Síða 1 af 1
Nánast eins heimasíður milli verslana
Sent: Lau 02. Júl 2016 00:03
af vesi
Kvöldið, Var að bera sama spjaldtölvur hjá Ódýrið og Tölvutek.
Heimasíðurnar eru nánast allveg eins, svo langt sem mitt auga sér.
Eflaust er þetta svona hjá fleirrum, en eru þetta sömu eigendur, eða er metnaðarleisi orðið svo mikið hjá verslunum að þetta er bara copy/paste.
Er þetta eðlilegt?

Re: Nánast eins heimasíður milli verslana
Sent: Lau 02. Júl 2016 02:12
af I-JohnMatrix-I
Tölvutek keyptu Tölvuvirkni og úr því kom Ódýrið. Þannig já sömu eigendur.

Re: Nánast eins heimasíður milli verslana
Sent: Lau 02. Júl 2016 02:24
af HalistaX
Smá off-topic, Eigum við eitthvað að ræða það hvað Ódýrið er vont nafn? Það er svo vont að ég er byrjaður að elska það. Hlutir eiga ekki auðvelt til með að gera það bara með því að vera vondir. Þeir þurfa að vera svo súper vondir að þeir fari actually í hring og þú byrjir að elska þá. Alveg mangað helvíti. Maðurinn sem fann uppá þessu nafni á verðlaun skilið fyrir vondasta nafn á verslun, EVER!
Re: Nánast eins heimasíður milli verslana
Sent: Lau 02. Júl 2016 09:44
af Klemmi
Sömu eigendur, sami gagnagrunnur geri ég ráð fyrir, eingöngu smá munur á úrvali og verði á einstaka vörum.
Þegar kemur að fartölvum, að þá í þeim tilfellum sem það er munur á verðinu, þá er Tölvutek yfirleitt ódýrari... óháð þessu blessaða nafni á Ódýrinu.
http://laptop.is/#/search?stores=odyrid,tolvutek
Re: Nánast eins heimasíður milli verslana
Sent: Lau 02. Júl 2016 10:43
af g0tlife
Ég bara skil ekki afhverju fólk verslar samt við Tölvutek og Listann. Ég bara næ þessu ekki inn í minn litla haus greinilega. Eins og fara í 10-11 að versla inn fyrir vikuna með family.
Re: Nánast eins heimasíður milli verslana
Sent: Lau 02. Júl 2016 15:21
af Hizzman
g0tlife skrifaði:Ég bara skil ekki afhverju fólk verslar samt við Tölvutek og Listann. Ég bara næ þessu ekki inn í minn litla haus greinilega. Eins og fara í 10-11 að versla inn fyrir vikuna með family.
haha, ef þú ferð í þessar búðir sérðu að markhópurinn er þessi 97% sem eru ekki vaktarar... já ég er að tala um fólkið sem lætur selja sér hdmi snúru á 5990 kr
Re: Nánast eins heimasíður milli verslana
Sent: Sun 03. Júl 2016 13:13
af Alfa
Hizzman skrifaði:g0tlife skrifaði:Ég bara skil ekki afhverju fólk verslar samt við Tölvutek og Listann. Ég bara næ þessu ekki inn í minn litla haus greinilega. Eins og fara í 10-11 að versla inn fyrir vikuna með family.
haha, ef þú ferð í þessar búðir sérðu að markhópurinn er þessi 97% sem eru ekki vaktarar... já ég er að tala um fólkið sem lætur selja sér hdmi snúru á 5990 kr
Skrítið ég hlýt þá að vera einn af þessum 3% sem vill kaupa gæðamerki eins og MSI, Asus og Gigabyte svo einhver séu nefnd. Versla mest allt mitt í Tölvulistanum en reyndar af miklu leiti því að ég hef góð sambönd þar og ég þekki vörurnar.
Þessi Tölvulista og Tölvutek fóbía er bara barnaleg ! Maður verslar bara það sem maður fær bestu vöruna ódýrast !
Re: Nánast eins heimasíður milli verslana
Sent: Sun 03. Júl 2016 13:31
af Hjaltiatla
Persónulega finnst mér ágætt að versla af Tölvutek ákveðna íhluti fyrir venjulega PC tölvu (vill helst gera þau innkaup á einum stað í stað þess að þvælast á milli verslana til að spá í hvert ætti að fara með íhlutinn í viðgerð ef eitthvað bilar). Hins vegar er mjög lítið úrval af Server grade móðurborðum og íhlutum (á góðu verði) og þarf maður að fylgjast með þráðum eins og
Serve the home - Great deals og reyna spotta góði tilboð (og athuga hvort boðið er uppá shipping til Íslands).
Re: Nánast eins heimasíður milli verslana
Sent: Sun 03. Júl 2016 13:45
af GuðjónR
Alfa skrifaði:Hizzman skrifaði:g0tlife skrifaði:Ég bara skil ekki afhverju fólk verslar samt við Tölvutek og Listann. Ég bara næ þessu ekki inn í minn litla haus greinilega. Eins og fara í 10-11 að versla inn fyrir vikuna með family.
haha, ef þú ferð í þessar búðir sérðu að markhópurinn er þessi 97% sem eru ekki vaktarar... já ég er að tala um fólkið sem lætur selja sér hdmi snúru á 5990 kr
Skrítið ég hlýt þá að vera einn af þessum 3% sem vill kaupa gæðamerki eins og MSI, Asus og Gigabyte svo einhver séu nefnd. Versla mest allt mitt í Tölvulistanum en reyndar af miklu leiti því að ég hef góð sambönd þar og ég þekki vörurnar.
Þessi Tölvulista og Tölvutek fóbía er bara barnaleg ! Maður verslar bara það sem maður fær bestu vöruna ódýrast !
Verð nú að vera sammála, hef aldrei fengið neitt nema framúrskarandi þjónustu hjá fyrrnefndum verslunum (og reyndar öllum hinum líka).
Mér finnst líka svolítið ríkt í okkur íslendingum að falla í þá gryfju að vera með og á móti, eins og í fótboltanum.
En fólk getur alveg átt sína uppáhalds tölvuverslun án þess að hrauna yfir aðrar.
Re: Nánast eins heimasíður milli verslana
Sent: Sun 03. Júl 2016 13:49
af Olafurhrafn
Alfa skrifaði:Hizzman skrifaði:g0tlife skrifaði:Ég bara skil ekki afhverju fólk verslar samt við Tölvutek og Listann. Ég bara næ þessu ekki inn í minn litla haus greinilega. Eins og fara í 10-11 að versla inn fyrir vikuna með family.
haha, ef þú ferð í þessar búðir sérðu að markhópurinn er þessi 97% sem eru ekki vaktarar... já ég er að tala um fólkið sem lætur selja sér hdmi snúru á 5990 kr
Skrítið ég hlýt þá að vera einn af þessum 3% sem vill kaupa gæðamerki eins og MSI, Asus og Gigabyte svo einhver séu nefnd. Versla mest allt mitt í Tölvulistanum en reyndar af miklu leiti því að ég hef góð sambönd þar og ég þekki vörurnar.
Þessi Tölvulista og Tölvutek fóbía er bara barnaleg ! Maður verslar bara það sem maður fær bestu vöruna ódýrast !
Þetta er líka off-topic en ég skil það vel þegar fólk verslar þar sem það er ódýrast en persónulega er ég til í að kaupa skjákort á td. 84.900 í staðinn fyrir 79.900 ef það er búð sem ég treysti og fæ góða þjónustu hjá. Síðan eru allar þessar búllur oftast að matcha verðið hjá hvort öðrum þannig þú getur eiginlega bara leitað eftir brandi og þjónustu sem þig líkar við og fengið lægstu verðin í bænnum hjá þeim. Just my two cents.
Re: Nánast eins heimasíður milli verslana
Sent: Sun 03. Júl 2016 22:19
af jojoharalds
Hizzman skrifaði:g0tlife skrifaði:Ég bara skil ekki afhverju fólk verslar samt við Tölvutek og Listann. Ég bara næ þessu ekki inn í minn litla haus greinilega. Eins og fara í 10-11 að versla inn fyrir vikuna með family.
haha, ef þú ferð í þessar búðir sérðu að markhópurinn er þessi 97% sem eru ekki vaktarar... já ég er að tala um fólkið sem lætur selja sér hdmi snúru á 5990 kr
hehe ekkert að þvi að kaupa sér HDMI snúra á 5990 kr.
á einn svona sjálfur
http://sm.is/product/uhd-black-platinum-hdmi-15m