Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf HalistaX » Þri 13. Sep 2016 17:35

Sælir Vaktarar,

Langar að deila því með ykkur hvað kom fyrir mig á Föstudaginn þann 9. Sept.

Svo er mál með vexti að ég er búinn að vera bíllaus í tvær-þrjár vikur því ég riðlaðist með olíupönnuna á nýja fína Skodanum mínum yfir hraðahindrun. Þannig að bíllinn stóð bara í viku eða tvær þangað til kom að því að fara með hann á verkstæði sem voru öll fullbókuð þangað til í Sept. Good thing ég bókaði tímann á verkstæðinu áður en ég braut olíupönnuna, annars væri ég enn bíllaus.

Sótti bílinn í dag, hann var búinn að vera í tvær fokkings vikur á verkstæðinu. Þeir hjá heklu hafa rúllað honum inná gólf, á lyftuna, lyft honum upp og troðið svo þumlunum á sér svo langt uppí rassgatið á sér að það hálfa væri þjóðarmorð.

Allavegana, sótti ég hann í dag og er kominn á hann núna :D

EN, á Föstudaginn langaði mig að kíkja aðeins útá lífið, hitta einhverja vini og svona svo ég fékk bílinn hans pabba lánaðann. Pabbi sem var á fjalli að reka rollur at the time. Ég meina, mamma condone'aði það svo það var all good í minni bók.

Ég legg af stað, ekki fyrr en ég gríp símann minn... Hinn eina sanna Schweppes-Canada-Dry-bað símann minn. Samsung Galaxy S6 EDGE+'inn. Og þá legg ég af stað.

Ég bý útí sveit þar sem er 6-6,5 km langur afleggjari heim að bæ. Malarvegur. Allt var svoldið rakt. Vegurinn var bara hálfgerð drulla.

Ég vippa Schweppes-símanum í sætið við hliðina á mínu og spæni af stað, er ekki lengi uppí svona 70-80 km/h, en þegar ég er kominn svona 3 km, ca hálfa leið niður á þjóðveg, þá missi ég hægra dekkið að framan útaf veginum. Ég er snöggur að gera það sem þeir kenndu okkur í Ö3. Sem, sama hvað hvaða krakka skítur segir, voru bestu 35 þúsund krónur sem ég hef nokkurn tímann eytt í eitthvað náms tengt.

Ég var á leiðinni útaf veginum og sný stýrinu á móti áttinni sem ég var á leiðinni í.

Áður en ég veit af er ég kominn uppá veginn aftur en afturendi bílsins byrjar þá að leita útaf hinumegin. Aftur, áður en ég veit af, er ég kominn á hlið og og slide'a eftir kanntinum á veginum þegar allt í einu hætti ég að slide'a og bíllinn veltur á hliðina.

Fyrst fór hann á hliðina, svo á toppinn, svo á hina hliðina og svo á dekkin. Endurtekur þetta process svo í annað skiptið nema hvað að hann endar á toppnum, enn inná einbreiða, brothætta, sumir segja; versta veg landsins.

Þegar hann rúllar fyrst á toppinn finn ég þakið á bílnum pompa niður á hausinn á mér og ég skalla næstum á mér punginn. Það sem ég er búinn að vera að reyna í öll þessi ár, koma andlitinu þarna niður, var að gerast og var ég hvorki nakinn né í fullri reisn.

Svo man ég eftir því þegar hann rúllar á einhverjar hliðar og endar á toppnum.

Ég man ekki hvort ég hafi dottið út en ég allavegana "ranka" við mér liggjandi í bílbelti á innanverðum toppi bílsins og sé bara glerbrot, grjót, sand og drullu allt í kring.

Ég ligg þarna í smá stund, horfi á vinstri öxlina á mér og sé að það fossar blóð úr henni.

Ég ligg í smá stund áður en ég fæ hláturskast. Líklega útaf því að ég lifði þessar svakalegu byltur af.

Að hlátrinum loknum finn ég að ég er enn í öryggisbeltinu og sé að það vantar alveg heila rúðu í gluggann vinstrameginn að aftan. Ég sé að það er lítið gatið, en samt nógu stórt svo ég komi my fat ass í gegnum það og útúr bílnum.

Gleraugnalaus ligg ég þarna, í öryggisbeltinu, þegar ég heyri svona *wwwhrúúúú* hljóð. Stöðugt *Whrú* hljóð. Það fyrsta sem mér dettur í hug er að það er kviknað í helvítis bílnum og þetta sé eldurinn sem ég er að hlusta á.

Ég byrja að öskra á hjálp, fastur í öryggisbeltinu, gleraugnalaus. Öskra og öskra. Í heilar 15-20 mínútur öskra ég eftir hjálp.

Ekki slokknaði eldurinn sem ég var viss um að þetta hljóð væri svo ég byrjaði að panic'a.

Ég róa mig niður eftir 5 mínútna panic attack og fer náttúrulega að pæla í þessu bílbelti. Áttaviltari en aldrei áður, veit ekki vinstri frá hægri, teygi ég mig eftir löppunum á mér og finn lásinn á öryggisbeltinu. Ég reyni að losa það en það er svo stíft. Það er stífara en ég er á sérstöku þriðjudagskvöldunum mínum.... Þegar ég reyni þetta sem mér tókst næstum í fyrstu veltuni....

Ég næ samt að ýta nógu fast til þess að losa öryggisbeltið. Loksins var ég laus!!

Það fossar enn úr upphandlegg mínum og ég fer með höfuðið fyrst út um gluggann. Næ að grípa í einhvern andskotann, bretti eða eitthvað á helvítis bílnum og næ að draga mig út.

Það fyrsta sem ég tek eftir er ég yfirgef flakið er að það er ekki kviknað í honum heldur var þetta líklegast bara miðstöðin eða eitthvað. Að bíllinn hafi ekki drepið á sér við skellinn.

Gleraugnalaus, geri ég það sem þessi kynslóð gerir best; leita að símanum mínum. Og bitti nú! Finn ég hann ekki bara svona 10 metrum frá bílnum. Þá er eins og hann hafi bara rúllað út þegar bíllinn velti á vinstri hliðina, útum bílstjóra gluggann sem fór í klessu við fyrstu byltuna.

Síminn, þessi Schweppes-Canada-Dry drukkni Samsung Galaxy S6 EDGE+ liggur bara þarna, rennandi blautur, með ekki svo mikið sem einni skrámu á honum. Ég tek hann upp af jörðini og það fyrsta sem ég geri er að reyna að hringja í mömmu.

Mamma, sem var í fjósinu í staðinn fyrir Pabba, sem var uppá fjalli í smölun, heyrir ekki í símanum þegar ég hringi í fyrstu tvö skiptin. Svo ég geri það sem mín kynslóð gerir langbest; Ég tók myndir af bílnum og myndband af mér segjandi að ég hafi velt bíl og að vinur minn ætti að fara og sækja hjálp fyrir mig, vinur minn sem ég var að spjalla við í tölvuni stuttu áður en ég sest uppí bílinn og ég sendi þetta á. Allt í djóki því ég sá ekkert annað en glens við þessar aðstæður. Fyrir utan hvað það tók á hálsinn þegar Isuzu reyndi að fá mig til þess að munna sjálfann mig. Það var ekkert fyndið við það.

Svo, fyrst Mamma var obviously ekki in the mood til að sinna barninu sínu sem var næstum því dautt útí kanti, hringdi ég á neyðarlínuna og sagði þeim að ég hafði velt bíl á einkavegi og að þeir mættu alveg senda einhvern til þess að athuga með mig. Prufa svo Mömmu í síðasta skiptið og viti menn! Hver svarar ekki bara eins og kölluð... Nú hún Mútta Tútta!

Ég, eftir mig eftir að hafa öskrað á hjálp í 20 mínútur, laf móður, segi henni frá því sem gerðist og auðvitað spyr hún hvort sé ekki í lagi með mig, ég svara því náttúrulega játandi þar sem ég fann á mér að ekkert væri brotið. Segi henni að ég hafi hringt á sjúkrabíl og að þeir væru á leiðinni.

Mamma droppar náttúrulega öllu og lætur Ömmu keyra sig fram á holt þar sem ég var, al blóðugur öðrumeginn, gleraugnalaus.

Mamma keyrir ekki, sjáðu nú til, hún hefur lent í einu alvarlegu bílslysi og einni mildri bílveltu yfir ævina og er skrokkurinn hennar bara ónýtur á eftir, þessvegna fékk hún Ömmu gömlu til að keyra sig, þrátt fyrir að þær hati hvor aðra. (Mamma hans Pabba, you know how it is....)

Ég, leitandi að gleraugunum mínum, stíg upp frá opinu sem ég skreið í gegnum um leið og ég heyri að það er bíll kominn að mér og flakinu.

Mamma stekkur út úr bílnum með eitthvað það versta, mest stingandi og óþægilega ullarteppi sem fyrir finnst á Jörðinni og vefur mig í það. Við tölum eitthvað saman en á endanum fer ég bara inní bílinn hjá Ömmu þar sem mér var orðið skítkalt.

Bíllinn sem ég velti, bíllinn hans Pabba, þekur 3/4 af veginum, einhvern veginn fór ég að því að halda honum á veginum, þrátt fyrir allt saman, svo Amma gamla byrjar að bakka til þess að geta snúið við.

Þegar hún er búin að bakka svona 250 metra þá byrjar að glittast í ljós í fjarska sem er þá sjúkrabíllinn. Amma hættir að bakka og keyrir að flakinu aftur. Ég stíg út um leið og sjúkrabíllinn er kominn í göngufæri og geng að honum.

Út koma karl og kona, Ívar og, ég man ekki hvað konan heitir..... .....ef það kom einhvern tímann upp.... Rosalega næs fólk sem djókaði bara með þvottavélina sem var á pallinum, nýkomin úr viðgerð.

Áður en ég vissi af var lögreglubíll kominn og ein lögga að potast eitthvað svona, Spyrjandi mig hvað hafði skeð og svona en áður en ég gat svarað því að fullu þá dróg Ívar sjúkraflutningamaður mig inní bílinn og sagði mér að leggjast á börurnar.

Ég ligg þarna sultu slakur á meðan við Ívar spjöllum saman og göntumst um hitt og þetta. En svo fær hann þá snilldar sadista hugmynd að hreinsa sár mín á vinstri upphandleggnum með saltvatni. Það að finna saltvatn í fresh sár er eins og að vera hýddur með keðjú sem einhver snillingur er búinn að festa svona gaddakúlu á(Flail).

Hann býður mér verkjalyf en ég segi honum frá því sem gerðist með Xanax'ið um árið og neita því að taka eitthvað svoleiðis, hræddur um að verða band brjálæðislega-vitlaus.

Við komum á sjúkrahúsið á Selfossi og hann Ívar nær einhvern veginn að koma mér útúr bílnum, þrátt fyrir að ég sé svo langur að hann var með fætur mína í brjóstkassanum á sér allann tímann sem hann var að bögglast þetta.

Við komum þarna inn í bráðamótökuna(Eða eitthvað, I assume, ég veit það ekki...) og ég er látinn bíða alveg heil lengi, like doctors are best at, making people wait for them...

Jaddajaddajadda, Sárin eru hreinsuð almennilega, saumuð eru 6 spor og er ég látinn fá verkjalyf, Ibucod eða eitthvað álíka. Alveg er mér sama hvað það var, allt sem það gerði var að gera mig mjög flökurt.

Ég er látinn fá ælupoka og svo beðinn um að bíða enþá lengur en þarna fyrst. Eftir engu, I might add.

Ég gefst upp. Orðinn geðvondur og súr og bið um að fá að fara eitthvað framm og ein hjúkkan segir mér frá setustofuni sem er þarna á sjúkrahúsinu. Ég sest þar en áður en ég næ að hita sófan nægilega með prumpunum sem ég er búinn að vera að halda inní mér síðustu þrjá tímana, þá mætir Mamma og sækir mig, með Ömmu gömlu, erkióvin hennar, útí bíl.

Við rúllum á Olís, ég klaupi mér fjórar Sóma samlokur og Power Aide og fyrsta bland í pokann minn í marga mánuði, because I felt like I deserved it for not biting the nurses!

Við förum heim. Þegar heim er komið lætur Mamma mig fá verkjalyf, eitthvað gigtarlyf sem lítur út eins og Skittles. No joke, Google'ið Voltaren Rapid, hell, Lyfjabókin eru efstu niðurstöðurnar, klikkið á það. Þetta er no joke alveg eins og Skittles með appelsínu bragði! Hvað eru lyfjafyrirtækin að hugsa? Að búa til stórhættulegt lyf sem gæti drepið lítið barn og láta það líta út eins og eitthvað sem börn vilja mest í öllum heiminum... Nammi..... Well I'll be a monkey's uncle...


Sagan er pretty much búin, endar bara hérna.... Löggan var sammála mér með hraðann sem ég var að keyra á þegar þetta gerðist og staðfesti my recollection af því hvernig þetta atburðaðist. Á milli 70-80 sagði hann og sagði einnig að þetta liti út eins og svona klassískt "Missir eitt dekk útaf veginum, reynir að ná því upp, but fails miserably".

Allir eru surprised as shit að ég sé ekki dauður. Þeir sem hafa séð bílinn þar að segja. Að smá verkur í hálsi og baki og einhverjir smá skurðir á handlegg sé bara nokkuð fokking geggjaðslega vel sloppið miðað við hvernig álíka veltur hafa endað í fortíðinni og eiga eftir að enda í framtíðinni.

Ef ég þyrfti að dæma þetta eftir Counter Strike/Call of Duty standardnum sem var uppi þegar ég spilaði þessa leiki, þá var þetta; 70% Skill, 30% Luck.

Ég held að allur þessi tími í Grand Theft Auto sé loksins, loksins, að skilja eitthvað gagnlegt eftir í hausnum á mér, s.s. hvernig á að lifa af svakalegar bílveltur.

Allavegana, hér koma myndirnar:

Ein svona soft to start you off...

Mynd

Arty shit, vantar bara fitlerinn!

Mynd

WHAPA!!!

Mynd

Húsið er algjörlega klesst niður að framan, ekki alveg að aftan. Það var líklega það sem bjargaði mér, að það var eitthvað betra í aftur hlutanum á bílnum en þeim fremri.

Mynd

Og svo ein svona fyrir flengi-folder'inn hans Jonsig.
(Það er smá blóð á þessari mynd, svo ætli ég verði ekki að vara við ef menn eru eitthvað viðkvæmir fyrir svoleiðis :baby )

http://i.imgur.com/rrRK3W6.jpg

I figure að þið vitið allir hver ég er eftir þarna fjársvika málið þarna... ....þú veist, þegar ég kom útúr skápnum með identity'ið mitt... Oh well, ég er svo forgettable að þið munið kannski ekkert eftir því. Either way, þá er þessi síðasta selfie sem ég senti vini mínum á Facebook því mér fannst þetta allt saman svo fyndið for some reason. Ætli það sé ekki enn ein leiðin til þess að cope'a við svona shock. Mamma fór t.d. að taka til á vettvangi nánast strax og hún steig útúr bílnum hennar Ömmu. Og Amma, well, Amma bara baktalaði Mömmu svona eins og vanalega...

EDIT: Ég gleymdi þeirri bestu.... Smá Trophy fyrir þessa lífsreynslu. Hentar líklegast ekki viðkvæmum.

http://i.imgur.com/S7Se5Vy.jpg

Veit ei hví, en ég verð smá svangur þegar ég sé þessa mynd.....




Bottom line of this post: Keyrið eftir aðstæðum drengir, stundum er 80 of hratt, stundum er 30 of hratt. Og svo er lífið auðvitað stutt, við vitum aldrei hvað gæti gerst. Það er bara augnablik sem eitthvað svona getur gerst og þá er einhver dauður, eða verra.... Mér þykir mjög vænt um ykkur, sérstaklega ykkur sem eigið eftir að lesa alla þessa langloku mína. Þið hinir.... Mjeh.... :hugenose :snobbylaugh


PS. Það þarf virkilega að breyta þessu með hámarkshraðann á malarvegum... 80? Are you fucking kidding me? Það er 10 frá því að vera 90 sem er all around hámarkshraðinn... Og er ekki meiri munur en 10 á holóttum malarvegi og tiltölulega(þetta er Ísland) holulausu malbiki?
Geez... :-k


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1503
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf pattzi » Þri 13. Sep 2016 18:47

Ég las þetta allt




Gott að það sé í lagi með þig ....



Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf HalistaX » Þri 13. Sep 2016 19:25

pattzi skrifaði:Ég las þetta allt




Gott að það sé í lagi með þig ....

Takk kærlega fyrir það. Ég bara, eiginlega, trúi þessu ekki alveg. Að ég hafi lifað þetta allt saman af. SÉRÐU FOKKINGS BÍLINN???!!!

Hann féll bara saman að framan, þar sem ég sat. Ég veit ekki hvað það var sem olli því, en eitthvað ýtti mér á milli framsætana...

Það skrítna er þó að þetta hefur ekki hittað mig ennþá... Að ég hafi verið næstum því dauður þarna.

Þó ég hafi tvisvar reynt að drepa mig þýðir það ekki að ég vilji deyja bara sí svona. Sjafsvíg túlka ég sem being in the ultimate control. Að ráða dauða sínum. En þetta er fucked up!


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


EbbiTheGamer
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Sun 27. Mar 2016 03:57
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf EbbiTheGamer » Þri 13. Sep 2016 20:31

Damm!!! Sem betur fer er í lagi með þig magnað að þú hafir lifað þetta af bíllinn er flatari en malbikið í götunni hjá mér damn !



Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf HalistaX » Þri 13. Sep 2016 20:53

EbbiTheGamer skrifaði:Damm!!! Sem betur fer er í lagi með þig magnað að þú hafir lifað þetta af bíllinn er flatari en malbikið í götunni hjá mér damn !

Hahaha já, það er eiginlega alveg magnað hvað bíllinn klesstist saman. En samt var ég pretty much ó skaddaður...

Ég hélt alltaf að svona bílar væru með einhvers konar grind til þess að þetta, akkúrat þetta, myndi ekki gerast! En ég hef líklega rangt fyrir mér.. :/


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1246
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 374
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf Njall_L » Þri 13. Sep 2016 20:56

Þú ættir að skrifa ævisögu einn daginn, snilldar penni sem er gaman að lesa frá. En gott að það er í lagi með kallinn :happy


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1503
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf pattzi » Þri 13. Sep 2016 21:19

HalistaX skrifaði:
pattzi skrifaði:Ég las þetta allt




Gott að það sé í lagi með þig ....

Takk kærlega fyrir það. Ég bara, eiginlega, trúi þessu ekki alveg. Að ég hafi lifað þetta allt saman af. SÉRÐU FOKKINGS BÍLINN???!!!

Hann féll bara saman að framan, þar sem ég sat. Ég veit ekki hvað það var sem olli því, en eitthvað ýtti mér á milli framsætana...

Það skrítna er þó að þetta hefur ekki hittað mig ennþá... Að ég hafi verið næstum því dauður þarna.

Þó ég hafi tvisvar reynt að drepa mig þýðir það ekki að ég vilji deyja bara sí svona. Sjafsvíg túlka ég sem being in the ultimate control. Að ráða dauða sínum. En þetta er fucked up!


Já þetta er ótrúlegt að þú hafir sloppið svona vel frá þessu ef má segja vel .....

Miðað við hvernig þakið er á bílnum það er bara fallið saman



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6302
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 442
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf worghal » Þri 13. Sep 2016 22:32

það er nú gott að þú gast labbað frá þessu nokkuð lítið meiddur :happy


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf Tesy » Mið 14. Sep 2016 00:49

Ég las þetta allt!
Gott að það sé í lagi með þig, sem betur fer. Vonandi nærðu að jafna þig fljótlega eftir þetta!



Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf HalistaX » Mið 14. Sep 2016 01:56

worghal skrifaði:það er nú gott að þú gast labbað frá þessu nokkuð lítið meiddur :happy

Takk, félagi :)

Tesy skrifaði:Ég las þetta allt!
Gott að það sé í lagi með þig, sem betur fer. Vonandi nærðu að jafna þig fljótlega eftir þetta!

Já, það er vonandi. Eiginlega það skrítna við þetta allt saman var að ég fékk engin lyf á sjúkrahúsinu til þess að fá með heim. That kinda bummed me out. Því ég er alveg rosalega styrður og vandræðalegur í hálsinum og bakinu... Fokking vont að gera sumar hreyfingar og svona, ég er bara algjör poki af volgum skít. En get samt alveg labbað og verið next-to venjulegur.

Svo létu þessi lyf sem Mamma gaf mér mig bara æla og æla um helgina.. Þegar ég var ekki ælandi var ég að óska þess að ég gæti ælt...

En svo var eitt helvíti skondið á sjúkrahúsinu sem eg gleymdi að minnast á í upprunalega póstinum:

Það fyrsta sem hjúkkurnar gera, eftir að ég er búinn að bíða í dágóða stund, er að mæla blóðþrýsting. Ég er eins og er á einhverjum lyfjum við háum blóðþrýsting og tek þau svona þegar ég man eftir þeim. Ég veit ekki hverns vegna en ég set geðlyfin í hærra priority en þrýstings-lyfin.

Allavegana, þá mælir hjúkkan blóðþrýstingin og viti menn, er ég ekki bara 250/140 eða eitthvað álíka... Er ég þá skammaður í húð og kyn fyrir að taka ekki lyfin mín. Er ég mældur aftur svoldið seinna og þá kemur 240/135 eða eitthvað álíka. Sömu skammirnar hrúgast yfir mig.

Í þriðja skiptið hinsvegar þá er ég mældur og þá koma bara þessar fínu 130/90 eða eitthvað smotterí. Sem er náttúrulega hátt, en samt ekki jafn stjarnfræðilegt og maskínan sýndi áður.

Við hverju var fólkið, læknarnir og hjúkrunarkonurnar, að búast? Ég hafði verið að enda við að rúlla í nokkra hringi á bíl, thiiiiiiiiiiiiis close to dying... Auðvitað var ekkert að marka blóðþrýstinginn strax eftir helvítis slysið...

*Það getur vel verið að þessar tölur hjá mér séu kolrangar. Ég man bara að ég mældist með 250 yfir eitthvað í fyrsta skiptið og svo 240 eða eitthvað álíka í það seinna... ...og svo bara þennann fína blóðþrýsting þegar ég var búinn að róast smá niður.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Lallistori
Gúrú
Póstar: 577
Skráði sig: Þri 24. Mar 2009 22:13
Reputation: 21
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf Lallistori » Mið 14. Sep 2016 05:55

Skemmtilega skrifað hjá þér og gott að heyra að það sé í lagi með þig eftir þetta.

ps ég hló upphátt yfir þessari línu :megasmile

Þegar hann rúllar fyrst á toppinn finn ég þakið á bílnum pompa niður á hausinn á mér og ég skalla næstum á mér punginn. Það sem ég er búinn að vera að reyna í öll þessi ár, koma andlitinu þarna niður, var að gerast og var ég hvorki nakinn né í fullri reisn.


Haf X - Corsair 750w - Ryzen 5 5600X - 32gb ddr4 3200mhz -Prime 550M-A - Samsung 1TB NVMe - Asus 3070 OC - 5TB HDD's

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf HalistaX » Mið 14. Sep 2016 06:18

Lallistori skrifaði:Skemmtilega skrifað hjá þér og gott að heyra að það sé í lagi með þig eftir þetta.

ps ég hló upphátt yfir þessari línu :megasmile

Þegar hann rúllar fyrst á toppinn finn ég þakið á bílnum pompa niður á hausinn á mér og ég skalla næstum á mér punginn. Það sem ég er búinn að vera að reyna í öll þessi ár, koma andlitinu þarna niður, var að gerast og var ég hvorki nakinn né í fullri reisn.

Já, takk fyrir það. Og gaman að fólk skuli hafa gaman af skrifum mínum. Ég held að ég hafi skrifað þetta svona því ég hef ekki alveg meðtekið það að ég var thiiiiiiiiis close to death. Og það líklega útaf því að ég slasaðist liggur við ekki neitt. En hefði ég ekki ýst á milli farþega- og bílstjórasætis, þá væri ég líklega eitthvað sem þyrfti að ná upp með ryksugu í dag... Ég hefði bókstaflega kramist undir helvítis bílnum.

Þar að segja skrifa ég þetta svona því ég einhvern veginn get ekki annað en hlegið að þessu. Ég böstaði mig marg oft um helgina í hláturskasti því mér fannst þetta svo frábært. Það er líklegast ekki réttu viðbröðgin, en ég hlýt að brotna niður eitthvað á næstuni.

Then again, þá sat ég í gegnum kistulagningu lang-ömmu minnar þar sem allir voru hágrátandi, nema ég, og leit út eins og mesti Sociopath á landinu. Það hefur ekkert komið og bitið mig í rassgatið. Ég, að vísu, fattaði að lang-amma væri dáin um daginn en brást ekki við því á neinn sorgmlddann hátt.

Ég kenni lyfjunum mínum um þetta tilfinningaleysi mitt. Abilify er eitur sem stelur tilfinningum, dómgreind og nánast öllu öðru sem er ekki nelgt við gólfið í hausnum á mér. Nema þetta sé bara geðklofinn... Shiet...

Either way, þá sakna ég tilfinninganna. Mikið!

Einu sinni var ég þannig að ef ég sá einhvern annann gráta, þá fór ég að gráta. Sympathetic crier I believe that's called.

En núna? Ekki neitt... Ekki einu sinni hræðsla við dauðann sjálfann. Og hann hefur oft verið næstum því búinn að kíkja í heimsókn á þessu heimili.

En mér líður samt ekkert sérstaklega vel yfir því að hafa eyðilagt bílinn hans Pabba... ...en sú tilfinning er samt ekki nógu sterk til þess að rjúfa þetta tilfinningalausa yfirborð mitt.

Ohh, hvað ég er fucked....


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf urban » Mið 14. Sep 2016 10:57

Úff hvað það er gott að ekki fór verr hjá þér og alveg ótrúlegt hvað þú sleppur vel.

En djöfulli ertu samt skemmtilegur penni, þú ættir að skrifa miklu meira en þú gerir (eða við allavega sjáum) :)

En síðan þetta með hámarkshraðann.
Það að það sé 80 km hámarkshraði þarna, þá átti hann reyndar ekki við í þessu tilviki, þar sem að hámarkshraði er alltaf miðaður við bestu skilyrði.

Það er síðan okkar að hægja á okkur, versta er að við bara gerum það ekki.

En gott að sjá að þú sért heill eftir þetta, ég kalla það að vera heill eftir nokkrar skrámur og spor.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf HalistaX » Mið 14. Sep 2016 11:47

urban skrifaði:Úff hvað það er gott að ekki fór verr hjá þér og alveg ótrúlegt hvað þú sleppur vel.

En djöfulli ertu samt skemmtilegur penni, þú ættir að skrifa miklu meira en þú gerir (eða við allavega sjáum) :)

En síðan þetta með hámarkshraðann.
Það að það sé 80 km hámarkshraði þarna, þá átti hann reyndar ekki við í þessu tilviki, þar sem að hámarkshraði er alltaf miðaður við bestu skilyrði.

Það er síðan okkar að hægja á okkur, versta er að við bara gerum það ekki.

En gott að sjá að þú sért heill eftir þetta, ég kalla það að vera heill eftir nokkrar skrámur og spor.

Já ókei, þá skil ég það. Þetta voru náttúrulega allt annað en bestu aðstæður. Helvítis kantarnir voru bara drulla sem lak niður þegar maður kom nálægt þeim. Það er líklega ástæðan fyrir því að ég missti dekkið útaf, hef farið of nálægt kantinum og hann bara orðið að polli.

En Löggimann virtist ekki hafa neitt að segja um þetta allt saman, með hraðann allavegana. Hann lét eins og 80 km/h væri bara sjálfsagt mál þarna.

Kannski það séu ekki allir up to date á þessu... ...það er jú massífur niðurskurður hjá lögguni. Hann kom einn, þessi Löggimann. Enginn partner eins og er alltaf. Finnst það svo óskynsamlegt og eiginlega bara reckless, for a lack of a better word, að vera bara einn á bíl.

En takk fyrir hrósin og óskir :) Ég skrifa mikið á Enskuni. Á Reddit og allskonar svona síðum, skrifaði t.d. þessa sögu á ensku, ekki orðrétt þýðing, en samt, they got the gist. Finnst svo gaman að skrifa. Það er actually drauma djobbið mitt að verða viðurkenndur gagnrýnandi. Gangrýndi einhverja tvo leiki fyrir Íslenska Playstation Samfélagið(PSX.is) árið 2011 eða 2012. Það var líklega það skemmtilegasta sem ég hef nokkurn tímann gert. Þrátt fyrir að þetta hafi verið short lived hjá mér.

Ástæðan líka fyrir því að ég segi þarna í endann á póstinum að mér þyki vænt um þá sem lesa þessar langlokur mínar en fynnast hinir ekkert spes... Það er útaf því að, þó það sé nú ekki nema, tilhugsunin um að einhver lesi, taki mark á, og í gagnrýnunum, búi sér til skoðun útfrá því sem þú skrifar er sætasta og fallegasta tilfinning sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Better than sex!

Ég nefninlega crave'a það að einhver lesi þessa vitleysu mína, hvort sem ég er að reyna að vera fyndinn eða ekki. Að einhver eigi eftir að draga eitthvað frá lestrinum og mögulega, kannski, betrumbæta eða eitthvað álíka, eitthvað. Hvort sem það sé skoðun eða bara appreciation for the fellow man. Eins og ég fann mikið fyrir í öllu geðveikis talinu mínu.

Þar voru menn ekki bara að lesa, heldur lásu þeir og voru þakklátir fyrir mig og lífið sem ég lifi, sama hversu hræðilegt það er oft á tímum. Einhver þarf að lifa svona lífi, too bad það lenti á mér... ...En ég er þó þakklátur fyrir það sá sem lifir þessu lífi mínu hafi þetta innsæi mitt. Það kallar bara á góða hluti.

Það slæma er bara að það eru allskonar nýjir kvillar að brjótast út á yfirborðið. T.d. veruleg skerðing á dómgreind. Ég gerði óvart lítið úr einum af mínum bestu vinum daginn eftir þetta slys því ég fékk hugmynd í hausinn sem hljómaði geggjað fyndin fyrir alla, en turns out að þetta var eitthvað það andstyggilegasta og ógéðslegasta sem ég hef nokkurn tímann gert. Ég ætla ekki að fara útí smáatriðin, því ég skammast mín mikið fyrir þetta sem ég gerði og sakna góðs vinar sem virðist vera búinn að fá sig full saddann af því að umgangast lítið, geðveikt, barn í líkama 22 ára karlmanns.

Ég held stundum að ég eigi bara að búa á stofnun með öðru fólki sem lætur eins og ég...

Það er eins og ég geri mér ekki grein fyrir viðbrögðum, tilfinningum, annars fólks fyrirfram heldur aðeins þegar ég er búinn að framkvæma hlutinn. Sem lætur mig framkvæma mjög leiðinlega og slæma hluti. En ég næ svona oftast að halda þessu niðri í mér.

Þetta vandamál finnst mér eins og hafi fylgt mér alla tíð.

En svo er svo magnað. Ég gæti verið einbúin einhvers staðar, og ég er ekki að segja að ég sé eitthvað bráð greindur endilega, en samt fundið allskonar hluti innann í mér sem ég vissi ekki að væru þar. Þessar síðustu nokkrar línur eru t.d. allt eitthvað sem ég var bókstaflega að komast að núna. Bara fattaði með því að spit ball'a. Með því að skrifa um vandamál mín og þessháttar. Ætli það geti ekki allir gert þetta? Ég mæli allavegana með því að prufa þetta ef það er eitthvað að plaga þig.

Just write! Just write like the whole world is reading!

En já, Urban, ég slapp ótrúlega vel. Ótrúlega ótrúlega, jafnvel. Ég trúi því varla sjálfur hvað ég slapp vel. Sérstaklega ekki hvað var í rauninni stutt í dauðann þarna.

Ætli ég eigi mér ekki bara verndarengil.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf HalistaX » Mið 14. Sep 2016 16:14

Goðu fréttirnar eru samt að mamma fann gleraugun mín áður en ég steig uppí sjúkrabílinn.... That's the only thing that matters.

Hefði kannski átt að minnast á það í upprunalega póstinum.. :P


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3106
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 14. Sep 2016 17:10

Dayummm.... Gott mál að þú slappst að mestu heill á húfi. Greinilega mikið líf í kringum þig uppá síðkastið.


Just do IT
  √


ulfr
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Þri 03. Feb 2015 23:37
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf ulfr » Mið 14. Sep 2016 22:05

Gott að þú slappst nokkuð heill á húfi. Trixið við hámarkshraða er einmitt, að hann er hámarkshraði, maður á aldrei að keyra hraðar en maður treystir sér, og skítt með þó maður missi „kúlið“ við að keyra hægar (Beint út í kosmósið til þeirra sem enn hafa ekki velt). Ég hef lent í bílveltu sjálfur, þar sem jeppinn hjá mér endastakkst áður en hann fór utanvega. Það var óþægilegt og ég vona að ég þurfi ekki að upplifa viðlíka atburð aftur. Sér í lagi þar sem ég þurfti að draga kærustuna út og bensínbrúsi í skottinu var úðandi bensíni yfir allann bílinn. Töluverð heppni (og þó, þar sem enginn hitagjafi var nálægt) að ekki hafi kviknað í.
Þetta er líka ágætis áminningum að allt lauslegt í bílnum getur orðið að banvænum hlutum við árekstur eða veltu. Meira að segja GSM sími getur hæglega valdið skaða við réttan hraða, og snöggt stopp.



Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf HalistaX » Fim 15. Sep 2016 09:07

Hér sést sjúkrabíllinn koma. Amma var að byrja að bakka þarna. Það var ekki ætlun mín að taka mynd af sjúkrabílnum eða ljósunum frá honum enda sá ég hann ekki fyrr en stuttu seinna, þegar við vorum komin svoldið frá hræjinu.

Mynd


Hjaltiatla skrifaði:Dayummm.... Gott mál að þú slappst að mestu heill á húfi. Greinilega mikið líf í kringum þig uppá síðkastið.


Hahaha já, þetta er aldeilis búið að vera umfangsmikið ár hjá mér allavegana... :P


ulfr skrifaði:Gott að þú slappst nokkuð heill á húfi. Trixið við hámarkshraða er einmitt, að hann er hámarkshraði, maður á aldrei að keyra hraðar en maður treystir sér, og skítt með þó maður missi „kúlið“ við að keyra hægar (Beint út í kosmósið til þeirra sem enn hafa ekki velt). Ég hef lent í bílveltu sjálfur, þar sem jeppinn hjá mér endastakkst áður en hann fór utanvega. Það var óþægilegt og ég vona að ég þurfi ekki að upplifa viðlíka atburð aftur. Sér í lagi þar sem ég þurfti að draga kærustuna út og bensínbrúsi í skottinu var úðandi bensíni yfir allann bílinn. Töluverð heppni (og þó, þar sem enginn hitagjafi var nálægt) að ekki hafi kviknað í.
Þetta er líka ágætis áminningum að allt lauslegt í bílnum getur orðið að banvænum hlutum við árekstur eða veltu. Meira að segja GSM sími getur hæglega valdið skaða við réttan hraða, og snöggt stopp.


Já, ég er sammála þér, það var bara ágætt að komast tiltölulega heill á húfi í gegnum þetta. Er orðinn helvíti styrður í baki og hálsi í dag en er að fara til læknis á eftir sem skrifar vonandi út eitthvað sterkt sem slær á verkina... Þetta Ibucod og Voltaren Rapid sem Mamma á er ekki að gera sig, enda skila ég því bara í fötuna mína svona klukkustund eftir inntöku ásamt einhverju sem lýtur út eins og gulrætur, samt eru margir mánuðir síðan ég át svoleiðis síðast....

HVAÐAN KOMA ALLAR ÞESSAR GULRÆTUR!!???

En já, ég skil það alveg með hámarkshraðann og ætlunin hjá mér er mjög sjaldan sú að lúkka kúl. Er bara vanur að keyra þennann veg eins og brjálæðingur á bílnum hans Pabba. Hell, þegar ég var á Octaviuni minni þá keyrði ég hann oft á 80. En það var náttúrulega við mun betri aðstæður, í sumar, þegar allt var þurrt og sól úti og svona. Þarna var náttúrulega búið að vera eitthvað rigninga veður síðustu dagana fyrir veltuna og þá náttúrulega allir kantar orðnir eins og drullumall.

Ég kann þennann veg liggur við utan af, veit ekki alveg hvað gerðist með þetta dekk. Af einhverjum ástæðum virðist ég ekki muna hví ég missi það útaf veginum. Hví ég missti stjórn á bílnum.

Ætli ég hafi ekki rekið hausinn í í veltunum eða jafnvel hafi ég fengið rækilegt höfuð högg í leiðinni og ég var eitthvað að chill'a með höfuðið í klofinu á mér... Það gæti alveg passað og meikar alveg sense. Miðað við það að mér finnst ég vakna, eða ranka við mér, liggjandi á innannverðum toppi bílsins og miðað við það að mér varð nokkurn veginn strax flökurt og ég stóð í lappirnar þegar ég var búinn að koma mér út úr bílnum. Lyfin sem ég fékk bæði á sjúkrahúsinu og hjá Mömmu virðast bara hafa gert það mun verra...

Já, veistu, það hljómar bara eins og ég hafi verið með vægann heilahristing, vægt minnisleysi og þessa fínu bólgu fyrir neðan vinstra augað á mér. Það gæti einnig útskýrt massíft dómgreindarleysi dagana eftir.

Það magnaða er samt að það var ekki tjékkað neitt eftir heilahristing á sjúkrahúsinu. Bara ekki neitt! Enda var Mamma mjög ósátt við þjónustuna þarna... But I guess you get what you pay for og við borguðum 1800 kall fyrir allt saman. :lol:


En þetta var svo sannarlega óhuggnaleg en samt sem áður áhugaverð reynsla að velta svona bíl. Slasaðist einhver alvarlega þegar þú veltir, Ulfr?

Og já, heppni að það kviknaði ekki í hjá þér! Það hefði svo sannarlega orðið ljótt hratt.

Og alveg rétt hjá þér með lausu hlutina... Ég er bara heppinn að tjakkurinn sem ég sá liggjandi fyrir utan bílinn þegar ég leitaði að símanum mínum var á pallinum en ekki inní bíl. Allar líkur hefðu þá verið á því að ég fengi hann í mig og mögulega steindrepist við höggið.

En það er gott að þetta lítur allt út fyrir að hafa endað ágætlega. Þetta er náttúrulega ekki búið samt, ég veit ekkert hvort það sé einhver varanlegur skaði á hálsi eða baki í mínu tilfelli. Þessvegna ætla ég að reyna að fá lækninn á eftir til þess að panta fyrir mig tíma í myndatöku.

Annars er pabbi búinn að finna sér nýjann bíl. Eins bíl nema bara nýrri og kraftmeiri. Fengum lán hjá einhverjum ættingja fyrir honum, þau ætla held ég í bæinn að versla hann í dag.

Fengum lánið hjá ættingjanum, þrátt fyrir að bíllinn hafi verið í Kaskó, því trygginga féð var bara ekki komið inn í morgun. Annars ætla þau að staðgreiða einhvern hluta, álíka mikið og tryggingarnar hefðu gefið þeim fyrir þann gamla og taka svo lán fyrir rest.

Það er nefninlega ekki hægt að vera bíllaus í sveitinni... ;)


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf HalistaX » Fim 15. Sep 2016 17:04

Þá er þessi nýji kominn heim... Það verður gaman að sjá hvort ég nái að velta honum líka. :lol:

Hevlíti flottur, er ekki frá því að hann sé jafnvel aðeins hærri en sá gamli.

Mynd


Annars sagði læknirinn sem ég hitti áðan að það væri allar líkur á því að ég hefði fengið heilahristing í slysinu.

Allavegana hljómar það ekkert ótrúlega þar sem ég var með þónokkur af þessum einkennum:

Headache or a feeling of pressure in the head.
Temporary loss of consciousness.
Confusion or feeling as if in a fog.
Amnesia surrounding the traumatic event. (Merki ekki við þetta því það hlýtur að vera að ég muni ekki því ég var bara out cold)
Dizziness or "seeing stars"
Ringing in the ears.
Nausea.
Vomiting.

Source

Less common symptoms include:
loss of consciousness
slurred speech
changes in behaviour, such as feeling unusually irritable
inappropriate emotional responses, such as suddenly bursting into laughter or tears

Source

So there we have it. Ætli ég hafi ekki bara rekið hausinn í eitthvað hart í byltunum. Svo þetta er ekkert endilega lyfin eða þessi Gepklofi minn sem er ástæðan fyrir þessu öllu saman.

Þegar ég hugsa útí það, er eiginlega eini sénsinn á höfuðhöggi sem ég man eftir þegar þakið á bílnum þrýstist niður á mig og höfuð mitt er nálægt því að fá á sig kæru fyrir kynferðisáreiti af hálfu annarra líkamsparta minna. Þetta var náttúrulega bara jörðin sem ýtti þakinu á hausinn á mér. Ég sneri vitlaust, auðvitað. Þannig að tæknilega séð hef ég líklega bara snúið vitlaust og húrrað face first á toppinn, á meðann toppurinn kom húrrandi í áttina að mér sem hefur líklega svo, eftir að ég face-plant'a þakið, náð að ýta mér í burtu með aflinu sem myndast þegar 1,5-2 tonna bíll rúllar á jörðinni.

Þetta er alvöru þungi og kæmi mér ekkert á óvart að við það að klessa þakið niður hafi sætin einnig farið í rúst og ég þannig komist á milli helvítis frammí sætana.

Ég náttúrulega ligg á annarri hliðini þegar ég ranka við mér, enn í bílbeltinu. Hvernig má það vera? Sætin bara hljóta að hafa ekki þolað þungann af bílnum öllum kremmjandi þau og farið eitthvað á flakk.

Ég man allavegana ekkert eftir að ég fer með höfuðið á milli læranna. Ég er bara heppinn að hafa ekki hlotið mænuskaða eða eitthvað svoleiðis á því, í rauninni.

Eins og ég sagði á Reddit: Þá held ég að það eigi eftir að taka mig dágóðann tíma að ráða úr þessu öllu saman.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2208
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 166
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf kizi86 » Fim 15. Sep 2016 20:35

Gott að slappst vel, mundu bara afleiðingar bílslysa koma ekki alltaf fram strax, lenti í Árekstri i vor, svo 3 manuðum seinna er eg rummliggjandi og get varla hreyft mig.. hafa allt skrásett hjá lækni, hvarta yfir minnsta verk sem þu telur að sé kominn utaf þessu slysi. Myndi svo tala við lögfræðing, góðar líkur á að þú eigir rétt á bótum fyrir þetta slys


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf HalistaX » Fim 15. Sep 2016 21:13

kizi86 skrifaði:Gott að slappst vel, mundu bara afleiðingar bílslysa koma ekki alltaf fram strax, lenti í Árekstri i vor, svo 3 manuðum seinna er eg rummliggjandi og get varla hreyft mig.. hafa allt skrásett hjá lækni, hvarta yfir minnsta verk sem þu telur að sé kominn utaf þessu slysi. Myndi svo tala við lögfræðing, góðar líkur á að þú eigir rétt á bótum fyrir þetta slys

Thanks for the tips!

Mjög* gott að ég slapp vel! Ekki eitt bein í líkama mínum brotið. Það kalla ég nokkuð gott þegar það hefði munað engu að hálsbrjóta sig þegar hann lendir á toppnum í þessi tvö skipti.

En já, ég man þegar Mamma og Pabbi fengu einu sinni bíl aftan á sig á meðan þau voru stopp útí kanti, skýst bíllinn þeirra svo ekki bara á annann bíl sem er að keyra framhjá. Báðir bílarnir sem fóru á þau náttúrulega á 90 km/h, jafnvel 90+.

Mamma var náttúrulega ónýt á eftir, en jafnvel núna, einhverjum 10-14 árum seinna, þá er hún enþá að finna nýtt og nýtt stöff. Síðast voru það fæturnir á henni. Það safnast saman liðavökvi í hnjánum á henni sem þarf að tappa af með reglulegu millibili. Má samt ekki gera of oft með of stuttu millibili því þá er séns á að skemma hnén enn frekar... Þannig að hún er sárþjáð most of the time, því þetta bólgnar upp náttúrulega og eitthvað meira stöff sem ég skil ekki alveg fullkomnlega.

Ég vona að ég lendi ekki í þeim pakka. Að vera ónýtur 4 life eftir eitthvað svona, aldrei ná fullum bara aftur...

Bótum, you say? Interesting... En in all seriousness, ef ég gæti skipt bóta rétti mínum fyrir að losna við alla kvilla frá þessu slysi, alla framtíðar kvilla líka, sama þó bæturnar væru 100.000.000kr, þá myndi ég gera það. Ég held að það sé ekkert gaman að eiga fullt af pening en vera samt sárþjáður mest allann tímann.

Nasirnar á mér skiptast á að stíflast þessa dagana og vera með nefrennsli á sama tíma og þegar ég sýk horið sem lekur lengra uppí nasaholurnar á mér, þá finn ég fyrir massífum sting í bakið. Sama má segja ef ég anda mjög djúpt; ÓGÉÐSLEGUR stingur í bakið. Þetta er að keyra mig klikkaðann...

Svo er ég eins og leyniskytta að finna réttu stellinguna til þess að lyggja í svo ég finni ekki fyrir stanslausum sársauka. Svefninn raskast náttúrulega þar sem maður segur ekkert sárþjáður.

Læknirinn sagði að svona "Whiplash", eins og hann kallaði það, eða hálsrýgur á góðri íslensku, ef ég stafsetti þetta rétt þar að segja, geti tekið laaaangan tíma að jafna sig. Þá var hann að meina hálsrýg sem þú færð eftir svona bílslys og þessháttar, ekki hálsrýginn sem þú færð þegar þú situr á gólfinu og horfir á sjónvarpið sem er staðsett 1,5 meter fyrir ofan hausinn á þér, 2 metra í burtu. Það er child's play í samanburði við svona svakalegann slink eins og ég virðist hafa fengið á mig þegar bíllinn reyndi að fletja mig út með kökukefli.

Enn og aftur, takk fyrir að láta mig vita af þessu öllu saman og aldrei að vita hvort maður kíki ekki í einhverjar bætur, ef maður hefur réttinn að þeim.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf Garri » Fim 15. Sep 2016 21:36

Einhvern veginn grunar mig að þú hafir verið að gjóa augunum á símann.. sms eitthvað eða álíka. Þú talar mikið um þína kynslóð og síma.. gleymir að þessi kynslóð er límd við þetta apparat og líka þegar hún er að keyra.

Ég ek stundum um á mótorhjóli og verð ótrúlega oft vitni að því að bílar krussa um allar akgreinar og stundum langleiðina út af (sá þrjú slík tilfelli þegar ég skrapp suður um síðustu helgi á bíl)

Það sem þessi kolklikkaða síma kynslóð á erfitt með að skilja er að augnabliks athugunarleysi og símagláp getur þýtt ævilanga eftirsjá..



Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf HalistaX » Fim 15. Sep 2016 22:02

Garri skrifaði:Einhvern veginn grunar mig að þú hafir verið að gjóa augunum á símann.. sms eitthvað eða álíka. Þú talar mikið um þína kynslóð og síma.. gleymir að þessi kynslóð er límd við þetta apparat og líka þegar hún er að keyra.

Ég ek stundum um á mótorhjóli og verð ótrúlega oft vitni að því að bílar krussa um allar akgreinar og stundum langleiðina út af (sá þrjú slík tilfelli þegar ég skrapp suður um síðustu helgi á bíl)

Það sem þessi kolklikkaða síma kynslóð á erfitt með að skilja er að augnabliks athugunarleysi og símagláp getur þýtt ævilanga eftirsjá..

Ég skal fullvissa þig um það að svo var víst ekki.

Ég tek því eiginlega sem móðgun að þú teljir mig það ábyrgðarlausann að gægjast í símann undir stýri! Þá fer öll athyglin við aksturinn útum gluggann.

Ég hef reynt það á meðan ég hef verið að bæði snúa og slá á traktor... ....og lærði ég þá the hard way að það er nógu erfitt! Í eitt skiptið snag'aði ég snúningvélinni í gaddavírsgyrðingu og reif upp góðann 100 metra bút úr gyrðinguni, staura og alles. Allt útaf því að ég var að leita að einhverju lagi í iPod'num mínum. Þetta var hinsvegar löngu áður en ég eignaðist ökuleyfið, ætli ég hafi ekki verið svona 13-14 ára þetta sumarið.

Þetta með að ég minnist á síma kynslóðina er einfaldlega útaf því að ungt fólk á mínum aldri, 17-30 ára, mín kynslóð, er vel flest alveg óð í símana sína. Allir með Snapchat, Facebook og Twitter... Allir á Tinder og komnir í level 2749 í Candy Crush Go!

Það að ég minnist á þetta og telji mig tilheyra þessari kynslóð er meira bara kaldhæðni því ég virðist vera sá eini sem ég veit um sem er á þessum aldri en er ekki alveg gjörsamlega dáleiddur af þessum græjum. Að þurfa alltaf að hafa þessa helvítis síma í höndunum. Batteríið á SGS6E+ símanum mínum endist stundum í svona 4-5 daga því ég einfaldlega er ekki með jafn mikið af drasli í honum og er ekki jafn háður honum og restin af minni kynslóð. Og svo tilheyri ég þessari kynslóð í raun og veru, hvort mér líki það eður ey.

Það að ég hafi strax fengið símann í hugann þegar ég næ að skríða út er útaf því að ég þurfti að hringja í Mömmu, láta hana vita af þessu, fá hjálp, mögulega hringja á sjúkrabíl. Þrátt fyrir heilahristinginn og að líða eins og ég hafi verið að koma af Rave'i á Ibiza, þá var einhver rökhugsun eftir á yfirborðinu, ef ekki, þá var stutt í hana allavegana.

Og þetta með að taka myndir og vídjó af bæði sjálfum mér og bílnum var eitthvað sem heilahristingurinn virstis vera dead set on. Mér leið eins og litlu barni. Hlæjandi og tístandi yfir því að hafa lent í þessu og eyðilagt bíl í leiðinni. Þetta var svo óraunverulegt allt að mér leið hálfpartinn eins og ég væri í tölvuleik.

En já, ég skal fullvissa þig um það að síma skrattinn sat allann tímann kjurr, með coverið lokað, á farþega sætinu á minni hægri hönd. Eða þangað til að hann hefur húrrað útúr bílnum í einni veltuni, þar að segja.

Seriously, að segja þetta við mig er eins og að halda fram að allir Þjóðverjar séu Nasistar því mest megnið af þeim voru það fyrir 70-80 árum. Eða allir Múslimar hryðjuverkamenn því það eru til nokkur Múslimsk hryðjuverkasamtök.

Profiling er orðið sem ég var að leita að. And it's wrong!


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2208
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 166
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf kizi86 » Fim 15. Sep 2016 23:29

HalistaX skrifaði:
kizi86 skrifaði:Gott að slappst vel, mundu bara afleiðingar bílslysa koma ekki alltaf fram strax, lenti í Árekstri i vor, svo 3 manuðum seinna er eg rummliggjandi og get varla hreyft mig.. hafa allt skrásett hjá lækni, hvarta yfir minnsta verk sem þu telur að sé kominn utaf þessu slysi. Myndi svo tala við lögfræðing, góðar líkur á að þú eigir rétt á bótum fyrir þetta slys

Thanks for the tips!

Mjög* gott að ég slapp vel! Ekki eitt bein í líkama mínum brotið. Það kalla ég nokkuð gott þegar það hefði munað engu að hálsbrjóta sig þegar hann lendir á toppnum í þessi tvö skipti.

En já, ég man þegar Mamma og Pabbi fengu einu sinni bíl aftan á sig á meðan þau voru stopp útí kanti, skýst bíllinn þeirra svo ekki bara á annann bíl sem er að keyra framhjá. Báðir bílarnir sem fóru á þau náttúrulega á 90 km/h, jafnvel 90+.

Mamma var náttúrulega ónýt á eftir, en jafnvel núna, einhverjum 10-14 árum seinna, þá er hún enþá að finna nýtt og nýtt stöff. Síðast voru það fæturnir á henni. Það safnast saman liðavökvi í hnjánum á henni sem þarf að tappa af með reglulegu millibili. Má samt ekki gera of oft með of stuttu millibili því þá er séns á að skemma hnén enn frekar... Þannig að hún er sárþjáð most of the time, því þetta bólgnar upp náttúrulega og eitthvað meira stöff sem ég skil ekki alveg fullkomnlega.

Ég vona að ég lendi ekki í þeim pakka. Að vera ónýtur 4 life eftir eitthvað svona, aldrei ná fullum bara aftur...

Bótum, you say? Interesting... En in all seriousness, ef ég gæti skipt bóta rétti mínum fyrir að losna við alla kvilla frá þessu slysi, alla framtíðar kvilla líka, sama þó bæturnar væru 100.000.000kr, þá myndi ég gera það. Ég held að það sé ekkert gaman að eiga fullt af pening en vera samt sárþjáður mest allann tímann.

Nasirnar á mér skiptast á að stíflast þessa dagana og vera með nefrennsli á sama tíma og þegar ég sýk horið sem lekur lengra uppí nasaholurnar á mér, þá finn ég fyrir massífum sting í bakið. Sama má segja ef ég anda mjög djúpt; ÓGÉÐSLEGUR stingur í bakið. Þetta er að keyra mig klikkaðann...

Svo er ég eins og leyniskytta að finna réttu stellinguna til þess að lyggja í svo ég finni ekki fyrir stanslausum sársauka. Svefninn raskast náttúrulega þar sem maður segur ekkert sárþjáður.

Læknirinn sagði að svona "Whiplash", eins og hann kallaði það, eða hálsrýgur á góðri íslensku, ef ég stafsetti þetta rétt þar að segja, geti tekið laaaangan tíma að jafna sig. Þá var hann að meina hálsrýg sem þú færð eftir svona bílslys og þessháttar, ekki hálsrýginn sem þú færð þegar þú situr á gólfinu og horfir á sjónvarpið sem er staðsett 1,5 meter fyrir ofan hausinn á þér, 2 metra í burtu. Það er child's play í samanburði við svona svakalegann slink eins og ég virðist hafa fengið á mig þegar bíllinn reyndi að fletja mig út með kökukefli.

Enn og aftur, takk fyrir að láta mig vita af þessu öllu saman og aldrei að vita hvort maður kíki ekki í einhverjar bætur, ef maður hefur réttinn að þeim.



talar um verk í baki, stingur í bakið... hljómar mjög eins og rifbeinsbrot... hef rifbeinsbrotnað nokkrum sinnum, og alltaf var verkurinn eins og sjúkur stingur í bakið..

en já með bætur og svona, þá allaveganna fær maður einhverja peninga sem hægt er að eyða í útbúnað og þægindi til að koma í veg fyrir / minnka sársauka. lenti sjálfur í svaka whiplash, og tognun í hálsi + slæmum heilahristing, og er núna með ógeðslega verki í bakinu þannig að hef verið rúmliggjandi í mánuð. eins og löffinn minn sagði, þá er best að hafa allt skrásett, hvarta útaf öllu sem kemur upp, fara nógu fjandi oft til læknis, því þá ertu best stæður ef lendir í því að eitthvað kemur uppá, ömurlegt að verða fokkt 4life og hafa ekkert skrásett og verða svo kanski algerlega óvinnufær og hafa engan sjóð..

og með umferðarslys, ef maður slasast þá á maður eiginlega alltaf rétt á bótum. skiptir engu hvort maður hafi verið í rétti eða ekki, valdur að slysinu eða ekki. það er verið að bæta líkamsskaða ekki eignaskaða.


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]

Pósturaf HalistaX » Fim 15. Sep 2016 23:57

kizi86 skrifaði:
HalistaX skrifaði:
kizi86 skrifaði:Gott að slappst vel, mundu bara afleiðingar bílslysa koma ekki alltaf fram strax, lenti í Árekstri i vor, svo 3 manuðum seinna er eg rummliggjandi og get varla hreyft mig.. hafa allt skrásett hjá lækni, hvarta yfir minnsta verk sem þu telur að sé kominn utaf þessu slysi. Myndi svo tala við lögfræðing, góðar líkur á að þú eigir rétt á bótum fyrir þetta slys

Thanks for the tips!

Mjög* gott að ég slapp vel! Ekki eitt bein í líkama mínum brotið. Það kalla ég nokkuð gott þegar það hefði munað engu að hálsbrjóta sig þegar hann lendir á toppnum í þessi tvö skipti.

En já, ég man þegar Mamma og Pabbi fengu einu sinni bíl aftan á sig á meðan þau voru stopp útí kanti, skýst bíllinn þeirra svo ekki bara á annann bíl sem er að keyra framhjá. Báðir bílarnir sem fóru á þau náttúrulega á 90 km/h, jafnvel 90+.

Mamma var náttúrulega ónýt á eftir, en jafnvel núna, einhverjum 10-14 árum seinna, þá er hún enþá að finna nýtt og nýtt stöff. Síðast voru það fæturnir á henni. Það safnast saman liðavökvi í hnjánum á henni sem þarf að tappa af með reglulegu millibili. Má samt ekki gera of oft með of stuttu millibili því þá er séns á að skemma hnén enn frekar... Þannig að hún er sárþjáð most of the time, því þetta bólgnar upp náttúrulega og eitthvað meira stöff sem ég skil ekki alveg fullkomnlega.

Ég vona að ég lendi ekki í þeim pakka. Að vera ónýtur 4 life eftir eitthvað svona, aldrei ná fullum bara aftur...

Bótum, you say? Interesting... En in all seriousness, ef ég gæti skipt bóta rétti mínum fyrir að losna við alla kvilla frá þessu slysi, alla framtíðar kvilla líka, sama þó bæturnar væru 100.000.000kr, þá myndi ég gera það. Ég held að það sé ekkert gaman að eiga fullt af pening en vera samt sárþjáður mest allann tímann.

Nasirnar á mér skiptast á að stíflast þessa dagana og vera með nefrennsli á sama tíma og þegar ég sýk horið sem lekur lengra uppí nasaholurnar á mér, þá finn ég fyrir massífum sting í bakið. Sama má segja ef ég anda mjög djúpt; ÓGÉÐSLEGUR stingur í bakið. Þetta er að keyra mig klikkaðann...

Svo er ég eins og leyniskytta að finna réttu stellinguna til þess að lyggja í svo ég finni ekki fyrir stanslausum sársauka. Svefninn raskast náttúrulega þar sem maður segur ekkert sárþjáður.

Læknirinn sagði að svona "Whiplash", eins og hann kallaði það, eða hálsrýgur á góðri íslensku, ef ég stafsetti þetta rétt þar að segja, geti tekið laaaangan tíma að jafna sig. Þá var hann að meina hálsrýg sem þú færð eftir svona bílslys og þessháttar, ekki hálsrýginn sem þú færð þegar þú situr á gólfinu og horfir á sjónvarpið sem er staðsett 1,5 meter fyrir ofan hausinn á þér, 2 metra í burtu. Það er child's play í samanburði við svona svakalegann slink eins og ég virðist hafa fengið á mig þegar bíllinn reyndi að fletja mig út með kökukefli.

Enn og aftur, takk fyrir að láta mig vita af þessu öllu saman og aldrei að vita hvort maður kíki ekki í einhverjar bætur, ef maður hefur réttinn að þeim.



talar um verk í baki, stingur í bakið... hljómar mjög eins og rifbeinsbrot... hef rifbeinsbrotnað nokkrum sinnum, og alltaf var verkurinn eins og sjúkur stingur í bakið..

en já með bætur og svona, þá allaveganna fær maður einhverja peninga sem hægt er að eyða í útbúnað og þægindi til að koma í veg fyrir / minnka sársauka. lenti sjálfur í svaka whiplash, og tognun í hálsi + slæmum heilahristing, og er núna með ógeðslega verki í bakinu þannig að hef verið rúmliggjandi í mánuð. eins og löffinn minn sagði, þá er best að hafa allt skrásett, hvarta útaf öllu sem kemur upp, fara nógu fjandi oft til læknis, því þá ertu best stæður ef lendir í því að eitthvað kemur uppá, ömurlegt að verða fokkt 4life og hafa ekkert skrásett og verða svo kanski algerlega óvinnufær og hafa engan sjóð..

og með umferðarslys, ef maður slasast þá á maður eiginlega alltaf rétt á bótum. skiptir engu hvort maður hafi verið í rétti eða ekki, valdur að slysinu eða ekki. það er verið að bæta líkamsskaða ekki eignaskaða.

Held ég hafi rifbeinsbrotnað einu sinni áður sjálfur. Hvort ég hafi verið 10 eða 11 ára þá, líklega 11.

Datt eitthvað í einhverri skólaferð, það var ekki einu sinni neitt svaka högg sem ég fékk á líkamann. Það var náttúrulega skít vont, en ég hef alltaf, alla tíð, ímyndað mér að það þurfi svaka kraft til þess að brjóta bein, sem að renna á bakið í blautu grasi og drullu sá ég bara ekki fyrir mér brjóta bein. En það var hinsvegar svona svipaður verkur og ég er með núna í bakinu þegar ég anda, þarf að snorta horinu sem er að renna úr annarri nðsini uppí kok aftur, lyfta hlutum, gera ýmsar hreifingar og þessháttar. Eini munurinn er sá að ég man eftir að verkurinn úr æskuni var töluvert neðar, eiginlega rétt undir brjósti. Á meðan það sem ég finn fyrir núna finnst mér vera beintengt við verkinn í hálsinum. Finnst eins og þessi bakverkur, stingur í gegnum bakið og í lunga þegar ég anda, hósta, hnerra, snorta hori eða eitthvað annað, nefndu það, originate'i frá miðju bakinu einhvern veginn. Eins og það sé eitthvað að á milli herðablaðanna. Að setjast niður í lága Skoda'nn minn var t.d. alveg agonizing pain í morgun. Einnig það að standa uppúr honum.

En ég á reyndar mjög erfitt með að útskýra þetta... Verkurinn er allavegana mjög svipaður og úr æsku, bara á allt öðrum stað. Maður er svo sem með alveg nokkur rifbein, svo það er alveg séns að ég hafi bara náð að brjóta annað á öðrum stað líka.

En ef ég skil það rétt, þá er ekkert sem hægt er að gera í brotnum rifbeinum, right? Bara láta þau gróa að sjálfum sér? Great... :mad

Fékk skrifað uppá Parkódín Forte í dag, finnst það ekki alveg vera að vinna vinnuna sína þar sem það á að vera 30 mg af Kódín í hverri töflu. Það virðist ekki dempa sársaukann mikið. Kannski ég sé bara það stór maður að ég þurfi meira en tvær töflur af 500/30 mg Parkódín Forte.

En annars hafði ég ekki hugmynd um að maður hefði svona oft rétt á bótum. Skildi það alveg með bílinn hans Pabba að hann ætti skilið að fá bætur frá tryggingunum. En bætur útá meiðsl sem voru nokkur veginn mér að kenna fyrir að keyra of hratt miðað við aðstæður?
No way!

Spurði Mömmu eitthvað útí þetta áðan. Fannst hljóðið í henni vera þannig að hún viti það að ég eigi ekki rétt á neinu svoleiðis. Sem hún gerir mjög líklegast ekki. Held ég trysti manni með reynslu og þessu sem ég var að skoða inná einhverri síðu áðan þegar ég Gúglaði: "Bílslysa bætur" og fann þessa síðu sem útskýrir eitthvað smotterí, frekar en mömmu sem hefur enga reynslu af svona löguðu.

Ég á líklegast eftir að senda bara póst á Fullþingi eða eitthvað álíka fyrirtæki sem sérhægir sig í svona og spá í þetta. Þekki eiginlega enga lögfræðinga sem gætu hjálpam mér með þetta og á ekki fyrir þessum 20.000 kalli sem lélegir lögfræðingar taka á tímann...


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...