Síða 1 af 1

Ebay Import charges pælingar

Sent: Mán 31. Okt 2016 18:37
af Hjaltiatla
Sælir/Sælar

Var að pæla hvort þið gætuð staðfest áður en ég kaupi Intel DC S3710 Enterprise 400GB 2.5" SSD SSDSC2BA400G4 3+ yr warranty disk að ég sé í raun og veru að borga fyrir VSK og Toll á Íslandi.

Það kemur fram í Ebay auglýsingu! US $155.00 + $22.98 International Priority Shipping to Iceland

Þetta kemur hins vegar þegar ég vel Buy it now :-k


Mynd
Import charges:US $71.45 (amount confirmed at checkout)

Re: Ebay Import charges pælingar

Sent: Mán 31. Okt 2016 18:51
af Hjaltiatla
Nevermind , fann þetta : http://pages.ebay.com/help/pay/internat ... rules.html

For items that are purchased by international buyers through the Global Shipping Program, buyers pre-pay all applicable shipping and import charges during checkout.

Re: Ebay Import charges pælingar

Sent: Mán 31. Okt 2016 22:26
af Sultukrukka
Ansi hart að borga 40% í import charges á hlut sem ætti að bera 24% vsk

Sbr. https://www.tollur.is/einstaklingar/tollamal/reiknivel/

20.237 kr. + 4.894 kr. = 25.131 kr.

Sundurliðun gjalda:
Kódi Lýsing Taxti Upphæð
A Almennur tollur skv. tollskrá (A og A1) 0,00 PR 0
BU Úrvinnslugjald á raf- og rafeindatæki - Taxti er kr/kg. 8,00 KR 0
BV Úrvinnslugjald á pappa/pappírsumbúðir - 15,00kr/kg. 15,00 KR 0
BX Úrvinnslugjald á plastumbúðir - 16,00kr/kg. 16,00 KR 0
QB Gjald af eftirlitsskyldum rafföngum (0,15%) Mannvirkjastofn. 0,15 PR 30
Ö6 Virðisaukaskattur 24% VSK 24,00 PR 4.864

Re: Ebay Import charges pælingar

Sent: Mán 31. Okt 2016 22:35
af Hjaltiatla
Icedev skrifaði:Ansi hart að borga 40% í import charges á hlut sem ætti að bera 24% vsk

Sbr. https://www.tollur.is/einstaklingar/tollamal/reiknivel/

20.237 kr. + 4.894 kr. = 25.131 kr.

Sundurliðun gjalda:
Kódi Lýsing Taxti Upphæð
A Almennur tollur skv. tollskrá (A og A1) 0,00 PR 0
BU Úrvinnslugjald á raf- og rafeindatæki - Taxti er kr/kg. 8,00 KR 0
BV Úrvinnslugjald á pappa/pappírsumbúðir - 15,00kr/kg. 15,00 KR 0
BX Úrvinnslugjald á plastumbúðir - 16,00kr/kg. 16,00 KR 0
QB Gjald af eftirlitsskyldum rafföngum (0,15%) Mannvirkjastofn. 0,15 PR 30
Ö6 Virðisaukaskattur 24% VSK 24,00 PR 4.864


Nú er ég ekki sá sleipasti í að átta mig á tolla og vsk lögum , er ekki bara verið að reikna vsk 25,5 % + Toll 10 % í þessu verði.


155$ (17.462 kr) + 22.98$ (2.588 kr) =17462 + 2588 >> 20050 kr (vara + shipping)
Tollagjöld/VSK = 71,45 $ (8049 kr)

Re: Ebay Import charges pælingar

Sent: Mán 31. Okt 2016 23:04
af Sultukrukka
Mynd

Enginn tollur á tölvuvörum

Svo er tollurinn með ákveðið gengi sem þeir notast við, uppfærist daglega að mig minnir og er í þessu dæmi 113,69kr

Kannski ekki um stórar upphæðir að ræða en bara svekk þegar að stór fyrirtæki implementa fítusum sem eiga að vera user friendly en enda bara á því að flækja hlutina.

Re: Ebay Import charges pælingar

Sent: Mán 31. Okt 2016 23:08
af Hjaltiatla
Ok , þá sendi ég línu á Ebay supportið og fæ vonandi bakfært :) líklegast algorithm-i sem slumpar þessu svona hjá þeim reikna ég með.

Re: Ebay Import charges pælingar

Sent: Mán 31. Okt 2016 23:12
af Sultukrukka
Gæti svosem líka verið inn í þessu gjald sem pósturinn tekur fyrir tollskýrslugerð og svoleiðis skemmtilegheit, hef reyndar ekki keypt af ebay síðan að þeir komu með þennan fítus.

Re: Ebay Import charges pælingar

Sent: Mán 31. Okt 2016 23:17
af Hjaltiatla
Icedev skrifaði:Gæti svosem líka verið gjald sem þeir taka fyrir tollskýrslugerð og svoleiðis skemmtilegheit, hef reyndar ekki keypt af ebay síðan að þeir komu með þennan fítus.


Maður athugar hvað þeir segja , tók einmitt eftir því að Amazon eru líka byrjaðir á þessu (hef reyndar ekki þurft að díla við þá ennþá).

Mun nota þessa reiknivél sem þú bentir á óspart til að tékka mig af í framtíðinni (er kominn í favorites í Chrome).

Re: Ebay Import charges pælingar

Sent: Þri 01. Nóv 2016 13:11
af Emarki
Endilega láta vita hvernig það fer, ég var akkúrat að borga fyrir svona nýlega.

Keypti headphone à uppboði sem var 97$. Sendingin var 31.27$ og import charges 46.38$ samtals 174.65$

Re: Ebay Import charges pælingar

Sent: Þri 01. Nóv 2016 13:19
af hagur
Mér finnst þetta reyndar mjög þægilegt fyrirkomulag og er alveg til í að borga aðeins extra ef sú er raunin. Var einmitt að panta frá Amazon.co.uk um daginn og tók eftir þessu "Import fees deposit". Fannst það hóflegt, þó að ég hafi svosem ekki reiknað alveg hvort þetta væri "rétt" tala. Svo bara kom pakkinn til landsins á 2 dögum með DHL og var keyrður beint til mín í vinnuna og afhentur. Þurfti ekkert að borga neitt meira. Mjööööööög þægilegt.

Re: Ebay Import charges pælingar

Sent: Þri 01. Nóv 2016 13:22
af Tiger
Hef greitt svona reglulega frá Amazon. Og í nokkrum skiptum hef ég meira að segja fengið endurgreiðslu nokkrum vikum seinna þar sem þeir ofrukkuðu gjöld og leiðréttu. Flott system.

Re: Ebay Import charges pælingar

Sent: Þri 01. Nóv 2016 13:57
af Hjaltiatla
Tiger skrifaði:Hef greitt svona reglulega frá Amazon. Og í nokkrum skiptum hef ég meira að segja fengið endurgreiðslu nokkrum vikum seinna þar sem þeir ofrukkuðu gjöld og leiðréttu. Flott system.


Kannski ætti maður frekar að bíða með að senda línu á Ebay supportið og biðja þá um endurgreiðslu (sjá hvort þeir endurgreiði upphæðina seinna).

Svona í þágu vísindanna :snobbylaugh

Re: Ebay Import charges pælingar

Sent: Þri 01. Nóv 2016 23:11
af Geronto
Hjaltiatla skrifaði:
Tiger skrifaði:Hef greitt svona reglulega frá Amazon. Og í nokkrum skiptum hef ég meira að segja fengið endurgreiðslu nokkrum vikum seinna þar sem þeir ofrukkuðu gjöld og leiðréttu. Flott system.


Kannski ætti maður frekar að bíða með að senda línu á Ebay supportið og biðja þá um endurgreiðslu (sjá hvort þeir endurgreiði upphæðina seinna).

Svona í þágu vísindanna :snobbylaugh


Ég myndi frekar henda á þá línu og sjá hvað þeir segja, ekkert endilega biðja um endurgreiðslu, bara heyra hvernig þetta er reiknað og þar fram eftir götum \:D/