Síða 1 af 1

The Thing (1982) vs Alien (1979)

Sent: Fös 10. Jún 2016 15:26
af svanur08
Smá sci-fi horror könnun, hvor finnst ykkur betri? :D

Re: The Thing (1982) vs Alien (1979)

Sent: Fös 10. Jún 2016 16:33
af Hrotti
mér fannst mjög erfitt að velja á milli en ég skemmti mér samt betur yfir the Thing.

Re: The Thing (1982) vs Alien (1979)

Sent: Fös 10. Jún 2016 16:44
af svanur08
Málið er ég er ekki búinn að sjá The Thing, er fara horfa á hana í fyrsta sinn í kvöld, og hef alltaf fílað Alien myndirnar, þá ákvað ég að gera þessa könnun. :D

Re: The Thing (1982) vs Alien (1979)

Sent: Fös 10. Jún 2016 18:06
af Hrotti
svanur08 skrifaði:Málið er ég er ekki búinn að sjá The Thing, er fara horfa á hana í fyrsta sinn í kvöld, og hef alltaf fílað Alien myndirnar, þá ákvað ég að gera þessa könnun. :D


Ég sá The Thing 1985, þá 9 ára og var alveg að skíta á mig af hræðslu :D
Ég hef grun um að börnum í dag þætti ekki mikið til hennar koma.

Re: The Thing (1982) vs Alien (1979)

Sent: Lau 11. Jún 2016 15:54
af svanur08
Sá The Thing í gær, rosaleg mynd! :)

Re: The Thing (1982) vs Alien (1979)

Sent: Lau 11. Jún 2016 19:31
af Alfa
Ég held mikið upp á báðar, en svona ef maður hugsar það hvor eldist betur þá held ég að það sé engin spurning að það sé Alien.

Re: The Thing (1982) vs Alien (1979)

Sent: Lau 11. Jún 2016 19:44
af GuðjónR

Re: The Thing (1982) vs Alien (1979)

Sent: Lau 11. Jún 2016 19:47
af Alfa
Well að mínu mati fyrri :) og greinilega imdb líka 6.2 vs 8.2

Re: The Thing (1982) vs Alien (1979)

Sent: Lau 11. Jún 2016 19:55
af GuðjónR
Alfa skrifaði:Well að mínu mati fyrri :) og greinilega imdb líka 6.2 vs 8.2

Ég þar að horfa á hana aftur við tækifæri, var unglingur þegar ég horfði á hana síðast.
Horfði á Alien 1-2 um daginn, voru betri í minningunni en í raun þegar ég horfði aftur, maður er orðinn of góðu vanur.
Horfði svo á The Mist í gær, ágætis afþreyjing; http://www.imdb.com/title/tt0884328/?ref_=nv_sr_1
Og í kvöld verður það svo Midnight Special: http://www.imdb.com/title/tt2649554/?ref_=nv_sr_2

Afsakið threadsteal.

Re: The Thing (1982) vs Alien (1979)

Sent: Lau 11. Jún 2016 19:56
af svanur08
Mér hefur alltaf fundist Aliens 1986 betri en Alien 1979, miklu meira action og skemmtun.

Re: The Thing (1982) vs Alien (1979)

Sent: Fim 16. Jún 2016 01:33
af Hannesinn
svanur08 skrifaði:Mér hefur alltaf fundist Aliens 1986 betri en Alien 1979, miklu meira action og skemmtun.


Önnur þeirra er líka hryllingsmynd á meðan hin er það ekki.

Ég sá Aliens '86-'87 þegar ég var 11-12 ára gamall og var að drulla á mig úr spenningi. Sá síðan Alien vikum seinna, gat varla horft á hana af spennu og svaf varla nóttina á eftir. Orðum þetta þannig; Ég man nákvæmlega hvar ég horfði á Alien.

Alien vs The Thing? Báðar betri.

Ef menn hafa síðan ekki séð Pandorum og Event Horizon, þá eru það myndirnar sem komast næst hinum þremur. Pandorum er samt eins og Aliens; meiri spennumynd en hrollvekja, en gerir það bara svo drulluvel.