Afhverju kostar shipping frá Kína svona lítið (eða ekkert)?
Sent: Þri 20. Sep 2016 22:51
				
				Mjög áhugavert, vissi ekki af þessu. Lönd eru flokkuð eftir þróunarstatus, 1 2 og 3. Land í þriðja flokk borgar brot af því sem land í fyrsta flokk borgar fyrir að senda pakka sín á milli. Þetta er hluti af reglum Universal Postal Union.
Þannig að það kostar nær ekkert að senda pakka frá Kína til USA, en það kostar hellings að senda pakka frá USA til Kína. Hefur ekkert með neitt annað að gera en reglurnar um verðlagningu sem setja lönd í verðflokka. Vá hvað þetta er súrealískt.