Síða 1 af 1

Hvaða lífeyrissjóður er *bestur* og afhverju hentar hann þér/öllum?

Sent: Lau 04. Jún 2016 19:12
af dawg
Sælir, er að reyna velja hvaða lífeyrissjóð ég vil borga í og sýnist ég vera búinn að ákveða frjálsa lífeyrissjóðinn. http://www.frjalsi.is
Er það meðal annars vegna erfanlegu leiðarinnar. Hinsvegar er ég einsog er að borga lífeyri hjá lífeyrissjóði Verslunarmanna ásamt viðbótarlífeyri hjá Íslandsbanka.

Hvað finnst ykkur? Hvar eru þið með skyldu lífeyrinn ykkar & jafnvel viðbótarlífeyrin og hvers vegna?

Skal koma með fleiri uppástungur ásamt betri rökum hvers vegna frjálsi þegar ég er búinn að lesa mig aðeins meira til um þetta. :fly

edit,
Væri í rauninni lang best að reyna henda upp samanburðar töflu. Hef ekki tíma í það akkurat núna en sjáum hvort ég nái því ekki á mrg. :)

Re: Hvaða lífeyrissjóður er *bestur* og afhverju hentar hann þér/öllum?

Sent: Þri 07. Jún 2016 20:25
af Hizzman
þetta er bara allt slæmt!

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/04 ... sina-hond/

væri ekki betra að setja peningin í að eiga skuldlausa íbúð heldur en að vera gamalmenni á leigumarkaðinum?

förum að dæmi Sölva, látum heyra í okkur!

Re: Hvaða lífeyrissjóður er *bestur* og afhverju hentar hann þér/öllum?

Sent: Þri 07. Jún 2016 22:35
af Revenant
Það má skoða nokkra hluti sem geta haft áhrif:
  • Fjöldi sjóðsfélaga sem greiða í sjóðinn (minni sjóðir eiga erfiðara að takast á við áföll t.d. lífeyrissjóður verkfræðinga í hruninu)
  • Áhættusækni sjóðsins/leiðarinnar (meiri áhætta þýðir yfirleitt betri ávöxtun en á móti þá geta áhættusamar fjárfestingar floppað)
  • Aldursamsetnings sjóðsfélaga (hár sjóðsfélagaaldur þýðir að það eru fáir "ungir" að borga inn í sjóðinn sem getur ollið því að réttindi eru skert seinnameir)

Sumir lífeyrissjóðir taka síðan gjald fyrir að flytja séreignarsparnað frá sér (dæmi 1% hjá Landsbankanum).

Persónulega þá myndi ég hafa séreign og sameign í sitthvorum sjóðnum þannig ef eitthvað gerist fyrir annan þá fer ekki allt í ruslið.

Ég er með séreignarsparnaðinn hjá Söfnunarsjóði Lífeyrisréttinda sem virðst standa sig ágætlega.

Bottomline-ið er að það er nánast ómögulegt að segja hvaða lífeyrissjóður er bestur.

Re: Hvaða lífeyrissjóður er *bestur* og afhverju hentar hann þér/öllum?

Sent: Mið 08. Jún 2016 09:54
af JapaneseSlipper
Lífeyrissjóður verkfræðinga fór líka einstaklega illa vegna brota starfsmanna á lögum sjóðsins. VÍS vildi síðan ekki borga tryggingu sem sjóðurinn var með. Síðan þá hefur verið dæmt í því og VÍS gert að borga.

http://kjarninn.is/frettir/lifsverk-vill-baetur-vegna-starfa-fyrri-stjornar-og-stjornenda/

Einnig hægt að skoða Allianz. Ég held að það sé ágæt þumalputtaregla að dreifa þessu í tvo sjóði. Athuga bara að það getur verið hentugt að fá lán hjá Lífeyrissjóðum og ágætt að skoða hvað þeir eru að bjóða.