Hvernig Turn
Sent: Sun 23. Okt 2016 18:14
af ÓmarSmith
Hæhæ
Var að spá, hvernig turna eruð þið að nota, og hvernig genguð þið frá öllum köplum í bæði turni og í kringum tölvuaðstöðuna ykkar ?
[ gæti verið efni í góðann þráð ]
Re: Hvernig Turn
Sent: Sun 23. Okt 2016 20:27
af Hnykill
Er með Corsair Obsidian 450D. 2x 140mm viftur að framan sem blása inn, 2x 140mm Kraken X61 CPU vökvakælingu sem blæs út uppi á topp, og 1x 120mm sem blæs út að aftan. tók bæði út ryksýuna að ofan og netið að framan til að auka loftflæði gegnum kassann. hef kassann uppi á borði svo það er lítið um ryk þar. en loftflæðið í gegnum kassann er gífurlega gott. og að hafa 140mm viftur þýðir að ég get látið þær snúast frekar rólega en þær skófla samt hellings lofti í gegnum kassann. s.s mjög hljóðlátt setup. kaplafrágangur er bara þessi venjulegi. í gegnum göt á botninum og leitt yfir á bakhliðina þar sem ekkert sést. mjög sáttur. held ég þurfi bara hreinlega ekki nýjan kassa fyrr en ATX götunum á móðurborðunum verði breytt. ætla eiga þennan eins lengi og hann endist.

- 450D (2).png (170.66 KiB) Skoðað 606 sinnum

- 450D.png (498.33 KiB) Skoðað 606 sinnum
Re: Hvernig Turn
Sent: Sun 23. Okt 2016 22:35
af ÓmarSmith
Brilliant svar , takk
þetta var svona hugmyndin sem ég var að leita eftir.
Svo er reyndar bara gaman að sjá fallegan frágang á tölvukassa

Re: Hvernig Turn
Sent: Mið 26. Okt 2016 10:18
af ÓmarSmith
Fleiri ?
Endilega tjáið ykkur.
