Síða 1 af 1

Gamall dyrabjölluspennir, einhver sem þekkir?

Sent: Fim 29. Sep 2016 17:51
af hagur
Sælir,

Ég er með gamlan SIEDLE dyrabjölluspenni hjá mér. Það eru nokkrir vírar tengdir úr honum og skv. mælingu gefa bæði svartur/blár og svartur/orange c.a 14VAC straum (Spennirinn er rated á 12VAC)

Sjá mynd

20160929_173645.jpg
20160929_173645.jpg (334.5 KiB) Skoðað 2161 sinnum


Og:

20160929_173747.jpg
20160929_173747.jpg (415.03 KiB) Skoðað 2161 sinnum


Ég kann ekki að lesa almennilega úr diagraminu sem er þarna fyrir ofan, er aðallega að spá í hvort það sé einhver munur á þessum tveim pörum, þ.e svartur/blár og svartur/orange? Eins og ég segi fæ ég c.a 14VAC úr þeim báðum. Ég er auðvitað ekki að tala um svera bláa lengst til hægri, það er 220VAC input-ið.

Re: Gamall dyrabjölluspennir, einhver sem þekkir?

Sent: Fim 29. Sep 2016 18:29
af axyne
Blár orange gefur þér DC, blár svartur gefur þér AC

Re: Gamall dyrabjölluspennir, einhver sem þekkir?

Sent: Fim 29. Sep 2016 20:28
af hagur
Takk, stemmir skv. mælinum :-)

Fæ kannski að skjóta annarri spurningu á þig, ég er með segulrofa í útidyrahurðinni, hvort ætli hann taki AC eða DC? Er einhver regla í þeim efnum, eða kannski bara allur gangur á því?

Re: Gamall dyrabjölluspennir, einhver sem þekkir?

Sent: Fim 29. Sep 2016 20:33
af Hizzman
bæði AC og DC virka á segulopnara en það er hugsanlega betra að nota AC vegna þess að þá heyrist greinilega meðan hann er að fá straum.

Re: Gamall dyrabjölluspennir, einhver sem þekkir?

Sent: Fim 29. Sep 2016 21:40
af hagur
Snilld strákar, þetta er komið. Get loksins farið að "buzza" fólk inn :-)

Re: Gamall dyrabjölluspennir, einhver sem þekkir?

Sent: Fim 29. Sep 2016 21:48
af vesi
Þetta er eitt af því sem gerir vaktina svona sérstaka að mínu mati, ekki bara sölusíða, skoðanaútblástur, heldur svona mál eins og þetta með eldgamlan dyrasíma og grunn þekkingu á rafmagni.

Vel Gert :happy

Re: Gamall dyrabjölluspennir, einhver sem þekkir?

Sent: Fim 29. Sep 2016 21:51
af jonsig
Dc fítusinn er ekki notaður venjulega nema fólk sækist eftir "fail open" virkni sem AC útgáfan býður ekki uppá.

Re: Gamall dyrabjölluspennir, einhver sem þekkir?

Sent: Fös 30. Sep 2016 11:27
af Kristján Gerhard
jonsig skrifaði:Dc fítusinn er ekki notaður venjulega nema fólk sækist eftir "fail open" virkni sem AC útgáfan býður ekki uppá.


Fail open / fail closed er háð því hvort að segullæsingin er normal opið eða normal lokuð ekki því hvort að hún fær jafnspennu eða riðspennu. Ef að við miðum við normal lokaða (fail closed) læsingu er munurinn sá að með jafnspennu færðu einn smell og læsingin er opin en með riðspennu færðu einkennandi suð á meðan hnappnum til að opna læsinguna er haldið inni.

Fail open (NO) segullæsingar eiga svo ekki heima í notkun á útidyrahurð þar sem að að hurðin stæði ólæst í rafmagnsleysi.

Re: Gamall dyrabjölluspennir, einhver sem þekkir?

Sent: Fös 30. Sep 2016 18:16
af hagur
Eitt í viðbót, ég er með þetta tengt núna í DC og það virkar alveg en það heyrist auðvitað ekki þetta týpíska suð sem heyrist í segulrofum þegar þeir eru tengdir við AC og maður hleypir á þá rafmagni. Ef ég tengi þetta við AC spennuna þá "virkar" þetta, þ.e segulrofinn opnast en svo springur jafnharðan öryggið í spenninum. Þetta er svona lítið 250mA öryggi (gler-sílvaningur). Veit ekki hvað þessi öryggi kallast á íslensku. Ætti mér að vera óhætt að prófa að setja aðeins stærra öryggi í þetta eða er eitthvað annað í gangi? Þegar gamli ónýti dyrasíminn var tengdur við þetta, þá virkaði segulrofinn alveg á AC spennu (suðaði í honum). Kannski var eitthvað viðnám dyrasímanum eða annað sem gerði það að verkum að þetta virkaði, en núna er ég bara að tala með rassgatinu og veit ekkert hvað ég er að bulla :-)

Re: Gamall dyrabjölluspennir, einhver sem þekkir?

Sent: Lau 01. Okt 2016 00:08
af jonsig
Kristján Gerhard skrifaði:
jonsig skrifaði:Dc fítusinn er ekki notaður venjulega nema fólk sækist eftir "fail open" virkni sem AC útgáfan býður ekki uppá.


Fail open / fail closed er háð því hvort að segullæsingin er normal opið eða normal lokuð ekki því hvort að hún fær jafnspennu eða riðspennu. Ef að við miðum við normal lokaða (fail closed) læsingu er munurinn sá að með jafnspennu færðu einn smell og læsingin er opin en með riðspennu færðu einkennandi suð á meðan hnappnum til að opna læsinguna er haldið inni.

Fail open (NO) segullæsingar eiga svo ekki heima í notkun á útidyrahurð þar sem að að hurðin stæði ólæst í rafmagnsleysi.



Ef þú vissir eitthvað í þinn haus ,þá vissiru að AC door strike fæst eingöngu Fail secure. Og værir ekki að reyna leiðrétta mig. Hlægilegur.

Re: Gamall dyrabjölluspennir, einhver sem þekkir?

Sent: Lau 01. Okt 2016 00:20
af jonsig
Þegar spólan losar orku og lendir á negatívum eða posítívum fasa. Þarf að nota búnaðinn eins og hann er hannaður fyrir, þú setur ekki stærra öryggi en framleiðandi setur í sína vöru.

Re: Gamall dyrabjölluspennir, einhver sem þekkir?

Sent: Lau 01. Okt 2016 06:41
af Hizzman
hagur skrifaði:Eitt í viðbót, ég er með þetta tengt núna í DC og það virkar alveg en það heyrist auðvitað ekki þetta týpíska suð sem heyrist í segulrofum þegar þeir eru tengdir við AC og maður hleypir á þá rafmagni. Ef ég tengi þetta við AC spennuna þá "virkar" þetta, þ.e segulrofinn opnast en svo springur jafnharðan öryggið í spenninum. Þetta er svona lítið 250mA öryggi (gler-sílvaningur). Veit ekki hvað þessi öryggi kallast á íslensku. Ætti mér að vera óhætt að prófa að setja aðeins stærra öryggi í þetta eða er eitthvað annað í gangi? Þegar gamli ónýti dyrasíminn var tengdur við þetta, þá virkaði segulrofinn alveg á AC spennu (suðaði í honum). Kannski var eitthvað viðnám dyrasímanum eða annað sem gerði það að verkum að þetta virkaði, en núna er ég bara að tala með rassgatinu og veit ekkert hvað ég er að bulla :-)


er það SI1, 2 eða 3 sem gefur sig?

SI3 virðist eiga að vera 1A, prófaðu að setja 8v ac á opnarann, lægi spenna er minni straumur, ef hann virkar á 8v og öryggið heldur ertu kominn með lausn.

Re: Gamall dyrabjölluspennir, einhver sem þekkir?

Sent: Lau 01. Okt 2016 07:29
af HalistaX
Hver notar samt dyrabjöllu í dag, ha, hagur?

Eru menn ekki lang oftast að vinna með það að senda SMS frá kyrrstæðum bíl í innkeyrsluni?

Eitthvað svona: "Er fyrir utan" "Kominn" "Hleyptu mér inn" "Gestreisnir menn væru komnir til dyra núna" "Ætlaru að láta mig bíða í allann dag"

Það geri ég að minnsta kosti alltaf.... Held ég hafi hringt dyrabjöllu einu sinni á árinu, og það nokkrum sinnum...

Re: Gamall dyrabjölluspennir, einhver sem þekkir?

Sent: Lau 01. Okt 2016 11:39
af jonsig
Mynd

Þú getur fengið þrjár mismunadi ac spennur með að tengja á útganga a,b,c. eða 8,12 og summu þeirra.
Fyrst sýndist mér "a" vera common en það getur ekki verið því fuse þarf alltaf að vera tengt. Soddan silly merkingar á þessari teikningu.
Þú gætir prufað að tengja hurðarjárnið í b,a ef þú hefur þetta tengt núna í b,c til að lækka strauminn.
Annars eru svo ruglandi merkingarnar þarna að ég mundi athugaþetta með AVo mæli fyrst, gleröryggið ,líklega 20mm er sett þarna til að vernda spenninn ekki buzzer járnið.

Re: Gamall dyrabjölluspennir, einhver sem þekkir?

Sent: Lau 01. Okt 2016 14:20
af hagur
HalistaX skrifaði:Hver notar samt dyrabjöllu í dag, ha, hagur?

Eru menn ekki lang oftast að vinna með það að senda SMS frá kyrrstæðum bíl í innkeyrsluni?

Eitthvað svona: "Er fyrir utan" "Kominn" "Hleyptu mér inn" "Gestreisnir menn væru komnir til dyra núna" "Ætlaru að láta mig bíða í allann dag"

Það geri ég að minnsta kosti alltaf.... Held ég hafi hringt dyrabjöllu einu sinni á árinu, og það nokkrum sinnum...


Það er alveg valid punktur en ég þarf þá amk ekki að hlaupa uppá efri hæðina til að hleypa fólki inn, get notað hnappinn í kjallaranun til að virkja segullæsinguna :-)

#hámarkletinnar

Re: Gamall dyrabjölluspennir, einhver sem þekkir?

Sent: Lau 01. Okt 2016 22:26
af hagur
Hizzman skrifaði:
hagur skrifaði:Eitt í viðbót, ég er með þetta tengt núna í DC og það virkar alveg en það heyrist auðvitað ekki þetta týpíska suð sem heyrist í segulrofum þegar þeir eru tengdir við AC og maður hleypir á þá rafmagni. Ef ég tengi þetta við AC spennuna þá "virkar" þetta, þ.e segulrofinn opnast en svo springur jafnharðan öryggið í spenninum. Þetta er svona lítið 250mA öryggi (gler-sílvaningur). Veit ekki hvað þessi öryggi kallast á íslensku. Ætti mér að vera óhætt að prófa að setja aðeins stærra öryggi í þetta eða er eitthvað annað í gangi? Þegar gamli ónýti dyrasíminn var tengdur við þetta, þá virkaði segulrofinn alveg á AC spennu (suðaði í honum). Kannski var eitthvað viðnám dyrasímanum eða annað sem gerði það að verkum að þetta virkaði, en núna er ég bara að tala með rassgatinu og veit ekkert hvað ég er að bulla :-)


er það SI1, 2 eða 3 sem gefur sig?

SI3 virðist eiga að vera 1A, prófaðu að setja 8v ac á opnarann, lægi spenna er minni straumur, ef hann virkar á 8v og öryggið heldur ertu kominn með lausn.


Heyrðu, já það er Si3 sem gefur sig og það er rétt, skv. skemanu á að vera 1A þarna en það er bara 0.25A öryggi í honum eins og er :-k Það hefur líklega einhverntíman farið og einhver sett of veikt öryggi í stað þess gamla. Ég ætla að prófa að redda mér svona 1A öryggi, þá er ég viss um að þetta virki rétt.

Ég prófaði að tengja opnarann á 8VAC og það var eins og það væri ekki nóg fyrir hann, rétt suðaði en virtist ekki ná að opna. Öryggið hélt reyndar alveg.