Er hægt að kaupa flugelda núna ?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1864
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Er hægt að kaupa flugelda núna ?

Pósturaf Hnykill » Mán 13. Jún 2016 20:42

Er einhverstaðar hægt að kaupa flugelda núna á íslandi ? eða kaupa þá úti og fá senda til landsins ?

Eða eru algjör boð og bönn á þessu nema fyrir ákveðna aðila um áramót ?


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 134
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að kaupa flugelda núna ?

Pósturaf vesi » Mán 13. Jún 2016 20:54

Það eru mjög stangar reglur um sölu flugelda á Islandi. Rétt fyrir áramot og framm á þrettánda.
Svo þú færð þetta varla í búðum eða frá innflutningsaðilum.
En hef séð þetta öðru hverju í boði á Fb. brask og Brall t.d. en þá voru þar 3stk tertur tops minnir mig.

Edit: Þú þarft leyfi frá lögreglu,slökkviliði og eflaust fleirri ef þú ætlar að fara flytja þetta inn. þarft að getað sýnt framm á góða geymsluaðstöðu og svo margt fleirra.


MCTS Nov´12
Asus eeePc


playman
Vaktari
Póstar: 2045
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 82
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að kaupa flugelda núna ?

Pósturaf playman » Þri 14. Jún 2016 09:18

Talaðu við björgunarsveitina og eða lögreglu, ég veit að það hafa fengist leyfi til þess að
kaupa flugelda fyrir sérstök tilfelli td. giftingar, stórafmæli/stórveislur ofl.
Að flytja in flugelda er mikið mál þar sem að þú þarft ýmis réttindi og mikla pappírsvinnu, og það gerist ekki á nokkrum dögum eða vikum.
En ef að þú ætlar að komast í flugelda án sérstaks tilefnis, þá er það ómögulegt að komast í þá (nema gegnum klíkuskap).


CPU: Intel Core i7-14700KF Icosa Core @ 3.4GHz RAM:32GB DDR5 6000MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
SSD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z790 Eagle AX GPU: NVIDIA RTX 3070Ti 8Gb
[Main screen:]LG UltraGear 32GP850-B 32" QHD nano-IPS [Secondary screen:] BenQ GW2455 - 24" 16:9 [Tertiary Screen:] BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9

Skjámynd

Höfundur
Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1864
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að kaupa flugelda núna ?

Pósturaf Hnykill » Þri 14. Jún 2016 22:16

playman skrifaði:Talaðu við björgunarsveitina og eða lögreglu, ég veit að það hafa fengist leyfi til þess að
kaupa flugelda fyrir sérstök tilfelli td. giftingar, stórafmæli/stórveislur ofl.
Að flytja in flugelda er mikið mál þar sem að þú þarft ýmis réttindi og mikla pappírsvinnu, og það gerist ekki á nokkrum dögum eða vikum.
En ef að þú ætlar að komast í flugelda án sérstaks tilefnis, þá er það ómögulegt að komast í þá (nema gegnum klíkuskap).


Fáránlegt ! ..hver sem er kemst í flugelda um áramót þegar öllum finnst tilefni til.. en þegar þig persónulega langar til að sumri, þá er það ógn við þjóðaröryggi og eitthvað kjaftæði :/ .. fokking rugl :Þ

Hálvitar ! :/


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.


Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 661
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 98
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að kaupa flugelda núna ?

Pósturaf Manager1 » Mið 15. Jún 2016 00:08

Það eru nú einfaldari ástæður en ógn við þjóðaröryggi fyrir því að flugeldar eru bara leyfðir um áramót.

Til dæmis er það gert fyrir gæludýraeigendur og bara almenning almennt. Ég er mikill flugeldaáhugamaður en ég vill ekki að það sé leyfilegt að kaupa flugelda allt árið, það er ekkert gaman að hlusta á þessar sprengingar 365 daga á ári.

En eins og kom fram er hægt að sækja um leyfi til þess að halda flugeldasýningar utan venjulegs tíma, eins og er t.d. gert á menningarnótt, þjóðhátíð, ljósanótt, við Jökulsárlón, á fiskideginum mikla og á fleiri stöðum.

Að sækja um þetta leyfi er frekar einfalt, það er staðlað eyðublað á vefsíðum sýslumannsembættanna og lítið mál að fylla það út.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að kaupa flugelda núna ?

Pósturaf urban » Mið 15. Jún 2016 09:41

Manager1 skrifaði:Að sækja um þetta leyfi er frekar einfalt, það er staðlað eyðublað á vefsíðum sýslumannsembættanna og lítið mál að fylla það út.


Að sækja um leyfið til þess að halda flugeldasýningu er ekkert mál.
Það aftur á móti er mikið erfiðara að flytja inn flugeldasýninguna, en aftur á móti eru þessar stóru sýningar sem að þú taldir upp löngu búnir að gera ráð fyrir því, það er, þetta er yfirleitt flutt inn með áramóta pökkunum hérna í eyjum t.d.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !