Ég er nýbúinn að standa í veseni við tollinn vegna vökva.
Þú mátt eingöngu flytja inn 100ml af níkótín blönduðum vökva, skiptir engu máli hvort að það er 36mg, 4mg
eða þessvegna 100mg.
Ef þú pantar þér t.d. 4x flöskur af 30ml vökva þá er ein tekin af þannig að þú endar með 90ml, þeir
rúna alltaf niður, aftur á móti máttu flytja eins mikið af vökva án níkótíns og þú vilt.
Ef að þú vilt/þarft að panta meira en 100ml af níkótín vökva þá verðuru að skipta
sendinguni niður t.d. ef þú pantar 13x 30ml flöskur þá verðuru að panta þannig að fjórar
sendingar eru með 3x flöskum og ein sending með 1x flösku.
Það þarf ekkert að líða neinn tími á milli sendinga, getur fengið 5x sendingar sama daginn.
(Myndi samt heyra í tollinum til öryggis, ég talaði bara við tollinn hjá DHL)
Ekki þíðir að segja tollinum að þú sért að panta fyrir fleyri einstaklinga en þig sjálfan, það
virkar ekki, ég áhvað að spara og panta fyrir mig og konuna í einni sendingu og það kostaði mig 60ml af vökva.
DHL Tollafgreiðsla skrifaði:Þar sem það er nikótín í sendingunni þá geta einstaklingar einungis fengið 100 ml inn til landsins og þarf því að farga restinni eða endursenda alla sendinguna.
DHL Tollafgreiðsla skrifaði:Það þarf því miður að rúna undir hámarkið en styrkleikin skiptirí raun engu máli það er bara magnið á vökvanum.