Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Allt utan efnis
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1408
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 147
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf depill » Fim 04. Ágú 2016 15:30

Gaui83 skrifaði:
depill skrifaði:Hins vegar er alþekkt í fyrirtækjum að ákveðinn rekstur er niðurgreiddur til að gera heildarkostnaðan lægri. Einhvern megin held ég að það sé hagstæðara fyrir bankann að ég noti netbankann frekar en að koma í útibúin ( leiga á húsnæði, starfsfólk, ánægja o.s.frv ).


þú veist að þú ert að lýsa markaðsmisnotkun.


Ehh nei. Ég var ekki að lýsa markaðsmisnotkun.

Ég sem einn Account get greitt mín gjöld fyrir mismunandi hluti þar sem sumir hlutir eru "ókeypis" og aðrir hlutir eru það ekki. Það kostar Íslandsbanka að halda út hraðbanka þótt þeir rukki mig ekki fyrir notkun, það kostar þá að halda úti netbanka. En þeir líka rukka með um vexti, árgjöld o.s.frv.

Eina sem mig grunar að þú sért að meina sé annað hvort samkeppnisbrot eða misnotkun á markaðsráðandi stöðu. En það að niðurgreiða aðra vöru til að promota aðra er alþekkt.
everdark
Ofur-Nörd
Póstar: 251
Skráði sig: Sun 04. Apr 2004 18:29
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf everdark » Fim 04. Ágú 2016 16:45

Gaui83 skrifaði:
depill skrifaði:Hins vegar er alþekkt í fyrirtækjum að ákveðinn rekstur er niðurgreiddur til að gera heildarkostnaðan lægri. Einhvern megin held ég að það sé hagstæðara fyrir bankann að ég noti netbankann frekar en að koma í útibúin ( leiga á húsnæði, starfsfólk, ánægja o.s.frv ).


þú veist að þú ert að lýsa markaðsmisnotkun.

Var kominn með mjög góða lýsingu á afhverju .. en þar sem það er ekki erfitt að komast að því hver ég er og það er betra að vera ekki að tjá sig um vinnuveitandan þá ákvað ég að stroka það út.


:roll:

Markaðsmisnotkun er skilgreind í 117 gr. VVL. og hefur nákvæmlega ekki neitt með samkeppnismál að gera.Skjámynd

islandsbanki
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 05. Ágú 2016 11:59
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf islandsbanki » Fös 05. Ágú 2016 13:07

Sæl verið þið, og takk fyrir að vekja athygli á þessu máli.

Það er réttast að byrja á að leiðrétta misskilninginn varðandi gjaldtöku fyrir SMS varaleið. Frá og með næstu áramótum, samhliða útleiðingu auðkennislykilsins, mun Íslandsbanki ekki lengur rukka fyrir SMS tengd innskráningu í Netbankann.
Við biðjumst velvirðingar á að þessar upplýsingar hafi ekki komið fram í upprunalegri tilkynningu sem birt var í Netbanka.

Við erum svo einnig að skoða aðrar 2FA auðkenningarlausnir en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum enn sem komið er.Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3322
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 279
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf urban » Fös 05. Ágú 2016 14:08

vesley skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði:Ég er hjá landsbankanum og skrái mig bara inn á heimabankann með því að skrifa inn notendanafn og lykilorð. Ekkert sms, enginn auðkennislykill, mjög þægilegt.


Er einmitt líka hjá landsbankanum, og ef eitthvað er óeðlilegt hjá innskráningu hjá mér, hvort ég sé í útlöndum eða geri eitthvað vitlaust eða skrifa það ekki á svipaðann hátt þá fæ ég símtal sem þylur upp fyrir mig lykilorð sem væri sambærilegt auðkennislykli.


Reyndar er risastór galli á þessari leið hjá þeim.

Ég var að koma erlendis frá í gær, byrjaði í frankfurt og fékk mér einmitt þýskt simkort til þess að geta sleppt því að notað mitt númer í ferðinni og vafrað á netinu einsog mér datt til hugar án aukakostnaðar.

fyrstu 2 - 3 dagana, ekkert mál að skrá mig inná netbankann, síðan lennti ég í því að það var ráðist á mig og það simkort ásamt símanum hvarf, það var ekki vandamál, ég bara lokaði símanum um leið.

Þetta gerist þegar að ég er á Mallorca, fer yfir til Barcelona og fæ mér nýjan síma og nýtt simkort þar.
Eftir það þurfti ég alltaf að gera svo vel að setja íslenska simkortið í símann til þess að fá sms auðkenningu frá landsbankanum, það var EKKI í boði að setja erlenda símanúmerið inn, þannig að ég varð að gera svo vel að vera að flakka á milli íslenska og erlenda simkortsins ef að mig langaði að kíkja á heimabankann.

Þetta er risastór galli finnst mér og hefði ég t.d. frekar viljað vera með auðkennislykil með mér og geta græjað þetta með honum (þoli þá helvítis græju samt ekki)
Best af öllu hefði samt sem áður verið að geta bara skellt erlendu símanúmeri í heimabankann.
og auðkennt það t.d. með því að fá sms í íslenska númerið einu sinni við það.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3456
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 554
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf Klemmi » Fös 05. Ágú 2016 14:15

Gaui83 skrifaði:Það kostar bankana sirka 10kr hver millifærsla. Vandamálið hjá okkur íslendingum er að við erum svo vanir að fá allt frítt að um leið og þetta kostar eitthvað þá verðum við brjálaðir.


Á meðan bankarnir skila bullandi hagnaði ár eftir ár, þá finnst mér skiljanlegt að fólk kvarti yfir því að þeir velti meira af kostnaði sínum yfir á viðskiptavini...


www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Skjámynd

islandsbanki
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 05. Ágú 2016 11:59
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf islandsbanki » Fös 05. Ágú 2016 14:39

urban skrifaði:Best af öllu hefði samt sem áður verið að geta bara skellt erlendu símanúmeri í heimabankann.
og auðkennt það t.d. með því að fá sms í íslenska númerið einu sinni við það.


Við stefnum á að opna fyrir erlend símanúmer í netbanka samhliða þessum breytingum.
Hizzman
Gúrú
Póstar: 500
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 74
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf Hizzman » Mið 17. Ágú 2016 20:03

furðuleg ákvörðun að hætta með þessa aðferð til að auðkenna!
en afhverju að hætta með einföldu og traustu leiðina sem ekki hvílir á aukabúnaði (síma eða kortalesara sem þarf að tengja við tölvuna)
ég veit alvega að núverandi auðkennislyklar eru gamlir og etv orðnir ótraustir, en það hljóta að vera til lyklar sem eru up-to-data.Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf FreyrGauti » Mið 17. Ágú 2016 20:29

Réttara hefði verið að hætta með sms auðkenninguna.

Tölvert orðið um það úti að menn nýta sér vanhæfni símafélaga til að fá símnúmer færð á önnur sim kort, hringja inn og segjast vera eigandinn á númerinu og gamla kortið hafi eyðilagst, eða týnst and so on, fá svo númerið fært yfir á tómt sim kort sem þeir hafa.Skjámynd

Orri
Geek
Póstar: 841
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 32
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf Orri » Mið 17. Ágú 2016 23:23

Hizzman skrifaði:en afhverju að hætta með einföldu og traustu leiðina sem ekki hvílir á aukabúnaði (síma eða kortalesara sem þarf að tengja við tölvuna)

Hvað er Auðkennislykill annað en aukabúnaður?


Intel i7 4770K - NVIDIA MSI Gaming X 1080 - 24GB DDR3 1600MHz - ASUS Z87-K - 500GB 850 EVO - 5TB HDD - Antec Three Hundred - 2x 24" Dell UltraSharp U2412M e-IPS

Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1119
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 76
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf Minuz1 » Fim 18. Ágú 2016 01:10

GuðjónR skrifaði:
Revenant skrifaði:Það er fullt af kostnaði sem bankar "gleypa" með því að rukka þá ekki.

Sem dæmi þá kostar það 2,2 kr að millifæra milli banka (undir 10 m.kr) og síðan borga bankarnir 1,71 kr fyrir úttektina (= 3,91 kr).
Þetta er kannski ekki há tala en þegar þú ert að tala um milljónir af millifærslum þá getur þetta orðið mjög há fjárhæð.


Alveg magnað samt hvernig bankarnir geta skilað tugmilljarða hagnaði í hverjum einasta ársfjórðungi miðað við hvað þeir eru gjafmildir.


Það er erfitt líf að getað "prentað" peninga og lánað þá.
Gaman að vera í samkeppni við slíkan aðila þegar þú getur það ekki.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


Hizzman
Gúrú
Póstar: 500
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 74
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf Hizzman » Fim 18. Ágú 2016 12:51

Revenant skrifaði:Það er fullt af kostnaði sem bankar "gleypa" með því að rukka þá ekki.

Sem dæmi þá kostar það 2,2 kr að millifæra milli banka (undir 10 m.kr) og síðan borga bankarnir 1,71 kr fyrir úttektina (= 3,91 kr).
Þetta er kannski ekki há tala en þegar þú ert að tala um milljónir af millifærslum þá getur þetta orðið mjög há fjárhæð.
veslings, veslings bankarnir !


hver er annars breytilegi kostnaðarparturinn í þessu?Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2041
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 121
Staða: Tengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf kizi86 » Fim 18. Ágú 2016 15:11

Revenant skrifaði:Það er fullt af kostnaði sem bankar "gleypa" með því að rukka þá ekki.

Sem dæmi þá kostar það 2,2 kr að millifæra milli banka (undir 10 m.kr) og síðan borga bankarnir 1,71 kr fyrir úttektina (= 3,91 kr).
Þetta er kannski ekki há tala en þegar þú ert að tala um milljónir af millifærslum þá getur þetta orðið mjög há fjárhæð.

íslandsbanki hefur rukkað 100kr af mér í hvert skipti sem ég millifæri inn á reikning konunnar (hún er í arionbanka)

ertu að segja mér að bankinn sé að hafa 96,08kr í hreinan hagnað við hverja millifærslu frá mér til konunnar??


AsRock Fatal1ty Z77 Professional Intel 3770K@4.4GHz Asus GTX 980OC Strix 4GB GeiL Leggera DDR3 2x4GB@2133MHz 1.5TB Seagate Barrracuda 7200rpm stýrikerfi: Crucial m4 240GB SSD 2TB Hitachi 7200rpm 27" 1440p Shimian IPS LED WD RED 4TB 3TB WD Green Aerocool XpredatorAerocool X-Strike 1100w PSU

Skjámynd

PikNik
has spoken...
Póstar: 190
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 17:11
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf PikNik » Fim 18. Ágú 2016 20:19

Bankastjórinn: - Góðan daginn hr. fisksali
Fisksalinn: - Góðan daginn hr. bankastjóri, hvað má bjóða þér í dag?
Bankastjórinn: - Hvað kostar nætursöltuð ýsa?
Fisksalinn: - Hún kostar 2000 kr. kílóið
Bankastjórinn: - Þá ætla ég að fá eitt kíló takk.
Fisksalinn: - Já það gera 2500 kr.
Bankastjórinn: - En þú sagðir að kílóið kostaði 2000 kr.
Fisksalinn: - Afgreiðslugjald er 500 kr.
Bankastjórinn: - Nú jæja, gerðu svo vel, hér er fimmþúsundkall.
Fisksalinn: - Takk fyrir, hérna kemur nætursaltaða ýsan og afgangurinn
Bankastjórinn: - Nei ! Bíddu hægur, hérna eru bara 2000 kr., það vantar 500 kall uppá
Fisksalinn: - Við erum með 500 kr. gjald fyrir að skipta peningum.
Bankastjórinn: - Þetta er bara dónaskapur hr. fisksali !!
Fisksalinn: - Laukrétt hr. bankastjóri.Skjámynd

Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Reputation: 32
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf Urri » Fös 19. Ágú 2016 07:36

atlisd skrifaði:Er fólk að forðast að sækja um rafræn skilríkin í síma?


Ég held það sé nú frekar það að fólk er að forðast aukinn smá gjöld. (bara alltaf eithvað helvítis plokk hjá öllum fyrirtækjum)


Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX

Skjámynd

Nariur
/dev/null
Póstar: 1436
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf Nariur » Fös 19. Ágú 2016 12:25

Urri skrifaði:
atlisd skrifaði:Er fólk að forðast að sækja um rafræn skilríkin í síma?


Ég held það sé nú frekar það að fólk er að forðast aukinn smá gjöld. (bara alltaf eithvað helvítis plokk hjá öllum fyrirtækjum)


Nova er nú eina fyrirtækið sem rukkar fyrir það. Það er algjör dealbreaker fyrir mér. Ég mun 100% ekki skipta við Nova á meðan þeir rukka fyrir rafræn skilríki.


Intel i7 6700K @ 4,8GHz| Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce GTX 1080Ti Strix | Gigabyte Z170x Gaming 5 | 16GB ADATA XPG 2400MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14412
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1192
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf GuðjónR » Þri 08. Nóv 2016 08:53

Update:
http://ruv.is/frett/geta-thurft-ad-borg ... Fruv.is%2F

p.s.
Fyrirtækið Auðkenni sem býður upp á rafræn skilríki í farsíma er í eigu viðskiptabankanna þriggja og Símans.

Rosalega súrt að þurfa greiða þessum einkafyrirtækjum þóknun fyrir að fara inn á opinbera vefi eins og Íbúðalánasjóð og Heilsugæsluna.
Fyrir utan svikin hjá Nova að rukka sína viðskiptavini um 14 kr. per innskráningu í næstum tvö ár áður en Auðkenni byrjar að rukka þá.


Mynd


birgirb13
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Þri 25. Des 2012 17:39
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf birgirb13 » Þri 08. Nóv 2016 16:41

http://www.ruv.is/frett/umsyslukostnadu ... u-vodafone

Vodafone byrjar að rukka í desember. 15 kr á hverja fyrirspurn. Þá verður Síminn eina fjarskiptafyrirtækið sem ekki rukkar sína kúnna.Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3456
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 554
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf Klemmi » Þri 08. Nóv 2016 16:59

Nariur skrifaði:Nova er nú eina fyrirtækið sem rukkar fyrir það. Það er algjör dealbreaker fyrir mér. Ég mun 100% ekki skipta við Nova á meðan þeir rukka fyrir rafræn skilríki.


Líka eins og ein sem vinnur með mér benti á, hún er í áskriftarleið þar sem hún borgar ~2990kr. á mánuði og innifalið í því eru frí SMS, símtöl og 10GB af gagnamagni. Ef hún ætlar svo að nota rafræn skilríki, þá verður hún að kaupa 1000kr.- inneign sem rennur út á 90 dögum og hún hefur engin not fyrir í neitt annað en blessuð rafrænu skilríkin...


www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1408
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 147
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf depill » Þri 08. Nóv 2016 17:46

birgirb13 skrifaði:http://www.ruv.is/frett/umsyslukostnadur-astaeda-gjaldtoku-vodafone

Vodafone byrjar að rukka í desember. 15 kr á hverja fyrirspurn. Þá verður Síminn eina fjarskiptafyrirtækið sem ekki rukkar sína kúnna.


Hringdu
Hringiðan
Símafélagið

held ég hafi ekki tilkynnt að þau ætli að rukka heldur. Þannig þau verða 4Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14412
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1192
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf GuðjónR » Þri 08. Nóv 2016 19:15

Klemmi skrifaði:
Nariur skrifaði:Nova er nú eina fyrirtækið sem rukkar fyrir það. Það er algjör dealbreaker fyrir mér. Ég mun 100% ekki skipta við Nova á meðan þeir rukka fyrir rafræn skilríki.


Líka eins og ein sem vinnur með mér benti á, hún er í áskriftarleið þar sem hún borgar ~2990kr. á mánuði og innifalið í því eru frí SMS, símtöl og 10GB af gagnamagni. Ef hún ætlar svo að nota rafræn skilríki, þá verður hún að kaupa 1000kr.- inneign sem rennur út á 90 dögum og hún hefur engin not fyrir í neitt annað en blessuð rafrænu skilríkin...


Annað skítið hjá NOVA, ef þú ætlar að senda ljósmynd í SMS þá er það ekki hægt nema þú kaupir 1GB gagnamagn sem rennur út á 30 dögum, skiptir engu máli þótt þú sért tengdur á Wi-Fi.


Mynd


Mummi
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mið 10. Ágú 2011 19:07
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf Mummi » Þri 08. Nóv 2016 20:25

birgirb13 skrifaði:http://www.ruv.is/frett/umsyslukostnadur-astaeda-gjaldtoku-vodafone

Vodafone byrjar að rukka í desember. 15 kr á hverja fyrirspurn. Þá verður Síminn eina fjarskiptafyrirtækið sem ekki rukkar sína kúnna.


Ath, þetta eru að hámarki 150 kr á mánuði.
http://www.ruv.is/frett/umsyslukostnadu ... u-vodafone

En þetta er ekki brjálaður kostnaður fyrir þá sem eru t.d. með öppin frá Íslandsbanka & Arion þar sem þú skráir þig inn þar upp á nýtt á ca. 6-12 mánaða fresti ef allt er eðlilegt. Auðkenningin lifir það lengi. En þú þarft auðvitað nota skilríki eða SMS þegar þú t.d. millifærir á nýjan óþekktan aðila.

Veit ekki hvort það hefur komið fram hér en Ríkisskattstjóri mun á næsta ári hætta með veflyklana sína og eingöngu bjóða uppá rafræn skilríki.Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14412
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1192
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf GuðjónR » Þri 08. Nóv 2016 20:54

Mummi skrifaði:Ath, þetta eru að hámarki 150 kr á mánuði.

Hversu lengi? Þeir geta hækkað þegar þeim sýnist, veit ekki betur en gjald fyrir IPTV hafi hækkað hjá Vodafone úr 1304 kr. í 1490 kr. fyrir rúmum mánuði án þess að það hafi verið auglýst sérstaklega, það eru "ekki nema" 186 kr. á mánuði eða 14.26% sem telst nokkuð rausnarlegt þar sem verðbólga er í sögulegu lágmarki. Þú getur treyst því að þetta 150 kr. hámarksgjald er ekki meitlað í stein.

Bottom line er, að það er fáránlegt að þurfa borga fyrirtæki í einkaeigu gjald til þess að komast inn á vefþjónustur ríkisfyrirtækja.
Það hefur verði bent á það að auðkennið sem hagræðing fyrir fyrirtæki sem vilja örugga innskráningu, því þá að rukka notendur um þá hagræðingu?


Mynd


codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 327
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf codec » Þri 08. Nóv 2016 23:29

Innskráning og auðkenning er hluti af grunnþjónustu hvers banka sem veitir þjónustu á netinu, krafan á bankana er að það sé með sem öruggasta hætti það er hluti af þeirra grunnþjónustu, s.s. geyma peninga og láta bara þá sem eiga þá fá hafa aðgang að þeim oþh. Það að blanda þriðja (auðkenni), jafnvel fjórða (nova, vodafone) aðila inn í dæmið þarf ekki endilega að vera neitt óeðlilegt í því tilliti að bankinn sé einfaldlega að kaupa þjónustu af þessum aðilum (auðkenning/fjarskipti).
Að það sé auka gjald á notandann finnst mér hins vegar óeðlilegt vegna þess að þetta er algjör grunn hluti af þjónustu þeirra. Neytendur greiða í raun kostnaðin með öðrum hætti rétt eins og rekstur netþjónana eða öryggisvarða nú eða kaffið í útibúunum ef því er að skipta.

Að auki þá minka netbankar kostnað banka, versus að reka miklu viðameira útibúa net ofl., Því varla sanngjarnt að láta fólk borga fyrir hluti sem spara bankanum þar sem notendur eru í raun að vinna hluta vinnunar sem var áður unnin af starfsfólki í útibúum/þjónustuverum.

Þetta mál er klúðurslega unnið, sem er sorglegt því hugmyndin um rafræn skilríki sem slík er ekki svo galin. Eins og stundum vill verða er það útfærslan á hugmyndini sem er ekki góð en hugmyndin sjálf er ágæt. Því miður litar það álit manna á hugmyndinni.
"Ideas are worthless, execution is everything"
codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 327
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf codec » Þri 15. Nóv 2016 16:26

Vodafone frestar gjaldtöku vegna rafrænna skilríkja og kallar eftir framtíðarlausn

https://vodafone.is/vodafone/fjolmidlat ... idarlausn/

Vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu. Ég sé tvenna möguleika fyrir þá að koma vel út:
  • Bankar borga (eðlilega)
  • Þeir rukka ekki beint heldur selja þetta sem hluta af sinni þjónustu. Auka þannig virðið fyrir kúnan = halda betur í þá, þetta er þekkt markaðsfræði sem ég man ekki hvað heitir en fáir virðast kunna á íslandi ;)
    It’s a simple concept, but one that management teams frequently overlook. By thinking about customer value from your customers’ perspective—even if it means losing some short-term battles—your customers will reward you in the long term.Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14412
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1192
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Auðkennislykill hættir í Netbanka næstu áramót

Pósturaf GuðjónR » Þri 15. Nóv 2016 16:42

codec skrifaði:
Vodafone frestar gjaldtöku vegna rafrænna skilríkja og kallar eftir framtíðarlausn

https://vodafone.is/vodafone/fjolmidlat ... idarlausn/

Vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu. Ég sé tvenna möguleika fyrir þá að koma vel út:
  • Bankar borga (eðlilega)
  • Þeir rukka ekki beint heldur selja þetta sem hluta af sinni þjónustu. Auka þannig virðið fyrir kúnan = halda betur í þá, þetta er þekkt markaðsfræði sem ég man ekki hvað heitir en fáir virðast kunna á íslandi ;)
    It’s a simple concept, but one that management teams frequently overlook. By thinking about customer value from your customers’ perspective—even if it means losing some short-term battles—your customers will reward you in the long term.


Vonadone fær prik fyrir þetta, vona að NOVA girði sig í brók og hætti sinni gjaldtöku sem hefur staðið yfir bráðum í tvö ár!


Mynd