Greiðsla f. rafrænum reikningum?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4323
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Greiðsla f. rafrænum reikningum?

Pósturaf chaplin » Sun 09. Okt 2016 12:48

Var á Ljosleidarinn.is og rak augun í Hvernig get ég sparað mér seðilgjald?

Seðilgjald er innheimt af hverjum sendum greiðsluseðli. Hægt er að spara sér seðilgjaldið með því að greiða með beingreiðslum banka, boðgreiðslum fyrirtækja eða netgreiðslum í heimabanka. Greiða þarf í stað þess tilkynningar- og greiðslugjald vegna rafrænnar birtingar sem kostar 114 kr. hvern mánuð.


Ég hugsa að ég sé að borga í hverjum mánuði 5.-1.000 Kr fyrir að fá tilkynningar á heimabankann minn. Er þetta í alvörunni komið til að vera?


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1876
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Greiðsla f. rafrænum reikningum?

Pósturaf emmi » Sun 09. Okt 2016 13:46

Þetta er búið að vera svona lengi. Hingað til hafa mörg fyrirtæki tekið þennan kostnað á sig en nú virðist það vera að breytast.



Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4323
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: Greiðsla f. rafrænum reikningum?

Pósturaf chaplin » Sun 09. Okt 2016 15:17

Taka hvaða kostnað á sig? Er bankinn að rukka þetta gjald?


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1876
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Greiðsla f. rafrænum reikningum?

Pósturaf emmi » Sun 09. Okt 2016 15:20

Amm, eins og með seðilgjaldið sem er 250kr að mig minnir. Það er ódýrast að láta gjaldfæra á kreditkort ef það er í boði. :p




wicket
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Greiðsla f. rafrænum reikningum?

Pósturaf wicket » Sun 09. Okt 2016 17:26

Það kostar að stofna kröfur, vissulega ódýrara en að prenta út reikninga með öllu sem því fylgir en vissulega er kostnaður á bakvið það að stofna kröfur og halda úti kröfum.

Held að að sé erfitt að halda ððru fram.



Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4323
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: Greiðsla f. rafrænum reikningum?

Pósturaf chaplin » Sun 09. Okt 2016 17:42

@emmi: Þarf klárlega að ath. hvort það sé í boði.

@wicket: Þetta er það sem ég er að reyna að átta mig á. Hversu mikið kostar að stofna kröfu? Er það rafmagnið og kostnaður á net traffík að senda skjalið, eða er það maður í vinnu sem þarf að borga launin hjá?

Ef þetta er rafmagn og net traffík, af hverju er ekki rukkað fyrir að sundurliða reikninga?

Núna fæ ég sendan reikning rafrænt og get ég líka prentað hann út á PDF formi. Af hverju er ég ekki rukkað fyrir að opna PDF formið?

Þessi "micro transactions" er ekki bara fyrirbæri í tölvuleikjum, þetta er alls staðar.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Greiðsla f. rafrænum reikningum?

Pósturaf Icarus » Sun 09. Okt 2016 20:35

Bankar rukka fyrirtæki fyrir að stofna kröfur, það kostar að stofna hana, kostar að senda hann til birtingar undir rafræn skjöl, kostar að senda hana í innheimtu (ef til þess kemur), kostar að fá hana greidda, kostar að breyta henni og kostar að fella hana niður!

Allt gjöld sem bankarnir rukka þau fyrirtæki sem vilja fá greidd í gegnum netbanka.




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Greiðsla f. rafrænum reikningum?

Pósturaf vesley » Sun 09. Okt 2016 20:53

Icarus skrifaði:Bankar rukka fyrirtæki fyrir að stofna kröfur, það kostar að stofna hana, kostar að senda hann til birtingar undir rafræn skjöl, kostar að senda hana í innheimtu (ef til þess kemur), kostar að fá hana greidda, kostar að breyta henni og kostar að fella hana niður!

Allt gjöld sem bankarnir rukka þau fyrirtæki sem vilja fá greidd í gegnum netbanka.



Ekki má gleyma að þeir rukka líka færslugjöld á þjónustu sem þeir sjálfir bjóða upp á.

Ef þú ert með t.d. lán hjá þínum banka er um 500-600kr gjald í hverjum mánuði rukkað ofan á lánið.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 658
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Greiðsla f. rafrænum reikningum?

Pósturaf natti » Mán 10. Okt 2016 08:51

Icarus skrifaði:Bankar rukka fyrirtæki fyrir að stofna kröfur, það kostar að stofna hana, kostar að senda hann til birtingar undir rafræn skjöl, kostar að senda hana í innheimtu (ef til þess kemur), kostar að fá hana greidda, kostar að breyta henni og kostar að fella hana niður!

Allt gjöld sem bankarnir rukka þau fyrirtæki sem vilja fá greidd í gegnum netbanka.

Þetta eru líka allt gjöld sem eru innifalin í verð vörunnar sem greitt er fyrir. Og gjöldin sem viðskiptavinur borgar er hærri en gjaldið sem viðkomandi fyrirtæki borgar til bankans.
Þetta er pínu eins og ef að Bónus myndi alltaf leggja 50kr ofan á hverja greiðslu vegna "strimilkostnaðs" til að bera kostnaðinn við að fá kvittun. Því jú, strimilrúllan er sannarlega ekki ókeypis.


Mkay.


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Greiðsla f. rafrænum reikningum?

Pósturaf Icarus » Mán 10. Okt 2016 09:06

natti skrifaði:
Icarus skrifaði:Bankar rukka fyrirtæki fyrir að stofna kröfur, það kostar að stofna hana, kostar að senda hann til birtingar undir rafræn skjöl, kostar að senda hana í innheimtu (ef til þess kemur), kostar að fá hana greidda, kostar að breyta henni og kostar að fella hana niður!

Allt gjöld sem bankarnir rukka þau fyrirtæki sem vilja fá greidd í gegnum netbanka.

Þetta eru líka allt gjöld sem eru innifalin í verð vörunnar sem greitt er fyrir. Og gjöldin sem viðskiptavinur borgar er hærri en gjaldið sem viðkomandi fyrirtæki borgar til bankans.
Þetta er pínu eins og ef að Bónus myndi alltaf leggja 50kr ofan á hverja greiðslu vegna "strimilkostnaðs" til að bera kostnaðinn við að fá kvittun. Því jú, strimilrúllan er sannarlega ekki ókeypis.


Sumar verslanir neita að taka við AMEX og aðrar neita að taka við kreditkortum nema upphæðin nái ákveðnu lágmarki. Einmitt útaf svona ástæðum.

Það er misdýrt að rukka inn mánaðargjöld, eftir greiðslumátum. Er ekki eðlilegt að það endurspeglist í endanlegu verði til notenda? Tel svo að í langflestum tilvikum dekki þessi seðilgjöld/útskriftargjöld engan veginn þann kostnað sem bankinn innheimtir.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Greiðsla f. rafrænum reikningum?

Pósturaf dori » Mán 10. Okt 2016 15:46

En ef þú ert að kaupa þjónustu frá þeim þá kemstu ekki hjá því að borga fyrir hana einhvern vegin. Mér finnst frekar skrýtið að rukka sérstaklega fyrir að þú fáir að borga yfir höfuð. Fyrst það virðist ekki hægt að sleppa við einhvers konar seðilgjöld sama hvað maður gerir.

Ég myndi svosem skilja það ef það væri rukkað sérstaklega fyrir það ef þú myndir nota einhverja greiðsluaðferð sem er virkilega dýrari/meira vesen fyrir fyrirtækið. En þetta er voða skrýtið IMHO.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Greiðsla f. rafrænum reikningum?

Pósturaf GuðjónR » Mán 10. Okt 2016 17:56

Seðilgjaldið er fljótt að vinda upp á sig, síðast þegar ég borgaði seðilgjald hjá Húsasmiðjunni þá var það 550 kr. Ef tíu þúsund kennitölur eru í reikningsviðskiptum þá nema seðilgjöldin 5.5 milljónum á mánuði eða 66 milljónum á ári hjá þessu eina fyrirtæki.

En ef við rýnum aðeins í kostnaðinn við rafræna innheimtu þá er hún víst misjöfn eftir því hversu margar kröfur þú stofnar.
Ef við ætlum að stofna eina kröfu þá er kostnaður svona:

50.- krónur að stofna kröfu á rafrænu formi
77.- króna greiðslugjald
---------------------------------------------------------
127.- krónur kostar að stofna eina kröfu í heimabanka og ef þú fellir hana niður þá kostar það 50.- krónur aukalega.

Ef þú ætlar að senda reikning frá þér þá er kostnaðurinn meiri, gefum okkur að þú eigir bókahaldskerfið eða það sé ekki kostnaður en þá kostar eftir farandi að búa til kröfu og senda reikning:

127.- krónur að stofna kröfuna í heimabanka
175.- krónur (A frímerki en 160.- krónur B frímerki)
25.- krónur umslagið (eflaust hægt að finna dýrari eða ódýrari umslög)
5.- krónur greiðsluseðill sem þú kaupir í bankanum
------------------------------------------------------------
332.- krónur og þá er ótalið pappír og blek til að prenta sjálfan reikninginn og til að prenta á greiðsluseðilinn, síðan er vinna við að græja þetta og komai á pósthúsið.

Það er ekki alveg sanngjarnt að bera þetta saman við strimilinn í bónus enda ertu að staðgreiða vörur þar, þegar þú færð sendan greiðsluseðil eða kröfu í heimabanka þá ertu yfirleitt að greiða eftir á fyrir vöru eða þjónustu. Og í fæstum tilfellum er sá sem bætir kröfugjaldinu við að hagnast á því.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 658
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Greiðsla f. rafrænum reikningum?

Pósturaf natti » Mán 10. Okt 2016 23:34

GuðjónR skrifaði:Það er ekki alveg sanngjarnt að bera þetta saman við strimilinn í bónus enda ertu að staðgreiða vörur þar, þegar þú færð sendan greiðsluseðil eða kröfu í heimabanka þá ertu yfirleitt að greiða eftir á fyrir vöru eða þjónustu. Og í fæstum tilfellum er sá sem bætir kröfugjaldinu við að hagnast á því.


Allur kostnaður við vöruna er sett inn í vöruverðið, þar með talið kassakerfið, strimillinn, afskriftir af strimlinum, rýrnun ávöru, laun starfsmanna, leiga á húsnæði, rafmagnskostnaður, loftræsting, vörusendingar, whatever. Þetta er allt inn í verðinu á vörunni sjálfri, líka þóknunin sem kreditkortafyrritækin taka, og líka þetta tæpa eina prósent sem munar á VISA og AMEX í þóknuninni.
(Enda er verslunum líka gert skv lögum að auglýsa endanlegt verð vöru, öðruvísi en t.d. í USA þar sem þú skoðar verðið og svo er skatti bætt við eftirá.)
Það að ætla sér að taka eitthvað eitt atriði út fyrir sviga er það sem er kjánalegt.
Þessvegna er samanburðurinn við strimilinn í bónus ekkert ósanngjarn, ég gæti alveg reynt að telja upp kostnað við kassakerfið, og svo strimilrúlluna, allt "þar í kring" til að réttlæta strimilgjald.

Ef þú ert með þjónustu þess eðlis að allar tekjurnar koma inn í gegnum reikninga, heimabanki eður ei, þá veistu nokkurnveginn kostnaðinn fyrirfram per reikning og setur það inn í vöruverðið. Seðilgjald eða annar kostnaður við kröfuna er því ekkert annað en auka álagning.

Edit: Svo er ég nokkuð viss um að ef þú ert farinn að senda mörg þúsund kröfur í hverjum mánuði (sbr GR etc.) að þá ertu ekki að borga jafn mikið per kröfu og fyrirtæki sem senda kannski 150 kröfur í hverjum mánuði.


Mkay.