, með öllum gjöldum, heldur en útí næstu tölvubúð.

Soldill munur þar á.

Steam link kostar ca 50% minna á Amazon en á Íslandi.

Re: Amazon global

Sent: Mið 02. Nóv 2016 10:47
af Moldvarpan
Já, en svo eru aftur örgjörvarnir á íslandi á mjög samkeppnishæfu verði.

Nánast sömu verð og hjá Amazon.