Síða 1 af 2

Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Mið 03. Ágú 2016 10:49
af GuðjónR
Var að sjá skilaboð í heimabankanum, þá er það official að heimabanki Íslandsbanka verður ekki gjaldrfrjáls frá og með næstu áramótum.
Innskráning með auðkenni í síma 14 kr. með SMS 10 kr. eða kaupa einkaskilríki á 1700 kr. á ári.

Frá og með næstu áramótum verður ekki lengur hægt að skrá sig inn í Netbankann með Auðkennislykli. Eftir breytinguna munu tvær leiðir standa viðskiptavinum til boða við innskráningu í Netbanka; Rafræn skilríki og GSM auðkennisnúmer. Brýnt er að notendur tileinki sér a.m.k. aðra aðferðina við innskráningu í Netbanka:

Rafræn skilríki í farsíma, jafngilda framvísun persónuskilríkja við auðkenningu og undirritun á netinu. Rafræn skilríki eru örugg leið til innskráningar í Netbanka. Virkja má skilríkin á farsímanum með því að mæta í næsta útibú Íslandsbanka og hafa meðferðis ökuskírteini eða vegabréf.
Nánari upplýsingar og kanna hvort farsími minn uppfylli tæknilegar kröfur
GSM auðkennisnúmer. Auk rafrænna skilríkja er einnig hægt að nýta sér SMS varaleið við innskráningu í Netbanka. Til þess þarf að skrá farsímanúmer til að geta fengið GSM auðkennisnúmerið sent í farsíma þinn.

Svona skráir/uppfærir þú GSM auðkennisnúmer í Netbanka
Undir "Stillingar" í Netbanka er liður í leiðarkerfi sem nefnist "Almennt". Þar finnur þú lið sem nefnist "GSM auðkennisnúmer". Til að staðfesta nýtt símanúmer þarf að nota Auðkennislykil.

Skrá/uppfæra GSM auðkennisnúmer

Í leiðinni gefst gott tækifæri til að skrá eða uppfæra netfang og GSM símanúmer fyrir almennar Netbankatilkynningar. Það er framkvæmt í liðnum "Grunnupplýsingar" á sama stað.

Þjónustuver Íslandsbanka veitir allar nánari upplýsingar í síma 440 4000 eða á islandsbanki@islandsbanki.is.

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Mið 03. Ágú 2016 10:50
af worghal
að það skuli kosta að fara í heimabankann er rugl!

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Mið 03. Ágú 2016 11:33
af russi
worghal skrifaði:að það skuli kosta að fara í heimabankann er rugl!



Þetta er búið að vera leynt og ljóst heillengi, hafa verið að bæta kostnaði á allt, draga saman í útbúum, en á meðan er netbankinn frír, þegar fólk er orðið nokkuð gott í að nota netbanka þá er um að gera henda kostnaði á það, fyrst er hvort sem er búið að henda kostnaði á allt annað.

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Mið 03. Ágú 2016 11:44
af pattzi
Já þetta er fáránlegt...þetta á að vera frítt...kannski maður fari bara að nota arion banka þeir eru enn með auðkennislykil....

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Mið 03. Ágú 2016 11:49
af GuðjónR
þetta auðkenni.is er bara svo furðulegt fyrirbæri, greinilega stofnað svo afdankaðir pólitíkusar fái hálaunastörf fyrir ekkert eða í það minnsta óþarft vinnuframlag og við erum látin borga brúsan eins og svo oft áður.

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Mið 03. Ágú 2016 12:04
af Revenant
Þetta er eflaust útaf því að 31. desember 2016 þá fellur undanþága Samkeppniseftirlitsins úr gildi um að bankarnir megi nota sama (öryggis)kerfi.

Bara að þið gerið ykkur grein fyrir þá eru Auðkennislyklarnir 10 ára gömul tækni og þá er eflaust orðið mun dýrara að fá uppfærslur/varahluti/nýja auðkennislykla.

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Mið 03. Ágú 2016 12:09
af frappsi
Frekar lélegt move hjá þeim að byrja að rukka fyrir innskráningu í heimabankann.
Ég mun forðast það í lengstu lög að fá mér skilríki frá Auðkenni. SMS leiðin er ódýrari ef ég nota heimabankann að jafnaði þriðja hvern dag eða sjaldnar allt árið um kring (sem ég geri).

Vona síðan að ríkið fari ekki að skikka fólk í viðskipti við einokunareinkafyrirtæki eins og þeir reyndu í kringum skuldaleiðréttinguna...

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Mið 03. Ágú 2016 12:11
af I-JohnMatrix-I
Ég er hjá landsbankanum og skrái mig bara inn á heimabankann með því að skrifa inn notendanafn og lykilorð. Ekkert sms, enginn auðkennislykill, mjög þægilegt.

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Mið 03. Ágú 2016 12:18
af vesley
I-JohnMatrix-I skrifaði:Ég er hjá landsbankanum og skrái mig bara inn á heimabankann með því að skrifa inn notendanafn og lykilorð. Ekkert sms, enginn auðkennislykill, mjög þægilegt.


Er einmitt líka hjá landsbankanum, og ef eitthvað er óeðlilegt hjá innskráningu hjá mér, hvort ég sé í útlöndum eða geri eitthvað vitlaust eða skrifa það ekki á svipaðann hátt þá fæ ég símtal sem þylur upp fyrir mig lykilorð sem væri sambærilegt auðkennislykli.

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Mið 03. Ágú 2016 12:50
af pegasus
frappsi skrifaði:Vona síðan að ríkið fari ekki að skikka fólk í viðskipti við einokunareinkafyrirtæki eins og þeir reyndu í kringum skuldaleiðréttinguna...

Tókst þeim það ekki?

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Mið 03. Ágú 2016 13:15
af frappsi
pegasus skrifaði:
frappsi skrifaði:Vona síðan að ríkið fari ekki að skikka fólk í viðskipti við einokunareinkafyrirtæki eins og þeir reyndu í kringum skuldaleiðréttinguna...

Tókst þeim það ekki?

Jú reyndar
http://kjarninn.is/frettir/audkenni-smaladi-ser-i-yfirburdarstodu-med-hjalp-rikisins-rukkar-nu-haerra-verd-en-adrir/

Vona að þetta breiðist ekki út, t.d. í tengslum við skattframtalið, þannig að allir verði að fá sér svona til að geta tekið þátt í samfélaginu. Þá mun ég frekar fara aftur í að skila pappírsframtali í póstkassa hjá skattstofunni.

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Mið 03. Ágú 2016 15:56
af depill
GuðjónR skrifaði:Var að sjá skilaboð í heimabankanum, þá er það official að heimabanki Íslandsbanka verður ekki gjaldrfrjáls frá og með næstu áramótum.
Innskráning með auðkenni í síma 14 kr. með SMS 10 kr. eða kaupa einkaskilríki á 1700 kr. á ári.
.


Reyndar er ekkert fyrirtæki fyrir utan Nova sem rukkar fyrir auðkenningu í gegnum síma. Kostar mig 0 kr á ári og 0 kr per innskráning hjá Símanum. Þannig líka allstaðar NEMA hjá Nova.

Ennfremur gildir í Roam like home innifalin notkun í Evrópu NEMA hjá Nova.

Hér hefur allavega eitt fyrirtæki verið stofnað út af kvarti á Vaktinni um að gera annað, ykkur er frjálst að stofna nýtt auðkenni þar sem ríkið stjórnar rótinni ef þið teljið ykkur geta gert þetta betur en audkenni.is. En PKI auðkenningin er það besta sem hægt er í dag og töluvert betri en aðrar lausnir.

TODOS lausnin sem er verið að leggja af, var líka langt frá því að vera ókeypis og var verið að velta milljóna kostnaði yfir á neytendur sem nota þetta ekki. Fínt að Íslandsbanki ætla að spara þennan pening ( eins og Landsbankinn, hef ekki séð neitt með Arion ).

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Mið 03. Ágú 2016 22:41
af GuðjónR
depill skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Var að sjá skilaboð í heimabankanum, þá er það official að heimabanki Íslandsbanka verður ekki gjaldrfrjáls frá og með næstu áramótum.
Innskráning með auðkenni í síma 14 kr. með SMS 10 kr. eða kaupa einkaskilríki á 1700 kr. á ári.
.


Reyndar er ekkert fyrirtæki fyrir utan Nova sem rukkar fyrir auðkenningu í gegnum síma. Kostar mig 0 kr á ári og 0 kr per innskráning hjá Símanum. Þannig líka allstaðar NEMA hjá Nova.

Ennfremur gildir í Roam like home innifalin notkun í Evrópu NEMA hjá Nova.

Hér hefur allavega eitt fyrirtæki verið stofnað út af kvarti á Vaktinni um að gera annað, ykkur er frjálst að stofna nýtt auðkenni þar sem ríkið stjórnar rótinni ef þið teljið ykkur geta gert þetta betur en audkenni.is. En PKI auðkenningin er það besta sem hægt er í dag og töluvert betri en aðrar lausnir.

TODOS lausnin sem er verið að leggja af, var líka langt frá því að vera ókeypis og var verið að velta milljóna kostnaði yfir á neytendur sem nota þetta ekki. Fínt að Íslandsbanki ætla að spara þennan pening ( eins og Landsbankinn, hef ekki séð neitt með Arion ).


Mér finnst fráleit hugmynd að skipta um símafyrirtæki bara af því að bankinn ákveður að setja gjald á innskráningar, það verður örugglega ekki langt að bíða að hin símafyrirtækin geri það sama, nema notendur NOVA séu að niðurgreiða þetta svo hressilega fyrir hina að þess þurfi ekki. :)
Svo er ekki nóg að vera með rafræn skilríki, amk. ekki í Arion því ef þú ert að millifæra á einhvern sem þú hefur ekki millifært á áður þá þarftu auðkenni með auðkennislykli eða SMS sem kostar. Það væri líka hægt að notast við Íslykil, fyrst skatturinn telur það öruggt þá ætti það að vera öruggt fyrir bankana líka.

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Fim 04. Ágú 2016 02:55
af intenz
Af hverju bjóða ekki fleiri upp á fríar lausnir eins og t.d. 2FA/OTP með Google Authenticator?

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Fim 04. Ágú 2016 08:02
af Dagur
intenz skrifaði:Af hverju bjóða ekki fleiri upp á fríar lausnir eins og t.d. 2FA/OTP með Google Authenticator?


Nákvæmlega! Svo eru allir bankarnir með eigið app, að hverju ekki nota það fyrir two factor authentication?

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Fim 04. Ágú 2016 08:48
af depill
GuðjónR skrifaði:
Mér finnst fráleit hugmynd að skipta um símafyrirtæki bara af því að bankinn ákveður að setja gjald á innskráningar, það verður örugglega ekki langt að bíða að hin símafyrirtækin geri það sama, nema notendur NOVA séu að niðurgreiða þetta svo hressilega fyrir hina að þess þurfi ekki. :)
Svo er ekki nóg að vera með rafræn skilríki, amk.

NOVA hefur sagt ástæðuna. ( Er ekki að hvetja þig til að skipta, bara að segja þetta er svona meira NOVA að vera smá dick þar sem þeir voru súrir að vera neyddir í eithvað ).

A) Það kostaði þá mikið að skipta yfir til Gemalto SIM korta providersins sem var með lausn fyrir PKI ( í dag eru þeir fleirri )
B) Það er X kostnaður frá Auðkenni ( árlegur ) sem verður líklegast velt yfir á neytendur af Símafyrirtækjunum ( nema þeim finnist þetta nottulega nægilega mikil aðgreining að þeir éti þetta til að styrkja samkeppnisstöðu sína EÐA þau sjá hag í því að sem flestir séu með rafræn skilríki í farsíma )

Þetta 14 kr per SMS burt séð frá því hvort að SMSin þín séu innifalin eða ekki er samt bara BS. Og eins og ég sagði áður að þá er erfitt fyrir bankana að segja þetta sé verra þegar 58% ( miðað við tölur síðustu áramót ) þurfa ekki að greiða neitt. Ég er ekki að sjá ða önnur FF muni rukka fyrir þetta, enda venjan að vera hætt að rukka fyrir SMS.
----

Varðandi Íslykil, þá er það alveg satt að fyrir innskráningu og aðgerðir sem geta talist veikar og þurfa ekki undirritun getur það verið góð hugmynd. Ég held að bönkunum hrylli smá við því að það verður að off-loada innskráningunni til þess. Sérstaklega þá Styrktur Íslykill ( sem er týpa af 2FA ). Þannig mætti ímynda sér að upphæðir undir X væru leyfðar með Íslykli og þegar þær fara yfir X að þá þarf hærra fullvissustig ( hæsta stigið er rafræn skilríki ).

En hér ertu kominn í umræður sem ég held að rosalega mörg fyrirtæki taka. Hversu örugg þurfa skilríkin að vera, hversu viss þarf ég að vera um að þú sért þú. Og það er ekki eins og Íslendingar hafi fundið uppá þessu sjálfur að nota PKI lykla fyrir innskráningu og þá sérstaklega undirritun ( ég myndi búa mig undir það að fleirri fyrirtæki muni vilja að þið undirrituð skjöl með rafrænum skilríkjum eins og t.d. Íslandsbanki, Lýsing og fleirri fyrirtæki eru byrjuð að ).

Önnur kerfi erlendis sem hafa reynt að leysa síðan PKI af með sínum eigin lausnum hafa yfirleitt verið gagnrýndar fyrir ekki nægilegt öryggi ( sjá NemID í Danmörku. Þeir eru líka með DanID sem er PKI lausn. Norðmenn eru líka byrjaðir með PKI lausnir og það er framkvæmt eiginlega nákvæmlega eins og hér, þ.e. ríkið á rótina en það eru einkafyrirtæki sem úthluta lyklum ( og þurfa að uppfylla kröfur ríkisins varðandi vottun og ef þeir gera það ekki, revoca þeir bara skilríkið þeirra og afvirkja öll skilríkin ).

----

Varðandi 2FA held ég að það sé mjög góð hugmynd. Ég giska að það stoppi á því hversu ógeðslega anal banking industrin er ( þess vegna er mjög spennandi ) og gæti hreinlega verið leiðinlegt / erfitt í vottun að fá annað heldur en eithvað ógeðslega gamaldagskerfi sem þeir nota fyrir SMSið. En finnst það mjög lógíkst í sambærilegu ástandi og Styrktur lykill.

Ég held að bankanir sjái bara fyrir sér líka með rafræn skilríki að við öll munum skrifa undir öll skjölin okkar með skilríkunum. Það er MIKILL sparnaður ef það er hægt að fá einstaklinga að kvitta undir lagalega bindandi skjöl án þess að þurfa að gera það í pappír. Og þess vegna vilji fjárfesta meira í rafrænum skilríkjunum en öðru.

GuðjónR skrifaði:ekki í Arion því ef þú ert að millifæra á einhvern sem þú hefur ekki millifært á áður þá þarftu auðkenni með auðkennislykli eða SMS sem kostar. Það væri líka hægt að notast við Íslykil, fyrst skatturinn telur það öruggt þá ætti það að vera öruggt fyrir bankana líka.
[/quote]
Hvar leyfir skatturinn Íslykil ? Ég get bara notað Veflykilinn eða Rafræn skilríki ? Og það er mjög skýrt frá ríkinu hvað er það sem mun koma til með að gilda. Ef þú þarft high-assurance eða lagalega bindandi undirskrift þá tekurðu rafræn skilríki ( shit ég er eins og biluð plata ).

Arion banki sem ég nota alltaf rafræn skilríki krefur mig ekki um þetta. Ég fæ undirritunar beiðni bara í Símann hjá mér þegar ég kvitta undir ( fyrirtækjabanki Arion )

Útskýrt fínt hér
https://www.island.is/innskraningarthjo ... garleidum/

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Fim 04. Ágú 2016 10:36
af GuðjónR
Takk fyrir ítarlega útskýringar á þessu depill. ;)
Varðandi skattinn þá var ég að rugla saman hugtökunum vef og ís, en að er samt hálfgert aukaatriði.
Aðalatriðið er að það er verið að "þvinga" fólk í gjaldskyld kerfi þegar önnur ókeypis virka fínt.

http://kjarninn.is/frettir/audkenni-sma ... -en-adrir/

http://nutiminn.is/karl-gardarsson-audk ... ilfurfati/

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Fim 04. Ágú 2016 10:51
af depill
GuðjónR skrifaði:Takk fyrir ítarlega útskýringar á þessu depill. ;)
Varðandi skattinn þá var ég að rugla saman hugtökunum vef og ís, en að er samt hálfgert aukaatriði.
Aðalatriðið er að það er verið að "þvinga" fólk í gjaldskyld kerfi þegar önnur ókeypis virka fínt.

http://kjarninn.is/frettir/audkenni-sma ... -en-adrir/

http://nutiminn.is/karl-gardarsson-audk ... ilfurfati/


Auðkenni hefur ekki rukkað enn fyrir notkunina. Verðskráin er aðgengileg hér https://www.audkenni.is/um-audkenni/gja ... audkennis/. Þeir rukka líka bankana, í hvert skipti sem þeir athuga hvort að skilríkin séu virk að þá tékka þeir.

Hins vegar finnst mér enn gott hvernig ríkið stóð að þessu, ég hef sjálfur verið í samskiptum við fyrirtæki sem eru í "samkeppni" við Auðkenni erlendis. Þau hafa engan áhuga á því að koma hingað, markaðurinn er alltof lítill. En ef einhver vill komast inná markaðinn getur hann byrjað á morgun.

En ég er líka sammála að það er gott að vera með leið sem er "frí", sérstaklega þegar aukið öryggi er ekki þörf á.

---
En varðandi Íslykill og Veflykill þá eru þeir inhertenly ágætlega veikir ( fyrr en þeir eru orðnir styrktir ) þar sem einn factorinn er þegar þekktur ( notendanafnið er kennitala ).

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Fim 04. Ágú 2016 11:10
af Gaui83
Forritari í banka hérna.

Það er bara spurning um hvenær allir bankarnir þurfa að byrja að rukka fyrir netbankana. Það er verið að niðurgreiða einkabankan með kostnaði frá öðrum. Sem vill svo til að er ólöglegt samkvæmt samkeppnislögum.
Það kostar bankana sirka 10kr hver millifærsla. Vandamálið hjá okkur íslendingum er að við erum svo vanir að fá allt frítt að um leið og þetta kostar eitthvað þá verðum við brjálaðir.

það kostar að vera í viðskiptum við MP banka. Sannleikurinn er sá að ef þú skuldar ekki peninga eða átt ekki pening þá er bankinn líklegast að tapa á að hafa þig í viðskiptum.

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Fim 04. Ágú 2016 11:50
af depill
Gaui83 skrifaði:
það kostar að vera í viðskiptum við MP banka. Sannleikurinn er sá að ef þú skuldar ekki peninga eða átt ekki pening þá er bankinn líklegast að tapa á að hafa þig í viðskiptum.


Þú meinar væntanlega í einhverjum stórum upphæðum. Annars ertu að segja að svo lengi sem bankastaðan þín er ekki 0 kr að þá sé bankinn að græða.

Hins vegar er alþekkt í fyrirtækjum að ákveðinn rekstur er niðurgreiddur til að gera heildarkostnaðan lægri. Einhvern megin held ég að það sé hagstæðara fyrir bankann að ég noti netbankann frekar en að koma í útibúin ( leiga á húsnæði, starfsfólk, ánægja o.s.frv ). Enda alþekkt fyrirkomulag erlendis að netbankinn sér frir. Sama er með þjónustuvefi Simafyrirtækjana, grút "tapa" á þeim en þeir fá samt töluverða peninga þar sem þau sleppa þá við að fá ykkur í verslanir eða að hringja inn sem er mjög dýrt.

Myndi samt ekki koma mér á óvart að það yrði rukkað fyrir að vera með bankareikning eftir X, nema að þú sért með einhverja X þjónustuliði á móti. Það er líka mjög þekkt sérstaklega í USA.

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Fim 04. Ágú 2016 12:55
af Gaui83
depill skrifaði:Hins vegar er alþekkt í fyrirtækjum að ákveðinn rekstur er niðurgreiddur til að gera heildarkostnaðan lægri. Einhvern megin held ég að það sé hagstæðara fyrir bankann að ég noti netbankann frekar en að koma í útibúin ( leiga á húsnæði, starfsfólk, ánægja o.s.frv ).


þú veist að þú ert að lýsa markaðsmisnotkun.

Var kominn með mjög góða lýsingu á afhverju .. en þar sem það er ekki erfitt að komast að því hver ég er og það er betra að vera ekki að tjá sig um vinnuveitandan þá ákvað ég að stroka það út.

en þegar ég tala um að þeir tapi á þér .. þá meina ég að þú ert að koma í útibúið , landsbankinn er með sirka 80.000 viðskiptavini og ef hver og einn þarf bara að koma 1x á ári í útibúið þá er það helv mikil traffík. Það er ekki allt sem hægt er að gera á netinu og stundum verður maður að fara í útibúin.

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Fim 04. Ágú 2016 13:30
af GuðjónR
Gaui83 skrifaði:Var kominn með mjög góða lýsingu á afhverju .. en þar sem það er ekki erfitt að komast að því hver ég er og það er betra að vera ekki að tjá sig um vinnuveitandan þá ákvað ég að stroka það út.

Við hljótum að elska málfrelsið á Íslandi.

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Fim 04. Ágú 2016 13:44
af Revenant
Það er fullt af kostnaði sem bankar "gleypa" með því að rukka þá ekki.

Sem dæmi þá kostar það 2,2 kr að millifæra milli banka (undir 10 m.kr) og síðan borga bankarnir 1,71 kr fyrir úttektina (= 3,91 kr).
Þetta er kannski ekki há tala en þegar þú ert að tala um milljónir af millifærslum þá getur þetta orðið mjög há fjárhæð.

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Fim 04. Ágú 2016 13:58
af GuðjónR
Revenant skrifaði:Það er fullt af kostnaði sem bankar "gleypa" með því að rukka þá ekki.

Sem dæmi þá kostar það 2,2 kr að millifæra milli banka (undir 10 m.kr) og síðan borga bankarnir 1,71 kr fyrir úttektina (= 3,91 kr).
Þetta er kannski ekki há tala en þegar þú ert að tala um milljónir af millifærslum þá getur þetta orðið mjög há fjárhæð.


Alveg magnað samt hvernig bankarnir geta skilað tugmilljarða hagnaði í hverjum einasta ársfjórðungi miðað við hvað þeir eru gjafmildir.

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Sent: Fim 04. Ágú 2016 14:14
af atlisd
Mér finnst persónulega rafrænu skilríkin á GSM algjör snilld. Get loggað mig inn út um allt án þess að muna notandanafn og lykilorð. Ég var t.d. að þvælast á vef íbúðalánasjóðs [þeim djöflasamtökum] um daginn og sá "innskrá" og þeir buðu upp á rafræn skilríki. quish bam búmm kominn inn á svæðið mitt án þess að rembast við að stonfa einhvern notanda.

Ég sé fram á að þetta muni aukast út um allt og innan tíðar verður hægt að versla þjónustu t.d. hjá bönkunum með rafrænni undirritun í síma.

Er fólk að forðast að sækja um rafræn skilríkin í síma?